Morgunblaðið - 12.07.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 12.07.1998, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Víða um heim hefur tekist að draga úr afbrotum með því að ganga harðar fram gegn ýmsum ósiðum og smáglæpum en tíðkast hefur síðari áratugina. Hugmyndin er að hækka „þröskuldinn“, fá almenning til að hætta að sýna umburðarlyndi gagnvart óknyttum sem offc geta verið fyrsta skrefíð á vit afbrotaheimsins. EKKERT UMBURÐARLYNDI GLÆPATÍÐNI snar- lækkar á fáeinum árum í Boston, New York, Glasgow og fjölmörgum öðrum borgum Vestur- landa, aldraðir hætta sér á ný út á göturnar, viðskipti aukast. Morð- um fækkar um helming á nokkrum árum. Hér er ekki um ýkjur eða fyrirheit að ræða heldur veruleika. Hvað hefur gerst? Er búið að fínna upp töfraformúlu í löggæslu- málum, lausn á vanda sem fyrir áratug var að margra áliti óhjá- kvæmilegt böl nútímans? Fyrir fimmtán árum fóru fræði- menn vestur í Bandaríkjunum að velta fyrir sér hvort ákveðin lögmál réðu hækkun og lækkun glæpatíðni í borgunum, útbreiðslan og tíðnin þóttu minna á farsóttir og hegðun þeirra. Áður höfðu félagsfræðingar í Ástralíu kynnt svipaðar hugmynd- ir. í stuttu máli ganga lausnirnar sem menn fóru að mæla með út á að leggja skuli til atlögu gegn öllum afbrotum og þá ekkert síður hvers kyns óknyttum og ósiðum, umferð- ai’brotum og sóðaskap, en ránum og alvarlegu ofbeldi. Mikilvægast væri að lögreglan og dómsyfirvöld hættu að sjá í gegnum fingur sér, heldur dæmdu menn hart fyrir smábrot. Markmiðið ætti að vera að allir legðust á eitt um að breyta hegðunarmynstrinu, hættu að sætta sig við ástandið. Margt annað hefur verið tekið til endurskoðunar, skipulag lögregl- unnar bætt, dómskerfið hefur verið gert skilvirkara eins og reyndin hefur orðið hér á landi frá 1992. Tæknin hefur víða umbylt að- stæðum, beitt er landfræðilegum upplýsingakerfum með stafrænum kortum. Nú getur lögreglan á svip- stundu kannað þróun afbrota á af- mörkuðu svæði með einfaldri tölvu- skipun. Hún getur þannig reynt að sjá fyrir þróun og þarfir löggæsl- unnar fram í tímann, gripið til að- gerða til að draga úr afbrotum. Umdeildar aðferðir Nýju aðferðirnar eru ekki óum- deildar. Myndbandsvélar á al- mannafæri hafa lengi þekkst í bönkum og stórmörkuðum. Nú er búið að setja upp aragrúa véla sem íylgjast með umferðinni og þá ekki síst gangandi fólki í miðborgunum. Er verið að ryðjast inn í einkalíf fólks undir yfirvarpi baráttunnar gegn lögbrjótum, á alltsjáandi auga Stóra bróður að vera á okkur alls staðar? Alls era slíkar vélar nú um 800 í meira en 50 borgum og bæjum í Skotlandi einu. En glæpatíðnin þar sem vélunum er beitt hefur iækkað að jafnaði um 30%. Fyrirhugað er að setja upp vélar í miðborg Oslóar á næstunni og í haust kemur röðin að Reykjavík. Sumir bandarískir fræðimenn era svartsýnir. Þeir benda á að þrátt fyrir allt hafi morðum sem framin era af unglingum heldur fjölgað síðustu árin. Skyndilausnir á samfélagsvandamálum sem byggist á nýrri tækni séu sjaldnast haldgóðar, segja þessir fræðimenn. Stundum sé aðeins verið að flytja vandann úr einu hverfi í annað. Bent er á að takmarkanir á útivist unglinga geti stangast á við stjórn- arskrá þarlendra. Aukin andstaða er sums staðar við myndbandsvélamar, aðallega vegna ótta við misnotkun óprúttinna manna á upptökunum. En stjóm- málamenn sjá hvarvetna skoðana- kannanir sem sýna að almenningur er ánægður með þróun mála. Árangurinn hefur talað sínu máli. Lögreglan í Reykjavík hefur undanfarnar vikur breytt starfsaðferðum sínum og tekur nú mun harðar en fyrr á því sem mörgum fínnst vera litlar syndir. Kristján Jónsson ræddi við Karl Steinar Valsson hjá forvarna- og fræðsludeild lögreglunnar um þessa nýju stefnu, agaleysi og fleira. Hvers virði er öryggið? ER allt of mikið um af- brot í Reykjavík? Karl Steinar Valsson, af- brotafræðingur og að- stoðaryfirlögreglu- þjónn hjá forvarna- og fræðsludeild lögreglunnar í Reykjavík, segir erfitt að fullyrða um slíka hluti, samanburður við aðrar borgir sé flókinn. Ekki megi gera sér óraun- hæfar væntingar; glæpum verði aldrei útrýmt í Reykjavík frekar en í öðrum borgum. Margt sé þó hægt að gera til að fækka slysum og af- brotum. „Reykjavík er höfuðborg þar sem fram fer mikil þjónusta fyrir allt landið, margir landsbyggðarmenn þurfa að fara hingað, langflestir er- lendir gestir koma hingað. Hér er þorri allra veitingastaða á landinu, hér er margt sem trekkir. Hvað skyldi í reynd vera margt fólk í Reykjavík á góðum sumardegi eins og núna? Það gæti verið fróðlegt að kanna það. Við höfum því reynt að bera saman hlutfallstölur, t.d. afbrota- tíðni á hverja 100.000 íbúa, og þá kemur Reykjavík mjög vel út í al- þjóðlegum samanburði í flestu til- liti. Afbrotatíðni verður einnig að skoða í tengslum við réttarreglur, í Bandaríkjunum eru t.d. ströng viðurlög við ýmsu atferli sem leyft er hér í Evrópu eða talið viðun- andi. Aginn er miklu meiri vestra." Að kasta glerflösku inn í mannþröng „Ég skal nefna dæmi. Óheimilt er víðast hvar í Bandaríkjunum að drekka áfengi í bíl, maður getur ekki setið í bíl og þambað bjór. Héma þykir þetta ekkert mál. Sama er að segja um drykkju á göt- um úti, vestanhafs gengur fólk ekki um með bjórdós eða vínflösku og staupar sig, það er bannað. Hér kastar einhver glerflösku inn í mannþröng. Hvernig er ag- inn í samfélagi sem sættir sig bara við svona framferði? Maðurinn veit ekkert hvern hann gæti verið að slasa, það gæti verið náinn ætt- ingi- Að mínu mati væri hægt að breyta ástandinu í miðbænum með því að láta fólk greiða sekt íyrir drykkju á almannafæri og það myndi umbylta vinnuaðstæðum lög- reglunnar ef skýrt væri kveðið á um þessi mál. Áfengislögin okkar eru alveg ný en samt sem áður er orða- lagið að „hver sá sem sökum ölvun- ar veldur óspektum, hættu eða hneyksli á almannafæri eða í opin- Morgunblaðið/Arnaldur KARL Steinar Valsson. Lögregluhjólið er af þeirri göfugu tegund Harley-Davidson. „Það er rétt að tíðni til- efnislausra Iíkamsárása á saklaust fólk hefur eitthvað hækkað en i langflestum tilfellum þekkjast málsaöilar." beru samkvæmi" skuli sæta refs- ingu. Hvað eru óspektir, hvenær veld- ur maður þeim, hvenær er ölvunin völd að óspektunum eða eitthvað annað? Þetta orðalag er svo teygj- anlegt að mjög erfitt er fyrir lögreglu að ná tökum á vandanum. Svona orðaleikir eru óheppilegir, þetta á að vera á hreinu. Ef það er einfaldlega bannað að “““ vera við drykkju á almannafæri getur lögreglan miklu betur tekist á við viðfangsefnið en núna. Það er vissulega sérstætt ástand í miðbænum milli þrjú og fimm á nóttunni en það endurspeglar ekk- ert annað en agaleysi þjóðarinnar. Við verðum að spyrja hvort okkur finnist þetta eðlilegt." Besti árangurinn væri að ekki yrði þörf fyrir lög- reglu! Mannasiðir og mfgildi - Pú hefur áður minnst á fram- ferði eins og „ótímabært þvaglát“ í miðbænum, nú er byrjað að taka hart á veggjakroti, hraðakstri. ---------- Margir hafa hrist höf- uðið og sagt að nær væri fyrir lögregluna að einbeita sér að stærri málum. „Framferði af því 1...... tagi sem þú nefnir, þvaglátið, er óþolandi en hinu má ekki gleyma að á þessu litla svæði er óhemjumikið af veitingastöðum. Fólk er sumt búið að vera við drykkju klukkustundum saman og þarf að komast á salemi. Þá þurfa þau að vera til staðar. Við höfum m.a. óskað eftir því við borgaryfir- völd að Núllið, almenningssalemið í Bankastræti, verði opið lengur en til tvö um helgar, til fjögur að minnsta kosti. Við verðum að geta bent sökudólgunum á að þeir hefðu getað notað salemið. „Þanþolið" vex hjá almenningi í þessum efnum eins og öðrum. Þeg- ar ég hef vanist því að húsveggur nágrannans sé alltaf þakinn veggjakroti finnst mér það miklu minna mál en ella þegar krotað er á vegginn minn. Þetta er þá orðið í stíl við umhverfið. Þol gagnvart svona hátterni er orðið meira en það ætti að vera.“ Bretar hafa nálgast þessi mál með sínum hætti, að sögn Karls. „í hitteðfyrra fóram við Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn til Bretlands og kynntum okkur nýjar aðferðir í Kent í Englandi. Þar hafa menn mikið notað myndavélakerfi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.