Morgunblaðið - 12.07.1998, Side 25

Morgunblaðið - 12.07.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 25 yggi hér. Danskir stjórnmálamenn gripu líka inn í færeysk stjórnmál með þeim hætti, að láta færeyska skattgreiðendur borga hrunið í danska bankakerfinu. Efnahag- skreppan og bankamálið urðu til að opna augu færeyskra jafnaðar- manna, sem þurftu að horfa upp á þessar aðgerðir flokksbræðra þeirra í Danmörku.. Vonbrigði jafnaðarmanna urðu að vonum mikil, en það átti líka við um aðra, sem sögðu að nú væri tími til kom- inn að Færeyingar tækju sjálfir ábyrgð á landi sínu.“ Eins og komið hefur fram í frétt- um hafa Færeyingar nú samið við Dani um eftirgjöf á hluta skulda færeyska landsjóðsins við Dan- mörku og um ýmsar uppbætur Dana til Færeyinga fyrir að hafa yfirtekið Færeyjabanka af Den Danske Bank, sem leiddi til millj- arðataps landsjóðsins. Endanlegu, sögulegu uppgjöri er þó ólokið, að sögn ráðherrans. Fyrst þarf að ná pólitísku sjálfstæði Hogni Hoydal segir aðspurður að það sé vissulega rétt að efnahagslíf Færeyja sé enn mjög háð dönsku efnahagslífi og því telji margir það mikla bjartsýni að ætla sér að ganga frá sambandssamningi og stjórnarskrá á tveimur árum. „Við viljum pólitískt sjálfstæði, en auð- vitað þurfum við að semja um hvernig við tökum við hinum ýmsu verkefnum, sem áður hafa verið í höndum Dana. Efnahagsmálin þarf að ræða sérstaklega, við lútum dönskum dómstólum og Danir fara með ýmsa stjómsýslu hér. En röðin verður að vera þessi: Fyrst stjóm- málalegt sjálfstæði og síðar efna- hagslegt. Eg bendi á að þetta var afstaða Islendinga þegar þeir studdu Eystrasaltsríkin í sjálfstæð- isbaráttunni, að pólitískt sjálfstæði væri til alls fyrst og svo væri hægt að byggja upp efnahaginn.“ Ráðherrann segir að á þeim 50 árum, sem liðin eru frá setningu dönsku heimastjórnariaganna, hafi Færeyingar orðið æ háðari Dönum í efnahagslegu tilliti. „Allan þennan tíma byggðum við á þeirri hug- mynd að við gætum náð pólitísku sjálfstæði þegar við hefðum komið undir okkur fótunum efnahagslega. Þetta hefur alls ekki gengið eftir, þvert á móti. Danskir peningar og danskt stjórnskipulag tók völdin og því verðum við að breyta. Við get- um auðvitað hrópað hátt um sam- bandsslit og lýðveldi, en mikilvæg- ara er að fara lýðræðislega leið að lausninni, komast að samkomulagi við Dani og bera það undir þjóðina alla.“ Hogni segir að þrátt fyrir að fær- eyskur efnahagur sé háður dönsk- um sé það misskilningur að Danir hafi greitt svo miklu meira til eyj- anna en þeir hafí fengið þaðan. „Danir hafa haft miklar tekjur af Færeyjum, þótt alltaf sé haft hærra um beinan fjárstuðning þeirra til landsins. Þeir hafa haft gífurlegan hag af færeyskum fiskimiðum og þeir hafa sparað sér miklar greiðsl- ur til Nato með því að hafa Nato- stöð hér í Færeyjum. Færeyingar hafa ekki fengið neinar greiðslur vegna þeirrar stöðvar. Og dönsk fyrirtæki hafa notið góðs af við- skiptum við Færeyinga. Danir búa sjálfir yfir öllum upplýsingum um þessa hagsmuni, en nú verða Færeyingar sjálfir að reikna dæmið til enda, sjá hvert er í raun efna- hagslegt verðmæti landsins. Eg er sannfærður um að peningarnir, sem Danir hafa sent til Færeyja, hafa skilað sér margfalt til baka. Það er svo annað mál hvort Danir samþykkja reikningsaðferðir okk- ar.“ Vegir eru góðir en innra skipulag ekki Gestir í Færeyjum veita því strax athygli að þar eru vegir eins og best gerast. Mikil áhersla hefur verið lögð á að jafnvel afskekkt- ustu byggðir séu í góðu vegasam- bandi og jarðgöng eru mörg. „Um- ræðan um vegakerfið hér er á miklum misskilningi byggð," segir Hpgni Hoydal. „Ef Færeyjar hefðu verið hluti af Danmörku, í stað þess að fá heimastjórn, þá hefðu dönsk stjórnvöld verið skuldbundin til að hafa uppbygg- ingu hér á sama hátt og annars staðar í ríkinu. Þetta var ekki gert, ekki fyrr en við ákváðum að gerð yrði gangskör í þessum málum, með vegagerð, jarðgöngum og ferjusiglingum. Þrátt fyrir þessi umtöluðu jarðgöng fer því fjarri að fjárfestingar hér hafi verið hlut- fallslega meiri en í Danmörku. Gallinn var sá, að þessar fjárfest- ingar hins opinbera voru á sama tíma og miklar fjárfestingar einka- aðila í sjávarútvegi. Þess vegna varð þenslan í færeysku efnahags- lífi allt of mikil. Þar er lélegri efna- hagsstjórn um að kenna, ekki jarð- göngunum sem slíkum, enda mun ég alltaf verja gerð þeirra. Við vilj- um byggja upp nútímalegt samfé- lag, en grundvöllur færeyskrar menningar eru hinar dreifðu byggðir." Hpgni segir að þegar Danir hafi gripið inn í efnahagsástandið upp Danmörku. Auðvitað byggðist vegakerfið hratt upp hér og líklega búum við þar betur en íslendingar. Það er hins vegar óþarfi að öfúnd- ast, því Islendingar njóta góðs innra skipulags. Og þegar Færey- ingar hafa fengið sjálfstæði þurfa þeir að sjálfsögðu að greiða allar framkvæmdir af þessu tagi sjálfir." Lýðveldi innan 10 ára? Færeyingar líta nú til sam- bandslaganna frá 1918, en líta þeir einnig til ársins 1944, þegar Island varð lýðveldi? „Eg vil að í samningunum við Dani nú setjum við okkur það markmið að Færeyjar verði lýð- veldi innan tíu ára. Þar lítum við líka til reynslu íslendinga. Eg veit ekki hvort við náum samstöðu um þetta hér heima; sumir telja lengri tíma þurfa að líða frá fullveldi til lýðveldis, aðrir vilja jafnvel miða við enn skemmri tíma.“ íslenskt efnahagslíf naut góðs af fjárframlag til Færeyja hefur haft, þegar við höfum fengið háar fjár- hæðir í einu. Ég get nefnt sem dæmi að árið 1989 fengum við einn. milljarð króna, um tíu milljarða ís- lenskra króna, frá Dönum. Þetta sama ár rann nákvæmlega sama upphæð til að styrkja færeyskt at- vinnulíf. Atvinnuvegirnir hafa alls ekki notið góðs af, þvert á móti, þeir hafa liðið fyrir að þurfa ekki að standa á eigin fóturn." Ef Færeyingar verða olíuþjóð óttast Hogni að sagan geti endur- tekið sig. „Þá gætu örfáir menn sest við sjóðina og tekið að sér að úthluta háum fjárhæðum vítt og breitt um samfélagið. Það er engin framtíð í slíku. Þótt við finnum olíu núna er engin leið að spá um hversu lengi lindirnar endast okk- ur og verð á olíu sveiflast ekki síð- ur en verð á fiski. Sjálfstæði okkar verður að byggjast á endurnýjan- legum verðmætum, fiskimiðunum og laxeldi, sem við leggjum æ FÆREYSKA fánann ber í Þingnes, þar sem landstjórnin er til húsa. Morgunblaðið/Bára „SJÁLFSTÆÐI okkar hefði verið endanlega úr sögunni, ef ESB hefði fengið aðgang að fiskimið- um við Færeyjar." „VIÐ viljum byggja upp nútímalegt samfélag, en grundvöllur færeyskrar menningar eru hinar dreifðu byggðir.“ úr 1990 hafi útjaðrar færeyskrar byggðar liðið fyrir það. „Fólk flutti í burtu, en flestir komu aftur. Þeir fluttu þó ekki aftur til sinnar heimabyggðar, heldur til Þórshafn- ar. Suðurey hefur til dæmis liðið mjög fyrir þessa þróun. Þaðan fóru margir og þeir komu ekki aftur. Færeyskir stjórnmálamenn gera sér hins vegar grein fyrir nauðsyn þess að styrkja hinar dreifðu byggðir. Allir Færeyingar eiga að njóta sama réttar, hvar sem þeir búa. Það er styrkur færeýskrar menningar. Ég vísa til orða Maritu Petersen, fyrrverandi lögmanns okkar. Danskur blaðamaður sagði við hana að hann hefði verið í Færeyjum og þar væru jarðgöng og brýr. Hún svaraði að hún hefði líka verið í Danmörku og þar væru líka jarðgöng og brýr og spurði hver munurinn væri. Þessi afstaða Dana, að gera athugasemdir við uppbygginguna hér, er mjög und- arleg. Hérna er vegakerfið gott, en innra skipulag þjóðfélagsins er fjarri því að vera jafn gott og í síðari heimsstyrjöldinni og Mars- hall-aðstoðinni í kjölfar hennar. Líta Færeyingar á hugsanlegan ol- íufund í lögsögu sinni sem sam- svarandi sprautu í efnahagslífið? „Við reiknum ekki með olíunni, heldur miðum við að framtíð okkar byggist á skynsamlegri nýtingu fiskimiðanna og þar er ísland enn fyrirmyndin. íslendingar eru eina fiskveiðiþjóðin í heiminum sem hef- ur náð að byggja nútíma þjóðfélag sitt upp á sjávarútvegi. Við óttumst raunar mjög, að olíufundur hér gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir færeyskt samfélag, menningu Færeyinga og þúsund ára fisk- veiðihefð þeirra. Olíuiðnaður gæti dregið til sín alla vinnufæra menn, ungt fólk myndi mennta sig til starfa við hann.“ Olíuauður gæti eyðilagt Færeyjar Hogni óttast ekki síður efna- hagslegar afleiðingar olíuvinnslu við Færeyjar. „Við höfum séð þau eyðileggjandi áhrif sem danskt meiri áherslu á. Þessa atvinnuvegi verðum við að byggja upp. Ég hef enn mikla trú á þeirri hugmynd að Færeyjar, ísland, Grænland og Noregur geti náð öflugu samstarfi um nýtingu fiskistofna í Norður- Atlantshafí, án þess að Evrópu- sambandið komi inn í þá mynd. Þjóðirnir við Norður-Atlantshaf eiga að mynda bandalag, líkt og pl- íuþjóðir gera innan OPEC. Ég held að þróunin á næstu árum muni ýta undir slíkt samstarf.“ Hogni segir að þær miklu líkur, sem eru á að olía finnist við Fær- eyjar, ýti vissulega undir bjartsýni Færeyinga um sjálfstæði og leitin að olíunni hafi þegar haft jákvæð, efnahagsleg áhrif. „Ég ítreka hins vegar að við verðum að gæta að öllu samfélagi okkar, sem hefur verið veikt í samanburði við það danska. Ef við þurfum núna að eiga samskipti við stærstu og ríkustu olíufyrirtæki heims, sem eru enn öflugri en Danmörk, þá verður erfitt fyrir litla þjóð að standa á sínu. En það verðum við að gera.“ Færeyingar hafa ekki tekið ákvörðun um hvert þeir leita, finni þeir olíu. Hagni segir engu skipta hvort samið verði við Breta, Norð- menn eða aðrar þjóðir um aðstoð við vinnsluna. „Olíuráðleggingar- nefnd okkar hefur unnið mjög gott starf, sem við getum byggt á í framhaldinu. Færeyingar munu að sjálfsögðu semja við þá sem bjóða best, ekki bara þá sem bjóða mesta peningana, heldur þá sem huga mest að umhverfisvernd. Við verð- um að vera raunsæir og við getum ekki litið á olíumálið sem utanríkis- pólitík.“ Margir boðnir og búnir til samstarfs Daginn eftir færeysku kosning- amar lýsti Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, því yfir að norska stjómin væri reiðubúin til að styðja við bak Færeyinga í ol- íumálum. Hpgni Hoydal tekur und- ir að vissulega hafi þessi yfirlýsing verið pólitískt viðkvæm, þar sem Færeyjar séu jú enn hluti af Dan- mörku. „Það leikur hins vegar eng- inn vafi á að bæði Bretar og Norð- menn hafa mikinn áhuga á að treysta stjórnmálasamband sitt við Færeyinga. Nú er hins vegar í gildi samningur Færeyinga og Dana um landgrunnið við Færeyjar, sem kveður á um að dönsk fyrirtæki skuli ganga fyrir við rannsóknir og vinnslu, ef þau eru samkeppnishæf. Þennan samning verðum við að endurskoða, áður en við tökum upp viðræður við Norðmenn eða Breta, en auðvitað stöndum við betur að vígi vegna áhuga hinna þjóðanna. Við ætlum ekki að semja við einn eða neinn fyrr en málin eru útrædd við Dani. Það skiptir okkur öllu máli, við leggjum þjóðarstolt okkar í að Færeyingar og Danir skilji sem vinir.“ Samskipti við bræðraþjóðina munu aukast Hvað geta íslendingar gert til að styðja Færeyinga á leiðinni til sjálfstæðis? „fslendingar hafa þegar gert ótrúlega mikið. Við lítum til þeirra sem fyrirmynd, því þeir létu ekki hræða sig frá sjálfstæði með upp- hrópunum um að illa gæti farið. Við lítum líka til íslenska fiskveiði- stjórnunarkerfisins og Færeyingar eru sér vel meðvitandi um að ís- lendingar eru eina þjóðin sem veit- ir okkur aðgang að fiskimiðum án þess að krefjast neins á móti. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir okkur og er staðfesting á því að íslendingar og Færeyingar eru bræðraþjóðir. Einu sinni héldu Færeyingar að það ætti líka við um Dani, en þegar að kreppti voru hagsmunir Dana teknir fram yfir hagsmuni okkar. Við getum hins vegar treyst ís- lendingum og við reiknum með að fá áfram allan þann stuðning frá þeim sem við viljum." Aður fyrr var mjög algengt að færeyskir sjómenn réðu sig á ís- lensk skip, Færeyingar komu hing- að til náms og svo mætti lengi telja. „Samskipti af þessu tagi hafa minnkað, um leið og sambærileg tengsl við Danmörku hafa styrkst, en hins vegar hafa íslensk fyrir- tæki, eins og Eimskip og Flugleið- ir, mikil viðskipti við Færeyinga og menningarleg samskipti eru mikil og eiga enn eftir að aukast. Ég er sannfærður um að sambandið við ísland verður nánara þegar við höfum fengið sjálfstæði. Þjóðirnar hafa mjög líka hagsmuni að verja, til dæmis í alþjóðlegum umræðum um fiskveiðimál, hvalveiðar og um- hverfisvernd í Norður-Atlantshafi og stefna okkar í utanríkismálum mun án efa rima ágætlega við stefnu íslendinga." Hogni segir að hingað til hafi Færeyingar verið einangraðir í al- þjóðamálum, því Danir hafi séð um slík samskiptí. „Þetta mun breyt- ast. Ég á þó ekki von á að Færey- ingar muni hvika frá þeirri afstöðu sinni að standa utan Evrópusam- bandsins og er sannfærður um að við gerðum rétt í að standa utan sambandsins, þegar Danir gengu í það. Sjálfstæði okkar hefði verið endanlega úr sögunni, ef Evrópu- sambandið hefði fengið aðgang að fiskimiðunum við Færeyjar," segir Hogni Hoydal ráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.