Morgunblaðið - 02.07.1998, Page 26

Morgunblaðið - 02.07.1998, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Eitt ár er liðið frá því Hong Kong varð aftur hluti af Kína Forsetinn varar við frekari þrengingum Reuters TUNG Chee-hwa, æðsti embættísmaður Hong Kong, heldur skálaræðu á hátíðarkvöldverði í gær í tilefni af því að ár er liðið frá því breska nýlendan fyrrverandi varð aftur hluti af Kína. Efnahagssam- dráttur setur mark sitt á hátiðahöldin Hong Kong. Reuters. JIANG Zemin, forseti Kína, sagði í Hong Kong í gær, þegar þess var minnst að ár er liðið frá því breska nýlendan íyrrverandi varð aftur hluti af Kína, að íbúar eyjunnar mættu búast við frekari þrenging- um áður en efnahagur hennar rétti úr kútnum. „Umrótinu er ekki lokið. Fram- hald verður á efnahagsörðugleikun- um í Hong Kong um sinn,“ sagði Ji- ang í ávarpi á íþróttaleikvangi í Hong Kong þar sem haldið var upp á afmælið með fjölleikasýningu. Forsetinn talaði í fóðurlegum tón til íbúa hins kapítalíska útvarðar Kína og lofaði fullum stuðningi la'n- versku kommúnistastjómarinnar við tilraunir Hong Kong til að rétta efnahaginn við. Hann kvaðst fullviss um að Hong Kong-búar gætu sigr- ast á erfiðleikunum þar sem þeir ættu digra varasjóði og nytu góðs af öflugri stjómsýslu og hagskipan. Hátíðahöldin þóttu alldaufleg enda eru íbúamir ekki í miklu há- tíðarskapi vegna efnahagslægðar- innar í Hong Kong frá því krúnuný- lendan fyrrverandi varð aftur hluti af Kína fyrir ári. Þetta er fyrsti efnahagssamdrátturinn í Hong Kong í 13 ár og hagfræðingar telja litlar líkur á efnahagsbata næsta hálfa árið að minnsta kosti. Verðhmn hefur orðið á hluta- bréfa- og fasteignamörkuðum Hong Kong og fyrirtæki af ýmsum toga, svo sem verslanir, fasteignasölur og veitingahús, hafa kvartað yfir sam- drætti. Mörg fyrirtæki hafa lagt upp laupana eða dregið saman segl- in og atvinnuleysið er nú hið mesta í 15 ár þótt það sé enn tiltölulega lítið miðað við mörg ríki heims. Blóðbaðinu mótmælt Efnt var til fámennra mótmæla í tilefni af heimsókn Jiangs, en það sýnir að kínverska kommúnista- stjómin hefur ekki kveðið niður allt andóf frá því hún fékk yfírráð yfir Hong Kong. Tugir mótmælenda kröfðust þess að Jiang segði af sér og fordæmdu fjöldamorð kínverska hersins á Torgi hins himneska friðar í Peking 1989. Fólkið hélt á mótmælaborðum með vígorðunum „Leysið andófs- mennina úr haldi“ og „Dragið morð- ingjana í Peking fyrir rétt“. Fjórir lögreglumenn báru konu á brott en hún var leyst úr haldi síðar um dag- inn. Tugir annarra Hong Kong-búa, sem höfðu tapað fé á fasteignavið- skiptum á kínverska meginlandinu, söfnuðust einnig saman nálægt byggingu þar sem Jiang snæddi há- tíðarkvöldverð. Þeir festu hundrað blöðmr við mótmælaborða í von um að geta vakið athygli forsetans á vanda þeirra en lögreglan meinaði þeim að koma borðanum á loft. Fólkið sprengdi þá blöðrumar í mótmælaskyni og gekk í burtu. Tung Chee-hwa, æðsti embættis- maður Hong Kong, flutti ræðu í há- tíðarveislunni og fór lofsamlegum orðum um kínversku ráðamennina sem völdu hann í embættið. „Sá mikli stuðningur sem við höfum fengið frá landi okkar hefur orðið til þess að við merkjum mun betur um- hyggju og hlýju stórfjölskyldunnar í föðurlandi okkar.“ Qian Qichen, varaforseti Kína, sagði í ræðu sinni að kínverska stjómin væri staðráðin í að fram- fylgja kenningunni um „eitt land, tvö kerfí“, sem tryggja á Hong Kong veruleg sjálfstjómarréttindi. Jiang fór í verslanamiðstöð til að ræða við kaupmenn og viðskiptavini fýrir veisluna. Mikill mannfjöldi safnaðist saman í kringum forset- ann og troðningur varð þegar fólkið mddist til að taka í hönd hans. Annars staðar í Hong Kong virt- ust þó fáir í hátíðarskapi enda hafa margir íbúanna áhyggjur af lífsvið- urværi sínu. „Við höfum ekki hugs- að um hátíðahöldin," sagði sölukona í Hong Kong. „Við vonum bara að efnahagurinn batni.“ Nýr flug-völlur opnaður Jiang opnar í dag nýjan flugvöll í Chek Lap Kok sem tekur við hlut- verki gamla flugvallarins nálægt höfninni. Nýi flugvöllurinn og mannvirkin sem tengjast honum kostuðu 20 milljarða Bandaríkja- dala, andvirði 1.400 milljarða króna. Nokkram klukkustundum eftir opnunarathöfnina verður Bill Clint- on Bandaríkjaforseti fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn sem notar nýja flug- völlinn, en Hong Kong er síðasti viðkomustaður forsetans í níu daga heimsókn hans til Kína. Reuters Mikki mús í Feneyjum NÝJA skemmtiferðaskipið Töfrar Disneys (Disney Magic) var á siglingti hjá Feneyjum í gær. Það var smi'ðað á Italíu, en heimahöfn þess verður í Canaveral á Flórída. Skipið heldur þaðan í jómfrúrferð sína 30. júlí. Kínaferð Clintons Bandarikjaforseta lýkur í Hong Kong Kína auki viðskiptafrelsi Shanghai. Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseta var vel tekið er hann heimsótti kauphöll- ina í Shanghai i gær. Hann hvatti bandaríska þingmenn til að endur- nýja rétt Kínverja til að fá svonefnd bestukjör í viðskiptum við Bandarík- in, sem tryggir innfluttum kínversk- um vöram tollfrelsi. Hins vegar yrðu Kínveijar að auka viðskiptafrelsi og fella niður innflutningshömlur, sagði hann. Clinton sagði að hafnaði þingið að veita Kínverjum bestukjör myndi það verða til að „slíta í sundur efna- hagstengsl okkar, hindra okkur í að hagnast á vextinum í Kína, stefna í hættu samstarfi okkar í alþjóðamál- um til langs tíma - við myndum snúa baki við stærstu þjóð heims einmitt þegar samvinna um frið og stöðug- leika er mikilvægari og árangursrík- ari en nokkru sinni fyrr“. Engin málamiðlun um WTO Bandaríski forsetinn minntist einnig á áhuga Kínverja á að fá aðild að Heimsviðskiptastofnuninni, WTO. Bandaríkjamenn hafa beitt sér gegn aðild Kína á þeirri forsendu að stjómvöld í Peking verði fyrst að uppfylla skilyrði WTO um viðskipta- frelsi áður en aðild komist á dagskrá. Charlene Barshefsky, viðskipta- fulltrúi Bandaríkjanna, sagði frétta- mönnum að ekki kæmi til greina að komast að einhvers konar pólitískri málamiðlun um aðild Kína. WTO væri ekki stjórnmálastofnun. Mikill halli er á innbyrðis viðskiptum Kína og Bandaríkjanna, hinu fyrmefnda í hag. Mildð fylgdarlið er með forsetan- um, embættismenn, þingmenn og fulltrúar hagsmunasamtaka auk fréttamanna. Fulltrúar bandarískra banka og tryggingafélaga höfðu bundið nokkrar vonir við heimsókn- ina, talið að Clinton tækist ef til vill að fá því framgengt að þeir fengju starfsleyfi í Kína en af því varð ekki. Clinton kemur til Hong Kong í dag og var gert ráð fyrir því að hann myndi m.a. hitta að máli Martin Lee, sem situr á þingi Hong Kong, er lýð- ræðissinni og harður gagnrýnandi kommúnistastjómarinnar. Búist er við að mannréttindamál og ýmis við- skiptamál verði efst á dagskrá hjá bandaríska forsetanum í Hong Kong. Um 1.200 bandarísk fyrirtæki eru með viðskipti í borginni og líta þau flest á hana sem leið inn á hinn risastóra markað í Kína en þar búa um 1.200 milljónir manna. Um 50.000 Bandaríkjamenn búa í Hong Kong. Aðstoðaröryggisráðgjafi Clintons, James Steinberg, sagði í gær að Bandaríkjamenn myndu ekkki fara að óskum Kínastjómar og hætta að selja Tævönum vopn. Eingöngu væri um tæki til varnar að ræða. Bein útsending kom á óvart Clinton sagði í viðtali við kín- verska sjónvarpið, sem birta á í dag, að hann hefði orðið „dálítið undr- andi“ á því að fréttamannafundi hans með Jiang Zemin forseta og ræðu bandaríska forsetans í Pekinghá- skóla skyldi vera sjónvarpað beint. Clinton hvatti í ræðu sinni í háskól- anum til aukins frelsis í Kína og ýmis orðaskipti forsetanna á fréttamanna- fundinum þóttu óvenju hreinskilin. Uppreisnar- menn lýsa morði á hendur sér SAMTÖK vopnaðra íslams- trúarmanna, sem era róttæk- ustu skæraliðasamtökin í Al- sír, hafa lýst ábyrgð á morði berbasöngvarans Lounes Matoub í síðustu viku á hend- ur sér. Matoub var vinsæll í heimalandi sínu, m.a. fyrir andstöðu sína gegn bæði rík- isstjórninni í Alsír og íslömsk- um uppreisnarmönnum. Meira en 65.000 manns hafa fallið í átökunum í Alsír síð- ustu árin og fórust að minnsta kosti fimm í sprengingu í gærmorgun í Algeirsborg. Portúgalir senda ekki her STJÓRNVÖLD í Portúgal ákváðu í gær að verða ekki við óskum uppreisnarmanna í Guinea-Bissau og senda her- menn til Afríkuríkisins til að aðstoða við að koma þar á friði. Antonio Guterres, for- sætisráðherra Portúgals, sagði Portúgal einungis geta stutt mannúðarstarfsemi í landinu eða aðstoðað flótta- fólk þaðan en bein hemaðarí- hlutun kæmi ekki til greina. Finnsk her- flugvél fórst FLUGMÖNNUM finnskrar herflugvélar af gerðinni Hawk, sem vora við æfingar norður af Helsinki, tókst að forða sér úr vélinni áður en hún fórst í gærdag. Er þetta sjöunda Hawk-flugvélin sem ferst síðan snemma á níunda áratugnum. Jeltsín í fram- boð á ný? STJÓRNLAGADÓMSTÓLL í Rússlandi mun úrskurða í október hvort Borís Jeltsín forseti megi bjóða sig fram í forsetakjörinu árið 2000, að sögn forseta dómstólsins. Samkvæmt ákvæðum stjóm- arskrár má enginn gegna embættinu tvö kjörtímabil í röð. Jeltsín var á sínum tíma kjörinn forseti þegar landið var enn hluti Sovétríkjanna gömlu og endurkjörinn en óljóst er hvort fyrra tímabilið telst með. Börnum sé ekki fleygt í ruslatunnur SAMTÖK um velferð bama á Italíu festa nú spjöld á rasla- tunnur um alla Ítalíu. Á spjaldinu er mynd af stór- eygðu ungbami sem stingur höfðinu upp úr tunnu og í textanum eru mæður, er ekki vilja ala bam sem þær ganga með, hvattar til að fleygja ekki afkvæminu í tunnuna. 13 nýfædd böm hafa fundist lát- in á víðavangi á Ítalíu það sem af er árinu, m.a. í fata- hengjum og á raslahaugum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.