Morgunblaðið - 16.07.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.07.1998, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kári UMBROT í Kverkjökli gætu skýrt hlaupið að mati skálavarða. YFIRBORÐ Volgu hækkaði um metra í hlaupinu. Hlaup í Volgu Stjórn Landsvirkjunar einroma í vali á nýjum forstjóra Friðrik Sophusson ráðinn forstjóri Rökstutt álit frá Eftir- litsstofnun EFTA Tæknilegar reglugerðir ekki bornar undir stofn- unina EFTIRLITSSTOFNUN EFTA hef- ur sent frá sér rökstutt álit þar sem fram kemur að íslensk stjómvöld hafi ekki fylgt ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið þess efnis að tilkynna skuli stofnunni um tæknilegar reglugerðir sem gætu hindrað frjálsa flutninga á vörum milli landa áður en þær koma til framkvæmda. Hákan Berglin, deildarstjóri laga- deildar og skrifstofu stjómarráðs EFTA, segir að upprunalega hafi ís- lendingar sett á annan tug slfkra reglugerða sem ekki vom bomar undir Eftirlitsstofnunina, þar af séu þrjár eftir, lög um tóbaksvamir og tvær auglýsingar um innflutning á sláturafurðum. Alit það sem nú er sent íslending- um er eina athugasemd stoftiunar- innar við framkvæmd íslendinga á samningnum um Evrópska efnahags- svæðið fyrir tímabilið maí, júní og júh'. Á sama tíma hafa stjómvöldum í Lichtenstein og Noregi hvomm um sig verið send tvö rökstudd álit. Rök- stutt álit er efsta stig athugasemda stofnunarinnar áður en mál er sent EFTA-dómstólnum til úrskurðar. JÖKULSÁIN Volga, sem er ein af fyrstu kvíslum Jökulsár á Fjöllum og rennur úr Kverkjökli, hljóp á dögunum og hækkaði yfirborð hennar um metra þegar mest var. Allt að tveggja metra ísstykki brotnuðu úr jöklinum og bárust með ánni um 200-300 m. Skálaverðir í Kverkfjöllum, þau Þór Vilhjálmsson og Berg- lind Vilmundardóttir, urðu vör við umbrotin þegar þau heyrðu dynki í jöklinum. „Dynkimir stöfúðu af þvf að ísstykki voru að hrynja úr þaki ísheliisins sem Volga rennur úr. Það stafar af umbrotum í jöklinum, sem geta verið af því að jökullinn er að skrfða fram“ sagði Þór í samtali við Morgunblaðið. „Volga er vanalega smá- spræna sem hægt er að stikla yf- ir en yfirborð hennar hækkaði um heilan metra f hlaupinu sem hófst 4. júh' og stóð í fjóra daga.“ Að sögn Þórs er talið að umbrotin f jöklinum hafi valdið því að farvegur jökulár sem liggfur 500 m austar hafí færst til undir jöklinum og sú á sam- einast Volgu, það styður þetta að austari áin hefur minnkað tíl muna. Hlaupið skolaði burt göngu- brú sem liggur yfir Volgu en ferðamenn sem koma í Kverk- fjöll ganga gjaman upp á Vatna- jökul og fara þá sem leið liggur fyrir neðan Kverkjökul. „Við settum upp nýja göngubrú sem leiðsögumenn hafa þurft að færa til eftir því hvemig áin breytir sér,“ segir Þór. STJÓRN Landsvirkjunar sam- þykkti einróma í gær að ráða Friðrik Sophusson, alþingismann og fyrrverandi fjármálaráðherra, í stöðu forstjóra Landsvirkjunar frá og með 1. janúar 1999. Halldór Jóna- tansson forstjóri, sem gegnt hefur stöðunni frá 1. maí 1983, mun þá láta af störfum, en hann hefur starfað hjá Landsvirkjun frá því fyrirtækið var stofn- að 1965. Jóhannes Geir Sig- urgeirsson, stjórnar- formaður Lands- virkjunar, sagði að eining hefði verið innan stjómarinnar um ráðninguna. I stjóminni sitja full- trúar eigendanna, ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrar- bæjar. „Friðrik er ráðinn á faglegum forsendum. Þær forsendur em hins vegar að hluta til pólitískar, þ.e.a.s. þetta er opinbert fyrirtæki í eigu ríkisins og sveitarfélaga. Framtíð þess ræðst mjög á hinu pólitíska sviði. Framundan er mik- il vinna Landsvirkjunar með hags- munaaðilum að samræma virkjun- arstefnu Landsvirkjunar stefnu fyrirtækisins í umhverfísmálum. Það er einnig mjög mikil vinna framundan varðandi skipulags- málin, þ.e. hver staða Landsvirkj- unar á að verða í ffamtíðinni. Allt byggist þetta endanlega á pólitísk- um ákvörðunum og við teljum að reynsla Friðriks geti nýst okkur mjög vel í þessari vinnu. Við höf- um innan fyrirtækisins yfirburða- þekkingu á verkfræðisviði og fjár- málasviði þannig að við þurftum ekki að styrkja þá þætti með ráðn- ingu forstjóra," sagði Jóhannes Geir. Hann sagði að stjómin hefði ennfremur litið til farsælla starfa Friðriks sem fjármálaráðherra, sem væri flókin stjórnunarstaða. Staðan ekki auglýst Jóhannes Geir sagði að alla tíð hefði legið fyrir að ekki þyrfti að auglýsa stöðuna. Það hefði hins vegar komið til tals að gera það. „Stjómin tók þá ákvörðun að gera það ekki. Aðallega tvennt kom til. Annars vegar taldi meirihluti stjómar að stöðu sem þessa ætti ekki að auglýsa. Það væri nánast viðtekin venja með stöður af þessari stærðargráðu að stjómin leitaði að mönnum en aug- lýsti ekki. Hins veg- ar var ljóst undir það síðasta að það var orðinn einhugur um einn ákveðinn einstakling og þá er það ekkert annað en hræsni að vera að auglýsa." Ánægður með traust stjómarinnar „Mér er efst í huga að þakka það traust sem stjómin sýnir mér með því að ráða mig frá næstu áramótum forstjóra Lands- virkjunar. Mér þykir vænt um að stjómin er einhuga í þessu máli. Allir stjómarmennimir, burtséð frá því hvar þeir standa í pólitík og allir eignaraðilamir þrír, standa að þessari ráðningu. Þetta þykir mér mikilvægt hjá þessu stóra fyrir- tæki,“ sagði Friðrik í samtali við Morgunblaðið. Friðrik sagði ekki tímabært að svara spumingum um breytingar á stefnu fyrirtækisins. Það væri þó ljóst að með nýjum mönnum kæmu nýjar áherslur. ViðfangS; eftiin hjá fyrirtækinu væru mörg. I vaxandi mæli þyrfti að gæta sam- ræmis milli orkustefnunnar ann- ars vegar og umhverfissjónarmiða hins vegar. Skipulag orkugeirans ætti einnig eftir að verða mikið til umræðu á næstu ámm. Friðrik sagðist á þessari stundu reikna með að sitja á Alþingi til næstu áramóta. Ennfremur myndi hann segja af sér embætti varafor- manns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í mars á næsta ári. Það gæfi hins vegar augaleið að frá áramótum yrði hann óvirkur þátttakandi í pólitík. Friðrik Sophusson er fæddur 18. október 1943. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1963 og lögfræði- prófi frá Háskóla íslands 1972. Friðrik var kjörinn alþingismaður Reykvíkmga 1978, var iðnaðarráð- herra 1987-1988 og fjármálaráð- herra 1991-1998. Friðrik Sophusson Starfsmannafélag Hafnarfjarðar fundaði í gær um hækkun á launum bæjarfulltrúa Vilja viðræður um bætt kjör bæjarstarfsmanna STJÓRN og trúnaðarmannaráð Starfsmannafélags Hafnarfjarðar- bæjar samþykkti í gær ályktun þar sem óskað er eftir að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði Ijúki þeim langvinnu og erfiðu deilum sem þau hafa átt í við Starfsmannafélagið. Ályktunin er gerð í kjölfar ákvarðana sem ný- lega voru teknar um að hækka laun bæjarstjóra og bæjarfulltrúa. „Sú ráðagerð bæjaryfirvalda varðandi hækkanir til bæjarstjóra og annarra bæjarfulltrúa hefur vak- ið nokkra undrun og mjög sterk við- brögð hjá félagsmönnum okkar, sér í lagi þegar tekið er mið af þeim erf- iðu og langvinnu deilum sem félagið hefur átt í við bæjaryfirvöld án nokkurs skilnings hingað til, hvað sem síðar kann að verða. I ljósi þessara síðustu breytinga á kjara- málum Hafnarfjarðarbæjar er mikil nauðsyn að klára mál gagnvart STH hið fyrsta og með sama krafti og gert var í tilfellum hinna kjömu fulltrúa og varðandi laun bæjar- stjóra. Fundurinn væntir þess að gengið verði til verksins af fullum krafti sem fyrst,“ segir í ályktun fundarins. Langvinnar deilur Ámi Guðmundsson, formaður St- arfsmannafélagsins, sagði að sam- skipti bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og félagsins hefðu verið mjög erfið allt frá því að bærinn sagði upp sér- kjarasamningum hluta bæjarstarfs- manna haustið 1995. Síðan hefðu staðið yfir viðræður milli bæjaryfir- valda og félagsins án þess að þær hefðu leitt til niðurstöðu. Ekki hefði reynt á samningsvilja eftir að ný bæjarstjóm tók við völdum í vor, en forysta Starfsmannafélagins gengi bjartsýn til viðræðna. „Þessi hækkun á launum bæjar- stjóra og bæjarfulltrúa er mikið rædd hér á kaffistofum og mönnum finnst almennt að forgangsröðunin sé ekki í lagi. Menn binda miklar vonir við að þessi meirihluti lendi í þessum vandamálum sem hafa verið í gangi undanfarin misseri. Þessi launahækkun gefur okkur vonandi vísbendingar um að það verði gert,“ sagði Ami. Vantraust milli félagsins og launanefndar Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, kemur úr fríi á mánu- daginn og sagðist Ámi reikna með að þá strax yrðu teknar upp við- ræður milli bæjaryfirvalda og St- arfsmannafélagsins. Félagið hefði á mánudaginn ritað bæjarstjóra bréf þar sem óskað væri eftir viðræðum. Ámi sagði að meðal þess sem deilt væri um væri aðgangur fé- lagsmanna að námskeiðum sem gefa launaflokkahækkanir. Starfs- mannafélag Hafnarfjarðar hefði ekki sömu möguleika á þessu sviði og starfsmannafélög í nágranna- sveitarfélögum. Mikil óánægja væri einnig með endurmenntunarmál. Háskólamenntaðir félagsmenn hefðu orðið að sætta sig við mun lé- legri kjör í þeim efnum en t.d. sál- fræðingar sem bærinn hefði gert samning við stuttu eftir að skrifað var undir samning við félagið. Árni sagði að mikið vantraust ríkti milli félagsins og samninganefndar sveitarfélaga og félagið myndi ekki sætta sig við að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði vísuðu á hana. Sveitar- félög eins og Akureyrarbær hefðu samið við hluta starfsmanna sinna án afskipta launanefndarinnar og Hafnarfjarðarbær gæti farið eins að.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.