Morgunblaðið - 12.07.1998, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
LIV Tyler og Ben Affleck eru ungstirnin í Armageddon.
MIKIÐ er lagt í umgjörð myndarinnar enda ekki horft í peningana við gerð hennar.
Norður!
Vestur! Austur!
Suður!
Þú getur horft í allar áttir - en þú getur aldrei horft fram hjá þeirri
staðreynd, að margföldun á lestrarhraða eykur afköst í námi og
starfi um alla framtíð.
Ef þú vilt margfalda lestrarhraða þinn skaltu skrá þig strax á næsta
hraðlestramámskeið sem hefst 15. júh' n.k. Lestrarhraði fjórfaldast
að jafiiaði ogeftirtekt batnar. Við ábyrgjumst árangur þátttakenda.
Skráning er í síma 565-9500.
HFL^^PLESTRAFtSKÓLJUNN
Töhrupóstur: olahauk@ismenntis
LEIKSTJÓRINN
Michael Bay hefur náð langt
á fáum árum í Hollywood.
„Nei, mig langaði alltaf til að gera
kvikmyndir en þegar ég lauk kvik-
myndanámi voru tónlistarmyndbönd
að ryðja sér til rúms. Það var gott að
byrja þannig. Þá fékk maður að gera
litla mynd í hverri viku. Svo fór ég út
í auglýsingar og eitt leiddi af öðru...“
Hvernig stóð á því að þú fórst að
vinpa fyrir Propaganda?
Ég byrjaði þar 25 ára og það var
Jonni [Sigurjón Sighvatsson] sem
hafði uppi á mér. Þá hafði ég gert
myndband við lag Donnys Osmond
sem hafði fram að því verið í sam-
starfi við Propaganda. Jonni sagði:
„Hver í fjandanum stal þessu mynd-
bandi!“ Ég var þá nýútskrifaður úr
kvikmyndaskóla. Upp úr þessu hófst
samstarfið.
Hversu lengi vannstu hjá Propag-
anda?
„Ég er ennþá framkvæmdastjóri
þar. Jonni hætti fyrir nokkrum ár-
um, en hann hafði mjög góð áhrif á
fyrirtækið og næmt auga fyrir kvik-
myndum."
Manstu eftir því þegar þú fórst
þangað ífyrsta skipti?
„Já, ég minnist þess að Thor [Þór-
ir Snær Sighvatsson] leiddi mig um
fyrirtækið. Það er einmitt dálítið
skondið því ég hitti hann í gær [á
Kvikmyndahátíðinni í Cannes] og
spurði hvað hann ynni við. „Ég er
framleiðandi," svaraði hann. „Og ég
sem man eftir honum þegar hann
var strákpjakkur."
10 þúsund kjarnorkusprengjur
En víkjum okkur að Armageddon
- hvað vakti áhuga þinn á þessu við-
fangsefni?
„Þegar ég var strákur var stríð í
Víetnam en við áttum okkur engar
stríðshetjur. Geimfararnir voru aft-
ur á móti hetjur í okkar augum. Við
lékum okkur að því að ganga á
tunglinu og svo var mikil spenna í
kringum geimverur og hættuna
sem fylgdi geimferðum.
Það kom mér á óvart seinna meir
hvað það er áhrifaríkt að standa við
geimferju og skynja hvað hún er
gríðarlega stór. Samt svífur hún út
í geiminn og aftur til baka. Það er
alveg ótrúlegt. Mér hafði heldur
ekki verið kunnugt um hvað NASA
hefur litla hugmynd um hvað geng-
ur á í geimnum.
Til marks um það er að loftsteinn
sem hefði grandað öllu lífí á jörð-
inni fór framhjá jörðinni í aðeins
100 þúsund mílna fjarlægð fyrir
þremur árum. Og vísindamenn
NASA komust ekki á snoðir um það
fyrr en þremur dögum síðar. Ef
svona loftsteinn rækist á jörðina
yrðu áhrifin hrikaleg. Einn af þeim
sérfræðingum sem ég ræddi við
sagði að sprengingin væri í líkingu
við það ef 10 þúsund sinnum fleiri
kjarnorkusprengjur en til eru á
jörðinni væru sprengdar samtímis."
Er til neyðaráætlun hjá NASA í
slíkum aðstæðum?
„Nei, þeir eru ekki viðbúnir. Það
var til samningur um að Rússland
og Bandaríkin myndu skjóta kjarn-
orkuvopnum sínum en sérfræðing-
ar sögðu mér að það væri eins og að
skjóta bíbí á vöruflutningalest. Þeir
yrðu að vita af loftsteininum með
margra ára fyrirvara til þess að
geta undirbúið sig. Þessi kvikmynd
er byggð á einni af þessum
áætlunum, reyndar ekki með
mönnum af olíuborpalli, en þá
átti að reyna að koma
sprengju inn í loftsteininn til
þess að kljúfa hann ef hann
væri komin of langt.“ Bay bros-
ir út í annað og bætir við: „En
það gæti reynst dálítið vanda-
mál.“
íslandi
er óhætt
Er myndin aðeins tekin í Banda-
ríkjunum eins og Deep Impact eða
verður líka heimsendir annars stað-
ar áJarðarkúlunni?
„Eg er í Frakklandi til þess að
fylgja eftir tökum í París en svo
verða einnig tökur í Istanbúl, við
Taj Mahal og í Finnlandi."
En á íslandi?
„Isiandi er óhætt.“
Er það rétt að Bruce Willis deyi í
myndinni? spyr blaðamaður íbygg-
inn.
„Ég get ekki sagt þér það,“ svar-
ar Bay og brosir vinalega. „Ég yrði
þá að drepa þig á eftir.“
Hvers vegna var Bruce Willis
fenginn í hetjuhlutverkið?
„Ég held Bruce hafi mjög víða
skírskotun. Hann er trúverðugur í
hlutverki þessa venjulega náunga
sem lendir í verstu hugsanlegu að-
stæðum í heiminum. Hann hefur
mikla útgeislun og öfugt við sumar
stórstjörnur þá tekur hann áhættur.
Ég virði hann fyrir að leika í mynd-
um á borð við Pulp Fiction. Hann er
góður leikari."
Er Steve Buscemi nauðsynlegur
til þess að spila niður stórmyndar-
stemmninguna íArmageddon?
„Er hann nauðsynlegur? Já, ég
held það. í þessum fáránlegu að-
stæðum úti í geimnum gerir hann
sér grein fyi-ir því að þau munu ekki
lifa af. Og hans eina ósk er að finna
rétta staðinn til að deyja. Því hann
ætlar að horfa á heimsendinn af
fremsta bekk.“
Er þig ekki faríð að langa til að
leikstýra myndum sem eru smærrí í
sniðum?
„Jú, mjög mikið. Ég er mikill að-
dáandi Coen-bræðra og er búinn að
leita að góðu handriti í þeim dúr í
eitt oghálft ár. “
Hvað finnst þér um að vera flokk-
aður sem leikstjóri af MTV-kynslóð-
inni?
„Pað er komin fram ný kynslóð af
leikstjórum en ég er ekki viss um að
hægt sé að kenna hana við MTV
frekar en eitthvað annað. Nýlega
var gerð rannsókn á börnum sem
leiddi í ljós að börn skynja myndir
hraðar en þau gerðu. Það er vegna
þess að þau hafa alist upp við sjón-
varp og ég held að m.a. þess vegna
séu myndirnar hraðarí en áður.“
Verður þetta framtíð kvikmynda-
gerðar í heiminum - að hún verði
hraðari og hraðari?
„Nei, það verða alltaf mismunandi
kvikmyndástefnur og þær munu
alltaf breytast. Þú átt eftir að sjá
kvikmynd frá mér einn daginn þar
sem éghreyfi ekki myndavélina."
Má ég rukka þig um það síðar?
„Églofa því.“
Geimfararnir
voru okkar
hetjur
Michael Bay hóf ferilinn í samstarfi við
Sigurjón Sighvatsson og vann sig upp í að
leikstýra og framleiða næstdýrustu kvik-
mynd sögunnar. Hún nefnist Armageddon
og er frumsýnd hér á landi um helgina.
Pétur Blöndal talaði við hann um
Propaganda og heimsendi.
UPPGANGUR leikstjórans
Michaels Bay hefur verið
hraður í kvikmyndaborginni
Hollywood síðan hann var uppgötv-
aður af Sigurjóni Sighvatssyni og
fenginn tU að gera tónlistarmynd-
bönd fyrir kvikmyndafyrirtækið
Propaganda.
Til þessa hefur hann verið kunn-
astur fyrir myndirnar „The Rock“
með Sean Connery og Nicolas
Cage í aðalhlutverkum og „Bad
Boys“ sem kom Martin Lawrence
og Will Smith á kortið í Hollywood.
Líklegt er þó að loftsteinamyndin
Armageddon sem frumsýnd er hér-
lendis um helgina slái báðar þessar
myndir út í vinsældum, enda er
hún þegar orðin aðsóknarmesta
leikna kvikmynd Disney í Banda-
ríkjunum.
Byrjaði hjá Lucas Film
Michael Bay er ungur af leik-
stjóra af þessari stærðargráðu að
vera. Hann er aðeins 34 ára og hálf-
strákslegur í útliti. Enda er hann
sagður af nýrri svokallaðri MTV-
kynslóð leikstjóra. Og þar steig
hann raunar sín fyrstu skref með
gerð tónlistarmyndbanda við lög
Tinu Turner, Donny Osmond, Lion-
el Richie og Meatlof. Hann vann til
verðlauna á þeim vettvangi og
einnig þegar hann sneri sér að
auglýsingagerð. Hann gerði aug-
lýsingar fyrir Nike, Coca-Cola,
Reebok, Budweiser og vann gull-
ljónið í Cannes fyrir MUler Lite-
auglýsingu.
En hvers vegna gerðist hann
kvikmyndagerðarmaður?
„Ég vann hjá Lucas Film þegar
ég var 15 ára við að flokka leikmuni
úr Stjörnustríði og Empire Strikes
Back. Þá kom sögukortið úr Leitinni
að týndu örkinni [Raiders of the
Last Ark] upp í hendurnar á mér.
Ég sagði vinum mínum frá því að
[Steven] Spielberg ætlaði að gera
virkilega heimskulega mynd sem
ætti örugglega eftir að vera hrika-
lega léleg. Þegar ég sá myndina í
kvikmyndahúsi gerði ég hins vegar
upp við mig að ég ætlaði að leggja
þetta fyrir mig. Það þarf ekki að
orðlengja það frekar að myndin var
frábær.“
í skóla hjá Propaganda
Þú fórst samt ekki beint í kvik-
myndirnar.