Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 47 '
FÓLK í FRÉTTUM
SUNNUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA
Stöð 2 ► 13.45 Nýjasta kvik-
myndagerð ævintýrs Dumas um
Skytturnar þrjár (The Three Mu-
sketeers, ‘93) er skemmtun í meðal-
lagi, með heldur mélkisulegum
leikarahóp (Oliver Platt, Kiefer
Sutherland, Charlie Sheen) og boru-
bröttum Chris O’Donnell. Bætir
engu við fyrri (og flestar betri)
myndir um skylmingahetjurnar gal-
vösku við hirð Loðvíks og þrjótinn
Richelieu.
Stöð 2^15.25 Á velgengnisárum
Mels Brooks fengu fastastjörnurnar
hans, Gene Wilder og Marty Feldm-
an, þá grillu í höfuðið að þeir gætu
leikstýrt líka. Það varð Feldmans
bani, en Wilder hætti sínu leik-
stjórnarbrölti eftir þessa frumraun -
áður en komið var í óefni. Ævintýri
Sherlocks (Adventure of Sherlock
Holmes’ Smarter Brother, ‘75), ★★,
er hvorki fugl né fiskur, en dágóð
skemmtun fyrir þá sem gaman hafa
af útúrsnúningum Brooks. Wilder
kemst ekki með tærnar þar sem
Brooks hefur hælana (á góðum
degi), Feldman stendur upp úr.
Sýn ► 21.00 Fyrir strákana (For
the Boys, ‘91), ★★, er óvenjuleg
upprifjun á söngva- og dansamynd-
unum sem nutu mikilla vinsælda
frameftir öldinni. Stjörnurnar, Bette
Midler, James Caan og George
Segal, standa sig allar vel í mynd um
þríeyki í skemmtanabransanum,
sem heldur hópinn frá stríðsárunum
seinni uns yfir lýkur. Myndin verður
þó aldrei annað en endurómur for-
vera sinna. Leikstjóri Mark Rydell.
Stöð 2 ► 21.05 Köttur á heitu
biikkþaki (Cat on a Hot Tin Roof,
‘58). Sjá umsögn í ramma.
Sjónvarpið ► 22.45 Æskudraum-
ar (Blood and Peaches II, ‘96), fram-
hald frá síðasta sunnudegi á sjón-
varpsmynd í tveimur hlutum.
Stöð 2 ► 23.45 Stökksvæðið
(Drop Zone, ‘94) er hasarformúlu-
mynd með Wesley Snipes, Gary
Busey og Yancy Butler, hún er sam-
nefnari fyrir allar þær snoppufríðu
en vita hæfileikalausu smástjörnur
sem næla sér í nokkur hlutverk út á
andlitið. Hverfa síðan jafn skyndi-
lega og þær komu. Allt frekar klént
annað en frábær fallhlífarstökksat-
riði og tónlist Hans Zimmers. ★★
Bylur í þaki...
Stöð 2 ► 21.05 Köttur á heitu
blikkþaki (Cat on a Hot Tin
Roof), ★★★'/!á. Það verður ör-
ugglega setið við tækið á mínu
heimili á sunnudagskvöldið og
rifjuð upp gömul kynni af þess-
ari öndvegismynd úr finnsku
kvikmyndahúsi á sjöunda ára-
tugnum, þar sem sænski og
finnski textinn náðu yfir hálft
tjaldið, mönnum til mikillar ar-
mæðu.
Eitt af öndvegisverkum Tenn-
essees Williams fær minnisstæða
meðhöndlun í kvikmyndagerð
Brooks, sem skrifar handritið og
leikstýrir. Sterk og áhrifarík
mynd, þrátt fyrir afskipti ráða-
manna MGM, sem tónuðu niður
samkynhneigðar vísanir, sem
voru bannfærðar hjá glansverk-
smiðjunni. Þess í stað er drykk-
felld og fótbrotin aðalpersónan
(Paul Newman) beiskur út í konu
sína (Elizabeth Taylor) og vin,
þar sem hann átelur þau fyrir
blekkingar og sviksemi. Þau eru
bæði eftirminnileg, einkum er
túlkun Newmans ógleymanleg. Þá
er vert að geta Burls Ives, þó enn
írekar Johns Carsons, sem höf-
uðsins í þessu magnþrungna fjöl-
skyldudrama og plantekrueiganda
sem á skammt eftir ólifað og veit
ekki hverjum hann á að treysta
fyrir hlutverki sínu.
Sæbjörn Valdimarsson
e*
li\EÍSD
Með því að nota TREND naglanæringuna
færðu þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar
svo þær hvorki klofna né brotna.
Éfe- TREND handáburðurinn
Ný tækni í framleiðslu
teygjanlegri, þéttari húð.
Sérstaklega græðandi.
EINSTÖK GÆÐAVARA
Fást i apótekum og snyrti-
vöruverslunum um land allt.
Ath. naglalökk frá Trend fast í tveimur stærðum
DOMINGO, Carreras og Pavarotti á æflngu fyrir
tónleikana í París sl. þriðjudag.
Tenórarnir mættir til leiks
ÞEIM VAR sama stórtenórunum
þótt að landsliðin þeirra væru
fallin úr keppni, þeir tóku meira
en fullan þátt í lokahátíð heims-
meistarakeppninnar í fótbolta.
Jose Carreras, Placido Domingo
og Luciano Pavarotti héldu stór-
tónleika við rætur Eiffelturnsins
á föstudaginn, og er álitið að um
2 milljarðar áhorfenda hafí notið
þeirra í 75 löndum um heim all-
an.
Þeir félaganir þrír mættu allir
á úrslitaleikina 1990 og 1994, og
sagði Carreras að þeir væru allir
miklir áhugamenn um fótbolta
og að aðalástæðan fyrir komu
þeirra í ár, væri til að ná góðum
miðum á úrslitaleikinn, hver sem
trújr því svo.
Árið 1994 sungu þeir á lokahá-
tíð keppninnar í Los Angeles og
þá sáu 1,3 milljarðar manns tón-
leikana auk þess sem geisladisk-
urinn með tónieikunum hefur
selst í 23 milljónum eintaka. En
það er einmitt með ldjóð- og
myndbandarétti af tónleikunum
sem skipuleggjendur keppninnar
ætla að reyna að borga upp
kostnaðinn af henni, sem hljóðar
upp á einar 700 milljónir króna.
Erfinginn fæddur
► LEIKARAPARIÐ Etlian
Hawke og Uma Thurman eign-
uðust sitt fyrsta barn nú í vik-
unni og kom stúlkan í heiminn
á sjúkrahúsi í New York. Erf-
inginn hefur nú þegar hlotið
hið veglega nafn Maya Ray
Thurman-Hawke.
Parið tók sér ekki langan
tíma í tilhugalífið því þau
kynntust árið 1996 við tökur á
framtíðarmyndinni Gattaca. í
myndinni leika þau foreldra
sem geta haft áhrif á erfða-
samsetningu barns síns með
aðstoð tækninnar. Uma og Eth-
an gengu í það heilaga hinn 1.
maí síðastliðinn við kertuljós í
kirkju á Manhattan og virðast
una hag sínum vel. Stutt er síð-
an þau fjárfestu í húsnæði
skammt frá New York og með-
al nágranna þeirra eru A1
Pacino og Bill Murray.
FÓTLAGA BOTN SEH
VERN0AR BAKIÐ
KÁTIR KRAKKAR
r , / .. ..
Fætur i orum vexti
fara vel í barnaskom
frá Schojl
Helstu útsölustaðir:
IBii)
ij>-
MJUKUR
LEÐURINN
OG YFIRLAG
Intersport - Sportkringlan - Lyfja Lágmúla - Lyfja Setbergi - K.Á. Selfossi - K.Á. Hellu
K.Á. Hvolsvelli - Apótek Vestmannaeyja - Siglufjarðarapótek - Fríhöfnin Keflavík