Morgunblaðið - 02.07.1998, Síða 60
60 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ1998
MORGUNBLAÐIÐ
LANDSMOT
HESTAMANNA
MELGERÐIS
MELUM />0
1998 ***
DAGSKRÁ
LANDSMÓTS
HESTAMANNA 98
i
i
Kl. 9.00-12.00
Kl. 14.00-19.00
Kl. 9.00-12.00
Kl. 13.00-13.30
Kl. 14.00-16.00
Kl. 9.00-12.30
Kl. 14.00-16.00
Kl. 16.30-18.30
Miðvikudagur 8. júlí:
Kynbótavöliur
Hæfileikadómar kynbótahrossa, hryssur 4ra,
5, og 6 vetra og eldri.
Sýndar eftir númeraröð í hverjum flokki.
Hæfileikadómar kynbótahrossa, framhald.
Aðalvöllur
B-flokkur gæðinga, forkeppni.
Setning Landsmóts
B-flokkur gæðinga, forkeppni, framhald.
Melavöllur
Barnaflokkur, forkeppni.
Ungmennaflokkur, forkeppni.
Ungmennaflokkur, forkeppni, framhald.
Kl. 9.00-12.00
Kl. 13.00-19.00
Kl. 9.00-12.00
Kl. 13.00-15.30
Kl. 18.00-20.00
Kl. 20.00-22.00
Kl. 10.00-12.00
Kl. 13.00-15.00
Fimmtudagur 9. júlf:
Kynbótavöllur
Hæfileikadómar kynbótahrossa, hryssur 6
vetra og eldri, framh.
Stóðhestar 4ra, 5 og 6 vetra og eldri. Sýndir
eftir númeraröð í hverjum flokki.
Aðalvöllur
A-flokkur gæðinga, forkeppni.
A-flokkur gæðinga, forkeppni, framhald.
Undanrásir kappreiða, 150 og 250 m skeið,
300 m stökk.
Tölt, forkeppni.
Melavöllur
Unglingaflokkur, forkeppni.
Unglingaflokkur, forkeppni, framhald.
(
i
*
í
l
3
Kl. 9.00-11.00
Kl. 11.15-12.30
Kl. 13.30-16.30
Kl. 17.00-19.30
Kl. 20.00-20.30
Kl. 20.30-22.00
Kl. 22.30- 3.00
Kl. 10.00-12.00
Kl. 13.00-15.00
Kl. 16.00-18.00
Föstudagur 10. júlí:
Aðalvöllur
B-flokkur gæðinga, milliriðill
Yfirlitssýning kynbótahrossa. Stóðhestar 4ra
og 5 vetra
Yfirlitssýning kynbótahrossa, framhald. Stóð-
hestar 6 vetra og eldri. Afkvæmasýndir
stóðhestar. Afkvæmasýndar hryssur.
Sýning ræktunarbúa.
B-úrslit í tölti.
Seinni sprettir í skeiði og úrslit í 300 m
stökki, verðlaunaafhending.
Dansleikur.
Melavöllur
Barnaflokkur, milliriðill.
Ungmennaflokkur, milliriðlar.
Unglingaflokkur, milliriðill.
Kl. 9.00-11.00
Kl. 11.15-12.00
Kl. 13.00-15.00
Kl. 15.00-18.00
Kl. 19.30-3.00
Kl. 13.00-14.00
Kl. 14.00-15.00
Kl. 15.00-16.00
Laugardagur 11. júlí:
Aðalvöllur
A-flokkur gæðinga, milliriðill.
Yfirlitssýning kynbótahrossa.
Hryssur 4ra vetra.
Sýning ræktunarbúa.
Yfirlitssýning kynbótahrossa, framhald.
Hryssur 5 og 6 vetra og eldri.
Kvöldvaka, söngur, hópreið, úrslit í tölti,
verðlaunaafhending, skemmtun, dansleikur.
Melavöllur
Barnaflokkur, sýnt eftir skrá.
Unglingaflokkur, sýnt eftir skrá.
Ungmennaflokkur, sýnt eftir skrá.
Kl. 10.00-11.15
Kl. 11.30-12.15
Kl. 12.15-13.00
Kl. 13.00-13.30
Kl. 13.30-14.15
Kl. 14.15-15.00
Kl. 15.00-17.00
Kl. 17.00-18.00
Kl. 18.00
Sunnudagur 12. júlí:
Aðalvöllur
Kynbótahross, verðlaunaafhending. Hryssur
4 v., 5 efstu. Hryssur 5 v., 7 efstu. Hryssur 6
v. og eldri, 12 efstu.
Ungmennaflokkur, úrslit 10 efstu.
Barnaflokkur, úrslit, 10 efstu.
Helgistund, ávörp gesta.
B-flokkur gæðinga, úrslit, 10 efstu.
Unglingaflokkur, úrslit, 10 efstu.
Kynbótahross,verðlaunaafhending.
Stóðhestar 4 v., 3 efstu. Stóðhestar 5 v„ 5
efstu. Stóðhestar 6 v. og eldri, 10 efstu.
Afkvæmasýndar hryssur. Afkvæmasýndir
stóðhestar, allir.
A-flokkur gæðinga, úrslit, 10 efstu.
Mótsslit.
Framkvæmdanefnd Landsmóts áskilur sér rétt til
að breyta tímasetningum og dagskrá.
í DAG
VELVAKAJMÐI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hver þekkir
þessa Þjóðverja?
UNDIRRITAÐUR vinnur
að samningu og útgáfu
bókar með ljósmyndum og
frásögnum nokkurra
þýskra gesta hér á landi á
millistríðsárunum. Þess
vegna auglýsti ég eftir
sendibréfum, Ijósmyndum
og öðru sem varðar dvöl
þeirra hér á landi, einnig
fólki sem man eftir þeim
eða veit nánari atriði varð-
andi veru þeirra hér. Hel-
stir þeirra sem við sögu
koma eru þessir: Dr. Bru-
no Schweizer, þjóðháttar-
fræðingur, dr. Hans Kuhn,
prófessor, dr. Reihnhard
Prinz, kennari og skóla-
stjóri og Nora kona hans.
Aðrir eru m.a. Walter Lor-
enz, stúdent og einkakenn-
ari á Ísafírði 1923-1924,
Erich Konsemulier stúd-
ent (1923), Regine Dinse
kaupakona á Breiðabóls-
stað á Skógarströnd og lík-
lega á Stað í Reykhólasveit
(1925-1926), Adolf Schröt-
er listmálari (1929-1978),
dr. Helmut Lotz á Kifsá
við Akureyri, Spath eða
Spaeth stúdent, sldptinemi
í Skagafírði og Leo
Schweizer nemandi á
Hólabaki í Vatnsdal og á
Akureyri. Ennfremur vis-
indamennirnir dr. Ferdin-
and Dannmeyer, dr. Jo-
hannes Georgi og
Friedrich Friedrichs, sem
stunduðu rannsóknir í Að-
alvík og í Eyjafirði sumrin
1926 og 1927. Þeir sem vita
um eða hafa í fórum sínum
sendibréf, ljósmyndir eða
önnur gögn um þetta fólk
eða hefur upplýsingum að
miðla er vinsamlegast
beðnir um að hafa sam-
band við mig sem fyrst eða
Magnús Kristinsson,
Schmidener Str. 241, D
70374 Stuttgart, Þýska-
landi, sími og fax (00) 49
711-5324052; netfang:
kristinssonz@z.zgs.dc
Örlygur Hálfdanarson,
Hjarðarhaga 54, 107
Reykjavík,
hs. 562 6658, vs. 581 3999,
fax: 568-3995.
Sjúklingar ekki
útskrifaðir
INGVAR hafði samband
við Velvakanda og vildi
koma því á framfæri að
þegar fjölmiðlafólk,
sjúkrahúsfólk og aðrir tali
um að útskrifa sjúklinga í
sambandi við yfirvofandi
uppsagnir hjúkrunarfræð-
inga orki það tvímælis
vegna þess að þegar sjúk-
lingar eru útskrifaðir er
það gert með læknisfræði-
legu mati og að lækningu
lokinni en því væri ekki að
skipta í þessum tilvikum.
Heldur eru sjúklingar
sendir heim gegn læknis-
fræðilegu mati.
Aspirnar
á Hverfisgötunni
SIGHVATUR hringdi og
vildi vekja athygli á öspum
sem plantað hefur verið á
Hverfisgötunni. Sagði
hann þær ekki þrífast
vegna mengunar og hvort
ekki væri hægt að færa
þær á lóðina við Safnahús-
ið. Þar væru fyrir reynitré
sem orðin væru gömul og
ljót og tilvalið að planta
öspunum þar sem þær
myndu þrífast betur.
Fyrirspurn til Vinnu-
skóla Reykjavíkur
SKULI hringdi með íyrir-
spurn til Vinnuskóla
Reykjavíkur. Honum hafði
verið lofuð garðvinnu fyrir
Tungusel 4 en ekkert væri
farið að gera í málunum.
Hann sagðist hafa haft
samband við Vinnuskólann
en þá var honum tjáð að
vinnuflokkurinn væri kom-
inn í annað hverfi. Skúli
vildi fá að vita hvort hætt
væri að hirða garðana fyrir
aldraða.
Tapað/fundið
Lyklar töpuðust
LYKLAKIPPA tapaðist
um hádegisbilið á þriðju-
dag í Leifsstöð. Finnandi
visamlegast hafið samband
í s. 898 5198 Magnús.
Lyklakippa fannst
SEX lyklar á hring fund-
ust fyrir utan DHL hrað-
flutninga sl. fóstudag.
Uppl. á staðnum.
Taska tapaðist
GRÆN taska tapaðist á
mánudag í Fossvogsdaln-
um Kópavogsmegin. Uppl.
í síma 564 4046.
Armbandsúr fannst
ARMBANDSÚR fannst í
Esjunni. Uppl. í síma
5521601.
Dýrahald
Köttur týndist
GULBRÖNDÓTTUR
fressköttur fór að heiman
mánudagskvöld frá Dverg-
arborgum. Kötturinn er ól-
arlaus en eyrnamerktur.
Kötturinn er styggur en
meinlaus. Finnandi vin-
samlegast hafið samband í
síma 586 1190.
Róbert er týndur
KÖTTURINN Róbert,
grár og hvítur, tapaðist frá
Miðbraut á Seltjamai'nesi
fyrir u.þ.b viku. Róbert er
með gráa hálsól með græn-
um bjöllum og er mjög gæf-
ur. Uppl. í síma 561 1885.
Með morgunkaffinu
COSPER
HJÁLPARÐU mér ekki með uppvaskið fyrst að *nn 1 miðjunni
konan er ekki heima,
OG hvernig líður þér í
dag og hvernig hefur fjöl-
skyldan það
Víkverji skrifar...
Musterisdúettinn úr Perluköfúr-
um Bizets hefúr staðið af sér
alla stonna og verið efstur í at-
kvæðagreiðslum hlustenda rásar tvö
í brezka útvarpinu. Þar er á dagskrá
á sunnudagskvöldum þáttur um sí-
gilda tónlist og við stjómvölinn elzti
útvarpsmaður brezkur, Alan Keith,
sem stendur nú á níræðu.
Hlustendur þáttarins greiddu um
það atkvæði 1984, aftur 1993 og enn í
fyrra, hver væru þeirra uppáhaldstón-
verk og í öll skiptin stóð dúett tenórsins
og baritónsins úr Perluköfúrum efstur.
í fyrra varð Finlandia eftir Sibelius í
öðru sæti, en 1993 hafnaði það verk í
sjötta sæti, en 1984 var það ekki í hópi
þeirra tíu verka, sem mestra vinsælda
nutu þá. Þriðja verkið sem aftur varð
meðal þeirra tíu vinsælustu nú er Pí-
anókonsert Rachmaninovs númer 2,
sem varð númer átta í fyrra og hækk-
aði um eitt sæti síðan 1993.
XXX
Margt stuðlar að breytingum á
svona vinsældalistum. Smekk-
ur fólks breytist stöðugt af ýmsum
ástæðum, en sumar breytingarnar
eiga sér sjáanlegar rætur í tízku-
straumum annars staðar. Þannig
eru vatnasvítur Handels nú vinsæl-
ar við brúðkaup í Englandi og
höfnuðu í þriðja sæti listans í fyrra,
en voru númer 90 í síðustu könnun
þaráður. Oðurinn til gleðinnar eftir
Beethoven hafnaði nú í fimmta
sæti og rekja menn það til þess að
hann var einkennislag sjónvarpsút-
sendinga frá Evrópumeistaramót-
inu í knattspymu 1996. Og uppá-
haldssálmur Díönu prinsessu" I
Vow To Thee My Country, sem er
sunginn við Júpítertónlist Holst og
var fluttur bæði í brúðkaupi henn-
ar og útfór, skilaði Plánetum Holst
í níunda sæti listans í fyrra.
xxx
Af þeim verkum, sem lentu í
hópi þeirra tíu vinsælustu í
fyrra og ekki hafa verið nefnd hér,
eru: Tunglsöngur Rusalka eftir
Dvorak (4.), Adagio úr sellókonsert
Elgars (6.), Nunnukórinn úr Casa-
nova eftir Johann Strauss II. (7.)
og Eg veit að lausnarinn lifir úr
Messíasi Handels (10.).
Eitt verk var í hópi þeirra tíu vin-
sælustu bæði 1984 og 1993, en ekki í
fyrra. Þetta er Fangakórinn úr Na-
bucco eftír Verdi, sem hafnaði í 22.
sæti.
Tvö önnur norræn verk eru í
hópi þeirra 100 vinsælustu í fyrra;
Finlandia var í 2. sæti, sem fyrr
segir, og annað verk eftir Sibelius,
marz úr Kareliasvítu hans, varð í
54. sæti. Þriðja norræna verkið er
svo Pétur Gautur eftir Grieg, sem
varð númer 47.
Talið er að hlustendur þáttarins,
Hundrað vinsælustu verkin þín, séu
meðal dyggustu hlustenda BBC og
virðist ekkert lát á. Þeir eru á öllum
aldri og yngsti þáttakandinn í kosn-
ingunum í fyrra var 25 ára. Blaða-
frásögn af þessum kosningunum
lauk með tilvitnun í bréf eins þátt-
takandans: „Winston Churchill
sagði, að þegar hann kæmi til himna
myndi hann eyða fyrstu milljón ár-
unum í að mála. Sjálfur myndi ég
vilja verja mínum fyrstu milljón ár-
um í himnaríki til þess að hlusta á
þáttinn: Hundrað vinsælustu verkin
þín.