Morgunblaðið - 12.07.1998, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 7
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÆTLI lyngið líti svona út í
haust?
Berjaspretta í sumar
Sætukoppar
og berjalyng
lofa góðu
ENN er fullsnennnt að segja fyrir
um berjasprettu í ár að mati
Sveins Rúnars Haukssonar heim-
ildarmanns Morgunblaðsins um
þau mál. Hann segir þó sætu-
koppa og beijalyng á Suður- og
Suðvesturlandi lofa góðu. Hann
hefur skoðað Iyngið á þeim slóð-
um og segir það víða fallegt.
Morgunblaðið hafði einnig
samband við Anton Guðlaugsson
á Dalvík og segir hann enga
ástæðu til að ætla annað en
spretta verði í góðu lagi norðan-
lands í ár. Frostnótt sé í raun það
eina sem selji alvarlegt strik í
sprettuna og þau hafl sloppið við
það hingað til. I fyrrasumar hafi
frost hins vegar eyðilagt kræki-
beija- og aðalblábeijasprettu, en
mikið hafi verið af blábeijum sem
komi seinna til.
Sveinn Haukur segir margt
hafa áhrif á sprettuna, í ár hafí
verið sólríkt og hlýtt sem sé gott
fyrir berin en hins vegar vanti ör-
litla vætu. „Snjóléttur vetur eins
og í vetur getur haft slæm áhrif á
lyngið, því snjórinn veitir skjól í
vetrarhörkum. Það er því enn
ekki fullljóst hver útkoman verð-
ur, en við bíðum allavega í einn
og hálfan mánuð eftir því að fá
ber á disk,“ segir Sveinn.
Sveinn Haukur fylgist með
sprettunni fram eftir sumri en fer
sjálfur ekki í beijamó fyrr en í
lok ágúst. Hann segir fólk oft
barma sér yfír beijaleysi að
ástæðulausu. „Það eru alltaf ber,
það þarf bara að bera sig eftir
þeim og leita."
--------------
Kvikmyndasjdður
Islands
Styrkir
veittir til
handrits-
gerðar
KVIKMYNDASJÓÐUR íslands
hefur úthlutað fjórum framhalds-
styrkjum til handritsgerðar.
Styrkþegarnir eru, ásamt vinnu-
heitum á handritum þeirra: Huldar
Breiðfjörð, fyrir Þegar rafmagnið
fór af. Margrét Ömólfsdóttir og
Sjón, fyrir Regína. María Sigurðar-
dóttir, fyrir Móðir snillingsins. Ósk-
ar Jónasson, fyrir S.S.
Hver höfundur hlýtur nú 300.000
kr. til að vinna nýja útgáfu að hand-
riti sínu. Höfundarnir hlutu, ásamt
fjórum öðrum, upphafsstyrk við út-
hlutun sl. vetur, og tóku þátt í hand-
ritaþróun á vegum Kvikmyndasjóðs.
Nú hefur þátttakendum í handrita-
þróuninni verið fækkað um helming,
en henni lýkur með því að tveir höf-
undar hljóta lokastyrki í haust.
Úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs
skipa þau Bjarni Jónsson, Björn
Vignir Sigurpálsson og Laufey Guð-
jónsdóttir.
Aðstaða fyr-
ir flotkví í
Hafnarfírði
VINNA við aðstöðu fyrir flotkví
Vélsmiðju Orms og Víglundar sf.
í Hafnarfjarðarhöfn er vel á veg
komin. Að sögn Eiríks Orms
Víglundssonar, eiganda vélsmiðj-
unnar, er miðað við að hún verði
tilbúin um næstu áramót en upp-
haflega var gert ráð fyrir að kví-
in yrði komin upp í haust. „Kvfin
er skemmd og viðgerð á henni
tekur fjóra til fímm mánuði og
verður ekki Iokið fyrr en um ára-
mót. Það nægir því að fram-
kvæmdum við höfnina verður
lokið þá,“ sagði Eiríkur.
Morgunblaðið/Arnaldur
Franskur stfll ot>' frábært tilboð
fvrir Far- og' Gullkorthafa VISA
oe' Vildarkorthafa VISA oe' Fludleiða:
Takmarkað
Haustævintýri
í París
á mann, innifalió: Flug og flugvallarskattar.
8.- ll.október
Þetta tilboösfargjald til Parlsar er eingöngu selt 1 söluskrifstofum
Flugleiða í Kringlunni, Laugavegi 7, Hótel Esju og í Leifsstöð og
i símsöludeild Flugleiða i síma SO SO 100. Svarað erí simsöludeild,
mánud. - föstud. kl. 8 - 20, laugard. kl. 9 -17 og sunnud kl. 10 -16.
FLUGLEIDIR
Traustur íslenskur ferðafélagi
í París opnast veröld gáska og gleðskapar sem á fáa sína
líka. Torg og stræti iða af mannlífi, ilmur af heimsins bestu
krásum herst að vitum og hvarvetna bíða söfn og
glæsibyggingar sem er ógleymanlegt að skoða.
Tilboðið gildir eingöngu í flugferð til Parísar
fimmtudaginn 8. október og heim aftur til íslands
sunnudaginn 11. október. Sölumenn Flugleiða aðstoða
farþega við að finna hótelgistingu.
Vefur Flugleiða á Intemetinu: www.teelandair.is
Netfangiýrir almennar upplj/singar info@icelandair.is
V/SA
Munið raðgreiðslur VIS A.
Greiða verður farseðil við bókun og
er fargjaldið óendurkræft.