Morgunblaðið - 02.07.1998, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 02.07.1998, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Eitt ár er liðið frá því Hong Kong varð aftur hluti af Kína Forsetinn varar við frekari þrengingum Reuters TUNG Chee-hwa, æðsti embættísmaður Hong Kong, heldur skálaræðu á hátíðarkvöldverði í gær í tilefni af því að ár er liðið frá því breska nýlendan fyrrverandi varð aftur hluti af Kína. Efnahagssam- dráttur setur mark sitt á hátiðahöldin Hong Kong. Reuters. JIANG Zemin, forseti Kína, sagði í Hong Kong í gær, þegar þess var minnst að ár er liðið frá því breska nýlendan íyrrverandi varð aftur hluti af Kína, að íbúar eyjunnar mættu búast við frekari þrenging- um áður en efnahagur hennar rétti úr kútnum. „Umrótinu er ekki lokið. Fram- hald verður á efnahagsörðugleikun- um í Hong Kong um sinn,“ sagði Ji- ang í ávarpi á íþróttaleikvangi í Hong Kong þar sem haldið var upp á afmælið með fjölleikasýningu. Forsetinn talaði í fóðurlegum tón til íbúa hins kapítalíska útvarðar Kína og lofaði fullum stuðningi la'n- versku kommúnistastjómarinnar við tilraunir Hong Kong til að rétta efnahaginn við. Hann kvaðst fullviss um að Hong Kong-búar gætu sigr- ast á erfiðleikunum þar sem þeir ættu digra varasjóði og nytu góðs af öflugri stjómsýslu og hagskipan. Hátíðahöldin þóttu alldaufleg enda eru íbúamir ekki í miklu há- tíðarskapi vegna efnahagslægðar- innar í Hong Kong frá því krúnuný- lendan fyrrverandi varð aftur hluti af Kína fyrir ári. Þetta er fyrsti efnahagssamdrátturinn í Hong Kong í 13 ár og hagfræðingar telja litlar líkur á efnahagsbata næsta hálfa árið að minnsta kosti. Verðhmn hefur orðið á hluta- bréfa- og fasteignamörkuðum Hong Kong og fyrirtæki af ýmsum toga, svo sem verslanir, fasteignasölur og veitingahús, hafa kvartað yfir sam- drætti. Mörg fyrirtæki hafa lagt upp laupana eða dregið saman segl- in og atvinnuleysið er nú hið mesta í 15 ár þótt það sé enn tiltölulega lítið miðað við mörg ríki heims. Blóðbaðinu mótmælt Efnt var til fámennra mótmæla í tilefni af heimsókn Jiangs, en það sýnir að kínverska kommúnista- stjómin hefur ekki kveðið niður allt andóf frá því hún fékk yfírráð yfir Hong Kong. Tugir mótmælenda kröfðust þess að Jiang segði af sér og fordæmdu fjöldamorð kínverska hersins á Torgi hins himneska friðar í Peking 1989. Fólkið hélt á mótmælaborðum með vígorðunum „Leysið andófs- mennina úr haldi“ og „Dragið morð- ingjana í Peking fyrir rétt“. Fjórir lögreglumenn báru konu á brott en hún var leyst úr haldi síðar um dag- inn. Tugir annarra Hong Kong-búa, sem höfðu tapað fé á fasteignavið- skiptum á kínverska meginlandinu, söfnuðust einnig saman nálægt byggingu þar sem Jiang snæddi há- tíðarkvöldverð. Þeir festu hundrað blöðmr við mótmælaborða í von um að geta vakið athygli forsetans á vanda þeirra en lögreglan meinaði þeim að koma borðanum á loft. Fólkið sprengdi þá blöðrumar í mótmælaskyni og gekk í burtu. Tung Chee-hwa, æðsti embættis- maður Hong Kong, flutti ræðu í há- tíðarveislunni og fór lofsamlegum orðum um kínversku ráðamennina sem völdu hann í embættið. „Sá mikli stuðningur sem við höfum fengið frá landi okkar hefur orðið til þess að við merkjum mun betur um- hyggju og hlýju stórfjölskyldunnar í föðurlandi okkar.“ Qian Qichen, varaforseti Kína, sagði í ræðu sinni að kínverska stjómin væri staðráðin í að fram- fylgja kenningunni um „eitt land, tvö kerfí“, sem tryggja á Hong Kong veruleg sjálfstjómarréttindi. Jiang fór í verslanamiðstöð til að ræða við kaupmenn og viðskiptavini fýrir veisluna. Mikill mannfjöldi safnaðist saman í kringum forset- ann og troðningur varð þegar fólkið mddist til að taka í hönd hans. Annars staðar í Hong Kong virt- ust þó fáir í hátíðarskapi enda hafa margir íbúanna áhyggjur af lífsvið- urværi sínu. „Við höfum ekki hugs- að um hátíðahöldin," sagði sölukona í Hong Kong. „Við vonum bara að efnahagurinn batni.“ Nýr flug-völlur opnaður Jiang opnar í dag nýjan flugvöll í Chek Lap Kok sem tekur við hlut- verki gamla flugvallarins nálægt höfninni. Nýi flugvöllurinn og mannvirkin sem tengjast honum kostuðu 20 milljarða Bandaríkja- dala, andvirði 1.400 milljarða króna. Nokkram klukkustundum eftir opnunarathöfnina verður Bill Clint- on Bandaríkjaforseti fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn sem notar nýja flug- völlinn, en Hong Kong er síðasti viðkomustaður forsetans í níu daga heimsókn hans til Kína. Reuters Mikki mús í Feneyjum NÝJA skemmtiferðaskipið Töfrar Disneys (Disney Magic) var á siglingti hjá Feneyjum í gær. Það var smi'ðað á Italíu, en heimahöfn þess verður í Canaveral á Flórída. Skipið heldur þaðan í jómfrúrferð sína 30. júlí. Kínaferð Clintons Bandarikjaforseta lýkur í Hong Kong Kína auki viðskiptafrelsi Shanghai. Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseta var vel tekið er hann heimsótti kauphöll- ina í Shanghai i gær. Hann hvatti bandaríska þingmenn til að endur- nýja rétt Kínverja til að fá svonefnd bestukjör í viðskiptum við Bandarík- in, sem tryggir innfluttum kínversk- um vöram tollfrelsi. Hins vegar yrðu Kínveijar að auka viðskiptafrelsi og fella niður innflutningshömlur, sagði hann. Clinton sagði að hafnaði þingið að veita Kínverjum bestukjör myndi það verða til að „slíta í sundur efna- hagstengsl okkar, hindra okkur í að hagnast á vextinum í Kína, stefna í hættu samstarfi okkar í alþjóðamál- um til langs tíma - við myndum snúa baki við stærstu þjóð heims einmitt þegar samvinna um frið og stöðug- leika er mikilvægari og árangursrík- ari en nokkru sinni fyrr“. Engin málamiðlun um WTO Bandaríski forsetinn minntist einnig á áhuga Kínverja á að fá aðild að Heimsviðskiptastofnuninni, WTO. Bandaríkjamenn hafa beitt sér gegn aðild Kína á þeirri forsendu að stjómvöld í Peking verði fyrst að uppfylla skilyrði WTO um viðskipta- frelsi áður en aðild komist á dagskrá. Charlene Barshefsky, viðskipta- fulltrúi Bandaríkjanna, sagði frétta- mönnum að ekki kæmi til greina að komast að einhvers konar pólitískri málamiðlun um aðild Kína. WTO væri ekki stjórnmálastofnun. Mikill halli er á innbyrðis viðskiptum Kína og Bandaríkjanna, hinu fyrmefnda í hag. Mildð fylgdarlið er með forsetan- um, embættismenn, þingmenn og fulltrúar hagsmunasamtaka auk fréttamanna. Fulltrúar bandarískra banka og tryggingafélaga höfðu bundið nokkrar vonir við heimsókn- ina, talið að Clinton tækist ef til vill að fá því framgengt að þeir fengju starfsleyfi í Kína en af því varð ekki. Clinton kemur til Hong Kong í dag og var gert ráð fyrir því að hann myndi m.a. hitta að máli Martin Lee, sem situr á þingi Hong Kong, er lýð- ræðissinni og harður gagnrýnandi kommúnistastjómarinnar. Búist er við að mannréttindamál og ýmis við- skiptamál verði efst á dagskrá hjá bandaríska forsetanum í Hong Kong. Um 1.200 bandarísk fyrirtæki eru með viðskipti í borginni og líta þau flest á hana sem leið inn á hinn risastóra markað í Kína en þar búa um 1.200 milljónir manna. Um 50.000 Bandaríkjamenn búa í Hong Kong. Aðstoðaröryggisráðgjafi Clintons, James Steinberg, sagði í gær að Bandaríkjamenn myndu ekkki fara að óskum Kínastjómar og hætta að selja Tævönum vopn. Eingöngu væri um tæki til varnar að ræða. Bein útsending kom á óvart Clinton sagði í viðtali við kín- verska sjónvarpið, sem birta á í dag, að hann hefði orðið „dálítið undr- andi“ á því að fréttamannafundi hans með Jiang Zemin forseta og ræðu bandaríska forsetans í Pekinghá- skóla skyldi vera sjónvarpað beint. Clinton hvatti í ræðu sinni í háskól- anum til aukins frelsis í Kína og ýmis orðaskipti forsetanna á fréttamanna- fundinum þóttu óvenju hreinskilin. Uppreisnar- menn lýsa morði á hendur sér SAMTÖK vopnaðra íslams- trúarmanna, sem era róttæk- ustu skæraliðasamtökin í Al- sír, hafa lýst ábyrgð á morði berbasöngvarans Lounes Matoub í síðustu viku á hend- ur sér. Matoub var vinsæll í heimalandi sínu, m.a. fyrir andstöðu sína gegn bæði rík- isstjórninni í Alsír og íslömsk- um uppreisnarmönnum. Meira en 65.000 manns hafa fallið í átökunum í Alsír síð- ustu árin og fórust að minnsta kosti fimm í sprengingu í gærmorgun í Algeirsborg. Portúgalir senda ekki her STJÓRNVÖLD í Portúgal ákváðu í gær að verða ekki við óskum uppreisnarmanna í Guinea-Bissau og senda her- menn til Afríkuríkisins til að aðstoða við að koma þar á friði. Antonio Guterres, for- sætisráðherra Portúgals, sagði Portúgal einungis geta stutt mannúðarstarfsemi í landinu eða aðstoðað flótta- fólk þaðan en bein hemaðarí- hlutun kæmi ekki til greina. Finnsk her- flugvél fórst FLUGMÖNNUM finnskrar herflugvélar af gerðinni Hawk, sem vora við æfingar norður af Helsinki, tókst að forða sér úr vélinni áður en hún fórst í gærdag. Er þetta sjöunda Hawk-flugvélin sem ferst síðan snemma á níunda áratugnum. Jeltsín í fram- boð á ný? STJÓRNLAGADÓMSTÓLL í Rússlandi mun úrskurða í október hvort Borís Jeltsín forseti megi bjóða sig fram í forsetakjörinu árið 2000, að sögn forseta dómstólsins. Samkvæmt ákvæðum stjóm- arskrár má enginn gegna embættinu tvö kjörtímabil í röð. Jeltsín var á sínum tíma kjörinn forseti þegar landið var enn hluti Sovétríkjanna gömlu og endurkjörinn en óljóst er hvort fyrra tímabilið telst með. Börnum sé ekki fleygt í ruslatunnur SAMTÖK um velferð bama á Italíu festa nú spjöld á rasla- tunnur um alla Ítalíu. Á spjaldinu er mynd af stór- eygðu ungbami sem stingur höfðinu upp úr tunnu og í textanum eru mæður, er ekki vilja ala bam sem þær ganga með, hvattar til að fleygja ekki afkvæminu í tunnuna. 13 nýfædd böm hafa fundist lát- in á víðavangi á Ítalíu það sem af er árinu, m.a. í fata- hengjum og á raslahaugum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.