Morgunblaðið - 02.07.1998, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 02.07.1998, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 25 Heimastjórnarþing stofnsett í Belfast Fornir fjendur loks við sama borð ✓ Deilur um göngu Oraníureglunnar næstkomandi ---------------------7----------------- sunnudag í Portadown á N-Irlandi vörpuðu skugga á sögulega stund í gær þegar nýtt þing kom saman í fyrsta sinn. Var loft því lævi blandið, segir Davíð Logi Sigurðsson, þótt fæstum dyldist mikilvægi fundarins. Belfast. Reuters. TUTTUGU og sex ár eru síðan N-írland hafði síðast eigið þing og ríkisstjórn og hefur sá tími einkennst af vargöld og ósamlyndi íbúa. Þykir dagurinn í gær marka eitt mikil- vægasta skrefið á leiðinni til friðar sem stigið hefur verið á þeim tíma því þingið er sett á stofn í samræmi við samkomulag sem fulltrú- ar næstum allra flokka á N-írlandi náðu í við- ræðum og var síðan staðfest í þjóðaratkvæða- greiðslu. Eftir að kjöri hans var lýst biðlaði David Trimble, forsætisráðherra N-írlands, til Sinn Féin, stjórnmálaarms IRA, um að þeir lýstu því nú yfir að „stríðinu væri lokið“ og sagði hann framtíð þingsins nýja velta á þeirri breytingu í afstöðu lýðveldissinna. Hafði Gen-y Adams, leiðtogi Sinn Féin, fyrr um daginn sagst styðja kjör Trimbles í embættið. John Alderdice lávarður, sem sagði af sér sem leiðtogi Alliance-flokksins í fyrradag, stýrði fundinum sögulega í gær eftir að Mo Mowlam, N-írlandsmálaráðherra, hafði til- nefnt hann í embættið. Staðfestu fulltrúar hins nýja n-írska þings seinna Alderdice sem þingforseta en Alliance-flokkurinn hefur á undanförnum árum barist fyrir því að brúa bilið milli stjórnmálaflokka kaþólikka og mót- mælenda. í upphafi þingstarfa var eytt drjúgum tíma í að útskýra hvemig þingið myndi starfa enda hafði einn fréttaskýrenda Sky-sjónvarps- stöðvarinnar á orði að augljóst væri að þing- menn væru ögn ringlaðir, ekki aðeins vissu þeir lítt hvernig þeir ættu að haga sér á þessu nýja þingi heldur væru þau sögulegu tíðindi að gerast að í fyrsta sinn sætu menn eins og Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, og Ian Pa- isley, leiðtogi sambandsflokksins DUP, augliti til auglitis í sama fundarsal. Eins og menn muna gekk DUP út úr samningaviðræðunum, sem lauk með samkomulaginu sem kennt er við fóstudaginn langa, síðastliðið haust þegar fulltrúum Sinn Féin var hleypt þar inn. Trimble valinn forsætisráðherra Átti DUP-flokkurinn því ekki þátt í gerð samkomulagsins og beittu flokksmenn sér gegn því í þjóðaratkvæðagreiðslunni í maí. Telja þeir það veita hi-yðjuverkamönnum IRA syndaaflausn sem þeir eigi ekki skilið og er það markmið Paisleys og félaga hans á þing- inu nýja að koma í veg fyrir að Adams og Martin McGuinness, helstu leiðtogar Sinn Féin sem er stjómmálaarmur IRA, taki sæti í ríkisstjórn, auk þess sem þeir hyggjast sjá til % Reuters GERRY Adams, leiðtogi Sinn Féin, horfir íbygginn á Ian Paisley, leiðtoga sam- bandsflokksins DUP, á þingfundi í gær. Telja margir að brúa þurfi bilið milli þessara manna til að koma á friði á N-ír- landi en það verður þrautin þyngri. þess að írska stjórnin í Dublin hljóti engin völd í málefnum N-írlands. Næst urðu fulltrúar þingsins nýja að rita nöfn sín í bók og heita þar með að starfa í samræmi við reglur páskasamningsins. Urðu þeir einnig að geta þess hvort þeir kæmu úr flokkum sambandssinna/mótmælenda eða þjóðemissinna/kaþólikka eða hvort þeir væm „hlutlausir“, líkt og Alliance-flokkurinn, en þessir merkimiðar munu skipta sköpum á þinginu því ákvarðanir í öllum meiri háttai- málum verða að njóta stuðnings meirihluta í hvorum hópi fyrir sig. Er þetta gert í sam- ræmi við óskir kaþólikka sem vilja tryggja að sambandssinnar nýti sér ekki meirihluta á þinginu og taki upp svipaða stjórnarhætti og þeir höfðu 1920-1972 þegar N-írland hafði heimastjóm en sannað þykir að stjórn sam- bandssinna mismunaði þegnum sínum eftir kirkjudeild þeirra. Skýrir þetta einnig hvers vegna rfldsstjórn N-írlands mun verða samstjórn kaþólikka og mótmælenda í samræmi við þingstyrk hvers stjómmálaflokks og hvers vegna forsætisráð- herra mun koma úr röðum sambandssinna, sem þrátt fyrir allt era fleiri en þjóðernissinn- ar, en aðstoðarforsætisráðherra kemur úr röðum þeirra síðarnefndu. Var David Trimble, leiðtogi Sambands- flokks Ulster (UUP), tilnefndur í embætti for- sætisráðherra eins og gert hafði verið ráð fyr- ir og Séamus Mallon, varaformaður flokks hófsamra kaþólikka (SDLP), aðstoðarforsæt- isráðherra. Var það í samræmi við spár fréttaskýrenda um að John Hume, leiðtogi SDLP, myndi láta Mallon embættið eftir vegna þess hversu Hume er störfum hlaðinn fyrir og auk þess ekki heilsuhraustur. Drumcree á dagskrá Undir lok þessa fyi-sta fundar n-írska þingsins gafst þingmönnum kostur á að ræða önnur mál og vildu sambandssinnar þá ræða gönguna umdeildu í gegnum Portadown næstkomandi sunnudag. Ottast er að þar muni koma til átaka því Óraníumenn hafa strengt þess heit að hopa hvergi heldur ganga sömu leið niður í miðbæ Portadown, er þeir koma frá guðsþjónustu í Drumcree-kirkju, og þeir hafa gengið síðan 1807 þrátt fyrir að sér- leg „göngunefnd" breskra stjórnvalda hafi bannað þeim það. Krefjast sambandssinnar þess að rétturinn til að ganga um þjóðvegi N-Irlands verði ekki af þeim tekinn en kaþólikkar búsettir á Gar- vaghy-veginum vilja ógjarnan fá Óraníumenn í gegnum hverfi sitt. Reyna nú stjórnmála- leiðtogar á N-írlandi sem mest þeir mega að finna lausn á deilunni í snarhasti þannig að allt það starf sem unnið hefur verið og var kórónað með setningu þingsins í gær, hafi ekki verið unnið fyrir gýg. Útvarp og segulband Rafdrifnir hliðarspeglar Rafdrifnar rúður Samlitir hliðarspeglar og hurðahandföng Litað Stillanlegir höfuðpúðar á aftursætum Líknarbelgir fyrir farþega og ökumann Kraftmikil 1600 vél, 16 ventla, 116 hestöfl Niðurfellanleg aftursæti SamUtir stuðarar Samlæsingar Vindskeið Sparneytinn Góður á íslandi Nú er tækifæri til aó gera reyfarakaup á ríkulega búnum Hyundai Elantra því sölumenn okkar eru í einstaklega góðu samningsskapi þessa dagana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.