Morgunblaðið - 02.07.1998, Page 44
J 44 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
______________AÐSENDAR GREINAR_
Góður - betri - bestur
ÞETTA er fyrsta greinin af
þremur um gamlan og nýjan vanda
skólakerfisins, einkum þó um það
sem ég kalla kreppu sérkennslunn-
ar.
Góður skóli
Mikil tíðindi hafa verið að gerast
í skólamálum undanfarna mánuði.
Grunnskólinn er að fullu kominn í
hendur sveitarfélaga, voldug
fræðslumiðstöð er starfrækt í
Reykjavík, fræðslu- eða skólaskrif-
stofur hafa verið settar á stofn í
stærstu kaupstöðunum, ráðgjafar
eru ráðnir í grunnskóla og fram-
haldsskóla, sérkennsla eykst að
umfangi og dýrleika og millistjórn-
endum í skólum fjölgar. Vönduð
skólahús eru reist, búin dýrum
kennslutækjum og fjölmiðlar segja
að sátt ríki um skólann. En lengi
má gott bæta enda boðar mennta-
málaráðuneytið enn betri skóla í
nýrri skólastefnu og sveitarstjómir
kynna ekki aðeins góða skóla
heima í héraði heldur bestu skól-
ana.
Þetta er ævintýralega fögur
mynd af fyrirmyndarríki sem met-
ur böm og unglinga að verðleikum
og sinnir hverjum og einum af
kostgæfni. En því miður ber
nokkurn skugga á þessa glæstu
mynd.
Nokkrar staðreyndir
1. Árlega ljúka hátt í 1.000 böm
skyldunámi með svo lélegum ár-
angri að framhaldsnám er þeim
nánast lokað. 2. Framhaldsskólinn
er einn. Hann er samræmdur, þess
vegna em sömu kröfur gerðar í öll-
um bóklegum byrjun:
aráföngum hans. 3. I
nær öllum framhalds-
skólum stendur aðeins
einnar annar undir-
búningsnám (fomám,
0-áfangar) til boða
bömunum sem stand-
ast ekki kröfur grann-
skólans. Hugmyndir
era þó uppi um lengra
nám fyrir þau. 4. Sam-
kvæmt alþjóðlegri
könnun á kunnáttu í
stærðfræði og raun-
greinum standa íslensk
böm á grannskólaaldri
sig illa. Ungmenni í
framhaldsskóla standa
sig betur. 5. Miklum fjármunum er
árlega varið til sérkennslu heil-
brigðra barna, þ.e.a.s. barna sem
ekki hafa skorið sig úr á neinn hátt
íyrir skólaskyldualdur og era
hvorki fótluð né vangefin. 6. Bömin
sem „falla“ í grannskóla era nær
öll með brotna sjálfsmynd. 7.
Margir álíta að með skólastefn-
unni, sem var tekin 1974, hafi
námskröfur minnkað og agaleysi
aukist. Til vitnis um hið fyrra má
nefna brotakennda þekkingu ung-
menna í bókmenntum, sögu og
landafræði. Til vitnis um hið síðara
er nærtækast að taka ummæli for-
manns Skólastjórafélags Reykja-
víkur, Þorsteins Sæberg, er hann
kom úr Bjarmalandsför sinni til
Singapore sl. vor. Hann segir að
skólastjórar komi til með að skoða
agamál í grunnskólum borgarinnar
en þau séu mjög alvarleg. (Morg-
unblaðið 17. apríl 1998.)
Hvernig má þetta
vera? Hvemig stend-
ur á þessu mikla mis-
ræmi sem er annars
vegar á ytra borðinu
og þess sem inni fyrir
býr? Áður en lengra
er haldið er rétt að
bregða sér svo sem 30
ár aftur í tímann.
Mengi
Um 1960 urðu há-
værar þær raddir á
Vesturlöndum sem
töldu skólum vest-
rænna þjóða áfátt í
mörgu og þeir ekki
standast samanburð
við skóla sósíalísku landanna. Til
marks um það var forskot Sovét;
ríkjanna á sviði geimrannsókna. I
kjölfarið fylgdu snöggsoðnar um-
bætur í stærðfræði- og raungreina-
kennslu ungra barna. Þjóðirnar
töldu hættu á ferðum, þær mættu
engan tíma missa í kapphlaupinu
um geiminn. (Sjá bók mína þjóð í
hættu. 1996.) Hér á landi voru
svokölluð mengjafræði tekin upp í
stað venjulegs reiknings í barna-
skóla en með kennslu í mengjum
átti að leggja betri grann að stærð-
fræðilegri hugsun en unnt hafði
verið með hefðbundinni reiknings-
kennslu. Námskeið vora haldin fyr-
ir kennara og foreldram tekinn
vari við að hjálpa börnunum við
heimanámið, það gæti spillt fyrir
góðum árangri kennslunnar.
Eins og allir vita mistókst þetta
og nú mun mengjakennslan og
framkvæmd hennar vera talin
skólabókardæmi um það hvernig
ekki á að standa að nýjungum í
námi og kennslu. Hins vegar er
ekki vitað hversu afdrifarík til-
raunin varð fyrir börnin sem hún
bitnaði á. Vel má vera að hún hafi
spillt verulega fyrir mörgum og
Þó kennaramenntunar-
stofnanir haldi dellu-
kenningar í heiðri,
segir Helga Siguijóns-
dóttir í þessari fyrstu
grein af þremur um
kreppu sérkennslunn-
ar, mega þær ekki
bitna á hverri kynslóð-
inni á fætur annarri.
jafnvel valdið því að sumir, sem
annars hefðu haldið áfram námi,
gerðu það ekki. Einna verst var þó
hvað mengja-ævintýrið breikkaði
bilið milli heimila og skóla. Svipað
gerðist um 1940 þegar svokölluð
„hljóðaaðferð" varð algengasta
kennsluaðferðin í lestri. Þá var for-
eldram nánast bannað að æfa
bömin í lestri. Enn heyrast þær
raddir að best sé að börnin komi
ólæs í skólann þó að vitað sé að því
meira sem forskólaböm læra í
lestri, skrift og reikningi þeim mun
betur famast þeim í námi síðar.
Helga
Sigurjónsdóttir
Dellukenning
Nú skyldi maður ætla að eftir til-
raunastarfsemina hefði verið horfið
til fýrri kennsluhátta í stærðfræði
en því var ekki að heilsa. Um svip-
að leyti hafði Kennaraháskólinn
innbyrt og gert að sínum þroska-
kenningar Piaget nokkurs, líffræð-
ings sem reyndi að komast að raun
um hvemig lífverur tileinka sér
þekkingu. Kenningar hans hafa
aldrei verið annað en skemmtileg-
ar tilgátur en samkvæmt þeim ná
börn ekki valdi á óhlutbundinni
hugsun (rökhugsun) fyrr en um 12
ára aldur. Ung böm gætu því skað-
ast væri þeim ætlað námsefni sem
hæfði ekki hugsanastigi þeirra. Því
er jafnvel haldið fram að sumir nái
aldrei tökum á rökhugsun. Oftrú á
þessar vafasömu kenningar hefur
trúlega átt stærstan þátt í því að
kröfur til ungra barna í íslenska
skólakerfinu hafa verið allt of litlar
um langan aldur. Mér býður í gran
að lesblind börn hafi líka orðið fyr-
ir barðinu á þessari dellu, þau verið
talin ekki hafa vald á rökhugsun!
En nú er mál að linni; lestur og
reikning á hiklaust að kenna 5 ára
börnum, þau era námfús og þyrstir
í fróðleik. Og þau hugsa rökrétt
fullum fetum enda er rökhugsun
eitt það þýðingarmesta sem greinir
manninn frá öðrum tegundum.
Enn sem komið er hef ég engan
þann mann hitt fyrir, hvorki karl
né konu, sem ekki hugsar rökrétt.
Þó að kennaramenntunarstofn-
anir haldi í heiðri dellukenningar á
það ekki að bitna á hverri kynslóð-
inni á fætur annarri. En þetta
verður ekki lengra að sinni. I
næstu grein verður fjallað um
skólakerfi og sérkennslu.
Höfundur er námsráðgjafi og kenn-
a riíMK.
Markaðsmenn
félagshyggjunnar
LANDSFUNDUR
Alþýðubandalagsins er
á næstunni. Þar mun
tekist á um framhald
samvinnu félags-
hyggjuaflanna. Mörg-
um þótti vel til takast
um samstarfið og ár-
angurinn hjá þessu liði
með R-listanum í
Reykjavík. Því fram-
boði tókst þó að svíkja
kjósendur í veigamikl-
um málum og þessi
óskapnaður náði aftur
meirihluta í borginni
með því að láta kosn-
ingamar snúast um
einn frambjóðanda en
engin málefni.
Ef menn skoða framboðsræður
og greinar R-lista og D-lista fólks
fyrir kosningamar gæti ókunnugur
ekki komist að annarri
niðurstöðu en að R-
lista liðið væri svona
hægri sinnað miðjulið
en D-lista fólkið nokk-
uð svo vinstri sinnað
miðjufólk.
Þegar svo frambjóð-
endur R-listans eru
skoðaðir kemur í ljós
að t.d. borgarstjóra-
efnið hefur alls ekki
viljað skipa sér form-
lega til vinstri í stjóm-
málum. I vinnubrögð-
um gagnvart leigjend-
um borgarinnar og
láglaunafólki í störfum
hjá borginni, svo og í
einkavæðingarmálum, er kona
þessi gallhörð hægri manneskja.
Fyrir þessari hægri sinnuðu konu
klappar forseti Alþýðusambands
íslands um leið og hann tekur und-
ir að borgin skuli ekki taka upp 80
þúsund króna lágmarkslaun.
Þau vitna bæði í að samningar
séu í gildi og ekki sé hægt að
hrófla við þeim. Þá má spyrja
hvernig má það þá gerast, að
launaskrið er í miklum gangi upp á
við hjá hærra launuðum stéttum
hér á landi? Slíkt launaskrið hinna
lægst launuðu hjá Reykjavíkur-
borg kemur ekki til greina, sam-
kvæmt áliti Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur, borgarstjóra í
Reykjavík, og Grétars Þorsteins-
Kristinn
Snæland
V. ÖLL HREINSIEFNI
IBESTAI
Úrvalið er hjá okkur
Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur
Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001
sonar, forseta Alþýðusambands ís-
lands, en hann er einn þeirra sem
hvetur mjög til samvinnu félags-
hyggjuaflanna. Sú samvinna hefur
þó m.a. leitt til þess stjórnlausa
óskapnaðar sem R-listinn er orð-
inn að í Reykjavík.
Þau stjómmálaöfl sem að honum
stóðu upphaflega hafa nú ekkert að
segja um stefnu skrýmslisins að
segja né gera. Þær fjöldahreyfíng-
ar standa nú máttlausar og horfa
margir þar vanmáttugir á hrylling-
inn. Göfugustu markmið félags-
A komandi landsfundi
Alþýðubandalagsins
geta menn sýnt, segir
Kristinn Snæland,
hvort hagsmunir
alþýðu eða einhvers
konar vinstri-markaðs-
hyggja ráða ferðinni.
hyggju eru þar fótum troðin en
hugsjónir markaðs og frjálshyggju
hafnar upp til vegs og valda.
í sjálfri kosningahríðinni komu
upp svæsnar árásir í tvo þá menn,
sem einna fremstir fara í flokki
þeim sem hæst hefur um nauðsyn
á sameiningu félagshyggjuaflanna.
Þær árásir snerust ekki um það
sem ætti miklu fremur að vera
þessum markaðsmönnum til
hnjóðs. Helgi Hjörvar og Hrannar
B. Arnarson vora með atvinnu-
rekstur sem kallar á talsvert
starfslið. Þetta fólk munu þeir hafa
ráðið til sín sem verktaka. Einka-
væðingar-, frjálshyggju- og mark-
aðsmenn gera slíkt að sjálfsögðu,
því með slíkum vinnubrögðum
komast markaðsmenn hjá því að
bera nokkra ábyrgð á starfsfólk-
inu. Að ráða fólk til starfa í almenn
störf og semja við það um verk-
töku er svívirðing við allt sem heit-
ir verkalýðsbarátta og félags-
hyggja og fyrir þessu liði klappaði
Grétar Þorsteinsson, forseti Al-
þýðusambands Islands, ja svei.
Það er réttmæt krafa til manna
sem Helga Hjörvars og Hrannars
B. Arnarsonar sem stilla sér upp
til forystu í hópi félagshyggjufólks
að þeir þekki og virði þá baráttu
sem íslenskur verkalýður hefur
háð síðustu áratugi. Með svita, tár-
um og blóði hefur íslenskur verka-
lýður náð nokkuð sterkri stöðu
réttinda. Þau réttindi skulu tíund-
uð hér markaðsmönnum til fróð-
leiks. Verkfallsréttur, atvinnuleys-
isbætur, sjúkrabætur, veikinda-
greiðslur, orlofsgreiðslur, sjúkra-
sjóðir, uppsagnarfrestur, greiddir
helgidagar, viðurkennd stéttarfé-
lög o.fl. o.fl.
Öllu þessu, svo þýðingarmikið
sem það er, sviftu Helgi Hjörvar
og Hrannar B. Arnarson fólkinu
sem hjá þeim vann sem verktakar.
Þau vinnubrögð sýna mér að þess-
ir umræddu menn bera enga virð-
ingu fyrir verkafólki og réttindum
þess. Slík vinnubrögð temja sér
aðeins þeir sem eru harðsvíraðir
gróðahyggju-, frjálshyggju- og
markaðshyggjumenn. Þetta sáu
ekki kommarnir, kratarnir,
kvennaliðið, Þjóðvaki né Fram-
sóknarliðið sem hampaði þessum
mönnum og gerir enn. Af þessum
sökum átti forseti Alþýðusam-
bands íslands ekki að klappa R-
listanum lof í lófa. Slíkir forystu-
menn eiga ekkert að fá frá forseta
Alþýðusambands Islands annað en
fyrirlitningu. Frá raunveralegu fé-
lagshyggjufólki eiga slíkir menn
ekki að hljóta vegtyllur. Á stefnu-
skrá Grósku, sem nefndir mark-
aðsmenn eru í fylkingarbroddi fyr-
ir, er viðrað að leggja Trygginga-
stofnun ríkisins niður og láta líf-
eyrissjóðina taka við hlutverki
hennar. Lífeyrissjóðirnir eru al-
gerlega óþörf apparöt - ef - al-
menningur og þá einkanlega for-
ustumenn hans krefðust þess ein-
faldlega að Tryggingastofnuninni
væri gert kleyft að standa undir
mannsæmandi bótakerfi, hverju
nafni sem þörf er á. Hjá Trygg-
ingastofnun era landsmenn allir
jafnir. Innan lífeyrissjóðanna eða
milli þeirra er hinsvegar himin-
hrópandi munur og allur í órétt-
lætisátt, þeim mun meira sem fólk
er lægra launað. Þessu apparati
vilja forystumenn Grósku, og Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráðherra
hefur tekið undir það, koma á.
Loks skal það nefnt að hlutafé-
lagsvæðing er óskaþróun Helga
Hjörvars og fleiri manna sem þó
gefa sig út fyrir að vera sérstakir
vemdarar almennings og heppileg-
ir í forystulið félagshyggjufólks.
Helgi Hjörvar útskýrði hlutafélag-
svæðingarsvik R-listans í borgar-
stjóm nýlega með því að hlutafé-
lagsvæðingin hjá R-listanum væri
alls ekki hlutafélagsvæðing heldur
nútímavæðing. Slíka menn sem
Helga Hjörvar og fylgismenn hans
á félagshyggjufólk að varast. Slíka
menn á ekki að velja til forystu fé-
lagshyggjufólks. Því meira sem
barist er fyrir sameiningu félags-
hyggjufólks, því brýnna er að skil-
greina hvað er raunveruleg vinstri
stefna.
Grandvallaratriðið hlýtur að
vera að skilgreina óvininn. Hver er
það sem sækir að hagsmunum al-
mennings? Fyrir mér er andstæð-
ingurinn, markaðshyggjan, frjáls-
hyggjan og sú nútímavæðing, sem
svo er kallað, þegar fyrirtæki al-
mennings era sölsuð undi fjár-
magnseigendur. Sá dagur kann að
koma að leigjendur Reykjavíkur-
borgar greiði leiguna til arabísks
olíufursta og símareikninginn til
fjármálaveldis í Bandaríkjunum.
Þá verður stutt í að handleggsbrot
verði ekki tekið til lækningar á
slysadeild nema fyrir liggi kort er
sýni rétta greiðslustöðu í réttum
lífeyrissjóði.
Á komandi landsfundi Alþýðu-
bandalagsins geta menn sýnt hvert
stefnir í þessum efnum.
Höfundur er bifreiðarstjóri