Morgunblaðið - 12.07.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.07.1998, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR GALSI frá Sauðárkróki og Baldvin Ari Guðlaugsson héldu forystunni eftir milliriðil í gærmorgun. Mannlífskorn úr musteri hesta- mennskunnar LANDSMÓT hestamanna eru fjölskrúðug samkoma sem ekki snýst einvörðungu um hesta þótt þeir séu að sjálf- sögðu þungamiðja samkom- unnar. Mannlífsflóran er þar ekki síður áhugaverð en hest- arnir og keppnin. Og víst er að margir koma þar frekar til að hitta mann og annan og kíkja svo á hest- ana í leiðinni. Alþjóðlegt yfir- bragð mótanna eykst og þar kynnast menn erlendum aðdá- endum íslenska hestsins eða endurnýja gamlan kunnings- skap og svo skipta mörg hrossin um eigendur ýmist í hestakaupum eða beinum söl- um þar sem háar tölur heyr- ast enda oft um úrvalsgripi að ræða. Landsmótin eru hvort tveggja í senn skemmtun og reikningsskil á framfarir ræktunar og reiðmennsku þar sem grunntónninn er ást og aðdáun á íslenska hestinum. Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson FRÁBÆR prúðleiki, segir í umsögn um Ham frá Þóroddsstöðum sem þýðir að tagl og fax sé mikið og fallegt. Hamur sem Þórður Þorgeirsson sýndi af mikilli snilld stendur efstur stóðhesta sex vetra og eldri á mótinu með sömu einkunnir og hann hlaut f vor. ____________________:_______ MILLI átta og níu þúsund manns fylgdust dagskrá landsmótsins á Melgerðirmelum þar sem íjölmörg hross hafa undanfarna daga sýnt hvað í þeim býr. ORÐ ERU til alls fyrst. Matthfas Eiðsson og Hinrik Bragason leggja líklega á ráðin í áhorfendabrekkunni um það hvernig ógetinn stóð- hestur úr ræktun Matthíasar skuli ættaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.