Morgunblaðið - 12.07.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 23
SÝNIN til mannvirkjanna gömlu, til sögunnar og til fortíðarinnar,
hún er hin sama - menn geta notið hennar núna, rétt eins og Benja-
mín Eiríksson naut hennar á sínum tíma.
EN MEST var spennandi að sjá turnana vakna á morgnana og sjá gyll-
ingu þeirra sprengja utan af sér móskulega birtuna í kringum sig, sjá
þessar óumdeildu prfmadonnur Moskvu bægja frá sér skítugri,
óhreinni Moskvubirtunni og láta stirna af sér.
ANNAÐ húsið, h'tið en stílhreint, það var aðsetur skelfilegustu sýning-
arréttarhalda allra tíma, þar sem allur sanuleikur manna, allar tilfinn-
ingar manna, þær voru hundsaðar.
an grimmi barði niður tatara, hina
hröktu og hundeltu þjóð, með hörku
og grimmd - og byggði heilagar
kirkjur á Rauða torginu til að fagna
því og dýrka guð sinn í leiðinni.
Eg tók mér gististað beint á móti
gullnu turnunum og kirkju ívans
grimma: ég hafði útsýni beint yfir
torgið, og ég gerði það að íþrótt
minni að taka myndir af þessum
tumum á ýmsum tímum sólar-
hringsins - en mest var spennandi
að sjá turnana vakna á morgnana
og sjá gyllingu þeirra sprengja utan
af sér móskulega birtuna í kringum
sig, sjá þessar óumdeildu príma-
donnur Moskvu bægja frá sér
skítugri, óhreinni Moskvubirtunni
og láta stirna af sér.
Ég hafði sama útsýni og Benja-
mín og Vera, ég sá það sama og þau
á morgnana og á kvöldin, þegar
enginn var úti á götu, ég gat lifað og
hugsað eins og þau.
Það var mikilvægt.
Skólanum, sem Benjamín sótti,
honum var lokað árið 1936, þarna
var hætt að kenna útlendingum
þessi mestu fræði heimsins. Og ein-
hvern tíma kom að því síðar á öld-
inni að menn byggðu Hótel Rossiya
og sögðu við heiminn: þetta er
mesta hótel í heimi.
Mesta hótel í heimi í staðinn fyrir
mestu fræði heimsins.
Þarna eru fimm þúsund herbergi.
Þarna er einstaklingurinn bara
einn af rúmlega fimm þúsund, jafn-
vel þótt hann sé á hóteli, þar sem
flestir gera nú ráð fyrir því að vera
þjónustaðir í þá daga, sem þeir
dvelja á hótelinu. Ég vissi, að auð-
vitað var þetta hótel tákn fyrir Sov-
étríkin og hótelmenningu þess, en
ekkert nema stærðin bar vitni um
mikilfengleik hins fallna ríkis.
En ég fór þangað samt.
Ég vildi fyrir alla muni sjá
Moskvu með augum Benjamins og
Veru. Og áður en hótelið með þess-
um fimm þúsund herbergjum var
byggt, þá var þarna skóli fyrir fólk,
sem trúði á sannleiksfræði komm-
únismans - og þarna komst það að
þvi, að þau voru oftar en ekki lygi,
fræðin sú.
Það gerðist sem sagt allt þarna,
þar sem Hótel Rossiya stendur nú.
Ég borðaði súpu á kaffiteríu á
þessu fimm þúsund manna hóteli, og
hún var bæði ansi heit og ansi köld,
rétt eins og vatnsblandan í laugun-
um í Kerlingafjöllum, þar sem mað-
ur bæði hitnar og kólnar í einu.
Það var egg í súpunni, og það var
heitt inn að miðju, nánast inn að
rauðunni - en kjötbitarnir, þeir
voru volgir og smásaxaðir og dular-
fullir, og mér sýndist helst að eitt-
hvert kvikindi hefði orðið að fórna
úr sér tungunni fyrir þetta kjöt-
seyði, sem augljóslega hafði verið
hitað að morgni, en síðan ekki
reynst forsendur - ónógt rafmagn,
skortur á örbylgjum - til að halda
lífinu í súpunni fram á kvöldið.
Ég gat ekki borðað súpuna, og
varð að skilja hana eftir, og veitinga-
konan, sem var líklega um fertugt,
og var með varalit og augnskugga,
og vildi með því hafa áhrif á gesti
sína, hún var full af harmi, þegar ég
kom ekki í mig súpunni með kjöt-
tætlunum úr tungunni.
Ég hef sjaldan skynjað eins
mikla einlægni og einbeitingu nokk-
urrar veitingakonu, sem hefði svo
ósköp gjarnan viljað hafa örbylgjur
og meira rafmagn í sinni aðstöðu,
og eitthvað annað en tungur til að
bjóða upp á - og hafði haft sig svona
fallega til.
Veröldinni er misskipt.
Það vantar margt í Rússlandi,
þótt allir reyni sitt, og berjist áfram.
Byltingin, hún hugsar ekki alltaf vel
um börnin sín, en fólkið það ber ekki
örbirgð sína á torg: þeir fjárfesta
sem geta, kaupa sér Volgur og Löd-
ur - en aðrir eiga ekki neitt, til
dæmis eftirlaunamenn, þeir verða
að lifa af fáum þúsundum króna á
mánuði, jafnvel eftir langt starf í
þágu síns lands og sinnar þjóðar.
Lyktin í Moskvu er vond, hún er
þrá og gömul, krydduð með fúkka
og blönduð með olíu - en kynþokk-
inn, hann er til staðar í Moskvu og
dætur þessarar borgar, þær eru til
alls líklegar með blóðmiklum
hálsæðum sínum og ábúðarfullum
lærvöðvum, sem spennast í óþoli á
neðanjarðarstöðvunum, enda hæga-
gangurinn einkenni borgarinnar
þeiiTa - og augun þeirra horfa svo
frán og framsýn eftir því að gamla
lestin komi, að finna má glögglega,
að einhvers staðar hefur hún safnast
fyrir, ólgan, sem þeir félagar Stalín,
Krúsjoff og Bresnev héldu fólginni
og beislaðri og dysjaðri í djúpum og
stórfelldum hítum sínum og líkam-
legum og andlegum bastillum.
Benjamín og Vera, héma voru
þau.
Það var erfitt að trúa því í fyrstu
að þau hefðu kynnst á nákvæmlega
þessum stað: hún var ákveðin,
stefnuföst nútímakona, hún tók
stefnuna á þennan unga íslending
sem trúði endurreisn síns lands og
sinnar þjóðar - og hélt að þarna
byggi lykillinn að því. Vera Hertsch
trúði á þær hugmyndir, það eró-
tíska frjálsræði, sem fylgdi komm-
únismanum - og sjálf var hún heit-
trúaður kommúnisti með sín dökku
augu og sitt heita skap, sem hún
fékk útrás fyrir í sínum ástríðum en
einnig í þeirri pólítík, sem hún trúði
á - en síðan reyndist hrein og klár
lygj-
Ástríða Veru var mikil - og von-
brigði þeirra sem eiga sér ástríður
eru að sama skapi miklar: þær eru
ólæknandi.
Þannig var það um hana.
I síðasta húsinu, sem hún bjó í,
sem núna kemur í fyrsta sinn fyrir
almenningssjónir, þar bjó hún með
dóttur sinni og glötuðum ástríðum -
það var hennar líf þar.
Og það er kaldhæðnislegt, að
stutt frá síðasta heimili Veru eru
tvö hús.
Annað húsið, lítið en stflhreint,
það var aðsetur skelfilegustu sýn-
ingarréttarhalda allra tíma, þar sem
allur sannleikur manna, allar til-
finningar manna, þær voru hunds-
aðar. I þessu húsi, þar sem stundum
voru haldin nýársböll fyrir lítil
flokksbörn - þar hundsuðu menn
allar spumingar um ást og hatur, líf
og dauða. Þar þekktu menn aðeins
lygi, pyntingai- og morð.
Hitt húsið er sjálft Bolshoi-leik-
húsið, þar sem rússnesku meistar-
amir, skáld, leikhúsmenn, frábær-
ustu skilningsmenn lífsins, þeir feng-
ust við örlögin, glímdu við tilfinning-
amar, ást og hatur, líf og dauða.
Vera, sýndarréttarhöldin og
Bolshoi-leikhúsið voru nágrannar.
Vera fór oft í leikhús og bíó með
Benjamín Eiríkssyni, og hún fór
jafnvel með góðum kunningja sín-
um, Halldóri Laxness í Bolshoi-leik-
húsið. Lífsins andstæður í bráð og
lengd - þær birtast okkur í Moskvu.
Vera Hertsch hvarf okkur öllum í
mars 1938 - en gott er til þess að
vita, að við höfum nálgast hana
nokkuð, og ennþá meiri vitneskja
mun fást innan skamms.
Moskva, Moskva - þú ert lífsins
andstæður í bráð og lengd ...
Höfundur er kvikmynda-
gerðamaður.
Benefon Delta
Sendistyrkur
eykst í i$W med
magnara.
FLAGGSKIPIÐ FRA BENEFON
Benefon Spica
► Valmynd a islensku
► Vegur aðeins 240 g
► Rafhlaðan endist
allt að 5 daga í bið
► Úrval aukabúnaðar
( kr. 49.980,-stgr. )
(kr. 74.980,- stgr. )
Benefon Sigma Gold
► Valmynd á íslensku
► Vegur2g8g
► Rafhlaðan endist allt
að 4 daga í bið eða
2,5 klst. í notkun
- stgr.
Benefon Forte
atvinnusími
► Sendistyrkur 15W
► Handfrjáls búnaður,
bílfestingar og kaplar
fylgja
► Vegurgs°g
► Rafhlaðan endist allt
að4 daga í bið eða
2,j klst. i notkun
Vandaðu valið
- úrval hágæða
NMT farsíma frá SSH
■BENEFQW
SÍMINN
Ármúla 27, sími 550 7800
Landssímahúsinu v/Austurvöll, sími 800 7000
Afgreiðslustaðir íslandspósts um land allt