Morgunblaðið - 12.07.1998, Page 34
34 SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998
MINNINGAR
MOiíGUNBLAÐIÐ
GUNNAR
JÓNSSON
+ Gunnar Jónsson,
forsljóri Gunn-
ars majones sf., var
fæddur í Reykjavik
3. september 1920.
Hann lést að Tindum
á Skarðsströnd,
Dalasýslu hinn 6. júlí
síðastliðinn. Poreldr-
ar hans voru hjónin
Jón Guðjónsson, f.
2.10. 1895, d. 26.12.
1980, fyrrum yfir-
bókari hjá Eimskipa-
félagi íslands og
bæjarstjóri á Isafirði
og Kristín Salome
Kristjánsdóttir, f. 5.2. 1900, d. 23.
september 1983. Foreldrar Jóns
voru Guðjón Sigmundsson, skip-
stjóri á Plateyri og í Reykjavík,
og kona hans, Gunnjóna Jóns-
dóttir. Foreldrar Kristínar voru
Kristján Albertsson, útvegsbóndi
og verslunarsljóri á Suðureyri,
og seinni kona hans Guðrún
Þórðardóttir, ljósmóðir á Suður-
eyri. Systkini Gunnars voru: 1)
Guðrún, f. 1.1. 1919, d. 17.9. 1988.
Hennar maður er Jón Halldórs-
son húsasmíðameistari, þeirra
börn eru: Halldór, Kristín og
Guðrún. 2) Yngvi, f. 25.12. 1924,
búsettur í Bandaríkjunum, hans
kona var Ingrid sem nú er látin,
þeirra börn eru: Steven, Ted og
Gunnar. 3) Kristján, f. 28.9. 1927,
hans kona er Nancy, þeirra börn
eru: Andrés Jón og Jennifer Lísa.
Gunnar giftist hinn 23.9. 1952
eftirlifandi eiginkonu sinni Sig-
ríði Regínu Waage, f. 22.1. 1932.
Þeirra dætur eru: 1)
Helen, f. 18.2. 1953,
hennar maður er
Valdimar Bergsson
og börn þeirra eru:
Sigríður Regína og
Haraldur. 2) Nancy
Ragnheiður, f. 30.5.
1957, börn hennar
og Arnþórs Jónsson-
ar eru: Gunnar,
Anna Lísa og Hlín.
Eftir skólagöngu í
Reykjavík lauk
Gunnar búfræðinámi
frá Bændaskólanum
á Hvanneyri. Vann
hann síðan við ýmis störf í
Reykjavík s.s. rekstur eggjabús
og útgerð eigin leigubifreiða.
Hann fór síðan til Bandaríkjanna
þar sem hann lauk prófi í við-
skipta- og hagfræði frá háskólan-
um í Minneapolis. Hóf hann síðan
störf í New York og vann m.a.
hjá International Harvester,
Sheffield Farms og G. Hagen &
co. við rannsóknarstörf og fjár-
málaumsýslu. Arið 1959 sneri
fjölskyidan aftur til Islands og
hóf Gunnar þá störf hjá Hamilton
félaginu á Keflavíkurflugvelli.
Ári síðar stofnuðu þau hjón siðan
eigið fyrirtæki, Gunnars majones
sf. Helgaði Gunnar síðan fyrir-
tækinu alla sína krafta og vann
við það af dugnaði og ósérhlífni
til dauðadags.
Utför Gunnars Jónssonar verð-
ur gerð frá Fossvogskirkju á
morgun, mánudag, og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Það var bjartur og sólríkur sum-
ardagur, svona líkur þeim sem leik-
ið hafa við okkur hér suðvestan-
lands að undanfórnu. Hár, grannur
og svipmikill maður laut niður að
glugga bifreiðar minnar og sagði
brosandi á svip: „Eg heiti Gunnar
Jónsson, þú munt vera Valdimar,
vinur hennar Helen.“ Strax við
þessi fyrstu kynni fékk ég dálæti á
þessum hressilega manni. Hispurs-
laus og hlýleg framkoma gaf til
kynna að þar væri á ferðinni eftir-
tektarverður maður og það var
hann svo sannarlega.
Með stofnun Gunnars majones
sf. var unnið merkt brautryðjanda-
starf hér á landi. A þeim tíma var
hart í búi víða. Haftastefnan í al-
gleymingi og erfítt um alla að-
drætti. Hátollar á vélum og aðfóng-
um til iðnaðar og fyrirgreiðslu enga
að fá. Þetta umhverfi litaði mjög
lífsviðhorf og skoðanir Gunnars æ
síðan. Hann var einlægur fylgis-
maður heilbrigðrar samkeppni og
fyrirleit hvers konar einokun og
haftastefnur.
Þar sem ég átti þvi láni að fagna
að vinna undir stjóm hans um tæp-
lega tíu ára skeið kynntist ég hon-
um vel og varð fljótt áskynja um
áherslur hans og skoðanir. Hann
mat mest hreinskilni og dugnað í
fari manna. Menn áttu að axla
ábyrgð. Heiðarleiki og reglusemi
einkenndu líf hans og starf í hví-
vetna. Gunnars majones varð er ár-
in liðu sterkt og öflugt fyrirtæki,
einn af hornsteinum þeirrar matar-
menningar sem við lýði er í dag,
þar naut framsýni hans og metnað-
ur sín vel. I viðskiptum reyndist
Gunnar farsæll. Hann ávann sér
traust og virðingu þeirra sem sam-
skipti áttu við hann á þvi sviði hér-
lendis sem erlendis.
Þótt Gunnar væri oft hrókur alls
fagnaðar á mannamótum, viðsýnn
og hugmyndaríkur, var hann ekki
allra. Hann forðaðist opinbera um-
fjöllun af öllu tagi og vildi halda
sínu fyrir sig og sitt fólk. Hann fyr-
irleit gort og mikillæti en hafði í há-
vegum hófsemi og lítillæti til orðs
og æðis. Þrátt fyrir að aðhaldssemi
væri Gunnari í blóð borin, leysti
hann ætíð vanda þeirra sem til
þeirra hjóna leituðu og þeir voru
margir. Skáru þau hjón þá ekki við
nögl þótt fátitt væri um endur-
greiðslu enda sjaldan til ætlast.
Með árunum varð ættfræði
Gunnari hugleikin. Kynnti hann sér
vel líf og búskaparhætti forfeðra
sinna er sátu höfuðból Vesturlands
og Vestfjarða. Hugur hans leitaði
gjarnan í sveitina að rótunum sem
hann var upp sprottinn af. Jarðir
eiga þau hjón sunnanlands og vest-
an. Voru þær ófáar helgarnar nú
seinni árin sem leitað var í faðm
náttúrunnar sér til heilsubótar og
hressingar frá daglegu amstri.
Gunnar hafði mikinn áhuga á rækt-
un ýmiss konar og var fróður um
slík mál. Hafði hann uppi hug-
myndir þar að lútandi sem honum
entist ekki aldur til að hrinda í
framkvæmd. Hann var einlægur
LEGSTEINAR
Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró
ísiensk framleiðsla
MOSAIK
Hamarshöfói 4 - Reykjavik
fylgismaður þess að skila landinu
aftur þvi sem forfeðurnir eyddu í
aldanna rás. Var hann mjög á móti
frumvarpi ríkisstjómarinnar um
hálendi Islands og sagði orðrétt
með gamansömu ívafí. „Við bændur
höfum sannreynt í gegnum aldirnar
að við kunnum ekki að fara með
landið okkar.“ Taldi hann glapræði
að fá svo fáum svo mikið vald yfir
stóru landsvæði.
Gunnar Jónsson kvaddi þennan
heim í sól og sumaryl vestur á
Tindum á Skarðsströnd. Var vel við
hæfi að þetta sveita- og náttúru-
bam kveddi á slóðum forfeðra
sinna við slíkan viðurgjöming móð-
ur náttúm og lýsandi dæmi um lífs-
hlaup hans allt. Fyrir mér kom
hann og fór í sól og sumri, þannig
mun ég minnast hans.
Gunnar lifði og starfaði á mesta
umbrotatíma og framfaraskeiði
þjóðarinnar. Hann markaði óafmá-
anlegt spor í atvinnusögu landsins.
Sú kynslóð sem hann tilheyrði er
nú óðum að hverfa yfir móðuna
miklu. Við eftirlifendur eigum
henni allt okkar að þakka. Það ný-
tízku og hátæknivædda velferðar-
þjóðfélag sem við nú búum við í dag
er afrakstur framsýni og eljusemi
þessa mæta fólks sem muna mátti
tímana tvenna.
Kæri Gunnar, nú veit ég að þér
líður vel, liðagigtin horfin og þú
kominn í faðm ættmenna þinna og
áðurgenginna vina. Þar trúi ég að
sagðar séu sögur, hlegið, skrafað
og skellt sér á lær sem þinn var
stundum siður er spaugsyrði vora á
vörum. Þótt söknuður okkar sam-
ferðamanna þinna sé mikill vitum
við að þú fylgist með okkur, góð ráð
gefandi á þinn hátt.
Eg þakka þér Gunnar samfylgd-
ina, hún var mér bæði til gleði og
gagns. Ég þakka þér öll góðu ráðin
og leiðbeiningamar, það varð mér
gæfuspor að gerast tengdasonur
ykkar hjóna. Þú varst mér sem
fleirum áhrifavaldur til góðra
verka. Minningin er hrein og tær.
Elsku Gígí, Helen, Nancy og
bamabörn, missir ykkar er sár en
vitundin um að hafa átt hann mun
geymd í hjörtum ykkar um ókomin
ár. Það em forréttindi sem ekki
verða frá ykkur tekin. Ég bið al-
góðan Guð um að vernda ykkur og
gæta í sorg ykkar vitandi að í fyll-
ingu tímans munum við öll samein-
ast á ný.
Látlaust fas og falslaust hjarta
finnst ei annað betra skraut,
með þessu réð hann skrúði skarta.
Skírt var yfirlitið bjarta.
Hið ytra þar hins innra naut
(Grímur Thomsen.)
Valdimar Bergsson
og fjölskylda.
Tággrannur, rösklega meðal-
maður á hæð, hægur í fasi, með
mild íhugul brún augu,- þannig
kom Gunnar Jónsson, bróðir
tengdamóður minnar, mér fyrir
sjónir er ég sá hann fyrst fyrir
hartnær aldarfjórðungi. Og hann
breyttist lítið með ámnum þótt
tíminn markaði hann eins og aðra á
siglingunni um veraldarhafið. Það
var einsog Gunnar væri alltaf að
leysa einhver óþekkt vandamál en
teldi ekki tímabært að ræða þau að
svo stöddu. Hann hafði ákveðnar
skoðanir á flestum málum og þær
fóm ekki alltaf saman með skoðun-
um annarra. Hann var því ferskur
og skemmtilegur í samræðum og
sagði álit sitt umbúðalaust.
En nú er maðurinn sem stóð á
bakvið framleiðslu bestu mæjonesu
í heiminum allur. Gunnar var á
marga lund sérstæður maður,
nokkurs konar „Bjartur í Sumar-
húsum“ í íslensku atvinnulífi. Af
miklum metnaði og eljusemi byggði
hann upp, ásamt eiginkonu sinni,
fyrirtækið „Gunnars mæjones"
sem flestir Islendingar kannast við.
Þá vom ekki styrkir veittir til
fmmherjanna, kenndir við nýsköp-
un og vömþróun. Samt stendur
fyrirtækið uppúr í íslenskum mat-
vælaiðnaði, þekkt fyrir vömgæði
og fyrirmyndar framleiðslu. Það
var á margan hátt lærdómsríkt og
skemmtilegt að hanna nýtt verk-
smiðjuhús með Gunnari fyrir
nokkmm áram. Hann var afar
kröfuharður, með nefið oní öllum
teikningum, þar til honum líkaði.
Og þannig á það að vera, - gott
samstarf og góður árangur.
Ég kveð þennan ágæta mann
með þakklæti og virðingu í huga.
Eiginkonu Gunnars og dætmm
votta ég mína dýpstu samúð.
Oli Hilmar Jónsson.
Þegar ég man fyrst eftir Gunnari
móðurbróður mínum bar hann með
sér andblæ þá fjarlægrar heims-
álfu. Hár og grannur, vel klæddur
og glæsilegur tjáði hann vel
ígrandaðar skoðanir sínar af festu
og með handarhreyfingum sem
maður kannaðist helst við af kvik-
myndum. Hann var forspár fyrir
fjömtíu ámm þegar hann ræddi
um nauðsynlega umbyltingu þjóð-
félagsins með afnámi hafta og for-
réttinda, enda hafði hann stundað
háskólanám í viðskipta- og hag-
fræði í Ameríku.
Um svipað leyti sá hann sóknar-
færi í matvælaframleiðslu. Að
vandlega athuguðu máli byrjaðu
þau hjónin með lítið fyrirtæki í
þröngu húsnæði á Laugaveginum.
Með atorku og fómfysi og stöðugri
áherslu á hreinlæti og gæði tókst
þeim að gera vömr sínar að sjálf-
sögðum hluta af daglegu fæði okk-
ar, þrátt fyrir margar tilraunir til
þess að veita þeim samkeppni.
Þessi heimsborgari og iðnrek-
andi batt ungur tengsl við íslensku
sveitirnar sem aldrei slitnuðu í
langri dvöl erlendis á yngri ámm.
Þangað leitaði hann stöðugt og
undi sér vel, og þar féll hann frá.
Þar sem hann átti auðveldara að
tjá sig um landsmál og heimsmál
en tilfinningar sínar, varð vaka
hans yfir velferð systkina sinna og
barna þeirra fyrst ljós með ámn-
um, og þá mest er á reyndi. Sér-
staklega reyndist hann bróður sín-
um vestanhafs og sonum hans vel í
langvinnum veikindum. Bónbetri
frænda er ekki hægt að hugsa sér;
um það emm við sammála systkin-
in og börnin okkar, sem mörg
fengu störf hjá honum í skólaleyf-
um.
Að leiðarlokum streyma fram
fjölmargar minningar, enda var
mikill samgangur milli þeirra
systkinanna tveggja sem bjuggu
hérlendis. Ógleymanlegar em ferð-
ir á Sandeyri á Snæfjallaströnd,
þar sem þeir afi miðluðu af ást
sinni og þekkingu á náttúmnni og
umhverfinu. Við vomm alls ekki
alltaf sammála, en mótandi áhrif
hans á ungling af sextíu og átta
kynslóðinni reyndust meiri en við-
urkennt hefði verið á sínum tíma.
Síðustu minningamar úr stúdents-
veislu í liðnuin mánuði em um hlýja
nærvem manns sem sáttur fann
endalokin nálgast.
Haildór Jónsson.
Verður það oft, þá varir minnst
vofeifleg hætta búin finnst,
ein nótt er ei til enda trygg,
að því á kvöldin sál nu'n hygg:
hvað helst sem kann að koma upp á,
kjós Jesúm þér að vera hjá,
skelfing engin þig grípur þá.
(Hallgr.Pét.)
Það syrtir að er sumir kveðja.
Góður vinur minn og frændi Gunn-
ar Jónsson, forstjóri, varð bráð-
kvaddur hinn 6. júlí sl. Mér brá
vemlega þegar Helen hringdi og
tjáði mér lát fóður síns. Nýliðinn
var sólríkur sunnudagur með birtu
og yl. Nóttin kom er klippt var á
Hfsþráðinn á örskotsstund og lét
öllu lífi lokið.
Enginn skilur lífsins leiðir,
lögmál tímans hulið er.
Vonin ein, hún birtu breiðir,
birtu lífs á móti þér.
(O.E.)
Margs er að minnast frá liðnum
ámm. Um nokkurra ára skeið
bjuggu Gunnar og Gígí í New York.
Ekki gleymist góðvild þeirra hjóna
í garð okkar Huldu, fyrri konu
minnar, þá nýkominnar af sjúkra-
húsi í heimsborginni árið 1957, eftir
mikla skurðaðgerð. Heimili þeirra
stóð okkur opið og aðstoð þeirra
var ómetanleg. Um þessar mundir
vann Gunnar hjá stórfyrirtæki er
hafði bækistöðvar sínar rétt hjá
Wall Street. Það var auðséð að for-
stjórarnir kunnu að meta Gunnar,
því oft vom honum boðin ábyrgðar-
mikil störf innan fyrirtækisins,
enda var hann traustur, ráðagóður
og mjög skyldurækinn starfsmað-
ur. Svo kom að því að senda átti
hann til Kaíró, þar sem fyrirtækinu
bauðst það verkefni að byggja
stóra hafnargarða. Hann átti að
hafa umsjón með verkinu, en þáði
ekki starfið. Gunnar kaus heldur að
segja upp hjá fyrirtækinu og flytj-
ast heim til Islands með fjölskyld-
una.
Ungur að áram lauk Gunnar há-
skólaprófi í búnaðarfræðum í
Minneapolis. Sú menntun kom hon-
um að góðum notum er hann stofn-
setti fyrirtæki sitt Gunnars Majo-
nes sf. Starfsemin hófst fyrst í smá-
um stíl, en dafnaði vel í áranna rás
með elju, dugnaði, hagsýni og frá-
bæmm samtakamætti fjölskyld-
unnar. Eitt sinn spurði ég Gunnar,
hvort hann þekkti marga banka-
stjóra? „Nei,“ var svar hans. Bank-
arnir lánuðu þá ekkert, en þegar
framleiðsla og sala jókst hröðum
skrefum, var fyrirgreiðsla auðsótt
hjá Iðnlánasjóði, til kaupa á full-
komnari vélum og hráefni.
Sumarið 1990 er mér í fersku
minni. Ég var þá staddur á Isafírði
seinni hluta ágústmánaðar er ég
mætti Gunnari og Gígí á Silfur-
torgi. Þau vora á leið yfir að Sand-
eyri í berjaferð og buðu mér með
sér þangað. Ég sló til og innan
tveggja tíma vomm við komin með
hraðbáti yfir Djúp til áfangastaðar-
ins á Snæfjallaströnd. Sandeyri var
gamalt sveitabýli, sem foreldrar
hans áttu á ámm áður og notuðu
sem sumarbústað á sumrin. Þessi 5
daga berjaferð líður mér seint úr
minni. Þama var gömul Scandia
eldavél, sem stóð fyrir sínu, en mig
undraði samt stórlega hversu ljúf-
an og góðan mat húsmóðirin gat
framreitt daglega fyrir okkur.
A Isafjarðarámm mínum kynnt-
ist ég vel foreldmm Gunnars, þeim,
Kristínu Kristjánsdóttur og Jóni
Guðjónssyni, bæjarstjóra á Isafirði.
Þau vom aðlaðandi persónur, unn-
endur fagurs mannlífs og mann-
dóms. Fyrirmynd þeirra var gott
veganesti fyrir Gunnar út í lífið.
Það var mér mikill fengur að
kynnast Gunnari og fjölskyldu
hans. A vináttu og samskipti bar
aldrei skugga. Ég harma lát hans
og sakna, en mestur er söknuður
hjá eiginkonu og dætmm. Við
Denna sendum þeim, bræðram
hans og öðram ástvinum innilegar
samúðarkveðjur. Góður Guð styrki
þau öll og styðji í framtíðinni. Mæt-
an vin kveð ég með þessum orðum:
Guð þig blessi, gleðin ört
og gæfu hljótt þig leiði.
Kærleiks sólin sé þér björt,
sælavegþinngreiði.
(EJP.)
Sveinn Elíasson.
Kæri vinur! Ekki datt mér í hug,
að við myndum ekki hittast aftur,
þegar við vomm báðir í afmælis-
boði tengdamóður þinnar nýlega.
Ég ætlaði að hafa tal af ykkur hjón-
unum þ. 5.7. 1998, en frétti þá, að
þið hefðuð farið vestur á Skarðs-
strönd, sem endaði með, að skarð
komst í vinahópinn, en „Margar
leiðir liggja um heim og einn er
endir á öllum þeim“ (HH). En þá
koma „Minningamar margar vaka,
mörg ein verður efst í hug, þegar
hvarflar hann til baka, hátt á
fimmta áratug" (M. Joc).
Foreldrar Gunnars og systkyni
bjuggu í nágrenni við mig í Reykja-
vík. Ég kynntist fyrst bræðram
hans, sem em á svipuðum aldri og
ég, en þeir em nú báðir búsettir er-
lendis. Síðar kynntist ég Gunnari
og systur hans og foreldmm þeirra,