Morgunblaðið - 02.07.1998, Síða 57

Morgunblaðið - 02.07.1998, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 57 I -----;------ j Sendiherr- ar með viðtalstíma 1 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ býð- ur fyrirtækjum, samtökum, stofn- Iunum og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra íslands þegar þeir eru staddir hérlendis til þess að ræða hagsmunarmál sín erlendis, viðskiptamöguleika og önnur mál- efni þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Sendiherra íslands í Þýskalandi, Ingimundur Sigfússon, verður til 1 viðtals í utam-íkisráðuneytinu þriðjudaginn 7. júlí frá kl. 9-10 eða eftir nánari samkomulagi. Önnur umdæmislönd sendiráðsins eru Austurríki, Serbía-Svartfjallaland, Sviss og Ungverjaland. Sendiherra Islands í Bretlandi, Benedikt Ásgeirsson, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu mánudaginn 20. júlí frá kl. 9-12 eða eftir nánari samkomulagi. Önnur umdæmislönd eru Grikk- land, Holland, Indland, írland, Maldíveyjar og Nepal. Sama dag, mánudaginn 20. júlí, verður til viðtals í ráðuneytinu sendiherra íslands í Kína, Ólafur Egilsson, frá kl. 13-16 eða eftir nánara samkomulagi. Önnur um- dæmislönd sendiráðsins eru Ástralía, Indónesía, Japan, Mongólía, Norður-Kóra, Nýja-Sjá- land, Suður-Kóra, Taíland og Ví- , etnam. Sendiheira ísland í Frakklandi, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, verður til viðtals í utanríkisráðu- * neytinu þriðjudaginn 28. júlí frá kl. 9-12 eða eftir nánara samkomu- lagi. Önnur umdæmislönd sendi- ráðsins eru Andorra, Ítalía, Portú- gal, San Marínó og Spánn. Jafn- framt gegnir sendiráðið hlutverki fastanefndar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og Matvæla- og land- j búnaðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna (FAO) í Róm á Ítalíu. Fastafulltrúi íslands í Genf, | Benedikt Jónsson, verður til við- tals í utanríkisráðuneytinu fimmtu- daginn 27. ágúst kl. 9-12 eða eftir nánara samkomulagi. Fastanefnd- in fer með fyrirsvar Islands gagn- vart Fríverslunarsamtökum Evr- ópu (EFTA), Alþjóðaviðskipta- stofnuninni (WTO), Skrifstofu Sa- meinuðu þjóðanna í Genf og öðrum alþjóðastofnunum sem hafa aðset- ur í Genf og ísland er aðili að. -------—---------- Mikið sótt í símaskrá á netinu Á ÞEIRRI viku sem liðin er síðan Jsímaskrá Landssímans á netinu var formlega opnuð hafa uppflettingar verið 226 þúsund. Strax á fyrsta degi voru nær 25 þúsund uppflett- * ingar frá hádegi og daginn eftir 45 þúsund. „Viðtökur fólks við skránni hafa farið fram úr björtustu vonum og fjölmargir notendur hafa lýst yfir ánægju sinni með símaskrána. Svartími er að meðaltali um 0,2 sek- úndur,“ segir í frétt frá Landssím- i anum. LEIÐRÉTT Söfnuðu fyrir hjartveik börn ÁSGERÐUR Klara Gunnarsdóttir og Margrét Svanborg Árnadóttir héldu nýlega hlutaveltu á Akureyri, eins og sagt var frá í Morgunblað- inu 1. júlí sl. Stúlkurnar söfnuðu 2.000 krónum til styrktar hjartveik- um börnum en ekki krabbameins- sjúkum börnum eins og missagt var í blaðinu. Þetta leiðréttist hér með og eru hlutaðeigandi beðnir velvirð- ingar á mistökunum. FRÉTTIR KIRKJUSTARF NOKKRIR styrkþegar úr B-hluta Vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga 1998. Styrkir úr Vísindasjóði hj úkrunarfr æ ðinga STJÓRN Vísindasjóðs Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga út- hlutaði styrkjum úr B-hluta vís- indasjóðsins 23. júni sl. Að þessu sinni hlutu 16 hjúkrunarfræðing- ar styrki til 12 verkefna alls að upphæð 2.865.000 kr. Hjúkrunarfræðingar, sem eiga aðild að sjóðnum geta sótt um styrk úr honum til að sinna fræðimennsku. Sjóðssljórn skipa Anna Lilja Gunnarsdóttir formaður sjóðs- sljórnar, Guðrún Yrsa Ómars- dóttir, Halla Grétarsdóttir og Dagrún Hálfdánardóttir. Þeir sem hlutu styrki voru: Anna Birna Jensdóttir, Ingibjörg Hjaltadóttir, Hlíf Guðmundsdótt- ir, Gæðaumbótastarf í íslenskri öldrunarhjúkrun, 400.000 kr. Ás- dís Elfarsdóttir, Þuríður Stefáns- dóttir, Þarfir aðstandenda dauð- vona sjúklinga, 400.000 kr. Dóróthea Bergs, Reynsla kvenna sem hugsa um eiginmenn með COPD, 140.000 kr. Elín M. Hall- grímsdóttir, Reynsla bráðahjúkr- unarfræðinga af hjúkrun fjöl- skyldna alvarlega veikra/slas- aðra, 300.000 kr. Elísabet gjör- Ipifsdótt.ir, Reynsla Ijnrða árs hjúkrunarfræðinema af sam- skiptum við mikið veika og deyj- andi krabbameinssjúklinga og fjölskyldur þeirra, 300.000 kr. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Gluggað í reynsluheim: Fyrir- bærafræðileg rannsókn á því hvernig krabbameinssjúklingar upplifa samskipti sín við hjúkr- unarfræðinga 300.000 kr. Laura Sch. Thorsteinsson, Gæði hjúkr- unar - frá sjónarhóli sjúklinga, 200.000 kr. Linda Hersteinsdótt- ir, Handbók foreldra barna sem greinast með heilaæxli, 50.000 kr. Sigfríður Inga Karlsdóttir, Könnun á ánægju barnshafandi kvenna með þá þjónustu sem þær fá í mæðravernd, 125.000 kr. Þorbjörg Guðmundsdóttir, Rannsókn á trúarlegri reynslu og/eða upplifun sjúklinga sem greinast með lífshættulegan sjúkdóm og um leið á trúarleg- um þörfum þessara sjúklinga, 200.000 kr. Þóra Ákadóttir, Helga Erlingsdóttir, Umbóta- starf á skurðdeild FSA, mót- töku, 150.000 kr. Þóra Elín Guðjónsdóttir, Samband milli dagsyfju og mataræðis ung- linga, 3IHUH10.kr Landmannalauga- ferðir eru að hefjast Á ÞESSU sumri opnaðist leiðin inn í Landmannalaugar mun fyrr en verið hefur eða hinn 4. júní og fóru skálaverðir á staðinn um svipað leyti. Þá hefur núna í júnímánuði verið haldið áfram framkvæmdum við nýja salernisaðstöðu og bætta tjaldaðstöðu í Landmannalaugum og hafa þær framkvæmdir gengið vel. Hlé verður á þeim yfir aðal- ferðamannatímann sem nú er að hefjast. Um næstu helgi er fyrsta helgar- ferð Ferðafélagsins þangað og er brottför föstudagskvöldið 3. júlí kl. 20 og komið til baka á sunnudaginn 4. júlí. Gist verður tvær nætur í sæluhúsinu í Laugum og farnar styttri og lengri gönguferðir um hið stórbrotna umhveri Landmanna- lauga. Á sunnudeginum er í boði nýjung sem er dagsferð í Land- mannalaugar og er brottför kl. 8 að morgni og komið til baka um kvöld- matarleytið. Á sama tíma og helgarferðin er farið af stað í fyrstu gönguferð sum- arsins um hina vinsælu gönguleið frá Landmannalaugum í Þórsmörk, hinn svokallaða „Laugaveg". Gengið um SJÖTTA skógarganga sumar- sins á vegum Skógræktarfélags Reykjakur verður fimmtudaginn 2. júlí. Mæting er kl. 20.30 við Félagsheimili Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal. Gengið verður um Elliðaárdal og skoðaðir fjölbreyttir mann- gerðir skógar m.a. komið við í ræktunarsvæði Sveinbjarnar Jónssonar þar sem hæstu greni- tré landsins vaxa. Göngunni lýk- ur síðan við félagsheimili Raíveit- unnar. Leiðsögumaður verður Valdimar Reynisson, umhverfis- fræðingur. Að venju er boðið upp Elliðaárdal á rútuferð frá Ferðafélagi ís- lands, Mörkinni 6, kl. 20 og er gjaldið 500 kr. Göngurnar eru skipulagðar í samvinnu við Ferðafélag Islands og eru hluti af fræðsluverkefni Skógræktarfélags íslands og Búnaðarbanka íslands. Minnt skal á að þeir sem taka þátt í öll- um skógargöngum sumarsins fá að launum fallegt jólatré. Sjöunda ganga sumarsins verður 9. júlí nk. á vegum Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur, geng- ið verður um ræktunarsvæði Hermanns Jónssonar í Fossvogi. Afallastuðnings- hópur tekur til starfa á Selfossi Á SELFOSSI hefur teldð til starfa áfallastuðningshópur. I honum er fagfólk með sérstakan áhuga og þekkingu á áfallahjálp sem getur miðlað af þekkingu sinni um algeng og eðlileg viðbrögð í kjölfar alvar- legra áfalla. Hópurinn getur leitað eftir samstarfi við aðra aðila eftir þörfum hverju sinni. Áfallastuðningshópurinn er reiðubúinn að veita stuðning í kjöl- far alvarlegra áfalla s.s. náttúru- hamfara, umferðarslysa, sjóslysa, eldsvoða, sjálfsvíga, nauðgana og annars alvarlegs ofbeldis. Aðstoð áfallastuðningshópsins stendur til boða einstaklingum eða hópum sem hlut eiga að máli, beint eða óbeint. Þar má nefna: þolendur áfalla, sjónarvotta og hjálparaðila. „Stuðningur þessa hóps kemur ekki í staðinn fyrir stuðning frá nánustu vinum og ættingjum og útilokar ekki aðra möguleika sem viðkomandi kýs að nýta sér. Hins vegar getur íhlutun hópsins opnað leiðir í samskiptum og úrvinnslu mála. Stuðningur hópsins er tímabund- inn en ef þörf er á frekari aðstoð eða meðferð, geta meðlimir hans leiðbeint eða haft milligöngu um að koma því í kring. Markmið hópsins er að gefa fólki tækifæri til að deila með öðrum til- finningum, hugsunum og viðbrögð- um sem tengjast válegum atburði, í því skyni að fyrirbyggja alvarleg og langvinn sálræn eftirköst. Meðlimir hópsins eru bundnir þagnarskyldu," segir í fréttatil- kynningu. Þeir sem vilja ná sambandi við hópinn hafi samband við vakthaf- andi heilsugæslulækni í síma 854 7500. Safnaðarstarf Háteigskirkja. Kvöldsöngur með taizé-tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. Allir velkomnir. Fella- og Hólakirkja. Helgistund verður í kirkjunni í dag kl. 10.30. Umsjón Guðlaug Ragnarsdóttir. Grafarvogskirkja. Kópavogskirkja.Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarð- ar. Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 lof- gjörðarsamkoma í umsjá Áslaugar Haugland. yörumar frá Karin HerzOg / • enduruppbyggja luiðina • vinna á appelsinuhúA <>g sliti g| • vinna á unglingabóhini • vidliéldur ferskleika hiió- arinnar Ferskir vindar í umhirðu húðar Leiðbeiningar um val og rétta notkun í dag í Clöru, Kringlunni, frá kl. 15-18, föstudag,'' í Söndru, Smáratorgi, frá kl. 14-18 I Góð loftræsting léttir lífið! Bjóðum mikið úrval af viftum og loftræstibúnaði frá Xpelair. Hönnun og framleiðsla Xpelair er þróuð eftir viðurkenndum IS0 9001 staðli. Vanti þig loftræstibúnað fyrir heimilið, sumarbústaðinn eða iðnaðar- og atvinnuhúsnæðið hefur Xpelair örugglega lausnina. Xpelair DX100 glugga- og veggviftur. Öflugar og öruggar viftur. Ýmsar útfærslur. Tilvaldar í bað- og snyrtiherbergi á heimilum, sumarbústöðum og smærri vinnustöðum. Leitið nánari upplýsinga. Xpelair NWA og NWAN spaðaviftur. Fyrir þá sem hafa kynnst þessum vinsælu spaðaviftum eru þær algjörlega ómissandi þáttur í tilverunni. Henta vel á öllum vinnustöðum. Kynntu þér málið. (§)Xpelair Ferskur andblær. SMITH & Borðviftur frá Bomann. Þrjár stærðir. Mjög hagstætt verð. Nóatúni 4 105 Reykjavík 20 3000 '.sminor.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.