Morgunblaðið - 02.07.1998, Síða 66

Morgunblaðið - 02.07.1998, Síða 66
66 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK f FRÉTTUM Öll lögin eru frábær Grease frumsýndur A FÖSTUDAGINN verður söng- leikurinn Grease frumsýndur Borg- arleikhúsinu, en mikil tilhlökkun ríkir meðal hinna fjölmörgu aðdá- enda myndarinnar, sem eflaust verða á öllum aldri; sumir sem sjálf- ir hafa upplifað Grease æðið fyrir 20 árum, og aðrir sem uppgötvuðu w SS ast. Við tókum tali tvo Grease aðdáendur sem báðir eru undir tví- tugu, og komumst að því hvemig þau kynntust Danny og Sandy. Ástin kemur alls staðar í gegn Hulda Proppé er 19 ára brjálaður Grease aðdáandi. I kennaraverkfall- inu 1995 horfði hún á kvikmyndina ótal sinnum. „Þetta byrjaði þannig að ég sá myndina í skólanum og fannst hún alveg frábær, enda er hún svo sæt, söguþráðurinn er alveg frábær og ég var alveg heilluð. Ég sökkti mér ofan í myndina eins og vitleysingur, fór út og keypti mér spóluna og diskinn, og er búin að spila það allt í gegn. Svo eyddi ég mörgum klukku- tímum í að sauma kjól lyrir Grease ball sem ég fór á.“ - Hvað finnst þér æðislegast við myndina? „Ég held að það sé ástin, hún kemur alls staðar í gegn.“ - En hver er uppáhaldspersónan þín? „Þessi litli feiti í töffaragenginu hans Dannys, ég man ekki hvað hann heitir. Mér finnst hann æði, hann er svo rosalega mikill auli.“ - En uppáhaldslagið þitt? „Öll lögin, gjörsamlega. Ég kann þau öll utan að.“ - Ertu búin að sjá myndina í bíó? „Já, ég fékk miða á frumsýning- una á Hard Rokk þar sem ég vinn. Við fórum nokkrir krakkar saman og ég fílaði þetta alveg í tætlur. Mér fannst æðislegt. Leikararnir úr sýn- ingunni í Borgarleikhúsinu komu og sungu „Summer loving“. Það var mjög flott hjá þeim, þótt mér finnist smá asnalegt þegar er verið að þýða yfir á íslensku. Þegar maður heldur svona rosalega mikið upp á mynd- ina þá er erfitt að fá það til að hitta beint í mark. Ég hlakka samt til að sjá þessa uppsetningu og held að hún verði mjög flott.“ -Er uppáhaldspersónan þín líka í sviðsuppsetningunni? „Já, hann er leikinn af Jóhanni G. Jóhannssyni. Hann er alveg frábær leikari. Hann sá um leiklistarklúbb- inn í 10. bekk í skólanum hjá mér, þannig að ég má ekki sjá hann leika þá verð ég alveg tryllt. Eða þannig.“ Söngleikurinn er skemmtilegri Bragi Þór Antoníusson er 13 ára. Hann var svo heppinn að komast á söngleikinn í London og honum fannst hann frábær. Þar með keypti hann sér geisladiskinn með tónlist- Morgunblaðið/Halldór HULDA Proppé með diskinn góða sem hún kann utan að. nema kannski í Grease tilfellinu." - Hver er uppáhalds persónan þín? „Það er hún Rizzo, þessi dökk- hærða með stutta hárið í Pink La- dies, og svo líka Sandy. Mér finnst Rizzo mjög svöl gella, en Sandy er samt eiginlega skemmtilegri.“ - Hvaða lagfinnst þér best? „Það er upphafsstefið sem heitir, að ég held, bara Grease. Svo er líka Grease Lightning mjög gott lag.“ - Áttu leðurjakka? „Nei, reyndar ekki, enda ætla ég að reyna að fá hann í keppninni um Grease aðdáanda nr. l.“ - Ætlarðu að fara í Borgarleikhús- ið? „Já, það er löngu ákveðið. Það er alltaf svo góð stemmning á svona söngleikjum, þannig að mér finnst eiginlega söngleikurinn skemmti- legri en kvikmyndin. Svo líst mér líka mjög vel á íslensku leikarana." OPMA GOLFMOTIÐ Merrild kaffi og golfklúbburinn Keilir efna til golfmóts á Hvaleyrarvelli, laugardaginn 4. júlí. Ræst verður út kl. 8.00 og leikinn 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Verðlaun verða veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti, með og án forgjafar. Einnig verða veitt aukaverðlaun fyrir að vera næst holu á 10. og 16. flöt. Skráning í síma 555 3360 Keppnisgjald er 2000 kr. MmiM ^ur fcro<»°ér,"’ern 'MEIfiA AF ÖLLU BRAGA Þór Antoníusson langar í Grease leðurjakka. inni sem hann hefur spilað aftur og aftur, og myndbandið sem oft hefur rúllað gegnum tækið. „Ég hafði heyrt öll lögin og fannst þau skemmtileg, en svo sá ég söngleikinn og þá fékk ég æði fyrir Grease. Ég syng alltaf með þegar ég horfi á myndina og er alls ekki búinn að fá leiða á henni.“ - Hvers vegna er svona skemmti- legt við Grease? „Það eru aðallega lögin sem mér finnast góð, og svo er sagan nátt- úrulega mjög skemmtileg. Góðir töffarar og flottar setningar. Ég er nú ekki mikið fyrir ástarsögur, MewriM Sólarferðir • Ævintýraferðir Borgarferðir • Málaskólar Frábær fargjöld Ungmenni allra landa: F rðist Málanám er fjárfesting til frambúðar Enska, franska, spænska, ítalska, þýska, japanska. Getum enn tekið við bókunum í ágúst og september. Skólar og námskeið við allra hæfi. V s ferðaskrifstofa | stúdenta t Slmi: 561 5656 WWW.fs.is/stndtta.vel ...og ferðin er hqfin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.