Morgunblaðið - 12.07.1998, Qupperneq 50
50 SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
„Hjartsláttur“
Birna Anna Björnsdóttir hitti Alfred More
og hr. Örlyg og forvitnaðist um fyrirbærið
Hjartslátt og sló á þráðinn til plötu-
snúðarins Martins Brew sem mun ásamt
Alfred spila á Hjartsláttarkvöldi á
Kaffi Thomsen í kvöld.
s
Asunnudagskvoldum,
einu sinni í mánuði eða svo,
heyrast nýstárlegir og for-
vitnilegir tónar út um dyr Kaffi
Thomsen í Hafnarstræti. Þangað
streymir ungt og forvitið fólk sem
vill eiga notalega kvöldstund og
kynnast um leið því nýjasta sem er
að gerast í tóniist. Þessi kvöld
ganga undir nafninu Hjartsláttur
og eru skipulögð og útfærð af hópi
fólks sem samanstendur af Gus
Gus, hr. Örlygi og Björk og fá þau
til landsins mjög spennandi og at-
hyglisverða plötusnúða.
Fólk komi til að hlusta
á tónlistina
- Hver er hugmyndin á bak við
„Hjartslátt"?
„Hugsunin er sú að koma ein-
hverju af stað í skemmtanalífinu
sem er ekki á föstudags- eða laug-
ardagskvöldum þannig að fólk sé
að koma fyrst og fremst til þess að
hlusta á tónlistina. Til þess að
heyra góða og öðruvísi tónlist,"
svarar Alfred og undir þetta tekur
hr. Örlygur. „Við viljum vera með
góða tónlist í góðu umhverfi svo
tónlistin fái að njóta sín. Þá er
nauðsynlegt að hafa þetta á öðrum
kvöldum en föstudags- eða laugar-
dagskvöldum þvi þá er fólk svo oft
upptekið af öðrum hlutum.“
Það er engin ákveðin stefna í
þeirri tónlist sem borin er fram á
Hjartsláttarkvöldum, nema bara
að koma fram með eitthvað alveg
nýtt og áhugavert. „Þetta er hug-
sjónavinna, við erum að miðla boð-
skap og sá boðskapur er tónlist og
Hjartsláttarkvöldin eru mjög gott
tækifæri. til að heyra nýja og
framsækna tónlist," segir hr. Ör-
lygur.
„Það er mikill kraftur í tónlistar-
lífinu héma í Reykjavík og þrátt
fyrir mannfæðina eru íslendingar
metnaðarfullir og við viljum hafa
tónlistina og tónlistarlífið ferskt.
Það er fullt af spennandi hlutum í
gangi hérna og við í Hjartslætti er-
um bara einn hluti af öllu því sem
er að gerast.“
Hlakka til að
spila á íslandi
Martin Brew er tæplega þrítug-
ur plötusnúður frá Manchester og
vinnur þar í plötubúðinni Fat City
Records. Hann gefur út eigin tón-
list undir nöfnunum „Strange-
brew“ og „J-Walk“ en kemur
HÁGÆÐfl
Steiningarlím
» Til filtunar, kústunar
og sem þéttimúr.
» Gufuopið, vatnsþétt
og frostþolið.
* Tryggir góða áferð.
» 15,ára reynsla
á Islandi.
Smiðjuvegur 72,200 Kópavogur
Sími: 564 1740, Fax: 554 1769
SPECTROMIC
---yy/-----
TS-400
Handsimi
Bílasími
Festmg i bil
með 12V
hleðslutæki,
handfrjálsri
notkun,
tengingu f.
loftnet og
ioftnetskapli.
Hleðslutæki f.
230V, 120 klst.
NiMH rafhlaða.
37 - 108 Reykjavik
588-2800 - Fax. 588-7447
www.mbl l.is
Nýjung! Þýsk gæðavara
Ekta augnahára- og augna-
brúnalitur sem samanstendur af
litakremi og geli sem blandast
saman, allt í einum pakka.
Mjög auðveldur í notkun, fæst í
þremur litum og gefur frábæran
árangur.
Útsöiustaðir snyrtivöruverslanir og apótek:
Nana Lóuhólum, Libia Mjódd, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Andorra Hafnarfirði, Snyrtivöruversl.
Gulibrá, Spes Háaleitisbraut, Sandra Smáratorgi, Ingólfs Apótek, Apótekiö Skeifan, Holtsapótek,
Vesturbæiar Apótek, Borgar Apótek, Lyfjakaup Mosfellsbæ, Hringbrautar Apótek, Austurbæjar
Apótek, Arbæjar Apótek, Snyrtivöruverslunin Sigurboginn, Breiöholtsapótek, Apótek Garöabæjar,
Fjarðarkaups Apótek, Apótek Vestmannaeyja, Húsavíkur Apótek, Stjörnu Apótek Akureyri,
Dalvíkur Apótek, Akranes Apótek, Borgarness Apótek, (safjaröar Apótek, Kaupfélag Hvammstanga,
Hafnarapótek Höfn, Selfoss Apótek, Stykkishólmsapótek, Patreks Apótek.
TANA Cosmetics Einkaumboó: S. Gunnbjörnsson ehf., s. 565 6317 og 897 3317
Morgunblaðið/Golli
ALFRED More, sem mun spila í kvöld með Martin Brew,
og hr. Örlygur.
einnig fram sem plötusnúður.
Hann kemur til íslands til að spila
á Hjartsláttarkvöldi í kvöld.
- Hvemig líst þér á að koma til
Islands?
„Alveg frábærlega vel og ég
hlakka mjög mikið til að koma. Það
er alltaf spennandi að spila fyrir
nýja áheyrendur á nýjum stöðum.
Þegar maður er að spila skiptir
miklu máli hvemig áheyrendumir
era því það myndast alltaf ákveðið
samspil milli plötusnúðarins og
áheyrenda. Það samspil á sinn þátt
í því að skapa þá tónlist sem verður
til í hvert sinn.“
- Hvað geturðu sagt um tónlist-
ina þína?
„Eg spila fyrst og fremst
Hipphopp í bland við svolítið diskó.
Þetta er samt ekki hreint diskó en
það koma íyrir diskóhendingar
sem gerir þetta að mjög skemmti-
legri danstónlist. Þetta er blanda
af nýju og gömlu sem hljómar von-
andi vel saman.“
- En er þetta líkt einhverju sem
heyrst hefur áður eða er þetta eitt-
hvað alveg nýtt?
„Ég myndi segja að þetta væri
eitthvað alveg nýtt. Það era ekki
margir sem era að blanda saman
Hiphoppi og diskói. Hérna a.m.k.
er þetta nokkurs konar neðanjarð-
artónlist. Mörgum er líka meinilla
við diskó sem ég skil vel því meiri-
hlutinn af því er bara rusl. En
sumt er alveg frábært, í því er mik-
il tilfinning og það er það sem mér
finnst gaman að spila.“
Martin hættir allt í einu að tala
og hlær við, biðst svo afsökunar og
segir að félagi sinn í plötubúðinni
sé að hlæja sig máttlausan að sér
þegar hann er að reyna að lýsa tón-
listinni sinni.
-Hann er bara öfundsjúkur af
því að þú ert að fara til Islands, er
það ekki?
„Jú, engin spurning, hann er
grænn af öfund, það langar alla til
Islands, hvað þá að spila þar. Það
vita allir af fslandi og sérstaklega
þeir sem eru inní tónlist. Það
þekkja flestir Björk og Gus Gus og
vita að það er margt spennandi að
gerast í tónlistinni hjá ykkur.
Þannig að ég hlakka mikið til að
spila á íslandi."
Leslie Nielsen
í fótspor
DiCaprio
► SPRELLARINN Leslie Niel-
sen, sem hefur gert Naked Gun
myndirnar ddauðlegar, er ekki
að baki dottinn og innan
skamms verður frumsýnd í
Bandaríkjunum myndin „Titan-
ic: Wrongfully Accused". Ekki
þarf að fjölyrða um efnivið
myndarinnar en mótleikkona
hans í þessari grínmynd er
Melinda McGraw. Forvitnilegt
verður að sjá hvort Nielsen
reynir að feta í fótspor kyn-
táknsins Leonardos DiCaprios
sem hreif kvenþjóðina sem Jack
í „Titanic".
MYNDBÖND
Einkalíf
snillings
Wilde
(Wilde)___________
Drama býggt á
sannri sögu
★★★
Framleiðendur: Marc og Peter Samu-
elson. Leikstjóri: Brian Gilbert.
Handritshöfundur: Julian Mitchell.
Kvikmyndataka: Martin Fuhrer. Tón-
list: Debbie Wiseman. Aðalhlutverk:
Stephen Fry, Jude Law, Vanessa
Redgrave, Jennifer Ehle og Tom
Wilkinson. (112 mín.) Bresk. Mynd-
form, júní 1998. Myndin er bönnuð
innan 16 ára.
í ÞESSARI ágætu mynd er sögð
saga Óskars Wilde, sem var jafn
frægur fyrir leikrit sín og ljóð og
hann var fyrir mikilfenglegan per-
sónuleika. Wilde var uppi undir lok
síðustu aldar, þegar stíf siðferðis-
gildi Viktoríutímans héldu samfé-
lagi heldri manna í heljargreipum.
Wilde var of frjór í hugsun til að
kyngja skrifuðum og óskrifuðum
reglum samfélagsins. Hann lagðist
gegn þeim í
skáldskap sínum
og daglegu fasi
með mælsku,
orðheppni og
hárfínan húmor
að vopni.
Kvikmyndin
tekur upp þann
þráð í ævi Wilde
sem lýtur að
einkalífi hans og ástarmálum, sem
reyndust akkilesarhællinn í viður-
eign hans við samfélagið. Frásögn-
in spannar tímann frá því er Wilde
uppgötvar samkynhneigð sína, þá
nýgiftur, til þess að hann er sóttur
til saka fyrir ósiðlegt athæfi.
I handriti myndarinnar eru for-
sögu Wilde ekki gerð sérstök skil
og gengið út frá að áhorfandinn
þekki í meginatriðum ævi skáldsins
og snilligáfu. Mörgu er sleppt og
verða því ákveðnir þættir dálítið
vanræktir, sérstaklega sá hluti sem
fjallar um samskipti Wilde við fjöl-
skyldu sína sem og ástarævintýri
Wilde og Bosie. Hins vegar virkar
þetta vel þegar líður á myndina, því
þótt atburðarásin sé fremur rislítil
og blátt áfram, verður uppgjörið í
lokin áhrifaríkt. Dómsmálið gengur
svo hratt og örugglega fyrir sig að
það verður óhugnanlegt og raun-
veralegt. Sú and-melódramatíska
stefna sem myndin tekur samsvar-
ar sér þannig vel þegar upp er stað-
ið.
Það sem gerir þessa mynd eftir-
minnilega er leikurinn í heild sinni.
Bresku leikararair gæða handritið
lífi og dýpt, smyrja það og fylla út í
glufur. Stephen Fry er fullkominn
Wilde. Hann miðlar mikilfenglegu
fasi, mælsku og hnyttni persónunn-
ar en um leið vamarleysi hennar og
viðkvæmni. Meðleikararnir era
heldur engir eftirbátar hans. Jude
Law er guðdómlega fallegur og
traflaður í hlutverki Bosie, unga
aðalsmannsins sem Wilde var hel-
tekinn af og Michael Sheen myndar
sterkt mótvægi sem traustur vinur
Wildes. Jennifer Ehle nær á aðdá-
unarverðan hátt að gæða dauflegt
hlutverk sitt dýpt og tilfínningu og
Tom Wilkins, sem lék yfirstrippar-
ann í „The Full Monty", virðist hér
stökkbreyttur í hlutverki hins ill-
skeytta föður Bosie. Vanessa Red-
grave sýnir stórleik í annars stuttu
hlutverki móður Wilde.
Kvikmyndin er best þegar hún
setur fram þau orð og tilsvör sem
liggja eftir Wilde sjálfan. Af svo
djúpviturri en áreynslulausri speki
er ekki hægt annað en að hrífast.
Heiða Jóhannsdóttir