Morgunblaðið - 12.07.1998, Page 6

Morgunblaðið - 12.07.1998, Page 6
6 SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Teflt á tvær hættur fj§) BAKSVIÐ Forystumenn repúblikana hafa undanfarið látið hafa eftir sér hörð orð í garð samkyn- hneigðra í Bandaríkjunum. Eins og Björn Malmquist, fréttaritari Morgunblaðsins þar vestra, segir frá þykir þetta bera vitni um tilraunir flokksforystunnar til að tryggja stuðning íhaldssamra afla innan flokksins í komandi þingkosningum í vetur. Því fer þó fjarri að allir repúblikanar sætti sig við árásir á samkynhneigða. Harry Hamburg/New York Daily Press KRÖFUGANGA samkynhneigðra í Washington. Repúblikanar beina spjótum sinum æ meir að hommum og lesbíum, og þykir það til marks um að íhaldssamari öfl í flokknum hafi styrkt stöðu sína. REYNDAR er það ekkert nýtt, að íhaldssamir stjómmálamenn hér í landi lýsi andstyggð á samkynhneigðu fólki - hins vegar telst það til tíðinda þegar ummæli þeirra eru eins opinská og raun hef- ur borið vitni undanfamar vikur. í sjónvarpsviðtali fyrir tæpum mánuði sagði Trent Lott, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Banda- ríkjaþings, að samkynhneigð væri syndsamiegt líferni. Hann líkti sam- kynhneigð við stelsýki og áfengis- fíkn og sagði að reyna ætti að beina samkynhneigðu fólki til betri vegar. Aðrir forystumenn og áberandi þingmenn flokksins á borð við Dick Armey, leiðtoga repúblikana í full- trúadeildinni, hafa tekið í sama streng. Onnur dæmi hafa vakið athygli, meðal annars ummæli Roberts Blacks, talsmanns Repúblikana- flokksins í Texas, þegar hópi sam- kynhneigðra repúblikana var mein- að sitja þing flokksins nýverið. Black líkti hópnum við Ku Klux Kl- an og sagði: „Við leyfum heldur ekki klæðskiptingum eða bama- nauðgurum að vera með.“ Hins vegar þótti fyrst kasta tólf- unum þegar sjónvarpspredikarinn Pat Robertson, stofnandi Kristilegu samtakanna (Christian Coalition), gagnrýndi yfirvöld Orlando-borgar í Flónda fýrir að leyfa samtökum samkynhneigðra að hengja fána sína á ljósastaura í miðborg Or- lando á dögunum í tilefni fjöldasam- komu þar. „Ég vil minna íbúa Or- lando á að þeir búa á svæði þar sem vænta má fellibylja. Ég myndi ekki vera að veifa þessum fánum framan í Guð.“ í síðustu viku hélt hann því fram að skógareldarnir sem geisað hafa í Flórída undanfarið væm refs- ing himnavaldsins fyrir hátíðahöld- in í Orlando. Pessi afstaða hefur einnig haft áhrif á störf þingsins; íhaldssamir öldungadeildarþingmenn hafa und- anfarið tafíð útnefningu tilvonandi sendiherra Bandaríkjanna í Lúxem- borg á þeirri forsendu að viðkom- andi maður sé samkynhneigður; einn þingmaður gekk svo langt að líkja sendiherraefninu við David Duke, fyrrverandi leiðtoga Ku Klux Klan. Áhersla á hefðbundin Qölskyldugildi Fréttaskýrendur hér í landi greinir á um þau áhrif sem nýleg ummæli leiðtoga repúblikana muni hafa á fylgi flokksins í kosningunum í vetur. Flestir em hins vegar sam- mála um að það sé engin tilviljun að skoðanir á borð við þær sem for- ystumenn repúblikana hafa viðrað undanfarið eru orðnar háværari upp á síðkastið. „Repúblikanar hafa einfaldlega áhyggjur af því að fylgjendur hefð- bundinna þjóðfélagsgilda séu orðnir það óánægðir að þeir muni ekki styðja flokkinn í kosningunum í Stokkað upp í breska hernum London. Reuters. STJÓRN Bretlands kynnti á mið- vikudag áform um að stokka upp í breska hemum til að gera honum kleift að senda hersveitir til átakasvæða í heiminum með skjótum hætti. „Við búum í miklu hættulegri heimi eftir kalda stríðið," sagði George Robertson, varnarmála- ráðherra Bretlands, í viðtali við BBC áður en hann lagði 57 síðna skýrslu um breytingamar á hern- um fyrir þingið. „Gamli óvinurinn er horfínn en við stöndum nú frammi fyrir mörgum nýjum hættum." Meginatriði skýrslunnar höfðu komið fram í breskum dagblöð- um, sem fengu hana senda í pósti. Robertson kvaðst hafa orðið „mjög, mjög reiður" vegna þessa og hét rannsókn til að hafa uppi á þeim sem sendu skýrsluna til fjöl- miðla og refsa þeim. I skýrslunni kemur fram að út- gjöld til vamarmála, sem nema nú 22 milljörðum punda á ári (2.500 milljörðum króna), verða lækkuð um 915 milljónir punda (107 millj- arða króna) á næstu þrem ámm. Smíðuð verða tvö ný flugvéla- móðurskip til að gera hemum kleift að bregðast skjótt við þegar hætta skapast á stríði í heiminum. Tundurspillum og freigátum verð- ur hins vegar fækkað úr 35 í 32. Kjamorkukafbátum verður ekki fækkað og ekki verður fallið frá áformum um að kaupa 232 herflugvélar af gerðinni Eurofíghter. Breskum hermönn- um í Þýskalandi, sem em nú 22.000, kann að verða fækkað um 2.500. nóvember," segir David Rhody, stjórnmálafræðingur við Michigan- háskóla. „Það er alveg Ijóst að fylg- ismenn hinna svokölluðu „fjöl- skyldugilda" innan flokksins telja að þingmenn og flokksforysta repúblikana hafi ekki barist nógu dyggilega fyrir málstað þessa hóps undanfarin misseri og margir þeirra telja að flokkurinn hafi svik- ist undan því að fylgja eftir málefn- um eins og harðari andstöðu við fóstureyðingar og réttindum sam- kynhneigðra. Með því að leggja áherslu á íhaldssamar skoðanir á borð við andstöðu gegn samkynhneigðum er flokksforystan einfaldlega að senda þau skilaboð að flokkurinn sé ekki búinn að gleyma skuldbindingum sínum við þennan hóp. Allt þetta miðar síðan auðvitað að því að repúblikanar haldi meirihluta í full- trúadeildinni eftir kosningarnar í nóvember,“ segir Rhody. Teflt á tvær hættur „Spumingin er hins vegar hvort þessi leikflétta muni hafa tilætluð áhrif,“ segir Rhody. „Ég tel að svar- ið sé jákvætt að því leytinu til að þetta mun sennilega draga úr því vantrausti sem stuðningsmenn hefðbundinna gilda bera til flokks- ins. Hins vegar á það eftir að koma í ljós hversu djúpt þessar skoðanir rista í starfí repúblikana á þinginu. Á hinn bóginn má segja að flokk- urinn sé að tefla á tvær hættur með þessu, því það eru líkur til þess að málflutningur á borð við það sem Lott hefur sagt um homma og lesbí- ur eigi eftir að stuða hófsamara fólk innan flokksins. Repúblikanar eru hins vegar sennilega að veðja á að íhaldssamir stuðningsmenn séu lík- legri en hófsamir til að mæta á kjör- stað, og þess vegna sé þessi leik- flétta réttlætanleg," segir Rhody. Skiptar skoðanir innan flokksins Innan Repúblikanaflokksins er einnig að fínna skiptar skoðanir um ágæti þess að gagnrýna á þennan hátt minnihlutahóga á borð við homma og lesbíur. Áberandi flokks- menn á borð við Ralph Reed, fyrr- verandi leiðtoga Kristilegu samtak- anna, hafa sagt að opinskáar skoð- anir á borð við þær sem Lott hefur lýst yfír gætu ekki aðeins kostað flokkinn atkvæði hófsamari íhalds- manna, heldur einnig stuðning þeirra sem væru á sömu skoðun um samkynhneigða, en teldu hins vegar að flokkurinn ætti ekki að leggjast svo lágt að ráðast á minnihlutahópa heldur einbeita sér að löggjafar- starfinu. Ráðgjafar flokksins hafa tekið í sama streng og bent á að skoðana- kannanir sýni að árásir á homma og lesbíur fari jafnvel íyrir brjóstið á íhaldssömustu kjósendunum, sem telji að flokksforystan ætti að láta af slíku tali. Formaður Repúblikanaflokksins, Jim Nichols- son, hefur hins vegar sagt að þessar árásir gætu hjálpað flokknum, því burtséð frá því hvort kjósendur væru sammála kynnu þeir að meta hreinskilni stjórnmálamanna. Baráttan um meirihlutann Kosningar til Bandaríkjaþings eru haldnar á tveggja ára fresti og í nóvember næstkomandi verður kos- ið um öll sæti fulltrúadeildarinnar, 435 að tölu, auk þess sem kosið er um þriðjunginn af eitt hundrað sæt- um öldungadeildarinnar. Árið 1994 náðu repúblikanar meirihluta í báð- um deildum þingsins og í fulltrúa- deildinni hefur flokkurinn nú tíu sæti fram yfir demókrata. Ljóst er að baráttan fram að kosningum mun aðallega snúast um þau ellefu sæti sem demókratar þurfa til að endurheimta meirihlutann í full- trúadeildinni, enda segja talsmenn flokksins að þeir eigi góða mögu- leika á að sigra. Fréttaskýrendur og stjórnmála- fræðingar segja að flokkurinn eigi vissulega möguleika - hins vegar verði erfítt að vinna stóra sigra þeg- ar þorri almennings sé tiltölulega ánægður, efnahagur landsmanna á stöðugri uppleið og lítið um ástæður til að velta sitjandi þingmönnum úr sessi. Sé eitthvað að marka úrslit liðinna kosninga ættu repúblikanar að geta dregið andann léttar - þeg- ar kosið er á sjötta árinu sem for- seti situr hefur flokkurinn sem ræð- ur yfir Hvíta húsinu alltaf tapað þingmönnum. Robin Cook segir Palestínu og fsrael geta lært af N-frum Arabar hvattir til samstöðu Bagdad, Jerúsalem. Reuters. DAGBLAÐIÐ Babel í írak, sem er í eigu Udays, sonar Saddams Husseins, hvatti í gær leiðtoga Ara- baþjóða til að hætta friðarviðræðum við ísrael og sameinast um andstöðu gegn fyrirætlunum ísraelsstjómar um að færa út byggð í Jerúsalem. Sagði í grein í dagblaðinu að betra væri fyrir araba að semja sameinaðir en fyrir þá að standa sundraðir og ná litlu fram. Friðarviðræður hafa nú lítt þokast áleiðis um langa hríð og óttast upp- lýsingadeild ísraelska hersins að sú pattstaða sem ríkt hefur í friðarvið- ræðum fyrir botni Miðjarðarhafs hafi mjög aukið líkumar á stríði. Undirbýr herinn nú áætlanir ef til þess kæmi að stríð brytist út við Pa- lestínumenn og e.t.v. Sýrlendinga um mitt næsta ár en Yasser Arafat, forseti heimastjómar Palestínu- manna, hefur sagst ætla að lýsa yfir sjálfstæði Palestínu ef viðræðum við ísrael um framtíð Vesturbakkans og Gaza-svæðisins verði þá ekki lokið. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sagði hins vegar á fimmtudag að friðarferlið á N-ír- landi gæfi vonir um árangur í Mið- Austurlöndum. Hann sagði að at- burðirnir í þessari viku á N-írlandi, þar sem komið hefur til átaka vegna Drumcree-göngu Oraníumanna, sýndu að vísu hvað gerst gæti þegar annar deiluaðila reyndi að „vinna sigra“ á kostnað andstæðings síns. Hvatti Cook báða aðila til að sam- þykkja friðartjllögur sem Banda- ríkjamenn hafa lagt fram. 4 Cook lét ummæli þessi fálla á fundi á vegum hjálparstofnunarinnar „læknishjálp handa Palestínumönn- um“ á fimmtudag og er haft eftir honum í The Irish News að „merk- um og ófyrirsjáanlegum" árangri hefði verið náð í leitinni að friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Sagðist hann þó hafa áhyggjur af „viðkvæmu ástandi" friðarviðræðna Israels- manna og Palestínumanna um þess- ar mundir. „Síðustu tvö árin hefur enginn ár- angur náðst. Traust milli samninga- manna er með minnsta móti. Og það sem helst vekur ótta er að öfgasinn- ar heíji ofbeldi á sinn fyrri stall ef enginn frekari árangur næst í friðar- ferlinu," sagði Cook. „En friður er ekki „allt eða ekkert" leikur. Bæði ísraelsmenn og Palestínumenn myndu njóta góðs af stöðugum friði.“ Sagði Cook síðan að þetta væri fá- um betur Ijóst en Bretum sem vissu af fenginni reynslu á N-írlandi hversu erfitt væri að sleppa takinu af aldagömlu hatri og andúð til að hefja friðarviðræður. „Friðarferlið á N-Ir- landi sýnir þrátt fyrir allt að menn þurfa ekki að sætta sig við patt- stöðu,“ sagði Cook og ítrekaði að „sú sama þrákelkni" sem skapað hefði árangur á N-írlandi gæti einnig orð- ið til þess að mönnum tækist að yfir- stíga hindranir í Mið-Austurlöndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.