Morgunblaðið - 12.07.1998, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 12.07.1998, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 4 Vt I i j i : i j I I 1 i i í i i I i j i i -I Rosendal, herragarður í Harðangursfirði Frá Hallgrími Magnússyni: FIRÐIRNIR vestanfjalls í Noregi eru rómaðir fyrir fegurð. Þeir eru langir og djúpir og að þeim liggja brött fjöll. Landið er skógi vaxið milli fjalls og fjöru og undirlendi er víða lítið sem ekkert. Rétt sunn- an við Bergen er Harðangursfjörð- ur, langur og djúpur og nær langt inn í landið. í Harðangursfirði liggur herragarðurinn Rosendal, undir hlíðum tveggja fjalla í sér- kennilega fallegu umhverfi. Það er sannarlega þess virði fyrir ferða- langa á þessum slóðum að gera sér ferð inn eftir Harðangursfirði og skoða herragarðinn og umhverfi hans. Höllin byggð Á miðri 17. öld um það leyti sem Sr. Hallgrímur Pétursson var að ljúka Passíusálmunum í fátækleg- um húsakynnum sínum uppi í Hvalfírði, kvæntist fátækur dansk- ur aðalsmaður Ludvig Rosen- krantz ungri stúlku af ríkustu bændaætt Noregs. Við giftinguna eignaðist Rósenkranz, auk baróns- nafnbótar, miklar jarðir á svæðinu í kringum Harðangursfjörð og ákvað að byggja sér höll. Rósen- kranz hefur verið smekkmaður mikill því hann valdi höllinni stað við rætur tveggja snarbrattra fjalla í umhverfi sem vart á sinn líka hvað snertir fegurð og glæsi- leik. Það sem er sérkennilegt við bygginguna er hversu Mtil hún er, miðað við glæsihallir greifa og bar- óna í Mið-Evrópu. Alls staðar skín þó í gegn einlægur vilji til að halda uppi tilhlýðilegri virðingu og glæsi- leik. Skortur á marmara • Við bygginguna varð ekki lagt út í kostnað við að sækja byggingar- efni langt að, heldur notað það sem hendi var næst. Til dæmis er stig- inn sem Mggur frá aðaldyrum húss- ins upp á aðra hæð ekki úr marm- ara eins og víða tíðkaðist, heldur úr eik. Sama má segja um veggi gangsins á efri hæðinni, þeir eru klæddir eik, en ekki marmara, eins og baróninn hefur vafalaust séð í stærri höllum. Samt hefur hann nú langað í marmara því þilin og stig- inn eru máluð með marmara- munstri. Sjálfsagt hefur þessi til- högun þótt viðeigandi fyrir 300 ár- um, en nú á dögum þætti þetta vafaMtið eyðilegging á ómáluðu eik- arþih. ar í fornu veggfóðri að það sé hugsanlega innflutt frá Frakk- landi. Herbergið er allt hið glæsi- legasta og vel skiljanlegt hvers vegna það hefur staðið af sér all- ar breytingar, öllum hefur verið ljóst að sérhver breyting yrði ein- ungis til að eyðileggja heildar- svipinn. f eigu manns af íslenskum ættum Höllin hélst ekki lengi í eigu Rosenkranz ættarinnar. Ættin dó út um 60 árum eftir að hölhn var reist og féll hún þá í hendur kon- ungs. Hann seldi hana til biskups nokkurs sem hét Eduard Londem- ann og var íslenskur í aðra ættina, ættaður frá Eyrarbakka. Á síðustu öld var hölhn miðstöð lista í Nor- egi. Eigandinn reisti þama stórbú og lagði sig eftir að bjóða helstu Mstamönnum Noregs til sín til hvfldar og hressingar. I höflinni eru þrír flyglar, frá mismunandi tímum og í hinum elsta er hljóm- grindin úr tré, en slík hljóðfæri halda illa stilMngu. Þessi hljóðfæri eru notuð á sumartónleikum herra- garðsins. Dæmi um velheppnaða ferðaþjónustu Á öðrum áratug þessarar aldar eignaðist háskólinn í Ósló höllina og stórt bóndabýli sem henni var tengt. Byggingar þessar voru í hálfgerðri níðurníðslu fram eftir öldinni, en uppúr 1980 réðust áhugasöm hjón til hallarinnar og hófu að byggja þarna upp safn. Sleitulaus vinna og óþrjótandi áhugi þeirra hefur skilað góðum árangri. Núna er höllin einn af vinsælustu ferðamannastöðum Vestur-Noregs. Gestir eru um 40.000 á ári. Þau hafa einnig hald- ið uppi hefðum frá fyrri öld og bjóða til sín listamönnum í ýmsum listgreinum. Málverkasýningar, tónleikar og leiksýningar eru þess vegna fastir liðir á sumrin. Auk þess hafa þau endurbyggt bónda- býlið sem hótel og ráðstefnusali og geta nú tekið á móti 40 gestum í einu og er allur búnaður í göml- um stfl. Vegna fegurðar sinnar og friðsældar hefur staðurinn orðið vinsæll fyi'ir ráðstefnur og nám- skeið og er lýsandi dæmi um vel heppnaða uppbyggingu ferðaþjón- ustu. HALLGRÍMUR MAGNÚSSON, FossahMð 3, 350 Grundarfirði. = 448.00- ath. Takma Vegr>am . Hjá okkur eru Visa- og Euroraösamningar ávísun á staögreiöslu Armúla 8 - 108 Reykjavik Öll verðin miðuð við 4 fullorðna í bíl. Barnaafslátturer veittur af þessum verðum Fáðu nánari upplýsingar hjá okkur í síma As sem ^UPMANNAHÖFN ^ ' V Flug og bíll í viku * Wkr- 35.840 C/rlando Flug og bíll í viku frá kr. P ARIS Flug og bíll í viku Wkr'34,460 flNNEAPOUS Flug og bíll í viku frá kr. í/4u I STERDAM Fiug og bíll í viku Wkí 34,180 » ARCELONA Flug og bíll í viku ,rú kr 36.990 ^þXEMBORG IXEMBORG Flug og bíll í viku ,rikr- 33.150 -UNCHEN Flug og bíll i viku wkr-31,110 ALTIMORE/ >^OSTON Fiug og bíll í viku ,rákr49.130 £>u USSELDORF Flug og bíll i viku frá kr. jS NDON Flug og bíll í viku Wkr-34.100 (ífa GOW Flug og bill í viku fró icr. 24,400 ^RANKFURT Flug og bíll í viku Wkr-34.930 CVerðin eru með^'y ^öllum sköttum^fet SMH, Panlið i sinta FERÐASKRIFSTOFA ' ^ 552 3200 S REYKJA VIKUR i“*h1 Aðalstræti 9 - sími 552-3200 Þrjúhundruð og flmmtíu ára gamalt veggfóður Á annarri hæð voru vistarverur aðalsins. í áranna rás hafa verið gerðar ýmsar breytingar á öllum herbergjum nema einu, herbergi barónsins. Það er varðveitt svo til óbreytt frá byggingu hússins um miðja 17. öld. Veggfóðrið er frá þessum tíma og telja sérfræðing- www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.