Morgunblaðið - 16.07.1998, Síða 27

Morgunblaðið - 16.07.1998, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 2 7 ÞJÓNN í Tjörninni, stærstu brauðsúpu landsins. málsins er aftur á móti sá að hún tók leikstjórnina að sér. Því næst voru kraftar þriggja leikara til viðbótar virkjaðir, Bessa Bjarnasonar, Margrétar Vil- hjálmsdóttur og Kjartans Guð- jónssonar, auk Stefáns Karls Stef- ánssonar leiklistarnema. Hófst þá spuninn. Að sögn Eddu kom um tíma til greina að fá rithöfund tiJ liðs við hópinn en frá því var horfið. Þess í stað tók María að sér að halda af- rakstri spunans til haga. „Hér er átt við punkta til að spinna út frá á sýningum," útskýrir Edda, „en þeir geta, eðli málsins samkvæmt, tekið óendanlegum breytingum", enda hafa áhorfendur „frelsi til að bregðast við eins og þeim sýnist,“ skýtur María inn í. Hópurinn legg- ur, með öðrum orðum, upp með ákveðna grind á hverri sýningu. Hún er aftur á móti síbreytileg og ljóst má vera að sýningar á Þjóni í súpunni verða jafn ólíkar og þær verða margar. Eldglæringar í allar áttir Edda ber mikið lof á framlag Maríu til sýningarinnar, henni hafi með undraverðum hætti tekist að halda utan um þetta. „Hugmynda- flæðið var mikið og þegar mest gekk á stóð hreinlega út úr okkur bunan - eldglæringar í allar áttir. Eigi að síður tókst Maríu, með ein- hverjum hætti, að ná þessu öllu niður á blað og mæta með það næsta dag, skipulega upp raðað. Það er afrek út af fyrir sig!“ María viðurkennir að oft og tíð- um hafi verið handagangur í öskj- unni. Á hinn bóginn hafi verið nauðsynlegt að ná öllum gullkorn- unum niður á blað. Undir kring- umstæðum sem þessum séu þau fljót að gleymast. „Annars hef ég ekki yfir neinu að kvarta. Það eru forréttindi að fá að vinna með svona frjóu fólki.“ Æfingaferlið var, eðli málsins samkvæmt, talsvert frábrugðið því sem Edda og María eiga að venj- ast. „Það er flókið að setja svona sýningu saman, mynda heild, og eftir að við fengum áhorfendur fyrst á æfingu gerðum við miklar breytingar,“ segir Edda. „í raun má segja að við byrjum ekki að æfa fyrr en á frumsýningunni. Það er ný reynsla! María líkir æfingatímanum við að vera í andaglasi - hópurinn hafi ekki hugmynd um hvernig gestir komi til með að bregðast við grín- inu - áreitinu. Neita þeir að taka þátt eða taka þeir jafnvel sýning- una yfir? Það orð fer af íslendingum að þeir séu hlédrægir og lokaðir að eðlisfari - séu lítið fyrir að láta „abbast upp á sig“. Hafa stöllurnar ekki áhyggjur af því? „Þegar við vorum að æfa Hár & hitt var ég alls ekki bjartsýn - treysti ekki Islendingum til að taka þátt í spunanum," segir Edda. „Annað kom hins vegar á daginn. Áhorfendur vildu ólmir vera með í leiknum - voru hreint út sagt yndislegir! Þess vegna hef ég engar áhyggjur nú.“ Gefandi leikarar María segir viðbrögð áhorfenda að verulegu leyti undir leikurunum í sýningunni komin. Einmitt þess vegna er hún bjartsýn á að sam- leikurinn við gesti eigi eftir að ganga vel í Þjóni í súpunni - leik- hópurinn kunni galdurinn. „Leik- ararnir eru allir sem einn hlýtt fólk að upplagi - fólk sem gefur af sér og smitar út frá sér. Þess vegna er ég ekki í vafa um að áhorfendur eiga eftir að taka virk- an þátt í leiknum." Edda segir vinnuna við Þjón í súpunni með því skemmtilegasta sem hún hafi tekið sér fyrir hend- ur. „Þetta hefur verið alveg brjál- æðislega skemmtilegt. Ég er búin að vera með stöðuga magaverki af hlátri - fólkið sem ég er að vinna með er svo fyndið! Það væri ósk- andi að Þjónn í súpunni yrði upp- haf að föstu spunaleikhúsi af þessu tagi á Islandi!" María tekur í sama streng. „Þetta hefur verið frábær tími. Það er eðlilegt að leikarar séu stöðugt að leita en hér eru engar hömlur - allt er opið. Ég er eigin- lega alveg miður mín yfir því að vera að hætta!“ MATARLITIR fyrir kökur, marsipan og skreytingar. 15 mismunandi litir Póstsendum j la*n PIPAROGSALT II Klapparstíg 44 S: 562 3614 ER STÍFLAÐ? Fáðu þér þá brúsa af Fermitex og málið er leyst. Fermitex losar stfflur í frárennslispípum, saiemum og vðskum. Skaðlaust fyrir gler, postulín, plast og flestar tegundir málma. Fljótvirk og sótthreinsandi. Fœst I fiestum byggingavöru- verslunum og bensinstöQvum ESSO. ^VATNSVIRKINN ehf Ánnúla 21, simi 533 2020 Útsalan hefst í dag 30-70% afsláttur skohöllinP 11 BÆJARHRAUNI 16-555 4420 www.mbl.is Stórgóð mjólk fyrir litlar hendur alvegsttkgóð Þau vítamin og næringarefni sem mjólkin hefur að geyma gegna mikilvægu hlutverki í daglegu lífi okkar alla ævi. Látum aldrei vanta mjólk á okkar heimili. Þú átt eftir dö rtá Idrtgt Auktu notkunarmöguieika OG IANGDRÆGNI FARSÍMANS. Úrval loftneta og aukabúnaðarfyrir GSM og NMT í bústaðinn, bílinn og bátinn. SÍMINN Ármúla 27, sími 550 7800 Landssímahúsinu v/ Austurvöll, simi 800 7000 Afgreiðslustaðir Islandspósts um land allt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.