Morgunblaðið - 02.07.1998, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÍSLAND er 124. landið í heiminum sem Emil, Liliana og Landcruiserinn þeirra ferðast um.
Á ferðalagi
í fjórtán ár
„VIÐ búum í bflnum og höfum þar allt til alls.“ Eldhúsið er í afturenda
bflsins, undir hjónarúminu sem nýtist sem geymsla á daginn.
Morgunblaðið/Arnaldur
Á TOPPI bifreiðarinnar geyma þau vatn, bensín og aðrar nauðsynjar.
Þar er einnig brúsi með stóru loki sem er þvottavélin þeirra. „Við setj-
um þvottinn og þvottaefnið í, keyrum svo af stað og þetta virkar sem
hin fínasta þvottavél.11
LANGREYNDUSTU ferðalangar
heims eru á ferðalagi um fsland
um þessar mundir. Emil og Liliana
Schmidt eiga þrjú heimsmet, þau
hafa lagt að baki lengsta ferðalag
heims, ekið flesta kflómetra og
komið til flestra landa á sama bfln-
um, og öll eru afrekin skráð í
heimsmetabók Guinness.
„Við hófum ferðalagið í október
1984 en ætluðum upphaflega að
vera á ferðinni í eitt ár. Svo lengd-
ist það bara einhvern veginn og nú
erum við búin að ferðast í 14 ár og
höfum komið til 124 landa. Við bú-
um í bflnum og þar er allt til alls
fyrir okkur,“ segir Emil Schmidt.
Hjónin hafa lagt að baki 471.000
kflómetra á ferðalaginu mikla og
eru alltaf á sama bflnum. Hann er
af gerðinni Toyota Landcruiser,
árgerð 1982 og er alls keyrður
482.000 kflómetra. Hann hefur
alltaf gengið á sömu vélinni, sem
er bensínvél, en Emil segir að ef
hann hefði vitað hvað þau hefðu átt
eftir að ferðast lengi hefði hann
skipt um vél eftir fyrstu tvö árin.
Þau eru bæði Svisslendingar og
var Emil 42 ára og Liliana 41 þeg-
ar þau hófu ferðalagið. Þau höfðu
safnað í ferðasjóð sem hefur enst
þeim til dagsins í dag. „Venjulegt
fólk í Sviss á okkar aldri hefði
byggt sér hús fyrir peningana. í
stað þess að byggja okkur hús,
eins og allir aðrir, eyddum við
þeim í þetta ferðalag og eignumst
minningarnar í staðinn,“ sögðu
hjónin. Þau hafa ekki unnið í fjór-
tán ár, svo þau borga hvergi
skatta en eru svissneskir rflds-
borgarar.
Dagleg neysla þeirra krefst ekki
mikilla fjárútláta, segja þau, en
það fer að vísu eftir því hvar þau
eru stödd í heiminum. Að meðal-
tali hafa þau eytt rúmum 2.500
krónum á dag. Þar meðtalið er
bensín, viðhald bflsins, allar nauð-
synjar og í rauninni allt nema flug-
fargjöld.
„Emil hefur gaman af tölfræði,"
segir Liliana, enda heldur hann til
haga tölum yfír ótrúlegustu hluti
sem henda þau á leiðinni. 128 sinn-
um hefur sprungið hjá þeim, eða
að jafnaði einu sinni á hveijum
3.620 km. I þeim 124 löndum sem
þau hafa heimsótt voru töluð 45
ólík tungumál og notaðir 105 ólfldr
gjaldmiðlar. Þau hafa sótt um 58
vegabréfsáritanir og með því fyllt
7 vegabréf. Bfllinn hefur eytt
111.539 lítrum af bensíni og þau
hafa tekið 31.730 myndir.
Hjónin komu með Smyrli til ís-
lands og hafa þegar ferðast um
Suðurland í tæpa viku. Þau stopp-
uðu í Reykjavík, létu dytta að bfln-
um hjá Toyota-umboðinu og ætla
svo um Vesturland, Vestfirði, há-
lendið, Norðurland og Norð-
Austurland áður en þau taka
ferjuna aftur til Noregs í lok júlí.
Þau eru hér í sex vikur en að
þeirra sögn staldra þau alltaf
töluvert lengi í hverju landi til að
kynnast menningunni. Þau hafa
eignast vini um allan heim sem
þau halda sambandi við, en þau
tala ensku, þýsku, frönsku og
spænsku, auk þess sem Liliana
talar itölsku.
„Ferðalagið hefur gefið okkur
svo margt. Við höfum kynnst ólík-
um lifnaðarháttum fólks og séð að
okkar lifnaðarhættir eni ekki
endilega þeir réttu eða bestu. Við
höfum komist að því að maður
kemst af með mun minna en mað-
ur heldur að maður þurfi. Oll þessi
tæki og tól sem fylgja lúxuslífi
dagsins í dag eru ekki nauðsynleg
til að geta lifað hamingjusömu
lífi,“ segir Liliana og er ánægð
með litla eldhúsið sitt sem er aftan
í skottinu á Landcruisernum.
„Heimurinn er heldur ekki eins
slæmur og sagt er í tjölmiðlum.
Hvarvetna sem við höfum komið
höfum við hitt yndislegt fólk og
alls staðar hefur verið tekið vel á
móti okkur,“ segir Liliana, og full-
yrðir að maður þurfi ekki að tala
sama tungumál og fólkið til að
kynnast því, samskiptin gangi ein-
hvern veginn alltaf upp.
„Við myndum halda áfram að
ferðast ánægjunnar vegna en fjár-
hagslega getum við það ekki. Við
erum ekki á styrkjum og þau lönd
sem við eigum eftir að heimsækja í
heiminum eru flest eylönd á víð og
dreif um heimsins höf sem væri
dýrt að komast til.“
Léttlesin blöð fyrir þá sem eiga í erfíðleikum með að lesa venjuleg dagblöð
Stuttar og
skýrar setningar
Þónokkur hópur fólks á erfítt með að lesa dagblöðin, þar sem letrið
—------------------------------7----
er helst til smátt og fréttirnar stundum í fióknara lagi. I nokkrum
nágrannalandanna hefur verið komið til móts við þarfir þessa hóps
með því að gefa út svokölluð léttlesin blöð. Margrét Sveinbjörns-
dóttir ræddi við Tomas von Martens, ritstjóra eins slíks blaðs.
Morgunblaðið/RAX
TOMAS von Martens, ritstjóri LL-bladet, en það er léttlesið blað sem
gefið er út í Finnlandi - á sænsku og finnsku. Lesendahópurinn er breið-
ur; þroskaheftir, sjónskertir, Iesblindir, aldraðir og innflytjendur.
LL-BLADET, sem á íslensku gæti
útlagst „Léttlesna blaðið", kemur út
hálfsmánaðarlega á sænsku og
finnsku í Helsingfors í Finnlandi.
Það er ekki stórt í sniðum, átta síð-
ur, en flytur engu að síður fréttir,
innlendar jafnt sem erlendar, ýmis
viðtöl og greinar.
Helsti munurinn á LL-blaðinu og
öðrum blöðum er sá að letrið er
stærra, línubil rúmt, myndir stórar
og setningar yfirleitt stuttar, skýrar
og einfaldar - án þess þó að þær séu
á neinu barnamáli. Lesendahópurinn
er breiður; þroskaheftir, sjónskertir,
fólk með lestrarörðugleika, aldraðir
og innflytjendur.
Einn þriggja ritstjóra blaðsins,
Tomas von Martens, kom hingað til
lands í stutta heimsókn á dögunum
ásamt frænku sinni, Irinu von Mar-
tens, en hún er höfundur leikritsins
Irinas nya liv sem leikhópurinn
Unga Klara sýndi á Listahátíð í
Reykjavík. Irina, sem er með
Downs-heilkenni, kom hingað í boði
Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Raunar er þetta ekki í fyrsta sinn
sem Tomas sækir ísland heim, því
hann vann í frystihúsi í Grundarfirði
sumarið 1984.
Þróunin í átt að
sjálfstæðum blöðum
í Evrópu eru nú gefin út tíu létt-
lesin fréttablöð, eitt á Ítalíu, tvö í
Hollandi, eitt í Belgíu, eitt í Noregi,
eitt í Danmörku, tvö í Svíþjóð og tvö
í Finnlandi. Blaðamenn og ritstjórar
þessara blaða hittast árlega á mál-
þingum og bera saman bækur sínar.
LL-bladet hóf göngu sína fyrir sjö
árum, undir ritstjórn Hannu
Virtanen, sem hefur verið aðalrit-
stjóri blaðsins frá upphafi, en auk
hans eru tveir ritstjórar á blaðinu,
annar á finnsku útgáfunni og hinn,
Tomas von Martens, á þeirri
sænsku. Upplag blaðsins er alls
5.000 eintök, 3.000 á finnsku og 2.000
á sænsku.
Tomas segir að flest léttlesnu
blöðin á Norðurlöndunum hafi fyrst
komið út fyrir um sjö árum. Sum-
staðar hafi þau fyrst komið út sem
hluti af stærra dagblaði, þ.e. sem
aukablað, síða eða síður í aðalblað-
inu. Það hafi raunar ekki gengið sér-
lega vel til lengdar, svo yfirleitt hafi
þróunin orðið í átt að sjálfstæðum
blöðum, sem oftar en ekki séu ríkis-
styrkt að meira eða minna leyti. LL-
bladet er til að mynda gefið út af
FDUV, sem eru systursamtök
Þroskahjálpar í Finnlandi.
Sömu grundvallarreglur
blaðamennsku
Aðspurður um lesendahóp nefnir
Tomas þroskahefta, sjónskerta, fólk
með lestrarörðugleika, aldraða,
alzheimersjúklinga og innflytjendur.
Hann segir það mismunandi inn á
hversu breiðan hóp léttlesnu blöðin
stíli, sum þeirra reyni að höfða til
allra þessara hópa en önnur leggi sér-
staka áherslu á t.d. þroskahefta. Auk
þess er blaðið mikið notað í sænsku-
kennslu í finnskum menntaskólum.
LL-bladet flytur innlendar og er-
lendar fréttir rétt eins og önnur
blöð, en framsetningin er sem fyrr
segir með nokkuð öðrum hætti. „Við
leggjum áherslu á viðtöl og reynum
að hafa allt mjög áþreifanlegt og
rökrétt, skýrt og greinilegt. Mynd-
irnar eru yfirleitt stórar og setning-
arnar stuttar en þó eru allar sömu
grundvallarreglur blaðamennsku
viðhafðar og við skrif í önnur blöð.
Við getum ekki einfaldað staðreynd-
ir eða sett þær upp sem svart og
hvítt, því blaðið má heldur ekki
verða barnalegt," segir Tomas von
Martens.