Morgunblaðið - 02.07.1998, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
ERLENT
Morgunblaðið/Sigurgeir
SVERRIR Gunnlaugsson skipstjóri sést hér til hægri á myndinni sem
tekin var í brúnni á Jóni Vídalín, en með honum á myndinni er Harald-
ur Benediktsson 1. stýrimaður og afleysingaskipstjóri.
Veiðst hafa tæp 11 þús-
und tonn af gulllaxi
UM síðustu mánaðamót höfðu veiðst
alls 10.800 tonn af gulllaxi á þessu
fískveiðiári og hefur mestur hluti afl-
ans fengist síðastliðna tvo mánuði.
Tæplega 60 skip hafa reynt við gull-
laxinn og fengið tímabundin til-
raunaleyfi til veiðanna. Aflahæstu
skipin eru Vestmannaey VE með
1.750 tonn, Hrafn Sveinbjamarson
GK með 1.730 tonn og Jón Vídalín
ÁR með 1.380 tonn.
I fyrra veiddust samtals 3.400
tonn af gulllaxi, en fram að þeim
tíma hafði aflinn orðið mestur tæp
1.300 tonn árið 1993. Þar sem lítið er
vitað um afrakstursgetu stofnsins
hefur Hafrannsóknastofnun lagt til
að sóknin verði ekki aukin of mikið
og að aflinn á næsta fiskveiðiári fari
ekki yfir 6.000 tonn.
Að sögn Sverris Gunnlaugssonar,
skipstjóra á Jóni Vídalín, gengu veið-
arnar einna best seinnipartinn í maí,
en síðan hefur dregið jafnt og þétt úr
veiðunum eftir að fleiri skip hófu
veiðar.
„Við erum eiginlega búnir að snúa
frá þessu núna og erum að athuga
með karfann, en að vísu höfum við
árangurslítið verið að draga austur
undir Mýragrunn og gulllaxinn virð-
ist ekki vera til staðar þar. Hann er
greinilega búinn að hrygna og þá
hverfur hann sennilega eitthvað tii
að jafna sig. Allavega hefur hann
dottið af sióðinni," sagði Sverrir.
Hann sagði að rennt hefði verið
blint í sjóinn með veiðarnar og senni-
lega yrði að fara varlega í þær, en
greinilegt væri að stunda mætti veið-
arnar meirihluta ársins og þá líka á
vetuma.
„Það eru að detta niður hol hér og
þar, en svo er eins og það þýði ekk-
ert að fara í það sama aftur. Það
verður því bara að hafa auga með
þessu ásamt öðm. Drýgstu blettirnir
hafa verið í kringum Eyjar og austur
fyrir Skaftárdýpið, en einnig kom
ágætis skot austur í Skerjadýpi um
daginn. Hann virðist því vera nokk-
uð víða við landið með suðurströnd-
inni og vestur í Víkurál. Þetta er
bara spurningin um að detta niður á
blettina," sagði Sverrir.
Ágætis búbót með öðru
Gulllaxinn hefur m.a. verið seldur
til Rússlands og einnig hefur eitt-
hvað af mamingi verið selt til Nor-
egs. Sverrir sagði að frystingin hefði
verið að fá 50-60 krónur fyrir haus-
aðan og slordreginn gulllax og 47
krónur hefðu fengist fyrir heilfryst-
an físk með haus.
„Svo höfum við verið að fá þetta
upp í 25 kall fyrir ísaðan físk í kör-
um. Maímánuðurinn var ágætlega
drjúgur hjá okkur, en þá fengum við
eitthvað á 9. hundrað tonn þar sem
uppistaðan var gulllax. Við munum
hafa auga með þessu í framtíðinni,
en þetta fer greinilega í kvóta og því
hljótum við að fá eitthvað. Þetta er
ágætis búbót með öðra og þegar
hægt er að taka þetta á skömmum
tíma með þá gefur þetta pening,"
sagði Sverrir.
**»* tNTIRNAtrOHAL
M*vsrcs otv m>»ao
Sjálfboðaliðar óskast við
29. ðlympíuleikana í eðlisfræði
Þakkir fyrir góðar viðtökur
Ólympíuleikar í eðlisfræði eru árleg samkoma afburða
námsmanna i eðlisfræði og í ár verða þeir haldnir í fyrsta sinn
á íslandi dagana 2.—10. júlí. Menntamálaráðuneytið er
gestgjafi leikanna en að framkvæmd þeirra koma jafnt leikir
sem lærðir. Störf fyrir vinnufúsar hendur eru fjölmörg á þessari
500 manna ráðstefnu og er hún upplagt tækifæri fyrir
áhugasama að leggja vísindunum lið og stofna til tengsla við
úrvals fólk alls staðar að úr heiminum.
Framkvæmdanefnd vill þakka þeim 86 gestgjöfum - einstak-
lingum, sendiráðum og ræðismönnum - sem bjóða
þátttakendum leikanna til kvöldverðar á meðan á leikunum
stendur. Einnig fá bestu þakkir þær 26 stofnanir og fyrirtæki
sem boðið hafa þátttakendum leikanna að skoða starfsemi
sína. Fjöldi sjálfboðaliða hefur boðið vinnu sína við
undirbúníng og framkvæmd leikanna en enn vantar
sjálfboðaliða á öllum aldri til að vinna við Ijósritun, símsvörun,
akstur og keppnisaðstoð. Sérstaklega vantar fólk til að:
1. Vinna á skrifstofunni við símavörslu, sendiferðir og aðstoðar
störf á dagtíma einhvern eða alla dagana 2,—10. júlí.
2. Vinna við kennilegu keppnina laugardaginn 4. júli kl 13—17.
3. Vinna við verklegu keppnina sunnudaginn 5. júlí kl 10—17 og
mánudaginn 6. júlí kl 13—20.
Nánari upplýsingar gefa skrifstofustjóri, Þórdís Eiríks-
dóttir, í síma 525-5812 eða framkvæmdastjóri, Viðar
Ágústsson, í síma 898-5966.
Einnig má sjá frekari upplýsingar á heimasiðu leikanna
www.hi.is/ipho og senda tölvupóst til ipho@rhi.hi.is
Arafat segir að A-Jerúsalem verði varin með öllum ráðum
Þolinmæði Palestínu-
manna á þrotum
Ramallah á Vesturbakkanum, Jerúsalem. Reuters.
YASSER Árafat, for-
seti heimastjórnar
Palestínu, sagði í gær
þolinmæði Palestínu-
manna gagnvart ísra-
el vera á þrotum og
að þeir myndu verja
„með öllum ráðum“
austurhluta Jerúsal-
emborgar, þar sem
arabar búa, gegn að-
gerðum ísraelsstjóm-
ar. Samtimis ákváðu
þeir Ezer Weisman,
forseti Israels, og
Benjamin Netanyahu,
forsætisráðherra, að
hætta að deila opin-
berlega um framhald
friðarviðræðna við araba.
Ai-afat hélt ræðu á palestínska
löggjafarþinginu og fór fram á fund
arabaþjóða og jafnframt að utanrík-
isráðherrar íslamstrúarþjóða hitt-
ust til að ræða hvernig brugðist
verður við áætlun Israels um að
stækka borgarmörk
Jerúsalem. ísraelsstjóm
lítur á austurhluta Jer-
úsalem sem óaðskiljan-
legan hluta höfuðborgar
sinnar en hefur annars
haldið því fram að efna-
hagslegar ástæður liggi
að baki áætlaðri stækk-
un því hún myndi auka
skattatekjur borgarinn-
ar. Arafat sagði deiluna
um austurhluta Jerúsal-
em, sem gyðingar náðu
á sitt vald árið 1967 og
innlimuðu síðan, hins
vegar vera „spumingu
um líf eða dauða“.
„Það mun enginn frið-
ur ríkja, ekkert öryggi vera til stað-
ar og enginn stöðugleiki nema Jer-
úsalem verði skilað, borgin mun
ætfð vera höfuðborg sjálfstæðrar
Palestínu hvort sem þeim líkar bet-
ur eða verr“, sagði Arafat við mik-
inn fögnuð þingmanna.
Benjamin Netanyahu, forsætis-
ráðherra ísraels, og Ezer Weizman,
forseti, ákváðu í gær á klukku-
stundarlöngum fundi að slíðra
sverðin og hætta að deila opinber-
lega um framhald friðarviðræðna
við Palestínumenn. Skeytin hafa
flogið á milli mannanna eftir að
Weizman sagði á mánudag að Net-
anyahu ætti að boða til kosninga.
Hann sagði á þriðjudag að forsætis-
ráðherrann væri „veruleikafirrtur"
en Netanyahu svaraði fyrir sig og
sakaði Weizman um að taka málstað
araba. Forsetinn væri með ummæl-
um sínum að afhenda Palestínu-
mönnum sterk vopn í samningavið-
ræðunum um framsal lands á Vest-
urbakkanum.
Sagði í yfirlýsingu þeirra
Weizmans og Netanyahus, að þeir
hefðu nú ákveðið að slíðra sverðin „í
þágu ísraels" og að öll skoðana-
skipti þeirra myndu framvegis fara
fram í einkasamræðum og ekki á
opinberum vettvangi.
Yasser Arafat
Díönusafn
opnað í Althorp
SAFN til minningar um Díönu prinsessu var
opnað í Althorp House, landareign Spencer-
fjölskyldunnar, á afmælisdegi hennar í gær.
Hundruð gesta lögðu blóm og afmæliskveðj-
ur við dórískt musterið á æskustöðvum
prinsessunnar.
Bróðir Díönu, Charles Spencer jarl, tók á
móti gestunum og stillti sér upp með þeim
til myndatöku.
Gestirnir létu vel af safninu, þar sem sýnd
eru föt, gömul leikföng og ýmsir munir í
eigu prinsessunnar, auk fjölmargra mynda
af henni frá því hún ólst upp í Althorp Hou-
se og þar til hún kom þangað í lieimsókn
með sonum sínum. Gestirnir gátu einnig virt
fyrir sér legstað Díönu á hólma á landar-
eigninni.
„Þetta er dásamlegt," sagði ung kona
meðal gestanna. „Þetta er rétti staðurinn
fyrir hana. Eg finn að hún er hér. Það fer
stórkostleg friðartilfinning um mann
hérna.“
Safnið verður opið í tvo mánuði í sumar
og aðgöngumiðarnir 150.000 seldust upp á
nokkrum dögum fyrir hálfu ári.
Reuters
Evrópudómstóllinn
Álandseyjar
Vilja eigin
EÞ-fulltrúa
Uppsögn á meðgöngu-
tíma dæmd ólögleg
Lúxemborg. The Daily Telegraph.
EVRÓPUDÓMSTÓLLINN í Lúx-
emborg felldi í fyrradag úrskurð,
sem styrkir málstað kvenna, sem
hafa orðið fyrir því að vera sagt upp
störfum á meðan þær gengu með
barn undir belti, og krefjast skaða-
bóta vegna þess frá vinnuveitend-
um.
Dómurinn komst að þeirri niður-
stöðu, að sé konu sagt upp einhvem
tímann á meðan á meðgöngu stend-
ur eða vegna fjarveru frá vinnu
vegna veikinda sem orsakast af
óléttu, brjóti það í bága við jafnrétt-
isreglur Evrópusambandsins.
Þessi úrskurður var sigur fyrir
Mary Brown, 42 ára gamla skozka
konu, sem var leyst frá störfum sem
bílstjóri á meðan hún var ólétt 1991.
Það var lávarðadeild brezka þings-
ins sem vísaði máli hennar til Evr-
ópudómstólsins eftir að þrjú dóm-
stig í Bretlandi höfðu hafnað full-
yrðingu Brown um að uppsögn
hennar hefði verið brot á brezkum
jafnréttislögum.
Konan hafði tjáð vinnuveitanda
sínum haustið 1990 að hún væri
barnshafandi og að hún yrði að
hætta vinnu vegna veikinda sem
fylgdu þunguninni. Samkvæmt
ráðningarsamningi fyrirtækisins
má starfsmaður, sem er 26 vikur frá
vinnu, búast við uppsögn, og þar
sem Mary Brown mætti ekki til
vinnu í febrúar 1991 var henni sagt
upp störfum. Sex vikum síðar fædd-
ist barnið.
Evrópudómstóllinn staðfesti með
úrskurði sínum þá grandvallar-
reglu, að þar sem einungis konur
geti orðið óléttar sé uppsögn á for-
sendum sem rekja megi beint til
þungunar hreint og klárt kynjamis-
rétti.
Hclsinki. Reutere.
HEIMASTJÓRN Álandseyja, sem
annars heyrir undir Finnland, hefur
sett pólitísk skilyrði fyrir samþykki
sínu við gildistöku Amsterdam-sátt-
mála Evrópusambandsins (ESB).
Fulltrúar á þingi Álandseyinga,
sem 30 eyjarskeggjar eiga sæti á,
krefjast þess að sjálfsstjórn eyjanna
verði tryggð og að Álandseyingar fái
sinn eigin fulltrúa á Evrópuþingið,
þing Evrópusambandsins.
Amsterdam-sáttmáli ESB er end-
urskoðaður stofnsáttmáli sambands-
ins og var undirritaður af leiðtogum
þess fyrir rúmu ári.
Margir hinna 25.000 sænskumæl-
andi íbúa eyjanna eru óánægðir með
tilflutning valds frá heimastjórninni
til stjórnvalda í Helsinki, sem þeir
telja að hafí átt sér stað við inngöngu
Finna í ESB 1995.
Finnska þingið staðfesti Amster-
dam-sáttmálann fyrir Finnlands
hönd í júnímánuði, eftir að stjórnar-
skrárdómstóll landsins hafði komizt
að þeirri niðurstöðu að samþykki
Álandseyjaþings væri ekki nauðsyn-
legt til þess að Finnland gæti stað-
fest sáttmálann með löglegum hætti.