Morgunblaðið - 12.07.1998, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 12.07.1998, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 31 I I í i I i I I I 1 J 1 J I i I Einar Benedikts- son í erlendri hagfræðibók hafi mikilvægu hlutverki að gegna við mótun skilyrða, er stuðli að hagvexti. 011 þessi atriði er áhugavert að hafa í huga, bæði varðandi þróun iðnríkjanna og landa Asíu og Suð- ur-Ameríku. Það er ekki aðeins auðsöfnun, sem skiptir máli, heldur að auðnum sé dreift um þjóðfélag- ið, þar sem hann ýti undir sérhæf- ingu og stuðli að nýjungum og nýt- ingu þeirra. Aukinn skilningur á hvað stuðli að hagvexti gagnast einnig auðugum löndum eins og Is- landi, sem glímir við að viðhalda miklum hagvexti fyrri ára. Harðir vetur: Framlag náttúrunnar til hagvaxtar Nútíma hagfræðingar horfa á fleira en hagtölur. Sachs er til dæmis ekki banginn við að draga veður og heilsufar inn í myndina. Það er að hans mati engin tilviljun að öll ríkustu lönd heims liggja nánast undantekningalaust í tempraða beltinu og tíðni malaríu er mikilvæg vísbending um efna- hagsástand einstakra landa. Og þar sem malaríu gætir ekki þar sem vetur eru harðir hikar hann ekki við að slá því fram að harðir vetur séu besta fyrirbyggjandi læknisaðferð náttúrunnar. Jafn- framt er það fagnaðarefni að iðn- ríkin átta hafa nú í fyrsta skipti tekið baráttuna gegn sjúkdómum á stefnuskrá sína. Hnattvæðing: Þróun eða stökkbreyting? Heimsmálin verða vart rædd nú- orðið án þess að hnattvæðingu beri á góma. Frank Field félagsmála- ráðherra Breta vildi ekki gera of mikið úr gildi hennar, meðan Sachs var á öndverðum meiði. „Það eru breytingar í lofti, þær ná djúpt og þær kalla á nýja umgjörð. Hnatt- væðingin er hluti af þessu ... Verð- bréfasali í banka getur velt bank- anum og fjármagn, sem hvergi festist, stefnir heilum heimshluta á heljarþröm,“ sagði Sachs. Orð hag- fræðingsins Joseph Schumpeters um skapandi eyðileggingu gætu átt við um aðstæður nú. Hinn sænski Percy Barnevik stjórnarformaður ABB, margverð- launaður fyrir stjórnunarhæfileika, notar einnig hvert tækifæri til að tala um hnattvæðingu og kýs að tala um hagvöxt í hnattrænu sam- hengi. Vaxtarmöguleikar séu mörgum Evrópulöndum, sem hafa ætlað að Ieysa atvinnuleysi sitt, fækka fjölda atvinnulausra, með því að láta fólk fara snemma á eft- irlaun svo aðrir kæmust að, bætir Assar Lindbeck við. „Þetta hefur ekki leyst atvinnuleysisvandann, heldur aðeins flutt fólk til og fækkað vinnandi fólki. Það á ekki að þvinga fólk til að fara á eftir- laun, heldur reyna að auka at- vinnu og ekki að veita manni efna- hagslegar ívilnanir fyrir að fara ungur á eftirlaun." Það liggja spennandi rannsókn- arverkefni í að átta sig á hvort vel- ferðarkerfið hafi leyst upp gömlu gildin og leitt til aukins ábyrgðar- leysis einstaklinga. Fólk sparar ekki til elliáranna, vinnur ekki ef það kemst hjá því, fer á eftirlaun við fyrsta tækifæri, er veikt ef það fær bætur fyrir og kerfíð ýtir und- ir hjónaskilnaði með því að gera einstæðum mæðrum mögulegt að komast af. Þetta er umdeilt, en um leið er mikilvægt að átta sig á verkun velferðarkerfísins til að geta hannað kerfi sem ýtir undir félagslega ábyrga hegðun. Frá samkennd til eiginhagsmuna „Velferðarkerfið er ekki miðað við hvemig fólk hegðar sér í raun og veru. Fólk tekur mið af súium eigin hagsmunum, sem er ekki sama og eigingimi og græðgi," segir Frank Field. Þetta er viðmið- un bresku stjómarinnar í endur- skipulagi velferðarkerfisins, sem er eitt helsta verkefni hennar. Velferðarkerfið er gmndvallað á samkennd, sem Field álítur of fjarri raunveruleikanurn til að geta verið undirstöðu velferðar- Jeffrey Sachs Frank Field Þoi*valdur Karel Gylfason van Miert hnattrænir og ekki bara stað- bundnir. Leikendurnir á hagvaxtarsviðinu „Það er fólk og fyrirtæki, sem skapar vöxt, ekki ríkisstjórnir,“ bendir Michael Mussa á, „en ríkis- stjórnir geta skapað vaxtarskil- yrði.“ Þetta er í hnotskurn grund- vallarhugmynd markaðsvæðingar- innar. Þó ríkisafskipti séu ekki lengur í tísku gegnir ríkið enn mik- ilvægu hlutverki. Það má segja að það sjái um sviðsmyndina á hag- vaxtarsviðinu svo leikendurnir fái notið sín, og mikilvægur hluti sviðsmyndarinnar eru samkeppnis- aðstæður, sem ríkið getur mótað. „Einokun er í sjálfu sér slæm í markaðshagkerfi," segir Karel van Miert, sem fer með samkeppnismál í framkvæmdastjóm Evrópusam- bandsins. „Nú þegar ríkiseinokun er að hverfa á ekki að líða að einok- un einkaíyrirtækja komi í staðinn.“ Þó á þessu sé vaxandi skilningur, eru samt enn til lönd í Evrópu án samkeppnislöggjafar. Leikendurnir á hagvaxtarsviðinu eru til dæmis fyrirtækin, fjármála- kerfið og háskólamir. Með auknum skilningi á gildi nýjunga skiptir máli að fyrirtækin búi við aðstæður er örvi nýjungar. Þar eru samskipti og samlífi fyrirtækja og háskóla lykil- atriði. I nágrenni háskóla eins og í Cambrigde í Bretlandi, Lundar í Svíþjóð og víða í Bandaríkjunum hafa risið upp hátækniíyrirtæki og kerfis í takt við núverandi aðstæð- ur. Hann bendir á að hvert land eigi sér sín hjartansvelferðarmál, sem erfitt sé að takast á við. í Bretlandi er það til dæmis heil- brigðiskerfið, á Itali'u eftírlauna- kerfið og glúnan við hjartansmálin er sú erfiðasta. Atvinnuleysi: Frá velferðargreiðslum í vinnu Viðvarandi atvinnu- leysi er ein meginbreyting- in sem orðið hefur frá því velferð- arkerfíð var byggt upp og veld- ur miklu álagi á bótakerf- ið. Það var aldrei hugmynd- in að það þyrftí að halda uppi at- vinnu- lausu fólki um langa hríð, hvað þá að atvinnuleysisbæt- ur drægju úr vinnulöng- un fólks. Hnattvæðing dreg- ur úr möguleik- um eins lands til að skatt- leggja fólk og íjár- magn meir en aðr- ir gera og gætí því með túnan- um þrýst sköttum niður. Field bendir á að hefðbundn- ar skattatekjur ríkis- ins haldi áfram að vera mikilvæg- ar og áríðandi sé að finna jafti- vægi sköttunar og félags- bóta. Þessar aðstæð- ur þrýsta einnig á um að draga úr atvinnu- leysi, bæði til að draga úr greiðsl- um til atvinnu- lausra og einnig til að fjölga skatt- greiðendum. Um leið skipt- ir máli að kerf- ið letji ekki fólk til vinnu. „From W elfare to Work“, frá velferðar- greiðslum í vinnu, hefúr ver- ið eitt helsta slagorð bresku sljóm- vitsmunaiðnaður sem þrífst á ná- grenninu við háskólana. Bakhliðin á þessari þróun er að hlaðið er undir háskólagi’einar, sem draga að sér fé, meðan greinar án markaðsgildis, til dæmis sanskrít, eiga æ erfiðara uppdráttar. Um leið er grafið undan frjálsri rannsóknarstarfsemi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ahersla á fyrirtæki beinir athygl- inni að frumkvöðlum og mikilvægi þess að búa í haginn fyrir ný fyrir- tæki. Bandaríkin hafa gert betur en Evrópa í að búa í haginn fyrir frum- kvöðla og árangurinn sést á því hve miklu fleiri störf verða til vestra en í Evrópu. En afstaða til framtaks- semi er einnig miklu afdráttarlaus- ari í Bandaríkjunum en í Evrópu og það á sinn þátt í mun atvinnusköp- unar í heimsálfunum tveimur. Bankakerfið fær sína gagnrýnis- sneið. „Við þurfum einfaldlega bet- ur rekna banka,“ staðhæfir breski bankamaðurinn Sir William Pui’ves. í kreppu síðasta áratugar og í Asíu- kreppunni nú beinist athyglin að fjármálakerfinu, sem tæplega stenst prófið. Silicon Valley bjargar ekki öllum „Það vantar mikið upp á skilning á því að fimm milljarðar manna búa við fátækt. Silicon Valley kem- ur ekki til þeirra og því megum við, sem erum svo heppin að vera fædd í ríku löndunum, ekki gleyma," segir Sachs, þegar hann dregur saman umræðurnar í lokin. Hann minnir á að í þróunarlöndunum búi 85 prósent jarðarbúa. Ef þróuninni í AJFríku verði ekki snúið við megi búast við að flóttamannabylgjur gangi yfir Evrópu. Umræður um hagvöxt verði ekki slitnar úr sam- hengi við þennan raunveruleika. „Studieförbundet Náringsliv och Samhálle", SNS, er sjálf- stæð sænsk stofnun, stofnuð fyrir 50 árum. Markmiðið er að efla skoðanaskipti og rannsókn- ir á sviðum er snerta hagfræði og félagsfræði meðal manna í sænsku atvinnulífi, stjómmál- um, ríkiskerfinu, hagsmuna- samtökum, fjölmiðlum og há- skólum. SNS er ekki tengt nein- um stjómmálaflokki, en starfar með fræðimönnum og hliðstæð- um stofnum erlendis. arinnar. „Þeir sem geta unn- ið eiga að vinna," segir Fi- eld með þungum áhersl- um. I þetta átak ver breska stjóm- in fimm milljörðum punda. Samkeppni snýst ekki bara um niðurskurð Áhersla á markaðshagkerfíð hefur haft í för með sér að ýmis hugtök, sem hingað til hafa verið notuð um fyrirtæki em nú einnig notuð um ríkisbúskap. Samkeppni er eitt af þeim. Það heyrist oft tal- að um að niðurskurður velferðar- kerfisins stafi af samkeppni, hvort sem er samkeppni landa eða einstakra geira þjóðfélagsins. Orðið hefur því fengið á sig slæm- an hljóm í eyrum margra. Portú- galska hagfræðiprófessomum Augosto Mateus er umhugað um að fólk áttí sig á að samkeppni felst ekki í niðurskurði, heldur snýst um lærdóm og hversu fjjótt sé unnt að koma þeim lærdómi í verk. í þessum skUningi er sam- keppni lykilhugtak í endurskipu- lagi velferðarkerfísins. „Til að vera bjartsýnn á breyt- ingar þarf maður að vera bjart- sýnn á stjómmálamenn,“ segir Assar Lindbeck og auglýsir eftír aðferð til að koma þeim í skilnmg um alvöm stundarinnar. „Það dugir víst ekki að hengja upp kosningaspjöld með yfirlýsingum um niðurskurð og aðlögun.“ En það gæti gert gagn að efla al- menna umræðu um velferðarkerf- ið og framtíð þess. En eins og Frank Field segir þá er ekki til nein auðveld leið í þá átt að endur- skipuleggja velferðarkerfið. Bar- áttan um velferðina er rétt að byija. ,ALLT sem eykur hagkvæmni eykur um leið hagvöxt," segir Þor- valdur Gylfason prófessor við Há- skóla íslands, hvort sem er barátt- an við verðbólgu eða aukinn út- flutningur, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er hiklaust svar hans við því hvað helst örvi hagvöxt. Skilningur á þessum þáttum er jarðvegur vaxtar og Þorvaldur ályktar sem svo að það „að vaxa eða vaxa ekki er að miklu leyti undir vali komið“. Þorvaldur starfai’ í tengslum við SNS og vann að undirbúningi af- mælisráðstefnunnar um skilyrði hagvaxtar. I tilefni hennar var þess farið á leit við Þorvald að hann skrifaði bók um efnið og úr varð bók á ensku undir heitinu „Under- standing Economic Growth“. Bókin er skrifuð í þeim djarflega tón, sem lesendum Morgunblaðs- ins kemur kunnuglega fyrir sjónir af fjöldamörgum greinum Þorvald- ar um hagfræði í blaðið og meira að segja með tilvitnun í Einar Benediktsson úr Islandsljóði hans. Þó bókin sé hugsuð sem kennslu- bók fyrir stúdenta í viðskipta- og hagfræði, þá er hún ekki síður áhugaverð fyrir áhugamenn um hagfræði og þjóðmál almennt, enda segist Þorvaldur hafa haft í huga að hún gagnaðist sem víðast. Á næsta ári er endanleg útgáfa bók- arinnar væntanleg í samvinnu SNS og Oxford University Press. Skilningur á eðli hagvaxtar verð- ur æ mikilvægari í hagfræðium- ræðu, en Þorvaldur bendir á að samtenging hagþróunar og hag- vaxtar sé nýtt fyrirbæri, þó Adam Smith hafa haft þetta í huga þegar fyrir rúmum 200 árum á bók sinni „Auðlegð þjóðanna". Þessi skiln- ingur hefur haft víðtækar afleið- ingar á hagstjóm. ,Áugu manna hafa til dæmis opnast fyrir því að ef seðlabanki tekst á við verðbólgu þá bætir það hagvöxt." Þetta kann að virðast augljóst í dag, en það er ekki langt síðan verðbólga var álit- in ótengd hagvexti. Sama er að segja um samhengi hagvaxtar og útflutnings. Aukinn útflutningur skapar verðmæti, sem ýta undir hagkvæmni og þetta ferli stuðlar að hagvexti. Skilningur á eðli hagvaxtar get- ur ýtt undir aðgerðir til að auka hann og slíkt getur haft afgerandi áhrif bæði í fátækum og ríkum löndum. Að mati Þorvaldar liggur von fátækra þjóða einmitt í skiln- ingi á eðli hagvaxtar. Varðandi ríku þjóðimar hefur það verið um- deilt hvort hægt sé að viðhalda miklum hagvexti eða hvort hægt sé að tala um eitthvert lokastig. Þor- valdur er ekki trúaður á endanlegt lokastig hagvaxtar. „Ég sé enga ástæðu til annars en að lönd með mikinn hagvöxt eins og til dæmis írland geti viðhaldið vexti sínum. Það er enginn ástæða til að ætla að vöxturinn minnki, þó landið nái sama stigi og aðrir, heldur held ég að þar séu allar forsendur fyrir hendi að vöxturinn haldist. Og víst er að auður ríkustu þjóða heims er langt handan drauma Adams Smiths.“ Lærdómurinn af Asíukrcppunni „Hvað geta iðnríkin lært af Asíu- kreppunni?" Þessari spumingu varpaði Þorvaldur Gylfason pró- fessor í hagfræði við Háskóla Is- lands fram og það stóð ekki á snörpum skoðanaskiptum. „Asíulönd sem fylgja ráðlegging- um Alþjóða gjaldeyrissjóðsins era verr stödd en löndin, sem gera það ekki,“ fullyrti Jeffrey Sachs pró- fessor í hagfræði við Harvard. Við núverandi aðstæður hefði ekkert og enginn getað komið í veg fyrir kreppuna. Of miklu fjármagni hefði verið dembt inn í vaxtarlönd Asíu af of mikilli bjartsýni og um leið og blikur hefðu verið á lofti hefði þetta fjármagn streymt of ört út. Rót vandans lægi á fjármála- mörkuðum heimsins. Percy Barnevik stjórnarformað- ur ABB varpaði nokkra ljósi á þann fjármagnsflaum, sem kom við sögu í Asíu. „Það fljóta 23 trilljónir Bandaríkjadala um heiminn," full- yrti hann. Það skortir ekki fjár- magn, en fjárflaumur, er leitaði ' stöðugt nýrrar hafnar, veldur mikl- um óstöðugleika. Ástandið í lönd- um, sem laða að sér þetta óstöðuga fjármagn, verður heldur ekki stöðugt. Við þessar aðstæður fór gjald- eyrissjóðurinn illa að ráði sínu að mati Sachs og Bamevik. „Hvað gerir maður þegar maður sér slökkviliðið við húsið sitt?“ spurði Sachs. „Maður forðar sér, ekki satt.“ Og það var einmitt það sem fjármagnseigendur gerðu. Þeir drógu fé sitt út í skyndi og um leið herti kreppuna. „Lönd undir gjör- gæslu sjóðsins ramba á barmi glöt- unar,“ fiillyrti Sachs. Undir þessu sat Michael Mussa yfirmaður rannsóknadeildar gjald- eyrissjóðsins og undirstrikaði nauðsyn þess að gera sér raunhæfa mynd af ástandinu, en hafði annars ekki roð við snörpum athugasemd- um Sachs. Sachs var heldur ekki mjúkorður í garð Bandaríkjanna, sem gerðu sitt til að ýta undir erfiðleika Japans, lykfllands Asíu, og þar með Asíu allrar með því að spyma gegn gengislækkun jensins. Bandaríkin væra mótfallin gengislækkun til að ýta ekki undir frekari viðskipta- halla gagnvart Japan og almennt væra Bandaríkin of stjómsöm á al- þjóðavettvangi. „Vandi Japana snýst ekki um gengi. Þeir hafa einfaldlega verið heppnir lengi, því meginvandi þeirra er að það er ekkert almenni- legt stjómkerfi í japönskum fyrir- tækjum,“ fullyrðir Michael C. Jen- sen prófessor við Harvard Business School. Stjómendur fyr- irtækjanna beri ekki skyn á hvað skapi vöxt og noti enn þumalputta- regluna. Eina eftirlitskerfið séu bankamir. Bankakerfið sé hins vegar ekki orsök vandans, heldur einkenni hans. „Japanir eiga eftir að takast á við risavaxna aðlögun og útkoman er enn ekki ljós.“ 21. öldin: Öld Asíu „En er þá rangt að trúa á Asíu?“ spurði breski bankamaðurinn Sir William Purves, sem búið hefur í Asíu um langan aldur. Svar hans var neitandi. Kreppan væri bara svar við oflánastefnu og kerfisgöllum, sem kreppan þiýsti á um að leið- rétta. Of mörg lönd í Asíu tækju ákvarðanir á pólitískum fremur en efnahagslegum forsendum og skort- ur væri á gagnsæi. Góð vaxtarskil- yrði væra hins vegar fyrir hendi, til dæmis skilningur á menntun. Þau Asíulönd, sem stefndu á afnám hafta, aukið gagnsæi, fríverslun, menntun og minni afskipti rfldsins af iðnaði og atvinnulífi ættu góða daga framundan. Percy Barnevik trúir einnig á framtíð Asíu. „Næsta öld er öld As- íu,“ fullyrðir hann. Hann tekur dæmi af umsvifum AlBB á Ind- landi, sem óðum sé að iðnvæðast. Þar unnu 500 manns á vegum ABB fyrir tuttugu áram. Nú vinna ellefu þúsund manns þar og hann er sannfærður um að eftir tíu ár verði starfsmenn ABB þar fjörutíu þús- und manns. „Það er enn of snemmt að meta áhrif frönsku byltingarinn- ar,“ sagði sagnfræðingur nokkur við Barnevik, sem gerir þessi orð að sínum. „Við höfum enn ekki skil- ið það sem fram fer í kringum okk- ur,“ bætir hann við, en veðjar þó óhikað á glæsta framtíð Asíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.