Morgunblaðið - 02.07.1998, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 02.07.1998, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 51V maður til. Þá mælti bóndi upp úr eins manns hljóði: „Hérna ætla ég að láta nýja húsið standa“. Fannst mér þetta sjónarmið bera vott um mikla smekkvísi, því engan betri stað hefði verið unnt að velja. Þarna stendur húsið, stflfagurt og glæsi- legt, nú að vísu komið úr bænda- eign, og vitnar um bjartsýni og feg- urðarþrá. Enda þótt Davíð virtist bera með sér fas alvörumanns var þó oft stutt í glettnina, og hann hafði stundum greinilega nokkurt gaman af að lofa kunningjunum að fmna að hann sneri smávegis á þá. Tæki hann til máls á fundum byggði hann tölu sína upp fumlaust og skipulega. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur vakti það athygli manna og aðdáun sem til þekktu hversu óvenju vel var fylgzt með öllum hræringum í heimasveitinni. Máttu þeir sem bjuggu nær oft vara sig á því hvað Davíð vissi feikimikið um allt og alla heima fyrir og hvað hann hafði góð ráð með að fá þaðan fréttir, og minnið var óbrigðult til síðasta dags. Ein var sú lofsverða venja Da- víðs, sem hélzt meira að segja eftir að hann var kominn á háan aldur, að fylgja til grafar sveitungum sem kvaddir voru í hinni gömlu sóknar- kirkju hans á Ökrum. Oft efaðist enginn um að Davíð kæmi. Kannski var þetta einnig viss hugarléttir og tryggðin og vináttan söm við sig. Þrátt fyrir mikinn aldursmun tel ég að við Davíð höfum átt ýmislegt sameiginlegt og þá kannski einna helzt veruna í ungmennafélaginu. Og við höfðum reyndar báðir átt heima á Svarfhóli, en þar bjuggu þau á sinni tíð í sambýli við Jónatan Þorsteinsson og fjölskyldu hans í nokkur ár. Á Svarfhóli fæddust líka börn þeirra, og það er nokkuð eftir- tektarvert að báðir áttu þeir eftir að flytja að Ökrum um stundarsakir næst á eftir búsetu sinni upp við fjöllin. Með árunum hefur fjölskylduhóp- urinn stækkað, og enn heldur sagan áfram að mótast þó framverðir ætt- ar hverfí af sviðinu í rás tímans. Við minnumst þeirra með virðingu en umfram allt með þökk fyrir árin liðnu. Og Davíð, sem var sannkallað barn íslenzkrar sveitar, óskum við fararheilla yfír landamærin. Að- standendum vottum við einlæga samúð. Bjarni Valtýr Guðjónsson. Pú, sem í dag ert hinstu kveðjur kvaddur, barst kynslóðanna foma aðals-mark. Nítjándu aldar örbirgð, strit - og gaddur, gat aldrei bugað lífsfjör þitt né kjark. Þú lagðir út á lífsbraut þína snauður, - sér lítill drengur neita varð um flest! Ktt eigið sjálfstraust var þín vöm og auður og vígi, - sem þér jafnan dugði best. Við harðan kost og þrældóm þeirra tíma, var þroskabrautin harðsótt ungum dreng, - og mörgum orðið ofraun við að glíma þá örðugleika og nauma aflafeng. En þroskinn kom, og þrekið óbilandi, og jiú lést engan fótumtroða þig, en gekkst í þeirra lið á voru landi, sem létu aldrei bölið smækka sig! Tímamir liðu - Lífsins eldar brannu, og pfir dagar féllu þér í skaut, hamingjudísir heillaþræði spunnu. - Þú hlaust til fylgdar tryggan fórunaut! Og þá var hverja byrði létt að bera, því blessuð konan unga sá um það. Þið reistuð ykkur bæ um þjóðbraut þvera, og þar fékk margur góðan hvílustað. Þessi erindi úr ljóði Jóns Sigurðs- sonar bróður Davíðs Sigurðssonar frá Miklaholti eiga sennilega vel við þegar upp í hugann koma vanga- veltur um lífshlaup þess fólks sem búið er að lifa tímana tvenna og ná því að lifa í nær eitt hundrað ár á þeim tímum þegar þjóðfélag okkar hefur tekið hvað mestum breyting- um. Það var aðfaranótt mánudagsins 22. júní sem kallið kom til Davíðs Sigurðssonar. Einhvern veginn var það þannig að við öll í Álfalandinu höfðum átt erfitt með svefn þessa nótt, þannig að þegar tengdamóðir mín hringdi um nóttina með þær fréttir að Davíð hefði fengið hvfld- ina, sem betur fer kvalarlausa og hljóða, kom það okkur ekki sérlega á óvart. Ég kynntist Davíð og Ingu Ei- ríksdóttur fyrir rúmum tuttugu ár- um en við Inga dótturdóttir þeirra hjóna höfðum þá þekkst í nokkurn tíma og giftum okkur á afmælisdegi Davíðs, 6.05. 1978. Hann fylgdi henni upp að altarinu eins og stoltur faðir og ábyrgðartilfinning hans var það sterk að óharðnaður ungur maður, sem ég var þá, hreifst af þessum fullorðna, glæsta manni sem alla tíð náði að ganga beinn í bald og halda sinni reisn þó bæði sjón og heym væri á hröðu undan- haldi. Þótt heyrn og sjón væri ekki mikil gat hann fylgst vel með öllu sem í kringum hann var og hann var spurull þegar hann vissi að eitt- hvert okkar væri á ferð um Mýrarn- ar, til dæmis upp að Hítarvatni. Það síðasta sem hann spurði tengda- móður mína að, þegar hann vissi að ég væri nýkominn úr veiði í Hítar- vatni, var hvort Hraunhreppingar hefðu verið búnir að reka féð á fjall. Davíð var þeirrar gæfu aðnjót- andi að kvænast sómakonunni Ingu Eiríksdóttur Kúld íyrir tæplega sjötíu árum en hún lést þann 6.1. 1996 í Seljahlíð. Þar áttu þau hjónin sín síðustu æviár og þakklæti þeirra beggja og hlýja í garð starfsfólksins og heimilisins var mikil og ræddu þau oft um það hve vel væri um þau hugsað allan hátt. Margar ánægjustundir átti ég og fjölskylda mín með þeim Ingu og Davíð, ekki síst meðan ég verslaði í Stórholtinu og þau bjuggu á næsta leiti í Meðalholtinu. Ég vil þakka fyrir góðar gjafir til fjölskyldu minnar svo ekki sé minnst á alla þá hlýju sem þessi góðu hjón veittu. Ég vil senda bömum Davíðs, fósturbörnum og barnabörnum mína innilegustu samúðarkveðjur og ég veit að Inga hefur nú á ný umvafið hann með elsku sinni. Minningin um kærleiksríkan mann lifir. Gunnar Jónasson. Elsku afi minn. Þegar leiðir skiljast og horft er yfir farinn veg er nánast ekki hægt að velja orð sem lýsa nægilega vel þakklæti mínu, fyrir allt það sem þú og amma gerðuð fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Nýfædd kom ég til ykkar ömmu í Miklaholt og hjá ykkur var ég þangað til ég var fimmtán ára. Þegar ég fæddist vor- uð þið komin á sextugsaldur og það hefur eflaust ekki alltaf verið auð- velt fyrir fólk á þessum aldri að annast lítið barn, en fyrir mig var það frábært. Ég fékk alla ykkar umhyggju og tíma og þolinmæði ykkar var óþrjótandi. Ég vildi alltaf fá að fylgja þér við útistörfin, þóttist heldur betur geta gefið, rekið, rakað og hvað það nú var. En ekki var hetjuskapurinn að sama skapi mikill, því ef dýrin snéru sér í áttina til mín, þá var ég óðar komin upp í fangið á þér og það er augljóst að ekki var mikil hjálp fólgin í þessari vinnukonu. Áldrei varðstu þó pirraður á þessari hræðslu minni eða pressaðir á mig að ganga um meðal kindanna held- ur brostir bara og sagðir mér sögu af einhverri skepnunni eða fórst með vísu og lagðir fyrir mig gátur. Til þess að reyna að bæta fyrir aumingjaskapinn reyndi ég að læra markaskrána utanbókar og það Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir OLen, Sverrir Einarsson, utfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. varð snemma leikur hjá okkur að þú spurðir mig út úr mörkunum. Reyndar urðu leikirnir margskonar því þér var einkar lagið að setja hlutina fram á þann veg að þeir urðu að spennandi þraut. Þú kenndir mér að kveða að og þú kenndir mér að prjóna. Þú smíð- aðir handa mér fugla úr fiskbeinum, litlar hrífur, dúkkurúm, kistla og allt það sem þú hélst að gæti glatt mig og þú varst óþreytandi við að færa mér dýrgripi í búið mitt. Það voru svo sannarlega forréttindi að fá að alast upp í allri þessari um- hyggju ykkar ömmu. Þið voruð á vissan hátt ólík hjón, hún svona op- in og hress, þú hæglátur og dulur, samt bar aldrei skugga á samband ykkar og alltaf vissi maður að hjá ykkur var tryggt athvarf. Þegar við fluttum til Reykjavíkur breyttust hagir þínir mikið. Þú hafðir alla tíð verið bóndi af lífi og sál og það hlýtur að hafa verið erfitt að söðla um og vinna ólík verk og sjá ekki nema lófastóran blett af túni og næsta húsvegg. Ég heyrði þig þó aldrei nokkurn tímann kvarta en ljóst var að hugurinn var ætíð bundinn sveitinni. Ef einhver sem við þekktum hafði farið vestur á Mýrar þurftir þú margs að spyrja og ósjálfrátt fór okkur barnabörn- unum að finnast það vera skylda okkar að taka eftir því hvort búið væri að setja út kýrnar, taka af eða byrjað að slá þegar við vorum á ferð um landið. Við vissum sem var að það yrði spurt að því. Árin liðu, þú hvattir mig í námi og fylgdist vel með framvindunni en það gerðir þú líka í sambandi við alla afkomendur þína. Þú hafð- ir áhuga á stærðfræði og varst sí- reiknandi allt fram á síðasta dag. Þú hafðir yndi af að setja saman vísur og það var alltaf eitthvað svo sérstakt og dýrmætt þegar vísa fylgdi með í kortinu frá ykkur ömmu. Þið amma tókuð Gunnari sem væri hann ykkar eigið bama- barn og þegar Jónas og Sesselja voru komin til sögunnar nutu þau þess að vera mikið hjá ykkur og þeirra beið hafsjór af sögum og vísum alveg eins og ég fékk forð- um. Þegar amma dó misstir þú óskap- lega mikið og varðst í raun aldrei samur en nú trúi ég því að þið séuð saman á ný og ykkur líði vel. Og með þessum fátæklegu orðum þakka ég þér allt, elsku afi minn. Guð blessi minningu þína. Inga D. Elsku langafi. Við vissum ekki þegar við heim- sóttum þig þegar Jónas útskrifaðist að þetta yrði síðasta heimsóknin okkar til þín. Þú varst alveg eins og þú áttir að þér að vera, áhugasamur um okkar hagi og ánægður með að þessum áfanga í skólagöngu Jónas- ar væri náð. Þú varst að hlusta á sögu þegar við komum og hafðir ný- lega gengið allan hringinn í kring- um húsið þótt kominn værir á hund- raðasta árið og blindur. Það var alltaf svo gott að heimsækja þig því þar var hægt bara að vera og þegja án þess að það væri óþægilegt og óþarfi að reyna að finna eitthvert umræðuefni. Við systkinin viljum þakka þér allar góðu stundimar sem við áttum með þér og allt það sem við lærðum af þér. Jónas og Sesselja. LEGSTEINAR Guðmundur Jónsson F. 14.11.1807 F>. 21.3.1865 Graníí HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 INGIBJÖRG ÞORS TEINSDÓTTIR JÓNSSON + Ingibjörg Þor- steinsdóttir Jónsson fæddist í Reykjavík 27. des- ember 1952. Hún lést 22. júní síðast- liðinn og fór útför hennar fam frá Fossvogskirkju 29. júní. Jól í Lúxemborg árið 1973. Fyrstu jólin fyrir marga af íslensku land- nemunum á erlendri grund fjarri ættingjum og vinum. Með fátæklega búslóð og takmarkaða lífsreynslu í farteskinu reynum við að skapa þá íslensku jólastemmningu sem við eigum að venjast. Það tekst misjafnlega til, drungalegt veðrið bætir ekki úr skák. Jólaboð í húsinu á fjallinu hjá Steina og Kötu lýsir upp skamm- degismyrkrið og færir okkur sönn- ur á að hægt er að halda íslensk jól í útlöndum. Ingibjörg dóttir Steina á 21 árs afmæli. Það er farið í leiki, ráðnar gátur spilað og sungið af hjartans lyst, og afmælisbamið leik- ur á als oddi. Þetta eru fyrstu kynni okkar margra af Ingibjörgu. Það sem vek- ur sérstaka athygli íyrir utan fjörið og lífskraftinn sem af henni geislar er hversu léttstíg hún er og fóta- burðurinn sérstakur, hún flögrar um meðal gestanna. við nánari kynni kemur í ljós að undir fjörugu yfirborði leynist undur viðkvæm og brothætt sál. Hugsjónamanneskja með eld í æðum sem skortir hvorki áræði né kjark til að fara eigin leiðir að settu marki. Það á ekki við hana að feta troðnar slóðir. Hún er sér- stök, öðruvísi en allir aðrir, enda á hún ekld kyn til þess að falla í fjöld- ann. Ingibjörg átti sér einlæga drauma um bættan og betri heim með fjölskylduna í brennidepli þar sem velferð barna sæti í fyrirrúmi. Vildi leggja sitt af mörkum til að svo mætti verða. Brjóstagjöf, Waldorf skólakerfið, trúmál og hjúkrun voru þar efst á baugi. Hún lagði þessum málum lið af brenn- andi áhuga og sannfæringarkrafti og sást stundum ekki fyrir í ákafan- um, því hálfkák var ekki að hennar skapi. En það átti ekki fyrir henni að liggja að sjá alla draumana rætast. Margvíslegir sjúkdómar, erfiðleikar og hörmulegt slys verða til þess að draumsýnin breytist í martröð. Að- skilin frá manni og bömum þarf þessi fyrrum léttstíga stúlka að stíga mörg þung og erfið spor í ára- langri baráttu við sjúkdóma og skilningsleysi, þar sem úrræði voru fá og enginn bati eða lausn í sjón- máli á hennar högum. Baráttunni er nú lokið og hún hverfur héðan á vit birtunnar og ljóssins í nóttlausa veröld þar sem birtan ræður ríkjum og engir skuggar eru til. Húsið í fjallinu geymir dýrmætar minningar um skemmtilegar sam- verustundir með fjöl- skyldunni sem var einn af máttarstólpunum í íslensku nýlendunni á árum áður. Fjölskyldu, aðstand- endum og vinum Ingi- bjargar vottum við innilega samúð og von- um að viðleitni hennar hafi borið þann árang- ur að draumarnir hennar um bættan og betri heim verði þeirra veruleiki í framtíðinni. F.h. Félags íslendinga í Lúxemborg. Þorbjörg Jónsdóttir. Mig langar til að minnast vinkonu minnar, Ingibjargar Þorsteinsdótt- ur Jónsson. Kynni okkar Ingibjarg- ar hófust með bréfaskriftum um brjóstagjöf er ég sótti námskeið hjá La Leche League International þar sem Ingibjörg var kennari minn. í fjölda ára starfaði Ingibjörg að brjóstagjafarmálefnum í Lúxem- borg og sótti reglulega námskeið og ráðstefnur því tengd. í þau skipti þegar Ingibjörg kom til íslands á miðlaði hún hjúkrunarfræðingum og áhugasamtökum um brjóstagjöf nýjungum í fræðigi-eininni. Ég var þess aðeins einu sinni aðnjótandi að vera með Ingibjörgu og fjölskyldu hennar á La Leche League ráð- stefnu í Vín fyrir 4 árum. I La Leche League var Ingibjörg virkur félagi og kenndi mæðrum að sinna bömum sínum og leyfa móðurum- hyggjunni að njóta sín. Það sem ein- kenndi Ingibjörgu var hversu mikil móðir hún var og hvað henni var umhugað um velferð og menntun barna sinna. Ingibjörg lærði ekki bara að brjóstfæða sín eigin böm heldur önnur líka, sem lýsir best hversu gefandi hún var. Hún var stöðugt að læra og var óþrjótandi viskubrunn- ur margvíslegra málefna. Val henn- ar að vilja dvelja hér á landi vegna veikinda sinna bar oft á góma, hér var hún viss um að hún gæti náð einhverjum bata ot tekist á við lífið líkt og áður og annast börnin sín sem voru henni svo kær. Ég kynnt- ist þar lífsglaðri konu sem ávallt reis upp aftur og barðist áfram þrátt fyrir öll áföllin, hún þráði lifið. Ingibjörg var einn af stofnendum íslandsdeilar La Leche League fyr- ir 4 ámm og nýverið héldum við okkar 42. fræðslufund um brjósta- gjöf á þeirra vegum. Innlegg Ingi- bjargar til brjóstagjafar hérlendis er ómetanlegt. Ég vil þakka Ingi- björgu fyrir samfyldina, bæði sem kennara og vini. Fyrir hönd La Leche League Intemational á ís- landi og fjölskyldu minnar færi ég ástvinum Ingibjargar samúðar- kveðjur. Aniheiður Sigurðardóttir. LEGSTEINAR í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt íyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. SS S.HELGAS0N HF , 11STEINSMIÐJA 1 p SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.