Morgunblaðið - 02.07.1998, Page 16

Morgunblaðið - 02.07.1998, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ AKUREYRI Framhald staðarvalsathugana fyrir stóriðnað í Eyjafírði Ahersla verði lögð á samstöðu um Dysnes Aðeins tvö svæði í Eyjafirði koma til greina undir stóriðnað Morgunblaðið/Kristján BJÖRK Guðmundsdóttur framkvæmdastjóri Héraðsnefndar Eyja- fjarðar, Valgerður Hrólfsdóttir nýkjörinn formaður héraðsráðs og Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson sem var endurkjörinn formaður héraðsnefndar. NIÐURSTAÐA verkefnisstjórnar um staðarval fyrir stóriðnað í Eyja- fírði um framhald staðarvalsathug- ana fyrir stóriðnað í Eyjafirði er sú að aðeins tvö svæði við fjörðinn komi til álita fyrir rúmfreka stór- iðju, Dysnes í Arnarneshreppi og svæði ofan við Litla-Árskógssand. Andrés Svanbjömson yfirverkfræð- ingur Markaðsskrifstofu iðnaðar- ráðuneytis og Landsvirkjunar, for- maður verkefnisstjórnar, kynnti skýrslu hennar á fundi Héraðs- nefndar Eyjafjarðar í gær. Iðnaðarsvæði á Akureyri, Dalvík og Olafsfirði voru einnig skoðuð með tilliti til stóriðju auk svæða á Grenivík og Svalbarðsströnd, en hvergi er nægilega stórt eða hent- ugt svæði fyrir stóriðju á borð við álver eða annað af svipaðri stærð sem krefðist sérstakrar hafskipa- hafnar. Árskógssandur Iakari kostur Við samanburð á kostum stór- iðjusvæða í Eyjafirði voru ýmsir þættir skoðaðir, lóðir, hafnar- og umhverfísmál, náttúruhamfarir, verðurfar, vinnumarkaður og fleira. Þá var farið yfir rannsóknir og for- athuganir sem gerðar hafa verið á á undanfomum árum og lauslegt mat á kostum Dysness og Arskógssands fyrir stóriðnað gert. Samanburðurinn leiddi í ljós að um áhugaverðan kost er að ræða á Arskógssandi að mati verkefna- stjórnarinnar, m.a. er talið að Ey- firðingar ættu auðveldara með að sætta sig við staðsetningu stóriðju þar heldur en innar í firðinum. Með hliðsjón af viðhorfum íbúa Arnar- neshrepps, sem hugsanlega útiloka staðsetningu á Dysnesi, a.m.k. fyrir ákveðna stóriðjukosti, vaknar sú spurning í huga nefndarinnar hvort ekki sé nauðsynlegt að framkvæma á Árskógsandi þær rannsóknir sem þarf til að fá á þeim stað sambæri- lega þekkingu og á Dysnesi ef Eyja- jörður á að koma til greina fyrir stóriðju í framtíðinni. Nefnt er að hafa verði í huga að frá sjónarhóli erlendra fjárfesta yrði Árskógssandur þó ávallt lakari kostur en Dysnes, m.a. vegna of mikillar nálægðar við byggð og fjar- lægðar frá Akureyri. Mælir nefndin því með því að áhersla verði lögð á að ná samstöðu um Dysnes sem framtíðarstónðjusvæði í Eyjafirði og svæðið á Árskógsströnd bíði enn um sinn, eða a.m.k. þar til fyrri kosturinn er fullreyndur. Rannsóknir kosta 6,7 milljónir Áætlað er að rannsóknir sem eft- ir er að gera við Dysnes kosti um 6,7 milljónir króna og er gert ráð fyrir að kostnaður di’eifist á þetta ár og það næsta. Mun meiri rann- sóknir þarf að gera á Árskógs- strönd eða samtals fyrir 18,5 millj- ónir króna. Unnt er að dreifa rann- sóknum og kostnaði á nokkur ár. Fram kemur í skýrslu nefndar- innar að nýir útreikningar sem gerðir voru á loftmengun frá 200 þúsund tonna álveri á Dysnesi sýna mun minni mengun frá stóru álveri þar en fyrri útreikningar. Rétt um helmingur íbúa í Eyjafirði, eða 51%, er hlynntur stóriðju á svæðinu sam- kvæmt könnun sem gerð var á síð- asta ári. Málþing um stöðu og framtíð ís- lenska þjóðlagsins Upptökur og rit veröi aðgengileg MÁLPING um stöðu og framtíð ís- lenska þjóðlagsins var haldið á Þjóðlagadögum á Akureyri nýlega. Málþingið fagnar því starfi sem nú er unnið á vegum Collegium Musicum, við rannsóknir á mikl- um áður ókönnuðum sjóðum söng- laga í íslenskum handritum. Á ráðstefnunni kom fram að á ís- lenskum söfnum er varðveitt feiknamikið af upptökum á ís- lenskri tónlist frá liðnum tíma, sem enn er að mestu órannsakað og óskráð. Ennfremur að Island er eina landið í Evrópu þar sem engin staða tónvísindamanns er til á háskólastigi. „í ljósi þessa skorar málþingið á yfirvöld mennta- og menningar- mála að koma upp þeirri aðstöðu sem þarf til að stunda rannsóknir á íslenskum tónlistararfi,“ segir í ályktun þingsins. Einnig skorar málþingið á yfirvöld að veita fé til að þær upptökur og þau rit sem til eru verði gerð aðgengileg fræði- mönnum og áhugafólki um íslenska tónlist, með því að gefa efnið út á hljómdiskum og bókum. Beinir þingið því til áhugafólks um tónlist og þjóðlegan menning- ararf að málþing og tónlistarhátíðir undir merkjum íslenskra þjóðlaga eru þjóðinni brýn nauðsyn ef hún vill varðveita sál sína í hringiðu al- þjóðlegs tónlistariðnaðar og fjöl- miðlunar. Stórtónleikar til minningar um Jó- hann Konráðsson Kristján Jóhannsson kemur með fríðu föru- neyti KRISTJÁN Jóhannsson óperu- söngvari kemur fram á stórtónleik- um sem haldnir verða á Akureyri í haust, 10. október næstkomandi. Hugmyndina að tónleikunum má rekja til þess að Jóhann Konráðs- son söngvari, faðir Kristjáns, hefði orðið áttræður í nóvember síðast- liðnum og var þá rætt um að efna til minningartónleika en þar sem tími til undirbúnings var skammur reyndist það ekki gerlegt. Tónleik- amir næsta haust verða helgaðir minningu Jóhanns. Með Kristjáni í fór til Akureyrar verður hljómsveitarstjórinn Giovanni Andreoli og söngkonan Orice Luca. Frænka Kristjáns og bamabam Jóhanns heitins, Jóna Fanney Svavarsdóttir, kemur einnig fram á tónleikunum. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands með aðstoð frá hljóðfæraleikurum Sinfóníuhljómsveitar íslands leikur með og karla- og kvennakórar taka einnig þátt í tónleikunum. Um sannkallaða ópemtónleika verður að ræða, en flutt verða glæsileg verk úr frægum ópemm, Tannháuser, Othello, Turandot og Manon Lescaut. Verkefnið er stórt og hefur því verið leitað til fyrirtækja um stuðn- ing og hefur íslandsbanki þegar heitið stuðningi sínum. Verði ágóði af tónleikunum mun hann renna til góðgerðarstarfsemi. Vatnssýni tekin úr hverastrýtunni á botni Eyjafjarðar Morgunblaðið/Kristján LEIÐANGURSMENN áttu ekki von á jafngóðum árangri og raun bar vitni og höfðu meðferðis alls kyns búnað til að ná einstökum sýnum. Þeim tókst þó að ná í ótakmarkað magn af vatni með dælingunni. F.v. Viggó Marteinsson og Jakob Kristjánsson frá Iðntæknistofnun, Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir, sem var manni sínum Erlendi til aðstoðar við köfunina, og Hrefna Kristmannsdóttir frá Orkustofnun. FULLTRÚAR frá Iðntæknistofnun og Orkustofun komu norður í Eyjafjörð í vikunni til að ná í sýni úr hverastrýtunni sem fannst á botni Eyjafjarðar í apríl sl. „Leið- angurinn gekk mjög vel og miklu betur en við áttum von á. Við höld- um líka að þetta sé í fýrsta sinn sem jarðhitavökva er dælt með þessum hætti af hafsbotni með slöngu,“ sagði Jakob Kristjánsson, prófessor við Háskóla íslands og forstöðumaður á líftæknisviði Iðn- tæknistofnunar, í samtali við Morgunblaðið, en hann var leið- ungursstjóri í þessari ferð. Hverastrýtan fannst í leiðangri á vegum Iðntæknistofnunar í apr- íl sl. Þá voru tekin sýni úr henni en tilgangurinn með ferðinni nú var að ná í betri sýni og þá sér- staklega vatnssýni til efnagrein- ingar. Hverastrýtan er samtengd annarri strýtu sem fannst í leið- angri í fyrrasumar og er um 50 metra langur hryggur á milli þeirra. „Við höfðum náð bergsýnum úr strýtunni og efnagreint þau en ekki náð góðum vatnssýnum til að efnagreina og eins var eftir að Vatninu dælt af hafsbotni BÁTURINN Níels Jónsson EA kemur með leiðangursmenn að landi á Hjalteyri en Erlendur Bogason tekur léttan sprett á gúmmíbátnum. ----------------,-----------------------------------------------------l------------ kortleggja svæðið. Það gekk von- um framar að ná í vatnssýni og þetta var allt mjög spennandi. Okkur tókst að koma slöngu nið- ur, setja stút í eitt opið á strýt- unni á um 27 metra dýpi og dæla vatni upp.“ Vatnið rúmlega 50 gráða heitt Jakob sagði að mikið vatn streymdi víða út úr strýtunni en á þessu 27 metra dýpi hafi hitinn á vatninu mælst 72 gráður. Eftir að búið var að dæla vatninu upp í gegnum 40 metra langa slöngu var það rúmlega 50 gráða heitt. „Þetta er ferskvatn og það verður spcnnandi að rannsaka þetta á næstunni. Við munum einnig reyna að aldursgreina það og finna út hvaðan það kemur og eins að kortleggja svæðið. í fram- haldinu munum við óska eftir því að svæðið verði friðað.“ Hverastrýtan er um 45 metrar á hæð og aðeins er um 15 metra köf- unardýpi niður að henni. Jakob sagði að efsti hluti strýtunnar væri mjög mjór, aðeins um 2 metrar á breidd, og því æskilegt að ekki væri mikill skarkali á svæðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.