Morgunblaðið - 02.07.1998, Page 28

Morgunblaðið - 02.07.1998, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 FERÐALÖG MORGUNB LAÐIÐ Við undirleik þúfutittlinga og hrossagauka ✓ I sumar leggja margir í gönguferðir til að njóta náttúrunnar. Sigurkarl Stefánsson gekk nýlega með félögum sínum frá Kirkjustíg yfír Reynivalla- i Morgunblaðið/Margret Guttorrasdðttir BUSÆLDARLEGUR Kjósardalurinn lá fyrir fótum göngumanna. Þar Iiðast Laxá um í miklum bugðum. háls að Fossá í Hvalfirði. Á HVERJU vori skella starfsmenn Menntaskólans við Hamrahlíð sér í vorferð að loknum prófum, útskrift stúdenta, frágangi, tiltekt og löng- um fundarsetum. Þannig var kom- inn góður ferðahugur í hópinn þeg- ar lagt var upp frá skólanum skömmu eftir hádegi mánudaginn 25. maí síðastliðinn. Hægviðri var, bjart og fagurt og úr háreistum langferðabílum mátti ímynda sér hvemig borgin liti út séð með augum ferðamannsins. Fyrsti áfangastaðurinn nefndist Hamrahlíð og þótti mörgum það býsna gott nafn. Þetta er reitur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar í hlíðum Úlfarsfells, rétt ofan við Vesturlandsveg. Reiturinn er lið- lega 40 ára gamall og þar hafa ver- ið gróðursettar um 120 þúsund plöntur af a.m.k. 15 tegundum. Vegfarendum er lundurinn til ánægjuauka og sumum finnst jafn- vel að þeir séu komnir til Sviss þegar þeir líta upp í hlíðina. Auk þess fá Mosfellingar þar liðlega 200 jólatré árlega og í elsta lundinum eru trén yfir 10 metra há. Áfram var haldið og nutu ferða- langamir ýmiss konar fræðslu og skemmtunar á leiðinni, var ekki hægt að merkja að kennarar hefðu þurrausið viskubmnna sína um veturinn. Farið var um Mosfells- dal, Mosfellsheiði, Kjósarskarð og að Reynivöllum. Á bílastæðinu við ReynivaOa- kirkjugarð skildi leiðir, nokkrir fóm áfram í rútunni með sögu- kennurunum að skoða rústir Mar- íuhafnar en hún var á Búðasandi sunnanvert á Hálsnesi og var ein mesta kauphöfn landsins á 14. öld; segir ekki meira af þeim í bili. Flestir lögðu hins vegar upp í meg- ingöngu dagsins, ætlunin var að fara eftir svonefndum Kirkjustíg yfir ReynivaOaháls að Fossá í Hvalfirði. Forðum þótti þessi leið greiðari en að fara fyrir hálsinn þar sem þjóðvegurinn liggur nú, því þai- var torfært vegna þess hve skógurinn var þéttur! Urð og grjót Hópurinn þrammaði nú beint af augum upp hlíðina yfir grösuga móa við undirleik þúfutittlinga og hrossagauka. Úr rátunni höfðum við séð hvemig mótaði fyrir stígn- um og innan skamms voram við farin að feta í fótspor feðranna og gengum sneiðing upp hlíðina. Graslendið þraut fljótt og við tóku gróðurlitlar urðir. Nokkuð er á brattan að sækja og teygðist úr hópnum, enginn asi var þó á fólki og teknar góðar hvíldir. Þá var rætt um það sem fyrir augu bar og sagðar sögur. Með þessu lagi er leiðin flestum fær og em þar engar sérstakar hindranir, girðingar meira að segja fáar. í miklu VINTERSPORT ÞÍN FRÍSTUND - OKKAR FAG BlLDSHÖFÐA - Bíldshöfða 20 - Slmi: 510 8020 í HAMRAHLÍÐ. Sigurkarl leiddi göngumenn um skóginn. í góðviðrinu var útsýnið stór- kostlegt, grösugur og búsældarleg- ur Kjósardalurinn lá fyrir fótum okkar. Þar liðast Laxá um í mikl- um bugðum en er þó ekki svo Iangt komin í þroska að bugðurnar hafi náð saman og myndað bjúgvötn. I vestri sá yfir Hvalfjörð og í Akra- fjalli sást vel hvemig hraunlögin sem það mynda hafa smám saman farið að hallast. Áfram var haldið upp Kirkjustíginn eftir gróður- lausri hlíðinni en efst í henni er þó vel gróin hvilft, Fannahlíð. Þegar upp á hálsinn kom var gengið eftir Langamel í norðaustur og yfir á Prestsás. Hér vomm við komin í a.m.k. 360 m hæð yfir sjó og ekki var út- sýnið síðra norðuraf. Sjónarhornið var óvenjulegt, Miðsandur, Fer- stikla og Saurbær kúrðu á Hval- fjarðarströnd með hvassa tinda Skarðsheiðar í baksýn. I austurátt sáust Botnssúlur en sumir segja að af tindunum fjómm sé dregið bæj- amafnið Ferstikla. Kirkjustígsgangan endar Nú var stefnan tekin á bæinn Fossá og þá tók brátt að halla und- an fæti. Gróðurinn varð sífellt fjöl- breyttari og öflugri og að lokum voram við farin að ganga í skógi, en Kópavogsbúar hafa gróðursett talsvert í landi Fossár. Við hlaðna rétt skammt frá þjóðveginum sam- einuðust svo hópamir og snæddu nesti sitt. Þessi Kirkjustígsganga tók um það bil tvo tíma og eins og áður sagði voru menn ekki að flýta sér. Ferðinni var þó ekki lokið því nú var stigið upp í rátuna á ný og haldið fram á Botnsdal þar sem farið var í leiki. Þá friðsæld sem ríkir í Botnsdalnum má að nokkm þakka því að þjóðvegurinn var færður utar í fjörðinn og eftir að Hvalfjarðargöngin komast í gagnið verður þar vart önnur hljóð að heyra en fuglasöng og lækjarnið. Úr Botnsdal var haldið að felags- heimilinu að Hlöðum og var það síðasti viðkomustaðurinn. Þar vora vöðvar mýktir í sundi og heitum pottum. Eftir gómsætan kvöldverð var svo sungið og dansað fram eftir kvöldi. Kynnum nýja líkamskremið Body Radiance Moisturizer ásamt öðrum nýjungum og frábærum tilboðum frá Christian Dior í Hringbrautarapóteki í dag, fimmtudaginn 2. júlí kl. 14—18, fostudaginn 3. júíí kl. 14-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.