Morgunblaðið - 02.07.1998, Page 27

Morgunblaðið - 02.07.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 27 Innflytjendamálin í Ástralíu og líkurnar á þingkosningum Howard vinnur tíma Sydney, Canberra. Reuters. JOHN Howard, forsætisráðherra Astralíu, tilkynnti í gær að ríkis- stjórn hans hefði komist að sam- komulagi um landamál frumbyggja við þingmann frá Tasmaníu og er samkomulagið talið létta á þrýstingi um þingkosningar í landinu. Sögðu fréttaskýrendur í gær að þar með minnkuðu mjög líkurnar á því að Pauline Hanson, leiðtogi Einnar þjóðar sem er nýjasta stjórnmála- aflið í Astralíu, gæti náð lykilstöðu í efri deild ástralska þingsins. Hanson kynnti í gær áætlun sem ætlað er að fækka mjög innflytjend- um til Astralíu og „af-asíuvæða“ landið. Sagði Hanson á fréttamanna- fundi að gífurlegur fjöldi asískra inn- flytjenda ógnaði menningu og siðum Astrala. „Ef fólk vill ekki verða ástr- alskt og virða lög okkar og lífshætti þá ætti það alls ekkert að koma hingað,“ sagði hún í gær. Helstu stjórnmálaflokkar í Ástral- íu hafa undanfarin þrjátíu ár verið sammála um að leyfa umtalsverðan fjölda innflytjenda og jafnframt að leyfa þeim að hafa sína eigin menn- ingu og siði í hávegum. Stefna Einn- ar þjóðar markar endalok þessa óskráða samnings en hún er sú að einungis fái að koma nægilega marg- ir innflytjendur til að koma í stað þeirra íbúa sem flytja á brott. Myndi þetta þýða að einungis 30.000 inn- flytjendur kæmu til Astralíu á ári hverju en hingað til hefur talan verið um 63.000 auk 12.000 flóttamanna. Samkvæmt áætlun Einnar þjóðar yrðu flóttamenn jafnframt sendir aftur til heimkynna sinna um leið og það væri talið óhætt. Fylgi við Eina þjóð virðist vera að aukast verulega, ef marka má skoð- anakannanir. Samkvæmt þeim telja 65% Astrala einnig að of mörgum inn- flytjendum sé hleypt inn í landið á ári hverju. Er því talið að kosningar nú hefðu þýtt aukin áhrif Einnar þjóðai-, jafnvel að flokkurinn myndi ná lykil- stöðu í áströlskum stjórnmálum. Hanson stofnaði flokkinn Eina þjóð í apríl í fyrra. Samkvæmt niður- stöðum skoðanakönnunar, sem birt var á þriðjudag, nýtur flokkurinn nú stuðnings 13% kjósenda á landsvísu og er þá orðinn þriðji stærsti flokkur- inn í landinu. Flokkur Johns Howards forsætisráðherra tapar verulegu fylgi og fengi stuðning 34% kjósenda en stjórnarandstöðuflokkui' jafnaðarmanna fengi 45% atkvæða. Klofningur innan Einnar þjóðar? Greint var frá því í fyrradag að einkaritari Hansons hefði sagt upp störfum og sakar hann nánasta ráð- gjafa Hansons um að vera að taka völdin í flokknum. Einkaritarinn fyiTverandi segir að Hanson hefði látið blekkjast og að klofningur væri kominn upp á milli hennar og ráð- gjafans, Davids Oldfíelds. í grein í dagblaðinu The Australi- an á þriðjudag segir einkaritarinn, Barbara Hazelton, frá því hvernig kaupin gerast innan forystu Einnar þjóðar. „Eg er bálreið, og það sem mér þykir verst er að Pauline Han- son hefur látið bþekkjast." Hún segir ennfremur að Ástralar hafi verið plataðir, ef þeir haldi að þeir séu að greiða Hanson atkvæði með því að kjósa Eina þjóð. Hanson ráði engu i flokknum. Hanson neitar því hins vegar staðfastlega að nokkurt mis- sætti hafi komið upp á milli hennar og Oldfields. Hún sagði í yfírlýsingu að Hazelton hefði brugðist trúnaði, en engin misklíð væri í forystu flokksins. Gjálíf dóttir Brezhnevs látin Eitt hjónabandið entist í þrj á daga GALÍNA Brezhneva, léttúðug dóttir sovétleiðtogans Leoníds Brezhnevs, er látin. Brezhneva var 69 ára að aldri og segir blað- ið Kommersant að banamein hennar hafi verið heilablóðfall. Gjálífi Galínu var annálað en síðustu árin bjó hún í kyrrþey með dóttur sinni og dótturdóttur. Á yngri árum barst hún hins vegar rnjög á og gekk í gegnum mörg hjónabönd. Hún þótti bæði sérlunduð og léttúðug. Auk karl- manna hafði hún ást á demöntum og hraðskreiðum bflum, rétt eins og Brezhnev faðir hennar, og ók oft Mercedes Benz bflum um Moskvu eins og hún væri ein síns liðs á kappakstursbraut. Hún olli oft hneyksian; fyrst er hún hljópst á brott með loftfim- leikamanni úr Moskvusirkusnum, Jevgení Mflajev, en samband þeirra varði ekki lengi. Næsta hjónaband hennar, við töfram- anninn Igor Kíó, varði aðeins í þijá daga og embættismaðurinn sem gaf út vígsluvottorðið var, að fyrirmælum Brezhnevs, rek- inn. Sovétleiðtoginn var hrifnari af næsta eiginmanni dóttur sinnar, Júrí Tsjúrbanov, óbreyttum lög- regluþjóni sem naut hraðs starfs- frama eftir hjónabandið og varð fyrsti aðstoðarinnanrfldsráð- herra skömmu seinna, eða árið 1971. Tsjúrbanov var dæmdur í 12 ára fangelsi 1988 fyrir mútu- þægni í 17 ára valdatíð tengda- föður hans, sem dó 1982. Náinn vinur þeirra, sem gekk undir nafninu Sigauninn Borís, var handtekinn og kærður fyrir smygl 1982 og dæmdur í 5 ára fangelsi. Handataka hans var al- mennt talin sögð vera tilraun til þess að styrkja stöðu þáverandi yfirmanns öryggislögreglunnar (KGB), Júrí Andropovs, sem tók við starfí aðalritara ommúnista- fiokksins af Brezhnev. Reuters GALÍNA Brezhneva, dóttir Sovétleiðtogans sem var við völd frá því á sjöunda áratugn- um til dauðadags 1982. Dóttirin var oft hneykslunarhella í sov- ésku þjóðlífi vegna lífernis síns. toegavegi. Rioja Hágæða rauðvínsþrúgur 30 flöskur 5.750 kr. Nóatún 17 ■ Faxafen 12 Kringlan ■ Háholt 24. Mosfellsbær r Láttu þig detta i lukkupott Símans og Ericsson DREGIÐ 21. ÁGÚST Þegarþú kaupirþér GSM símafrá Ericsson eða Ericsson auka- hluti hjá Símanum eða Póstinum um land állt,fer nafnþitt sjálfkrafa í lukkupott Símans og Ericsson. Dregxd vxxulsga Á hverjumföstudegi út ágúst verður dregið um Ericsson 788 GSM síma í beinni útsendingu íþættinum King Kong á Bylgjunni. Ericsson GF 788 (39.980,- stgr ) Ericsson GA 628 TILBOfl TIL 21. AGÚST Kynnið ykkur tilboðspakkana. Ericsson GSM símar ogýmis aukabúnaður á tilboði. Ericsson GH 688 (24.980,- stgn) SÍMINN Ármúla 27, sími 550 7800 Landssímahúsinu v/ Austurvöll, sími 800 7000 (Aupo^ .... SÍMANS V ERICSSON $ ?. - y. verðlaun Glæsilegir Ericsson GSM símar Utanlandsferð að EIGIN VALI FYRIR 70.000 KR. PÓSTURINN um land allt i. verðlaun___________________ ERICSSON MC16 LÓFATÖLVA örsmá tölva með Intemethugbúnaði, Windows CE. Word, Excel og Outlook. . verðlaun 6. - so. verðlaun PÓLÓBOLIR FRÁ Ericsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.