Morgunblaðið - 02.07.1998, Page 52

Morgunblaðið - 02.07.1998, Page 52
* 52 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskuleg móðir mín og tengdamóðir, amma okkar og langamma, SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR fyrrverandi Ijósmóðir frá Fossi á Skaga, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mið- vikudaginn 1. júlí. Margrét Eggertsdóttir, Magnús Elíasson, Ásgerður Hrönn Sveinsdóttir, Vignir Ólafsson, Sigríður Jónsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Sigurður R. Ragnarsson og barnabarnabörn. Systir mín, + JÓNÍNA SIGRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR, áður Ljósvallagötu 16, er látin. Kolbeinn Þorleifsson. + Okkar ástkæri, ÖRN KJÆRNESTED, Gónhóli 25, Njarðvík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 29. júní. Útförin fer fram frá Njarðvíkurkirkju föstu- daginn 3. júlí kl. 14.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Líknar- og hjálparsjóð Landssambands lögreglumanna. Guðbjörg Elsie Einarsdóttir, Dagga Lis Kjærnested, Guðbjörg J. Vagnsdóttir, börn, tengdabörn, barnabarn og systkini. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA INGÓLFSDÓTTIR, Miðleiti 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstu- daginn 3. júlí kl. 15.00. Guðmundur I. Guðmundsson, Rósa S. Jónsdóttir, Grétar Guðmundsson, Kathleen A. Guðmundsson, Örn Guðmundsson, Kristín Guðfinnsdóttir, Ævar Guðmundsson, Guðrún Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORVALDÍNA GUNNARSDÓTTIR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju föstu- daginn 3. júlí kl. 13.30. Ragna Gunnur Þórsdóttir, Ólafur Bjarni Bergsson, Skúli Þórsson, Hrafnhildur Sigurbjörnsdóttir, Guðrún B. Þórsdóttir, Skúli Th. Fjeldsted, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Lokað í dag frá kl. 13.00—16.00 vegna jarðarfarar DAVÍÐS SIGURÐSSONAR frá Miklaholti. Kjötborg, Ásvallagötu 19. FINNBJÖRN FINNBJÖRNSSON + Finnbjöm Finn- björnsson fædd- ist á Isafirði 9. janú- ar 1931. Hann varð bráðkvaddur á heirnili sínu í Reykjavík 22. júní síðastliðinn. Hann var sonur Finn- bjöms Finnbjöms- sonar málarameist- ara og seinni konu hans Sigríðar Þórð- ardóttur. Finnbjöm átti sex systkini, fjögur eldri og tvö yngri. Þeir elstu em Guðmundur og Ingólfur, sem Finnbjörn átti með fyrri konu sinni, Ragnhildi Guðrúnu Guð- mundsdóttur. Börn Finnbjörns og Sigríðar em Ragnhildur, sem búsett er í Bandaríkjunum, Guðbjartur, látinn, og loks Hall- dóra og Þórður, sem em yngri systkin Finnbjörns. Hinn 3. ágúst 1957 giftist Vinur minn Finnbjörn Finn- bjömsson málarameistari er látinn aðeins 67 ára að aldri. Þó svo að það séu þrjátíu ár milli okkar lít ég á hann sem vin minn. Ungur að aldri eða rétt rúmlega fermdur kynnist ég Guðbjarti Finnbjömssyni. Guð- bjartur var sonur Finnbjarnar og þar með hófust kynni mín af Finn- birni. Upp frá þvi tengdist ég allri fjölskyldunni og þar með Finnbirni Finnbjörnssyni sem ég síðar lærði hjá og varð málari þó svo að annað tæki við síðar hjá mér. Mér er einkum hugleikin sú væntumþykja sem kom frá allri fjöl- skyldunni. Þetta hispursleysi og hvernig þau tóku fólki. Segja má að enginn var meiri en annar í þeirra augum og húsið stóð alltaf opið fyrir alla sem þangað leituðu. Dúna, en því nafni var Guðrún kona Finn- bjöms kölluð, spurði okkur hina drengina ætíð hvort við væmm svangir þegar við vorum hjá þeim og oftar en ekki borðuðum við þar. Var það svo að við vorum orðnir hluti af þessari fjölskyldu. Einnig eru mér minnisstæðar all- ar þær veislur sem þar voru haldnar og mjög oft var borinn jurtamatur á borð hjá þeim og það fyrir meira en tuttugu ámm síðan. En nú telst það jafnvel til tísku að svo sé. Helsta umræðuefnið í þessum veislum var oftar en ekki heimspeki eða skyld efni. Finnbjörn byrjaði snemma að láta okkur strákana hjálpa sér við að mála á sumrin. Var það úr að ég fékk vinnu hjá honum eitt sumarið og fór svo vel á með okkur að ég byrjaði að læra að mála. Ég gekkst síðar undir samning hjá honum og hóf mitt nám. Finnbjörn vildi alltaf að hlutirnir væra vel gerðir og ef hann var ekki ánægður þá lét hann okkur gera þá aftur þangað til við lærðum að gera hlutina vel. Lagði hann meira kapp á að hlutirnir væm vel gerðir fremur en við vær- um fljótir. Hann sagði gjarnan „Farðu rólega og gerðu það vel sem þú gerir, síðan kemur hraðinn". Það reyndist rétt eins og svo margt ann- að sem hann kenndi okkur. Seinna meir byrjaði að vakna áhugi hjá mér fyrir andlegum og heimspekilegum vangaveltum um lífið og tilverana. Þar reyndist Finnbjörn mér einnig góður kenn- ari því hann var vel lesinn og víð- sýnn. Það má segja að þá hafi ég fyrst byrjað að þekkja hinn raunverulega Finnbjörn. Finnbjörn sem alltaf gat talað um andleg málefni og var í raun fyrst og fremst fræðimaður. Finnbjörn hafði nefnilega lesið heil- mikið í heimspeki og austurlenskum fræðum um andleg mál. Þó það sé nú ekki til eftirbreytni hjá okkur, þá varð það nú stundum þannig, að við töluðum meira um þessi mál en við jafnvel máluðum. Slíkur var áhugi Finnbjarnar á þeim málum að hann gleymdi sér alveg í þessum andlega áhuga sínum. Finnbjörn Guðrúnu Flosadóttur og sam- an eiga þau íjögur börn; Finnbjörn, sem er í sambúð með Unni Kristjáns- dóttur, Guðbjart, í sambúð með Esther Ósk Ármannsdótt- ur, Jónas Flosa, í sambúð með Hrafn- hildi Eiðsdóttur, og Sjöfn sem gift er Bjarna Þór Ólafs- syni. Guðrún átti eina dóttur fyrir sem Finnbjörn tók að sér og gekk í föðurstað, en það er Birna Guðrún Jóhanns- dóttir sem er í sambúð með Sig- urði Valtýssyni. Finnbjörn átti tólf barnaböm en eitt þeirra er látið. Finnbjöm og Guðrún slitu samvistir fyi'ir nokkrum árum. Utför Finnbjöms fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Finnbjöm hafði lesið mikið eftir hinn danska lífspeking Martinus og sagði mér allt um hann og lífsskoð- anir hans. Martinus hafði skrifað 52 bækur um heimspeki og lífspeki. Eftir alla þá umræðu og jafnvel heilu fyrirlestrana sem Finnbjörn hélt yfir mér, kveikti hann áhuga á að fara að lesa mér til um þennan danska lífspeking sem ég og gerði. Sá lestur hefur gefið mér ómældar ánægjustundir og verð ég Finnbirni eilíflega þakklátur fyrir að hafa vak- ið þennan áhuga hjá mér og ræktað þennan neista sem í brjósti mér brann. Finnbjörn lét oft þau orð falla að ekki væri allt sem sýndist. Átti hann þá við veraleikann sem við lif- um í og okkar skilning á honum. Finnbjörn efaðist um að dauðinn væri endalok lífsins sem við lifum og var frekar viss um að handan við dauðann byggi annar veraleiki, veruleiki sem var okkar fremri. Þar með var hugsun hans ekki ólík hug- myndum Egypta eða Faraóanna sem trúðu á eilíft líf. Þeirrar vit- neskju fær hann vonandi nú að njóta. Ég kveð þig, kæri vinur. Hilmar Sigurðsson. Kynni af honum vöruðu fjörutíu og fimm ár með órofa vináttu- tengslum. Allar götur frá því ‘53 suður á Keflavíkurvelli, þegar báðir unnu hjá sama fyrirtæki þar. Síðar meir upp úr 1960 gegnum súrt og sætt var blandað geði við hann Bjössa Finnbjörns, eins og hann var jafnan kallaður. Hann var að vestan - frá ísafirði. Það leyndi sér ekki á stundum. Hann var dulur og ekki allra - töluvert vandasamur og gat verið erfiður sjálfum sér, skort- andi sjálfsöryggi, svo að hæfni hans nýttist ekki sem skyldi. Það var synd. Hann var vinur vina sinna. Iðu- lega veltum við félagarnir okkur upp úr gamanmálum og alvörumál- um - ýmsum vandamálum, sem herjuðu á. Alltaf var reynt að leysa þessi vandamál - en oft slegið á létta strengi. Bjössi var síleitandi sál. Með tónlistina í blóðinu. Hafði hlot- ið músíkhæfileika í vöggugjöf, var gullverðlaunadrengur í músík í Tón- listarskóla Ragnars H. Ragnars á Isafirði - gæðingur í músík. sem átti fáa sér líka í píanóleik. Aratugum saman frá því hann var bráðungur var hann virkur atvinnumaður í spilamennsku. Fyrst í hljómsveit Villa Valla á ísafirði og síðar þegar suður kom spilaði hann sjálfstætt í veizlum og einkasamkvæmum. Hann festi ráð sitt ungur, kvæntist Guðrúnu Flosadóttur að sunnan. Sambúð þeirra varp löng - fjörutíu ár. Þau vora alflutt suður 1949. Eignuðust þau fjögur börn, fyrir átti Guðrún dótturina Birnu, sem Bjössi gekk í föðurstað. Bjössi var málarameistari að atvinnu, talinn smekldegur fagmaður. Hins vegar átti músíkin sál hans. Músíkin auðg- aði líf hans og veitti aukreitis virð- ingu gagnvart guði og mönnum, einkum þegar næðingsamt gat orðið í lífi hans eins og svo margra ann- arra. Síðustu dagana, tvo síðustu dag- ana í lífi hans, var hringzt á og skipzt á vináttuorðum. Bendir allt til þess, að ég hafi síðastur talað við Bjössa. Það er sérstök tilhugsun - minnir á lífsábyrgð. Brottfór hans er ótímabær og veldur því harmi - á skylt við Dixieland - melodíur frá Suðurríkjunum, sem Bjössi túlkaði svo oft fyrir mann í stíl Fats Waller og Louis Armstrong og Count Basie. Tókst honum eins og þessum þrem snillingum að spila með þeim hætti, að sorginni var snúið yfir í gleðiákall - gleðibæn. í þeim líftón hefur Bjössi kvatt okkur - í tón, sem aldrei dvín. Steingrímur St. Th. Sigurðsson. Þegar ég hitti þig síðast óraði mig ekki fyrir því að ég væri að kveðja þig í hinsta sinn. Við áttum svo margar góðar stundir saman. Þú varst alltaf svo feiminn og viðkvæmur. Of viðkvæm- ur til að höndla lífið. Samt varstu lífsnautnamaður. Ég skildi aldrei hvers vegna þú hafðir svo mikla minnimáttarkennd, jafn fallegur og hæfileikaríkur maður og þú varst. Það var unun að hlusta á þig spila á píanó. Það heyrðu allir sem á þig hlýddu að þar var sannur listamað- ur á ferð. Jafn hlýlegt viðmót og þú hafðir hefur ekki nokkur maður haft á minni lífsleið. Ég er jafn sannfærð um fram- haldslíf og þú varst, Finnbjörn minn. Góða ferð inn í nýtt og farsælla líf. Þess óskar þín Björg. Guð varðveiti þig um alla eilífð. Björg Elín Finnsdóttir. Kveðja frá frænkum vestanhafs Þegar við vorum litlar, vorum við vissar um, að Bjössi væri töfra-tón- listarmaðurinn. Eftir að hafa hlust- að á barn raula lítið lag, þá lék hann það af fingrum fram, í spuna, sem gerði það eitthvað svo stór- fenglegt. Lítilli stúlku fannst það svo magnað að hafa verið kveikjan að slíku tónverki. Það er ekki gott að segja, hvort hann spilaði þá vegna ástúðar á barninu eða tón- listinni, sennilega þó á hvoru- tveggja. I návist Bjössa fundum við hlýju og þar voram við aufúsugest- ir, það fannst ekki síst, þegar hann horfði í augu okkar, með þessum augum, sem minntu svo mjög á augu afa okkar, Finnbjörns Finn- björnssonar, á myndinni á veggnum heima. Leið Bjössa að hjarta okkar barn- anna var sú að segja okkur á leynd- ardómsfullan hátt eitthvað eins og það væri milljón króna virði. Það gat verið eitthvað varðandi atburði í fjölskyldunni á ferðalagi eða í úti- legu. Þegar ég varð fullorðin, þá varð mér ljóst, að þegar hann talaði svona, þá var hann að leika á hjarta- strengi fólks, sem honum þótti vænt um, á sama hátt og hann lék á strengi píanósins. Hvortveggja var honum tamt. Áhugi hans á tónlist, heimspeki, fólki og fjölskyldu var mikill og þótt breytingar yrðu á sambúð hans og Dúnu, þá kulnaði ekki glóðin milli þeirra, né barna og barnabarna. Ég sé hann fyrir mér, hlæjandi, umkringdan krökkum og með barn í kjöltunni. Enginn var útundan, þegar Bjössi var gestgjafi, ekki einu sinni skrítin frænka frá Ameríku. Guð blessi Bjössa og Guð greiði vegferð hans. Við þökkum honum fyrir að sýna okkur þann kjark, sem þarf til þess að fara ótroðnar slóðir. Og áreiðanlega mun töfra-tónlist- armaðurinn okkar, Bjössi frændi, í minningunni, leika af fingram fram það tónverk, sem vekja mun hlýjar tilfinningar hjá fjölskyldu og vinum um ókomna framtíð. Ritað fyrir hönd systurdætranna í Bandaríkjunum. Marta EIlis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.