Morgunblaðið - 02.07.1998, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 37
dalagsins hefst á morgun
ianns Alþýðubandalagsins, bíður það
u sína um sameiginlegt framboð án
fnings innan flokksins.
t eindregið til þess að félagshyggju-
ssningum.
stuðningsmenn sameiginlegs fram-
boðs segja að það sé einfaldlega
ekki hægt að draga það lengur að
marka stefnuna.
Verði ekki tekin afdráttarlaus af-
staða á landsfundinum mun staða
þingflokksins til að móta stefnuna
styrkjast og þar með staða þeirra
sem vilja að flokkurinn fari sér
hægt í samfylkingarmálum. Þeir
sem vilja að Alþýðubandalagið bjóði
ekki fram í eigin nafni í næstu þing-
kosningum heldur í samstarfí við
aði'a stjórnarandstöðuflokka leggja
því ofurkapp á að landsfundurinn
taki afdráttarlausa stefnu sem gefi
þingflokknum og öðrum stofnunum
flokksins skýr fyrirmæli um hvernig
beri að vinna fram að kosningum.
Þeir vilja takmarka sem mest svig-
rúm þingflokksins til að móta stefn-
una. Yfirlýsingar Svavars Gestsson-
ar, formanns þingflokksins, um að
ólíklegt sé að hrein niðurstaða náist
á landsfundinum hafa því farið illa í
sameiningarsinna. Svavar hefur vilj-
að fara varlega í samfylkingarmál-
um, en þó reikna flestir með að
hann styðji tillögu formanns flokks-
ins á landsfundinum.
Stuðningur við sameigin-
legt frainboð eykst
Enginn vafi þykir leika á að innan
Alþýðubandalagsins hefur andstað-
an við sameiginlegt framboð minnk-
að á síðustu 2-3 árum. Skýringarn-
ar á því eru ýmsar. Menn nefna
gjarnan að sífellt fleiri séu að kom-
ast að þeirri niðurstöðu að flokkur-
inn verði að reyna nýjar leiðir til að
komast til áhrifa. Flokkurinn hafi
verið áhrifalítill við stjórn landsins
mjög lengi og andstæðingar hans á
hægii væng stjórnmálanna hafi
sjaldan verið sterkari.
Upp á síðkastið hafa alþýðu-
bandalagsmenn í forystu verkalýðs-
hreyfingunnar tekið einarða afstöðu
með hugmyndum um sameiginlegt
framboð. Þetta þykir hafa styrkt
stöðu sameiningarsinna og ekki síð-
ur stöðu Margrétar Frímannsdótt-
ur, formanns flokksins, sem hefur
oft þui'ft að heyja erfiða baráttu við
að vinna sjónarmiðum sínum fylgi
innan þingflokksins.
Skiptar skoðanir eru um hvort úr-
slit sveitarstjórnarkosninganna í
vor hafi styrkt stöðu þeirra sem
vilja sameiginlegt framboð. Þó að
sameiginlegu framboðin hafi náð
mjög góðum árangri í nokkrum
sveitarfélögum voru úrslitin í heild
ekki í samræmi við vonir alþýðu-
bandalagsmanna. Almennt er þó
talið að árangur sameiginlegu fram-
boðanna í vor hafi ekki dregið úr
áhuga alþýðubandalagsmanna á að
halda áfram á þessari braut.
Hvað þýðir fjögurra ára tilraun
fyrir Alþýðubandalagið?
Margi'ét Frímannsdóttir, formað-
ur Alþýðubandalagsins, hefur enn
ekki kynnt þá tillögu sem lögð verð-
ur fram við upphaf fundarins á
morgun. Flestir reikna þó með að
tillagan geri ráð fyrir að Alþýðu-
bandalagið lýsi sig reiðubúið, á
grundvelli fjögurra ára samstarfs-
samnings við aðra stjórnarand-
stöðuflokka um markmið og mál-
efni, að bjóða fram sameiginlegan
framboðslista í næstu þingkosning-
um. Þetta þýðir að Alþýðubandalag-
ið mun ekki bjóða fram í eigin nafni
svo fremi sem kjördæmisráð í ein-
stökum kjördæmum fara að tilmæl-
um landsfundarins.
Margrét leggur áherslu á að ekki
sé verið að gera tillögu um að leggja
Alþýðubandalagið niður. Það muni
starfa áfram, en hún segir jafnframt
að ef sú fjögurra ára tilraun, sem
rætt sé um að gera, gangi vel kunni
svo að fara að stofnaður verði nýr
stjórnmálaflokkur sem þýði að Al-
þýðubandalagið hætti starfsemi.
Steingrímur J. Sigfússon telur að
það sé mikil einfoldun að tala um að
Alþýðubandalagið komi til með að
starfa áfram verði tillaga þessa efn-
is samþykkt á landsfundinum. Það
sé vissulega skilgi-einingaratriði
hvenær flokkur hætti að starfa, en
þegar hann sé búinn að lýsa því yfir
að hann ætli ekki að bjóða fram í
eigin nafni og þingmenn hans og
aðrir trúnaðarmenn séu hættir að
tala í hans nafni heldur í nafni ein-
hvers annars flokks eða samtaka þá
sé ekki mikið líf eftir í flokknum og
nánast aðeins formsatriði að leggja
hann niður.
Það má reikna með að tekist verði
á um þetta atriði á fundinum. Er
verið að leggja Alþýðubandalagið
niður í reynd eða er verið að tala um
að gera fjögurra ára tilraun? Það
kann að ráða miklu um niðurstöðu
fundarins hvernig þeir sem koma til
fundarins án þess að hafa tekið
mjög afdráttarlausa afstöðu til til-
lögunnar um sameiginlegt framboð
svara spurningunni.
Kjördæmisráðin taka
endanlega ákvörðun
Skipulag Alþýðubandalagsins
gerir ráð fyrir að kjördæmisráð í
hverju kjördæmi fari með fram-
boðsmál flokksins. Það er því ekki
hlutverk landsfundar eða foi’ystu
flokksins að segja fyrir um hvernig
flokkurinn hagar framboðsmálum í
einstökum kjördæmum. í reynd
getur landsfundur því ekki gert
annað en að beina því til kjördæmis-
ráðanna að eiga samstarf við hina
stjórnarandstöðuflokkana við undir-
búning næstu kosninga. Væntan-
lega mun landsfundurinn taka af-
stöðu til þess hversu náið þetta sam-
starf skuli vera. Stefna landsfundar-
ins í samfylkingarmálum hefur án ef
mikil áhrif á afstöðu kjördæmisráð-
anna, en eftir sem áður er hið form-
lega vald til að taka ákvörðun um
sameiginlegt framboð í þeirra hönd-
um.
Kjördæmisráðin þurfa einnig að
ná samkomulagi við kjördæmisráð
Alþýðuflokksins og við Kvennalist-
ann um uppstillingu á lista. Allt eins
má reikna með að kjördæmisráðin
fari ólíkar leiðh' við að stilla upp á
lista. Þau geta falið uppstillingar-
nefnd að raða á listann, efnt til sam-
eiginlegs prófkjörs, verið með próf-
kjör í hverjum flokki fyrir sig
o.s.frv. Ekki er heldur hægt að úti-
loka að kjördæmisráð flokkanna
komist að þeirri niðurstöðu að bjóða
fram í nafni flokka sinna eins og
gert hefur verið fram að þessu.
Hætta á klofningi
Ljóst er að margir alþýðubanda-
lagsmenn óttast að flokkurinn klofni
í kjölfar þeirrar ákvörðunar sem
tekin verður á landsfundinum. Sum-
ir segja reyndar rangt að tala um
hættu á klofningi. Ekki sé nema
eðlilegt að leiðir skilji með sumum
flokksmönnum ef framboðsmálum
flokksins verði fundinn nýi' farveg-
ur. Það muni gerast hjá Alþýðu-
bandalaginu og Alþýðuflokknum
einnig. Þá liggi fyrir að Kvennalist-
inn sé klofinn í afstöðu til sameigin-
legs framboðs. Þeirri spurningu hef-
ur verið varpað fram hvort Alþýðu-
bandalagið klofnaði þegar Ossur
Skarphéðinsson og fleiri gengu úr
flokknum á sínum tíma.
Það liggur einnig fyrir að taki
landsfundurinn þá afstöðu að fresta
afgreiðslu málsins eða ákveði að
taka ekki þátt í sameiginlegu fram-
boði i næstu alþingiskosningum eru
miklar líkur á að hluti flokksmanna
gangi til liðs við Alþýðuflokkinn.
Staðan innan flokksins er því við-
kvæm. Hversu margir segja skilið
við flokkinn eftir landsfundinn mun
m.a. ráðast af því „hvort stigið verð-
ur fast á tærnar á mönnum í þeim
dansi sem stiginn verður á fundin-
um“ eins og einn flokksmaður orð-
aði það.
Þegar liggur fyi'ir að Hjörieifur
Guttormsson ætlar ekki að starfa
með Alþýðubandalaginu taki flokk-
urinn ákvörðun um að bjóða fram
með Alþýðuflokknum í næstu kosn-
ingum. Hjörleifur sagði að ástæðan
væri bæði sú að milli flokkanna væri
ági-einingur í mörgum grundvallar-
málum og eins hitt að sú stefna sem
Alþýðuflokkurinn hafi fylgt á síð-
asta kjörtímabili bendi ekki til þess
að flokkarnir eigi margt sameigin-
legt.
Það er því almennt gengið út frá
því að Hjörleifur muni segja sig úr
Alþýðubandalaginu eftir landsfund-
inn fari sem horfir að fundurinn
samþykki að Alþýðubandalagið
bjóði fram sameiginlegan lista.
Hjörleifur vildi í samtali við Morg-
unblaðið ekki svara því hver yrðu
hans viðbrögð eftir fundinn, en hann i
svaraði því afdráttarlaust að hann
væri ekki hættur í pólitík.
Meiri óvissa ríkir um viðbrögð
Steingríms J. Sigfússonar ef sam-
þykkt verður að fara út i sameigin-
legt framboð. Hann hefur hvatt til
þess að gerður verði samningur
milli stjórnarandstöðuflokkanna um
samstarf til 4 ára, sem m.a. feli í sér
sameiginlegan málefnagrundvöll.
Hann vill hins vegar ekki ganga svo
langt að efna til sameiginlegs fram-
boðs í næstu kosningum, en útilokar
ekki slíkt framboð í þingkosningun-
um 2003.
Steingrímur hefur ekki lýst því
yfir afdráttarlaust að hann muni
greiða atkvæði gegn tillögu um
sameiginlegt framboð þó enginn
ætti að velkjast í vafa um að hann er
andsnúinn slíkri tillögu. Hann sagð-
ist aðspurður ætla að sjá hvað gerð-
ist á fundinum og hvernig umræður
þróuðust. Hann sagðist vara við af-
leiðingum slíkrar samþykktar fyrir
flokkinn. Því væri ekki að neita að
viss hætta væri á klofningi, en hann
kvaðst ekki vera að boða klofning
heldur vara við honum.
Hvað gerist
eftir fundinn? J
Steingi'ímur þykir hafa sterka
stöðu í flokknum ekki síst í sínu
kjördæmi, á Norðurlandi eystra,
sem er eitt sterkasta vígi flokksins.
Hann er fyrrverandi ráðherra
flokksins og keppti við Margréti
Frímannsdóttur um formannsemb-
ættið. Enginn vafi er á að ákveði
hann að segja skilið við Alþýðu-
bandalagið verður það áfall fyrir hið
sameiginlega framboð sem rætt er
um að efna til. Steingrímur hefur
andmælt harðlega hugmyndum um
veiðileyfagjald, en mjög skiptar
skoðanir eiu um það innan flokks-
ins. Það eru fleiri mál sem erfitt get-
ur orðið að skapa samstöðu um
meðal félagshyggjuflokkanna. Næg-
ir að nefna utanríkismál og landbún-
aðarmál.
Þá má ekki gleyma því að hópar
utan Alþýðubandalagsins hafa lýst
andstöðu við sameiginlegt framboð
og þeir sem ekki hafa hug á að
starfa innan Alþýðubandalagsins að
sameiginlegu framboði gætu hugs-
anlega tekið höndum saman við þá.
Þar má nefna Ögmund Jónasson,
alþingismann og formann BSRB,
en hann var á lista Alþýðubanda-
lagsins og óháðra í Reykjavík í síð-
ustu kosningum. Stuðningsmenn
hans hafa stofnað félag sem hefur
talað gegn sameiginlegu framboði.
Kvennalistinn er ennfremur klofinn
í afstöðu til sameiginlegs framboðs
og þar eru því konur sem vantar
pólitískan vettvang. Það má því
færa rök fyrir því að það kunni að
vera rúm fyrir ný stjórnmálasam-
tök á vinstri væng stjórnmálanna
fari svo að Alþýðubandalag, Al-
þýðuflokkur og Kvennalisti efni til
sameiginlegs framboðs í næstu
kosningum. Það er hins vegar ekki
víst að málefnaleg samstaða milli
Steingríms J. Sigfússonar, Hjör-
leifs Guttormssonar, Ögmundar
Jónassonar og andstæðinga sam-
eiginlegs framboðs innan Kvenna-
listans sé nægilega mikil til að þau
geti stofnað trúverðugt stjórnmála-
afl.
Það er einnig erfítt að spá fyrir
um hvort styrkur andstæðinga sam-
eiginlegs framboðs á landsfundinum
endurspegli styrk þeiiTa í flokknum.
Hvorki Hjörleifur né Steingrímur
hafa verið með liðskönnun eða reynt
að safna andstæðingum sameigin-
legs framboðs saman í einn hóp. .
Stuðningsmenn sameiginlegs fram-
boð hafa hins vegar reynt að stilla
saman strengi sína og virðast því
koma til fundarins sem nokkuð
skipulögð liðsheild. Það bendir því
flest til að tillaga Margrétar
Frímannsdóttur verði samþykkt á
fundinum. Það er hins vegar erfitt f
að spá fyrir um hvað gerist í fram-
haldinu.
STEINGRÍMUR J. Sigfússon er einn þeirra sem hafa lýst yfir andstöðu við hugmyndir um sameiginlegt framboð
í næstu þingkosningum.