Morgunblaðið - 02.07.1998, Side 40

Morgunblaðið - 02.07.1998, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ v40 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 Okkar fólk Lögreglan er orðin þreytt á þessu jaþli í fólki sem hefur aldrei nálægt lög- gœslu komið, hvað þá verið barið af fyllibyttum, og er nú farin að stjórna sér sjálf Víð foreldrar erum í skýjunum. Lögregl- an í Reykjavík ætlar ekki að láta miðbæj- arbullur og ökuþóra kúga börnin okkar og aðra borgarbúa lengur. Aðgerðir hennar um síðustu helgi gefa fyrirheit um bjartari tíð í borg- inni. Við verðum bara að vona að þetta sé ekki enn eitt átakið sem lognast út af, heldur upp- haf að markvissum aðgerðum sem tryggja öryggi borgarans. I meira en áratug hefur hern- aðarástand ríkt í miðbænum um helgar og allan þann tíma hafa IflBUADe menn skegg' VIBHOnr rætt og leitað Eftir Kristínu skýringa og or- Marju saka á því Baidursdóttur ástandi. Flest- um ber saman um að agaleysið í þjóðfélaginu sé undirrótin. En það er ekkert auðvelt að banna átján ára ung- lingum að fara í bíó um helgar ef menn halda það, þótt það sé kannski hægt að varna þeim yngri útgöngu með því að fleygja sér á útidymar. Og 'næsta viðbúið er að þessir hinir sömu unglingar, sem að venju þjást af forvitni og tímabundinni skemmtanafýsn, kíki aðeins á liðið í miðbænum að sýningu lokinni. Við sem heima sitjum getum aðeins beðið og vonað að þeim verði ekki misþyrmt. I þessum litla miðbæ okkar geta safnast saman allt upp í fimm þúsund manns að nætur- lagi um helgar. Svona eins og fjöldi áhorfenda á sæmilegum fótboltaleik. Og þótt enginn fót- boltaleikur sé í gangi heldur að- eins endalaust ráp í næturkul- inu, á þessi samkunda það þó sameiginlegt með fótboltakapp- leikjum erlendis að sitja uppi með hinar svonefndu fótbolta- bullur. Það eru konur og karl- menn sem virðast hafa það eitt takmark í lífínu að mæta þar sem múgur og margmenni er samankomið og fá útrás fyrir óeðli sitt með því að misþyrma og skemma. Þessir villimenn hafa vaðið um miðborg Reykjavíkur und- anfarin ár öskrandi, hrækjandi, ælandi, mígandi, brjótandi, krotandi, rífandi, berjandi, kýlandi og sparkandi meðan sérfræðingar sjúga upp í nefið og pára hjá sér í einhverju úr- ræðaleysi athugasemdir um ástandið. Oft hefur lögreglan staðið fyrir aðgerðum í miðbænum. Og ósjaldan hefur maður dáðst að þeim lögregluþjónum sem hafa sýnt þann kjark að sinna lög- gæslu í þessari ljónagryfju. En það er eins og engin stefna hafi verið í þessum aðgerðum fyrr en nú. Loksins rís lögreglan undir nafni. Við vorum að ræða um þessi mál nokkrar mæður um daginn og þótt við vitum ekki hvað gerðist niðri á stöð hjá þeim, höllumst við að því að þau í lög- reglunni hafi verið orðin þreytt á þessu japli í fólki sem hefur aldrei nálægt löggæslu komið, hvað þá verið barið af fyllibytt- um, og hafi bara ákveðið að fara að stjórna sér sjálf. Þetta minnti okkur í rauninni á það ástand sem hefur ríkt í skóla- málum síðustu tvo áratugi eða svo. Meðan kennararnir stjórn- uðu sér sjálfir ríkti agi í skólum, nemendur báru virðingu fyrir kennurum og öfugt, og kennar- ar báru virðingu fyrir sjálfum sér. En svo komu uppeldisfræð- ingarnir til sögunnar, fóru að skipta sér af störfum kennara, vissu allt betur, kunnu allt bet- ur, og svo fór að kennarar hættu að treysta eigin dóm- greind og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Það merkilegasta var þó, að eftir umræður og fundi fram og til baka voru það alltaf kennararnir sem sátu uppi með erfiðu nemendurna en ekki uppeldisfræðingarnir. Munurinn á þessum tveimur starfsstéttum er hins vegar sá, að lögreglan virðist hafa losnað undan okinu en kennarar ekki. Þótt okkur sé sem sagt ókunnugt um hvað menn hafa verið að möndla niðri á iög- reglustöð eða hvað þeir hafi hugsað sér að gera í framtíð- inni, vitum við þó að nýr og ákveðinn lögreglustjóri er mættur á staðinn og að borgar- yfirvöld, með móður í farar- broddi, hafa ákveðið að veita honum og hans fólki fullan stuðning. Við mæðurnar ætlum líka að veita þeim stuðning. Eftir vangaveltur komumst við að þeirri niðurstöðu að það væri líklega ekki ráðlegt að við hjálp- uðum þeim eitthvað niðri í mið- bæ, sumpart vegna þess að við treystum okkur ekki til að stilla skap okkar eins og lögreglu- þjónar gera þegar æstur lýður mun gera aðsúg að okkur, og svo yrði bara troðið á okkur því við erum svo skratti litlar. En lögreglan hyggst líka taka á ökuþórum og við höfum ákveðið að aðstoða hana í þeim málum. Við höfum nefnilega lengi haft áhyggjur af börnun- um okkar í umferðinni. Bæði af krílunum sem þurfa að fara yfir götur og af hinum uppkomnu sem hafa bflpróf. Hér hafa menn ætíð ekið eins og þeir séu í bílatækjunum í Tívolí eða eins og þeir séu að keppa í formúlu eitt. Fólk sem kemur frá öðrum Evrópulöndum og sem ekur daglega á hraðbrautum þar, er lafhrætt í umferðinni hér. Hjálp okkar verður fólgin í því að kúga ökuþórana með því að aka á löglegum hraða. Við förum bara eftir umferðarskiltunum, fimmtíu kílómetrar hér, sjötíu þarna, ekkert mál. Við höfum aðeins prófað þetta og það er bara virkilega afslappandi að þurfa ekki að aka hraðar. Skemmtilegast er þó að fylgjast með ökuþórunum fyrir aftan sig. Þeir eru í svitakófi af streitu. Sem sagt, við veitum lögreglunni allan okkar stuðn- ing. Þetta er okkar fólk. AÐSENDAR GREINAR Málefni aldraðra MILDARA and- rúmsloft ríkir nú í sam- skiptum ríkisvaldsins og Landssambands eldri borgara og ann- arra hagsmunasam- taka eldri borgara eftir að ríkisvaldið varð við óskum og ítrekuðum kröfum samtakanna við afgreiðslu fjárlaga um áramótin að verð- tryggja lífeyrisgreiðsl- ur til aldraðra og fall- ast á vísitölu og viðmið- anir sem samtökin geta við unað. Hækkanir sem við sjáum nú á launaseðlum lífeyris- þega nema ekki tugum prósenta eins og sjást hjá kjara- dómi en breytingar á launum sam- kvæmt verðhækkunum á markaðin- um skapa traust og öryggistilfinn- ingu hjá eftirlaunafólki. Þar sem helst hallar á lífeyrisþega er aukinn húsnæðiskostnaður hjá þeim lífeyr- isþegum sem búa í leiguhúsnæði. Húsaleigubæturnar virðast renna að mestu leyti til leigusala. Vistunarmál aldraðra sjúklinga Þó að árangur hafi náðst í kjara- málum aldraðra fer því fjarri að for- ystumenn í samtökum þeirra megi slaka á í baráttunni fyiár bættum kjörum og auknum réttindum aldr- aðra á öllum sviðum. Þar er mikið verk óunnið. Verst er þó ástandið í vistunarmálum aldraðra sjúklinga. Samkvæmt upplýsingum frá ráðu- neyti heilbrigðismála hafa mörg hundruð sjúklingar verið á biðlist- um hér á höfuðborgarsvæðinu eftir vist á sjúkradeild eða vistheimili all- an fyrri hluta þessa árs þó að þeir hafi faglegt mat frá þjónustuhóp, samkvæmt lögum um málefni aldr- aðra, um brýna þörf fyrir vistun. ÚiTæðaleysi ráðuneytis heilbrigðis- mála er algjört gagnvart þessum mikla vanda og þar fást ekki einu sinni ábendingar um hugsanleg úr- ræði á næstu mánuðum. Enginn vafi leikur þó á því að það er heil- brigðisráðherra sem formlega ber ábyrgð á því hörmulega og óþolandi ástandi þessara vistunarmála sem nú hefur verið þjóðfélaginu til skammar um allmörg ár og þangað vísa forsvarsmenn sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þeim að- standendum sjúklinga sem til þeirra leita. Sveitarstjórnarmenn á höfuðborgarsvæðinu hafa komist upp með það allan síðasta ára- tug að vanrækja þann mikilvæga þátt 1 vel- ferðarkerfinu að búa vel að öldruðum og sjúkum. Eina undan- tekningin er átak borg- arstjórnar Reykjavíkur með byggingu sjúkra- deildar við Skógarhlíð á síðasta ári. Sveitarfé- lögin í nágrenni Reykjavíkur hafa bók- staflega ekkert gert í heilan áratug til lausn- ar vanda þessa fólks, sem byggði upp þessi bæjarfélög en þarf nú aðstoð samfé- lagsins ef heilsan bilar. Flest stærri sveitarfélög á landsbyggðinni hafa Flytja á öll málefni aldraðra frá ríki til sveitarfélaga, segir ---?-------------------- Olafur Jdnsson, og Framkvæmdasjóð aldraðra á að afhenda óskertan til þeirra. þegar leyst þennan vanda og þar kemur engum sveitarstjórnarmanni til hugar að vísa öldruðu fólki á heil- brigðisráðuneytið þegar það getur ekki lengur annast sitt heimili, en það gera stóru sveitarfélögin í ná- grenni Reykjavíkur. Astandið á enn eftir að versna Á síðasta áratug hefur mikið ver- ið byggt hér á höfuðborgarsvæðinu af svonefndum þjónustuíbúðum fyr- ir aldraða. Þær byggingar hafa ver- ið ábatasöm atvinnugrein fyiir marga byggingarverktaka en um leið hafa þær ótvírætt bætt aðstöðu margi-a og dregið úr og frestað þörfinni fyrir vistun aldraðra á sjúkrastofnunum. Auk þess hafa þær byggingar bætt verulega að- stöðu fyrir heimilishjálp og heima- hjúkrun. Full samstaða er hjá öllum aðilum sem vinna að málefnum aldr- aðra um að efla þá þætti enn veru- lega og draga með því úr þörfinni fyrir vistun aldraðra á sjúkradeild- um. En vandi þeirra sem missa heilsuna og þurfa umönnun allan sólarhringinn verður ekki leystur nema með því að starfrækja sjúkra- deildir og sambýli fyrir aldraða. Ár- in líða fljótt og aldur fólksins hækk- ar og úr þessum þjónustuíbúðum aldraðra kemur á næstu árum mik- ill fjöldi sjúklinga sem þarf meiri umönnun og gæslu en hagkvæmt er að veita inni á heimilum. Með einfóldum framreikningi á tölum um fjölda í árgöngum sam- kvæmt þjóðskrá liggur fyrir að öldruðum fjölgar mjög verulega á næstu árum. Því má ekki lengur dragast að hefja samstilltar fram- kvæmdir á öllu höfuðborgarsvæðinu við að byggja sjúkradeildir og sam- býli fyrir þá sem nú bíða á biðlistum hjá ráðuneytinu og þeim sveitarfé- lögum sem vilja sinna þessum mála- flokki. Lokaorð Á liðnum vetri var ég beðinn að leita lausnar á vanda tveggja aldr- aðra einstaklinga sem vegna veik- inda þurftu vist á sjúkradeild eða sambýli fyrir aldraða, enda annar á níræðisaldri en hinn kominn vel á tí- ræðisaldurinn. Þó að ég sé hættur störfum hjá félagssamtökum aldr- aðra tók ég vel í þessa bón og fór að kynna mér ástand þessara mála. Eftir langa leit að upplýsingum og mörg viðtöl komst ég að því að ástandið í vistunarmálum aldraðra sem þurfa verulega umönnun er verra en mér var áður ljóst og stjórnvöldum og öllu okkar samfé- lagi til mikillar skammar. Til þess að friða samvisku mína vegna samábyrgðar á núverandi ástandi þessara mála ákvað ég að biðja eitt dagblaðanna fyrir þessa, að mínu mati hógværu blaðagrein, sem tilraun til að koma málinu til umræðu á þeim vettvangi á meðan Alþingi er í sumarfríi. Inn í þá umræðu vil ég koma tveimur róttækum tillögum um kerfisbreytingar: í fyrsta lagi verði öll málefni aldr- aðra flutt frá ríkisvaldinu til sveitar- félaganna með sama hætti og skóla- málin. Og í öðru lagi verði Fram- kvæmdasjóður aldraðra afhentur óskertur til sveitarfélaganna og gegni þar sínu upphaflega hlut- verki, að byggja upp sjúkradeildir og sambýli fyrir aldraða. Höfundur er fyrrv. fommður Landssnmbnnds eldri borgara. Ólafur Jónsson Alþýðubandalag- ið og ábyrgðin Velferðarríkið stend- ur á þýðingarmiklum tímamótum. Annars vegar þarf að sigrast á gríðarlegum viðfangs- efnum, t.d. vegna vax- andi öldrunar, og vandamálum tengdum félagslegri einangrun. Ný kostnaðarsöm með- ferðartækni, auknar kröfur almennings og væntingar fólks eru til þess fallnar að auka þrýsting um meiri þjón- ustu samtímis því sem opinber útgjöld eru undir ströngu aðhaldi. Ný tækifæri eru hins vegar til að takast á við og sigrast á þessum viðfangsefnum og tryggja raunverulega ávinninga heilbrigðis og lífsgæða auk ávinn- inga af öðrum þóttum velferðarkerf- isisns. Að skapa traust er sennilega mikilvægasta félagslega og pólitíka verkefnið sem samfélagið stendur frammi fyrir í dag. Traust er tilfinn- ing og sannfæring um að aðstæður batni eða verði a.m.k. eins góðar og ætla má miðað við aðstæður. Vel- ferðarkerfið verður að skapa traust. Þennan trúnað þyrfti að flytja út í samfélagið. Heil- brigðisþjónustan, sem ætti að vera vettvang- ur trúnaðar manna á milli, virðist um þessar mundir vera heillum hoxfin. Ábyrgð er nokkurs konar trygging fyrir því að æskilegir at- burðir eigi sér stað eða að óæskilegir atburðir verði ekki. Að bera ábyrgð felur í sér skuldbindingu til að láta sig varða eða grípa inn í þá atburðarás sem á sér stað. Það virðist skorta pólitíska ábyrgð og siðferði í ís- lensku samfélagi. Um næstu helgi stendur íyrir dyrum aukalandsfund- ur Alþýðubandalagsins. Þar verður tekist á um það hvort af sameigin- legu framboði um samfélagshyggju- og kvenfrelsi geti orðið í næstu Al- þingiskosingum, eða hvort menn sem kenna sig við þessi viðhorf vilja heidur bjóða sig fram í eigin nafni Skúli Thoroddsen eða undir merkjum þriggja eða fjög- urra flokka. I mínum huga er það bæði skortur á pólitískri ábyi’gð og siðferði að lofa þeim atburðum ekki að eiga sér stað sem svo ótvíræð krafa var gerð um í sveitarstjórnar- kosningunum og fram kom í sam- eiginlegum framboðum út um allt land. Það er skylda landsfundar Al- þýðubandalagsins og ábyrgð að af sameiningu geti einnig orðið á Að skapa traust er sennilega mikilvægasta félagslega og pólitíka verkefnið, segir Skúli Thoroddsen, sem sam- félagið stendur frammi fyrir í dag. landsvísu. Þroskaður einstaklingur sættir sig við það ófrelsi sem er for- senda alls frelsis. Við ráðum ekki al- gjörlega sjálf lífi okkar og örlögum. Samfélag án áhrifa, án vissrar þvingunar í þágu samfélagsheildar- innar, er óhugsandi. Samfélagið þarfnast siðferðis og sjálfsaga. Á Islandi þarf pólitískt afl sem getur skapað traust og borið ábyrgð og eftir því er beðið af mörgum. Höfundur er lögfræðingur og starfur hjá Evrópusambandinu í Lúxemborg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.