Morgunblaðið - 02.07.1998, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BIRGIR ísleifur Gunnarsson, fráfarandi umdæraisstjóri, Hildur Sverrisdóttir, starfsmaður Jafningjafræðsl-
unnar, og Georg H. Tryggvason, formaður Starfsgreinasjóðs, við afhendingu viðurkenningarinnar.
Ríkissjóður sýknaður í málum þrigg;ía starfsmarma SR-mjöls hf.
Málshöfðunin var þarflaus
og dómkröfur haldlausar
Jafningja-
fræðslan
hlýtur viður-
kenningu
JAFNINGJAFRÆÐSLUNNI var
afhent viðurkenning Starfs-
greinasjóðs Rotary á Islandi, 250
þúsund krónur, á lokahófi um-
dæmisþings rotarymanna. Starfs-
greinasjóðurinn var stofnaður ár-
ið 1984 af því tilefni að 50 ár voru
liðin frá upphafi rotarystarfs á Is-
landi. I stofnskrá sjóðsins segir
að veita skuli árlega viðurkenn-
ingu fyrir einhver framúrskar-
andi afrek eða merkar nýjungar.
Georg H. Tryggvason, formað-
ur starfsgreinasjóðsins, sagði í
ávarpi við afhendingu viðurkenn-
ingarinnar að sijórn starfsgreina-
sjóðsins væri mjög stolt af því að
rotarymenn bættust í hóp styrkt-
araðila Jafningjafræðslunnar, en
starf hennar hefði skilað miklum
árangri nú þegar, að mati allra
sem sljórnin ræddi við.
Jafningjafræðslan, sem hefur
nú starfað í rúmlega tvö ár, sinn-
ir fræðslu meðal unglinga og
framhaldsskólanema um skað-
semi fíkniefna og afleiðingar af
neyslu þeirra. I ávarpi Georgs
sagði að stjórn starfsgreinasjóðs-
ins hefði horft til þeirrar hugsun-
ar Jafningjafræðslunnar að öll
bærum við ábyrgð hvert á öðru
sem manneskjur, en þeir sem
sinna fræðslunni eru oft ung-
menni sem hafa sjálf lent í vímu-
efnaneyslu en náð sér upp úr
henni aftur.
-----♦♦♦------
Ein umsókn
um Vest-
mannaeyjar
UMSÓKNARFRESTUR um Ofan-
leitissókn í Vestmannaeyjapresta-
kalli rann út í gær. Kristján Bjöms-
son, sóknarprestur á Hvamms-
tanga, sótti um stöðu sóknarprests.
Beðið verður fram yfir helgi hjá
Biskupsstofu með að upplýsa hvort
fleiri sóttu um stöðuna og ákveða
kjördag ef með þarf, enda tekið við
umsóknum sem settar eru í póst á
síðasta degi umsóknarfrests.
Þetta er í annað sinn sem stöð-
umar era auglýstar en í fyrra skipt-
ið sótti enginn um stöðu prests og
einn um stöðu sóknarprests, Skúli
Ólafsson. Hann dró síðan umsókn
síðan til baka þannig að auglýsa
þurfti stöðuna aftur.
RÍKIÐ var sýknað á þriðjudag í
Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum
dómkröfum í málum þriggja starfs-
manna Síldarverksmiðja ríkisins,
síðar SR-mjöls hf. Stefnendur
gerðu kröfur um greiðslu biðlauna
vegna þeirrar breytingar sem gerð
var 1993 er síldarverksmiðjunum
var breytt í hlutafélagið SR-mjöl.
Til vara gerðu stefnendur kröfu
um skaðabætur að sömu fjárhæð. I
báðum tilvikum var gerð krafa um
greiðslu málskostnaðar og að ríkið
yrði dæmt til að greiða virðisauka-
skatt af aðkeyptri lögmannsþjón-
ustu.
Könnuðust ekki við að ríkið
skuldaði þeini biðlaun
Óumdeilt vai’ í málinu að ríkið
hefði 20. desember 1996 greitt
steftiendum biðlaun í kjölfar
Hæstaréttardóms sem kveðinn var
upp í máli fyrrum starfsmanns
síldarverksmiðjanna. Könnuðust
stefnendur, Jón Reynir Magnús-
son, Ólöf Markúsdóttir og Kristján
Öm Ingibergsson, ekki við það fyr-
ir dómi að ríkið skuldaði þeim bið-
laun og var fjárhæð biðlaunanna
sem ríkið greiddi í desember 1996
óumdeild í málinu. Upphæð bið-
launanna sem stefnendum vora
greiddar í desember 1996 voru
misháar eða 1.744 þús. kr., 2.274
þús. og rúmar 4 milljónir króna.
I niðurstöðu héraðsdóms í mál-
unum þremur segir: „Stefnandi
kom íyrir dóm og kvað stefnda,
ríkið, hvorki skulda sér biðlaun né
dráttarvexti af þeim. Þegar litið er
á dómkröfur stefnanda sést að í
raun er ekki verið að krefja um
greiðslu biðlauna. Enda er óum-
deilt að þau hafi verið greidd þann
20. desember 1996 þó að stefnandi
krefjist greiðslu þeirra allt að
þeirri upphæð sen greidd hefur
verið. Dómkrafan er með öðram
orðum ekki til staðar. I kröfurétti
gildir sú almenna regla að endalok
kröfu era við greiðslu hennar.
Stefnandi hefur því ekki með mála-
tilbúnaði sínum sýnt fram á að
hann hafi lögvarða hagsmuni af að
fá niðurstöðu í málinu.“
Skín í gegn sú fyrirætlan að fá
greiddan málskostnað
í niðurstöðu dómsins segir
einnig að Ijóst sé að biðlaun auk
dráttarvaxta hafi verið greidd eins
fljótt og auðið var eftir að dómur
Hæstaréttar var kveðinn upp 1996.
Innheimtubréf lögmannsstofu hafi
því verið óþarft og Ijóst sé að í öll-
um frágangi biðlaunagreiðslna
naut starfsmannaskrifstofan í engu
aðstoðar lögmannsstofunnar.
„Tæpu ári eftir greiðslu biðlauna
auk dráttavaxta inn á bankareikn-
ing stefnanda höfðar hann málið
ásamt átta öðrum umbjóðendum
lögmannsstofunnar, sem einnig
höfðu verið starfsmenn Síldarverk-
smiðja ríkisins en vora nú starfs-
menn SR-mjöls hf. Stefna sú sem
birt var í þessum níu málum virðist
vera að mestu leyti sama stefna og
í Hæstaréttarmálinu nr. 90/1996,
Guðný Árnadóttir gegn íslenska
ríkinu, í lítið breyttri mynd, þrátt
fyrir að aðstæður væra nú allt aðr-
ar. Með vísan til þess sem hér að
Færri sækja
um MR
UMSÓKNIR nýnema um skólavist í
Menntaskólanum í Reykjavík eru
færri en undanfarin ár, þannig að
ekki hefur þurft að vísa eins mörgum
frá og oft áður.
Alls sóttu um að þessu sinni 240
nemendur og þurfti skólinn að vísa
15 nemendum frá. A síðasta ári sóttu
um skólavist 275 og hafði þeim fækk-
að úr' 330 frá árinu 1995. Að sögn
Árna Indriðasonar, kennara við skól-
ann, er erfitt að segja til um ástæður
þessarar fækkunar.
„Það er eríitt að geta sér til um
ástæður þessarar þróunar og þær
eru sjálfsagt margai’. Margir ný-
nemar setja fyrir sig að þurfa að
vera í skólanum eftir hádegi en það
hafa þeir þurft að gera undanfarin
ár. Þá virtust margir standa í þeirri
meiningu að ekki þýddi að sækja um
skólavist í MR nema einkunnir í
samræmdu prófunum væru yfir 8,5.
Við merkjum enga fækkun umsókna
úr okkar hverfi en umsóknum utan
hverfis og úr nágrannabæjum hefur
fækkað," sagði Árni.
framan gi’einir virðist skína í gegn
sú fyrirætlan stefnanda og lög-
manns hans að fá dóm um máls-
kostnaðarkröfu lögmannsstofunn-
ar Lögmanna, Mörkinni 1, og að
stefndi, íslenska ríkið, beri þann
kostnað. Það er stefnda, íslenska
ríkinu, óviðkomandi hvort stefn-
andi kýs að ráða sér lögmann til að
koma fram fyrir hans hönd í sam-
skiptum aðila.
Stefndi, íslenska ríkið, gaf ekk-
ert tilefni til að mál þetta yrði höfð-
að enda krafa um biðlaun auk
dráttai-vaxta fyrir löngu greidd og
móttekin án fyrírvara. Er máls-
höfðun þessi því með öllu þarflaus
og mátti umboðsmanni stefnanda
vera Ijóst að dómkröfur í máli
þessu væra haldlausar. Þegar litið
er til þess sem hér að framan er
rakið er stefnda, íslenska ríkið,
sýknað af öllum kröfum stefn-
anda.“
Var málskostnaður felldur niður.
Halla Bachmann Ólafsdóttir, sett-
ur héraðsdómari, kvað upp dóm-
ana.
Furðugóð veiði
í þurrkinum
ÞRÁTT fyrir lakari skilyrði en í
fyrra standa sumar ár betur eftir
júníveiðina en í fyrra. Það á til
dæmis við um Laxá í Kjós sem gaf
170 laxa í júní á móti 106 fiskum á
jafnlöngum tíma í fyrra. Þetta ger-
ist þrátt fyrir afspyrnu óhagstæða
vatnshæð og stöðug bjartviðri.
„Enda erum við mjög ánægð með
gang mála í Kjósinni og höfum ekki
áhyggjur af öðru í bili en að þurrk-
urinn vari enn lengur. Annars var
eitthvað verið að lofa rigningu á
veðurkortunum. Við verðum að fá
einhverja vætu bráðlega, áin rétt
sytrar áfram,“ sagði Ásgeir Heiðar,
fulltrúi leigutaka Laxár, í gærdag.
Ásgeir sagði ekki nóg með að lax
væri genginn um allt svæðið, held-
ur væri komið talsvert af vænum
sjóbirtingi. Hann héldi sig mest
neðst á miðsvæðinu og væri sumt
af honum 5-7 pund. Menn hafa að-
eins fengið hann til að koma í agn-
arsmáar þurrflugur og þeir hafa
sloppið.
Frábær byrjun í Svartá
Veiði hófst í Svartá í Húnavatns-
sýslu á þriðjudagsmorgun og lauk
fyrsta hollið veiðum á hádegi í gær,
veiddi sem sagt í einn og hálfan dag.
Aflinn varð 15 laxar, sem er besta
byrjun í ánni í áraraðir. Lax reynd-
ist vera um alla á og veiddust t.d.
nokkrir í Brúnarhyl, sem er á efsta
veiðisvæðinu, nokkrir í Botnastaða-
hyl á miðsvæðinu og hinir í ármót-
unum við Blöndu. Flestir vora lax-
arnir 10 til 12 punda hrygnur, en
það voru einnig nokkrir 5-6 punda
hængir í aflanum.
Verðhækk-
anir á áfengi
Ingvar kokkur í veiðihúsinu við
Langá sagði menn mjög sátta við
gang mála, veiðin hefði verið furðu-
góð miðað við stöðugt sólskin og
bjart veður. 73 laxar voru komnir á
land, laxinn tæki grannt, en menn
sæju mikið af fiski.
Guðmundur kokkur við Hítará
sagði allt vera að fyllast af laxi í
ánni og fimmtán hefðu veiðst síð-
ustu tvo til þrjá dagana. Heildartal-
an því rokin úr 5 í 20 og horfur góð-
ar.
Dauft er enn í Soginu, en þar ör-
vænta menn ekki, því yfirleitt er
júní lélegur. Þrír laxar voru komnir
á þurrt í gær, tveir í Alviðru og einn
í Bíldsfelli. Mjög góð bleikjuveiði
hefur hins vegar haft ofan af fyrir
veiðimönnum.
VERÐ áfengis hækkaði í gær að
meðaltali um 1,24%. Nokkur verð-
lækkun varð þó á léttvíni.
Bjór hækkaði að meðaltali um
0,28% og sterk vín, eða áfengi með
styrkleika yfir 22%, hækkaði um
3,49%. Léttvín, eða áfengi með
styrkleika undir 22% lækkaði að
meðaltali um 0,83% þó sumar teg-
undir borðvíns hafi lækkað um
3%. Þessar verðbreytingar stafa af
nýjum ákvæðum laga um áfengis-
gjald og breytingum á verði vöru frá
birgjum, þrátt fyrir umtalsverða
lækkun ÁTVR á áfengi. Áfengis-
verslunin hefur lækkað álagningu
sína sem nemur 50 milljónum ki’óna
miðað við sölu síðustu 12 mánuða.
Frá og með deginum í gær var
einnig hægt að kaupa áfengi með
krítarkorti. Þetta á þó einungis við
um þá sem nota Eurokort greiðslu-
miðil, en samningum ÁTVR við Visa
um notkun samnefnds gi-eiðslukorts
er ekki lokið. Að sögn Bjarna Þor-
steinssonar hjá ÁTVR var ekki unnt
að greina frá því hvers vegna samn-
ingar hefðu ekki tekist milli samn-
ingsaðila. Ekki náðist í Einar S. Ein-
arsson forstjóra Visa Island í gær.
STÓRLAX þreyttur í Pokafossi í Laxá í Kjós.