Morgunblaðið - 12.07.1998, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 49
FOLK I FRETTUM
TENA Palmer og Joao í Kaffileikhúsinu; Jóel Pálsson, Matthías Hemstock,
Gunnar Hrafnsson, Tena og Hilmar Jensson.
Eins og að spila
á slagverk
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
ÞÆR voru ánægðar með suðrænu sveifluna tengdama'ðgurnar
Sóiveig Baldursdóttir, eiginkona bassaleikarans, og Ragnhildur
Kvaran, móðir hans.
KAFFILEIKHÚSIÐ í Hlaðvarpan-
um hefur jafnan skemmtilegt yfir-
bragð og síðastliðið fimmtudags-
kvöld var engin undantekning þar á.
Þá gafst unnendum góðrar tónlistar
tækifæri á að hlýða á bossanova- og
samba-tónlist í flutningi betri tón-
listarmanna landsins og var
stemmningin að vonum góð.
I fararbroddi var kanadíska
djasssöngkonan Tena Palmer, sem
nú hefur dvalið hér á landi í tvö ár
við söng og tónlistarkennslu. Með
sér í bandið Joao hefur hún fengið
þá Matthías Hemstock trommuleik-
ara, Hilmar Jensson gítarleikara,
Gunnar Hrafnsson bassaleikara og
Jóel Pálsson saxófónleikara.
Syngfur á fjórum tungumálum
Nafnið Joao kemur frá brasilíska
tónlistarmanninum Joao Gilberto
sem Tena heldur mikið upp á. „Hann
er írábær söngvari og gítarleikari.
Lögin sem við fluttum á tónleikunum
lærði ég fiest af geisladiski með hon-
um sem Guðrún Edda söngnemandi
minn lánaði mér,“ sagði Tena í sam-
tali við blaðamann. „Eg valdi flest
laganna og hafði þegar sungið nokk-
ur þeirra eins og „Bésame Mucho“,
„Triste" og „Tico Tico“. Hin öll lærði
ég fyrir þessa tónleika.“
Tena dvaldi um nokkurra mánaða
skeið í Portúgal og notaði þá tæki-
færið til að læra tungumálið. Hún
söng líka á móðurmáli sínu, ensku,
auk spænsku, ítölsku og portú-
gölsku og fór létt með. „Mér fannst
ofsalega gaman að syngja í Kaffi-
leikhúsinu. Þessi gamli salur er svo
fallegur og strákarnir í hljómsveit-
inni voru írábærir. Þetta er líka í
fyrsta skipti sem ég syng bossa-
nova- og samba-tónlist heila tón-
leika.
MARÍA Loftsdóttir hlustaði
sérlega vel efiir fallcgum og
ofttregafullumsöngtextum.
Næst verður dansiball
Portúgalska er mjög fallegt mál,
ryþminn er mjög sérstakur og einnig
sérhljóðamir sem gera það að verk-
um að þegar maður syngur á málinu
er það eins og að spila á slagverk. Það
var yndislegt hvað margir komu og
hversu vel fólkið virtist njóta tónlist-
ÞAÐ ER auðvelt að njóta góðrar tónlistar í skemmtilegu umhverfi;
Auður Búadóttir og Hólmfríður Sigurjónsdóttir.
arinnar, jafnvel þótt flest lögin væru
á portúgölsku. Við höfðum enska
texta á borðum, því það er miklu
skemmtilegra fyrir alla aðila að fólk
skilji um hvað er verið að syngja.“
Joao-bandið ætlar að spila aftur í
Kaffíleikhúsinu, og þá verða fleiri lög
á dagskránni, þau verða dansvænni
og slegið verður upp dansiballi, jafn-
vel um næstu helgi.
erum
fluttir....
I NYTT HUSNÆÐI AÐ
BILDSHOFÐA 16
HellyHansen
SPESIALPRODUKTER
s
SECUMAR
COMPLASTEC
'IIHi PIONER 'lllli
[©] Perslorp Plastic Systems
Sími 587 7666 Fax 587 7665
I