Morgunblaðið - 02.07.1998, Page 15

Morgunblaðið - 02.07.1998, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 1 5 FRETTIR Lögpersónan Landsbanki Islands hf. ber út á við ábyrgð á svarinu áliti Péturs Guðmundarsonar, hrl. og Hákonar Arnasonar, hrl., sem hér fylgir með. Þá er það alfarið rangt og mót- mæli ég því harðlega sem Jón Steinar segir í greinargerðinni „... að alvarlegur trúnaðarbrestur hafí orðið milli bankaráðsins og bankastjóranna, einkum vegna svaranna sem þeir höfðu gefið við- skiptaráðherra um kostnaðinn við laxveiðiferðimar í tilefni fyrir- spurnar á Alþingi". Hver banka- stjóri fyrir sig, sem ráðinn var af bankaráði, bar ábyrgð á störfum sínum gagnvart því skv. lögum, samþykktum og erindisbréfi. Skv. lögum um viðskiptabanka og spari- sjóði verður ekki ráðið að banka- stjómin sé sameiginlegt stjómvald nema í afmörkuðum málum. Mér vom fahn ákveðin stjómunarstörf í bankanum og tel mig hafa rækt skyldur mínar í hvívetna. Eg bar ábyrgð á mínum störfum gagnvart bankaráði, en ekki störfum kollega minna. Þá ábyrgð bám þeir sjálfir. Til að undirstrika að þessi niður- staða Jóns Steinars um trúnaðar- brest er röng, þá er rétt að geta þess að hinn 6. apríl sl. fól banka- ráðið mér m.a. að taka saman greinargerð um það misræmi sem var á upplýsingunum frá bankan- um og upplýsingunum frá Ríkis- endurskoðun sem undirstrikar það, að bankaráðinu var fullkunnugt að meðundirritun mín á bréfið hafði ekkert með efnislegt innihald þess að gera. Trúnaðarbresturinn var ekki meiri en það. Lokaorð Hér að framan hef ég rakið og útskýrt hvernig Jón Steinar Gunn- laugsson hrl. hefur með ýmsum hætti sett geinargerð sína þannig fram, að hún er villandi, röng og meiðandi fyrir mig. Eg hef rakið hvernig á mig em bornar sakir fyr- ir að efast ekki um réttmæti upp- lýsinga kollega minna, hvort sem varðaði starfskjör mín þegar ég var ráðinn bankastjóri Lands- banka Islands eða tölur úr bók- haldi, sem teknar vom saman af starfsmönnum bankans að beiðni og á ábyrgð þess bankastjóra, sem hafði með málið að gera og ég hafði hvorki ástæðu né forsendu til að rengja. Ég hef gert grein fyrir því að bankaráðið sjálft beri ábyrgðina á, að ekki var nægilega skýrt kveð- ið á um starfskjör mín. Ekki þykir mér rétt að ljúka þessum skrifum mínum án þess að vitna í það sem Jón Steinar segir á bls. 2 í greinargerð sinni. Þar segir hann m.a.: ....að á því sé ekki nokkur vafi að mínu áhti, að hugs- anleg mistök bankastjóranna _ í starfi sínu fyrir Landsbanka Is- lands fram til áramótanna 1997/1998 ... hafa að öllu leyti sömu réttaráhrif fyrir starf þeirra í þágu Landsbanka Islands hf. og verið hefði í starfi fyrir bankann með óbreyttu rekstrarformi." Hér vísar Jón Steinar til 1. gr. laga nr. 50/1997 um stofnun hlutafélaga um Landsbanka og Búnaðarbanka. Ekki ætla ég að leggja dóm á þessa lagaskýringu en hér hlýtur að vera rökrétt að hið sama gildi gagnvart þeim einstaklingum, sem nú sitja í bankaráði hlutafélagsbankans og áður sátu í bankaráði ríkisbankans. Með öðrum orðum þá ætti breytt rekstrarform ekki að breyta sam- hangandi ábyrgð þeirra frekar en bankastjóranna, enda skal á það bent að bæði bankaráðsmenn og bankastjórar voru skipaðir að nýju eftir formbreytingu bankans. Greinargerð Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hrl., var samin fyrir bankaráðið en ekki fjölmiðla. Það vai’ ákvörðun þess að birta hana í fjölmiðlum án athugasemda, enda þótt flestum bankaráðsmönn- um ætti að vera allt það ljóst sem ég hef rakið hér. Slík vinnubrögð minnist ég ekki að bankaráðið hafi áður ástundað. Virðingarfyllst, Halldór Guðbjamason. Afrit sent til viðskiptaráðherra, hr. Finns Ingólfssonar.“ HÉR fer á eftir áhtsgerð lögmann- anna Péturs Guðmundarsonar og Hákonar Ámasonar sem þeir gerðu að beiðni Hahdórs Guð- bjamasonar, fyrrverandi banka- stjóra Landsbanka Islands. „Reykjavík, 29. júní 1998 Hr. Halldór Guðbjamason Hegranesi 29 210 Garðabær Þér hafið óskað áhts skrifstofu okkar á því með hvaða hætti beri að Mta á undirritun yðar undir tvö bréf sem bankastjórn Landsbanka ís- lands hf. sendi viðskiptaráðherra með tilteknum upplýsingum úr bókhaldi bankans. Með bréfi þessu er leitast við að leiða í ljós hvað í slíkri áritun fehst. Aður en spumingin verður tekin til umfjöllunar er rétt að gera grein fyrir fáeinum almennum atriðum: 1. Samþykktir Landsbanka fslands hf. Með stofnun Landsbanka ís- lands hf. hinn 10. september 1997 vora bankanum settar samþykktir og er í IV. kafla þeirra að finna ákvæði um stjórn bankans. Er þar í 19. til 21. gr. að finna ákvæði ann- ars vegar um bankaráð og hins vegar um bankastjórn í 22. gr. í I. kafla samþykktanna kemur fram, að bankinn starfar samkvæmt lög- um nr. 113/1996 um viðskiptabanka og sparisjóði og lögum nr. 2/1995 um hlutafélög. Samkvæmt 21. gr. samþykkt- anna er það eitt af verkefnum bankaráðsins að ráða aðalbanka- stjóra og bankastjóra, ákveða þeim laun og ráðningarkjör og setja þeim erindisbréf. í 22. gr. samþykkta koma fram ákvæði um bankastjórnina og segir þar að í henni sitji þrír menn, einn aðalbankastjóri og tveir banka- stjórar. Segir í greininni um aðal- bankastjórann, að hann sé ráðinn samkvæmt ákvæðum samþykkt- anna, hann sé formaður banka- stjórnar og talsmaður bankans og fari með verkstjóm og skeri úr ágreiningi um verkaskiptingu í bankastjórn. Um verkefni hans fari samkvæmt erindisbréfi. í greininni segir um banka- stjóra, að þeir séu ráðnir sam- kvæmt ákvæðum samþykktanna og fari með verkefni sem þeim séu fahn samkvæmt erindisbréfi. Af ákvæðum samþykktanna verður ekki annað ráðið en að bankastjórarnir þrír séu allir ráðn- ir beint af bankaráðinu og séu því hvað starfsábyrgð varðar jafnsettir og beri allir ábyrgð beint gagnvart bankaráðinu, hver á sínu sviði, eftir því sem erindisbréf þeirra segja fyrir um. 2. Erindisbréf bankastjóra: Aðalbankastjóri I samræmi við það sem að fram- an er rakið úr samþykktum bank- SAMÞYKKT var í borgarráði síð- astliðinn þriðjudag að gefa Gróður- vörum ehf. vilyrði fyrir lóð fyrir starfsemi sína í Norður-Mjódd. Er hún á reit milli Stekkjai'bakka, Reykjanesbrautar og Alfabakka. Sótti fyrirtækið um 1,5 hektara lóð fyrir gróðrarstöð og verslun. Borg- arráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu bóka gagnrýni sína á meðferð málsins. Þegar umsókn fyrirtækisins var fyrst tekin fyrir hjá borgarráði í fyrrasumar var ákveðið að vísa er- indinu til umsagnar skipulags- og umferðarnefndar. Þar var Borgar- skipulagi falin tillögugerð um lóðar- afmörkun og skilmála og deiliskipu- lagið síðan auglýst. Skipulags- og umferðarnefnd fjallaði um máhð á ans vora aðalbankastjóra og bankastjóram sett erindisbréf. I erindisbréfi aðalbankastjóra, sem dagsett er 14. nóvember 1997, kemur fram að aðalbankastjóri er ráðinn af bankaráði, með vísan til 1. tl. 1. gr. samþykktanna, og verk- efni hans ákvarðist af samþykktum félagsins, lögum, reglugerðum og erindisbréfi því er bankaráðið set- ur honum. I 3. gr. segir að aðalbankastjóri sé formaður bankastjórnar og beri að leita sameiginlegrar niðurstöðu í bankastjóm um málefni bankans. Þá segir í 2. mgr. 3. gr.: „Aðalbankastjóri annast sam- skipti bankans fyrir hönd banka- stjómar við Viðskiptaráðuneyti, Seðlabanka, Bankaeftirht og önnur stjómvöld, að svo miklu leyti sem þau teljast ekki sérstök verkefni bankaráðs." I 5. gr. er fjallað um skiptingu verkefna bankastjómar og segir þar meðal annars, að aðalbanka- stjóri beri ábyrgð á framkvæmd þeirra starfa sem hlutafélagalög- gjöf leggur á herðar framkvæmda- stjóra hverju sinni. Þá segir jafnframt að hver bankastjóri fyrir sig beri ábyrgð á þeim störfum sem bankaráð hefur ákveðið hverju sinni að gildi um starfsskiptingu þeirra á milli. Bankastjórar Líkt og um ráðningu aðalbanka- stjóra vora bankastjóram af bankaráði sett erindisbréf og er er- indisbréf yðar dagsett 14. nóvem- ber 1997. I 1. gr. erindisbréfs segir að verkefni bankastjóra ákvarðist af samþykktum félagsins, reglugerð- um og erindisbréfi. I 2. mgr. 3. gr. segir að bankaráð ákvarði verkaskiptingu banka- stjóra, að fenginni tillögu banka- stjómar. I grein 5 segir að hver banka- stjóri fyrir sig beri ábyrgð á þeim störfum sem bankaráð hefur ákveðið hverju sinni að gildi um starfsskiptingu þeirra á milli. Sé litið til þess sem að ofan er rakið um samþykktir og erindis- bréf bankastjóra Landsbanka ís- lands hf. verður að draga þá álykt- un að sérhver bankastjóri sem ráð- inn er af bankaráði sé jafnsettur öðram bankastjóram og beri starfsábyrgð gagnvart bankaráð- inu en ekki öðram bankastjóram. Erindisbréf hvers bankastjóra mælir sérstaklega fyrir um sér- verkefni hans og á þeim ber banka- stjóri einn ábyrgð gagnvart banka- ráðinu. Um sameiginlegar ákvarð- anir bankastjómarinnar hlýtur hins vegar að koma til sameiginleg ábyrgð þeirra sem í bankastjórn- inni sitja gagnvart bankaráðinu. Er skipting ábyrgðarinnar, svo sem henni er hér lýst, í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga um ábyrgð ný á fundi sínum 29. júní að loknum athugasemdafresti og var í megin- atriðum jákvæð gagnvart deili- skipulagstillögunni en óskað eftir að hugað yrði nánar að umferð og að- komu að svæðinu áður en skipulagið yrði endanlega samþykkt. í ljósi þessa samþykkti borgarráð í fyrra- stjómenda, þar sem litið er svo á að hver bankastjóri um sig gegni stöðu framkvæmdastjóra sam- kvæmt IX. kafla hlutafélagalaga. 3. Undirritun skjala innan Landsbanka Islands hf. Um undirritanir skjala og skuld- bindinga innan Landsbanka ís- lands hafa frá fomu fari gilt ákveðnar reglur, settar af banka- ráði. Samkvæmt upplýsingum Lög- fræðideildar Landsbanka íslands hf. eru í gildi hjá bankanum þær reglur sem bankaráð setti í ágúst- mánuði 1995. Læt ég fylgja ljósrit af þeim með bréfi þessu. Þar segir m.a. að bankinn sé lagalega bund- inn af skjölum, sem sameiginlega era undirrituð af tveimur banka- stjóram eða bankastjóra og öðram starfsmanni bankans, sem heimild hafi til undirritunar. Þarf því tvær undirskriftir til að skjöl er frá bankanum koma teljist skuldbind- andi. I reglum þeim sem bankaráð- ið hefur sett varðandi undirritanir er ekki að finna nein fyrirmæli um hvemig háttað skuh meðundirritun skjala eða eftirliti þeirra, sem með- undirrita, með efni þeirra. Samkvæmt upplýsingum yðar hefir sú regla skapast, að öll skjöl sem frá bankastjóm hafa farið séu undirrituð af tveimur bankastjór- um eða bankastjóra og aðstoða- bankastjóra, og er það í samræmi við reglur bankaráðsins. Hafa starfsmenn bankans ekki Mtið svo á að þeim bæri sérstök skylda til að kanna innihald þeirra bréfa sem þeir hafa meðáritað. í undirskrift tveggja feMst hins vegar, að bank- inn sé bundinn af þeim upplýsing- um eða skuldbindingum sem fram koma í viðkomandi skjölum. I framhaldi af fyrirspurn, sem fram kom á Alþingi, beindi við- skiptaráðherrann fyrirspum til Landsbanka Islands hf. um tiltekin atriði. I samræmi við erindisbréf aðalbankastjóra fól hann starfs- mönnum bankans að taka saman umbeðnar upplýsingar. Að því loknu tók aðalbankastjóri saman niðurstöðumar og ritaði Viðskipta- ráðuneytinu bréf með umbeðnum upplýsingum, sem hann undirrit- aði, og í samræmi við undirskrifta- reglur bankans var jafnframt und- irritað af yður. Með undirritun aðalbankastjór- ans og meðundirritun yðar undir bréfin var Landsbanki íslands hf. bundinn af þeim upplýsingum sem þar komu fram, og ber lögpersón- an Landsbanki Islands hf. út á við ábyrgð á því svari. Inn á við bera starfsmenn bankans starfsábyrgð og fer hún eftir starfssviði hvers og eins. Þannig bera bankastjórar starfsábyrgð gagnvart bankaráði á störfum sínum, m.a. með vísan til erindisbréfa þeirra. Aðalbanka- stjóri ber þannig á grundvelli er- indisbréfs síns ábyrgðina á svar- dag að gefa Gróðurvöram ehf. fyrir- heit um áðurgreinda lóð og skal það bundið þeim fyrirvara að deiMskipu- lagstillagan verði samþykkt að lok- inni áðurgreindri athugun á umferð og aðkomuleiðum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins óskuðu bókað í tilefni bréfi bankans til Viðskiptaráðu- neytisins. Samkvæmt erindisbréfi yðar berið þér hins vegar ekki ábyrgð á svarinu. Er þá ósvarað hvemig Mta skuh á undirritun yðar undir bréfið. Þér áttuð engan þátt í að taka saman þær upplýsingar sem fram komu í umræddum bréfum til Viðskipta- ráðuneytisins og því berið þér ekki efnislega ábyrgð á því sem þar kemur fram. Liggur fyrir að þér gerðuð bankaráðinu grein fyrir því þá er málið kom þar til umfjöllun- ar, með sérstakri bókun hinn 2. apríl síðastMðinn. Undirritun yðar undir bréfið var því eingöngu formsatriði, byggt á reglum banka- ráðsins um undirritun skjala af hálfu bankans. 4. Álit Á grandvelM þess sem að framan er rakið er það skoðun okkar að Mta verði svo á, að bréf þau er send vora Viðskiptaráðuneytinu með umbeðnum upplýsingum hafi verið send frá lögpersónunni Lands- banka Islands hf. og sé bankinn út á við ábyrgur fyrir réttmæti slíkra upplýsinga. Inn á við beri starfsmenn bank- ans ábyrgðina gagnvart yfirboður- um sínum, á réttmæti upplýsinga sem fram komu í bréfinu. Þannig beri aðalbankastjóri starfslega ábyrgð á umræddum bréfum gagn- vart bankaráðinu. Bar honum sam- kvæmt erindisbréfi að annast sam- skipti bankans við Viðskiptaráðu- neytið, svo sem hann gerði í um- ræddu tilviki, og upplýst er að hann lét táka saman úr bókhaldi bankans þær upplýsingar sem sendar voru ráðuneytinu. Ábyrgð bankastjóra fer eftir er- indisþréfum þeirra, og í Ijósi þess að það var hvorki í yðar verkahring samkvæmt erindisbréfi að svara slíkum fyrirspumum, né áttuð þér nokkum þátt í að taka umbeðnar upplýsingar saman, verður ekki séð að þér berið starfslega ábyrgð á þeim mistökum sem urðu við sam- antekt bréfanna gagnvart banka- ráðinu. Undirritun yðar undir um- rædd bréf var í samræmi við gild- andi undirskriftareglur bankans, og engin skuldbinding hvílir sam- kvæmt reglunum á herðum þeirra sem meðundirrita skjöl, að kanna sérstaklega efni þeirra. Þann fyrir- vara verður þó að gera, að sé þeim sem meðundirritar ljóst eða að aug- Ijóst sé, að efni slíkra skjala sé rangt, hlýtur sú skylda að hvíla á honum að ganga úr skugga um rétt- mæti skjalanna. I yðar tilviki á það ekki við. Ekki var annað af skjölun- um hægt að ráða þá er þér undirrit- uðuð þau, en að þau væra rétt. Óþarft er að ijalla um refsiábyrgð þar sem hún kemur ekki til áMta. Virðingarfyllst, Pétur Guðmundarson, hrl. Hákon Amason, hrl.“ þessarar samþykktar borgarráðs að ótímabært væri að gefa einum aðila fyrirheit um lóð þegar ekkert hefði verið ákveðið um deiliskipulag svæðisins. Segja þeir í bókuninni að kynningu meðal íbúa hafi verið ábótavant og Mtið tillit tekið til mót- mæla mörg hundrað íbúa í næsta nágrenni vegna fyrirhugaðrar upp- byggingar á svæðinu. Borgarráðsfulltrúar Reykjavík- urlistans bókuðu að tillaga að deiliskipulagi reitsins hefði verið kynnt ítarlega og fyrirhuguð notk- un hans væri í samræmi við staðfest aðalskipulag. Segir þar einnig að nýting lóðar sé með því allra lægsta sem þekkist á atvinnulóðum í borg- inni til að tryggja grænt yfirbragð reitsins. Fyrirheit um gróðrarstöð í Norður-Mjódd rædd í borgarráði Sjálfstæðis- menn gagnrýna málsmeðferð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.