Morgunblaðið - 16.07.1998, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.07.1998, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ -* Snigla- fj ölskyldan Börn kafa gott afþví að sniglast um í tilbreytingarleysi. Þau koma þá auga á lífið í kringum sig. Því minna sem þau eru mötuð á skemmtun, því meira skaþa þau sjálf. Fyrir sjötíu árum sagði Bertrand Russell að það þyrfti að kenna börnum strax í bernsku að sætta sig við til- breytingarleysi. Það vanræktu foreldrar oft og héldu að börn- um dægrastyttingu þar sem börnin væru óvirk. Einnig sagði hann að sú tegund leiðinda sem helst þjakaði borgarbúa nútím- ans stafaði að miklu leyti af sambandsleysi þeirra við líf jarðar. Ekki er fráleitt að ætla að þessi orð hans VIÐHORF Eftir Kristínu Marju Baldursdóttur séu enn í gildi. Foreldrar hafa til að mynda oft áhyggjur af því hvernig þeir eigi að hafa ofan af fyrir börn- um sínum í sumarleyfum, og fari þeir til útlanda með þau, kjósa þeir oft að dvelja á stöð- um þar sem leiðindi eru fyrir- byggð með einhverjum tækja- eða vatnsbrautagörðum til dæmis. En í raun eru þessar áhyggj- ur óþarfar. Böm eru nefnilega nokkuð glúrin að hafa ofan af fyrir sér sjálf fái þau aðeins frið og tíma. Fyrir nokkrum árum fóru hjón með dætur sínar til Aust- urríkis í sumarleyfl, og leigðu íbúð í litlu þorpi ekki langt frá Salzburg. Þar hugðust þau eyða hálfum mánuði við hin háróm- antísku fjallavötn og stunda göngur, sólböð og sund. En á öðrum degi í Austurríki fór hann að rigna. Foreldrarnir ákváðu þó að láta ekki smávætu eyðileggja sumarleyfið, heldur hafa ofan af fyrir börnunum með leikjum og skoðunarferð- um, enda voru þetta vel upp- lýstir foreldrar sem höfðu lesið margar bækur eftir fræga upp- eldisfræðinga og heimspekinga, þar á meðal Russell. Þau óku því með dæturnar, tvær sex ára og eina átta ára, til Salzburg, skoðuðu borgina í ausandi rign- ingu og fóru svo í Mozarthúsið þar sem dæturnar fengu fræðsluerindi um meistarann. En áfram rigndi hann, og næstu daga skoðuðu þau meðal annars sumarhöll Franz Jos- ephs keisara, þar sem dæturnar fengu stutt ágrip af sögu Aust- urríkis, hús tónskáldsins Lehárs, merkilegt munka- klaustur og eldgamalt bóka- safn. Dætumar voru hinar ánægðustu eftir því sem best varð séð, enda lauk þessum menningarreisum iðulega inni á austurrískum kafflhúsum þar sem þær máttu raða í sig kræs- ingum. Seinnipart dags var eytt í innisundlaug þorpsins og á kvöldin voru alls konar þroska- spil dregin fram. Þegar hér var komið sögu var nú samt farið að síga í menn vegna aðgerða skapar- ans. Allt var á floti. Glaðlegir lækir höfðu breyst í grenjandi fljót og við vötnin var ekki lif- andi sálu eða nokkuð kvikt að sjá, fiðrildin dáin og fuglarnir flúnir. Foreldrarnir höfðu þó hemil á vaxandi biturð sinni. Að morgni hins sjöunda dags rigningar varð mömmunni Ijóst að guði var í nöp við hana. Hún skildi þó ekki hvernig hann gat gert saklausum dætrum hennar þetta. Þegar þær spurðu eitt sólskinsbros í framan hvað yrði nú gert þennan daginn, var urrað. Yngismeyjunum var svo sagt að nú yrði bara farið fót- gangandi niður í þorpið til að gera innkaupin. Göngustígurinn lá í gegnum lítinn skóg. Þau gengu í ein- faldri röð í regnkápunum, fremstur fór pabbinn, þungbú- inn og allur í herðunum, á eftir honum mamman í uppnámi, bú- in að ákveða að segja sig úr þjóðkirkjunni og slíta stjóm- málasambandi við Austurríki, og lestina ráku trítlurnar þrjár. Gangan gekk hægt því hinar skrefstuttu þurftu sífellt að stoppa til að masa hver við aðra, en þegar pískur og pukur fóru að ágerast og tefja göng- una allverulega, urðu foreldr- arnir óþolinmóðir og athuguðu hverju sætti. í ljós kom að þær stuttu höfðu safnað saman heilli sniglafjölskyldu sem þær báru virðulega á stórum laufblöðum í lófum sér. Þama var sniglapabbi, sniglamamma, börnin fimm, ömmumar báðar og einhverjar frænkur. Þær tóku ekki annað í mál en að þessi fjölskylda færi með í búð- ir. Með fortölum og ábending- um um þá félagslegu erfiðleika sem mundi mæta þessari fjöl- skyldu ef hún þyrfti að yfirgefa heimkynni sín, var loks hægt að fá þær ofan af þeirri fyrirætlan. Fjölskyldan var svo heimsótt á heimleiðinni. Og alla næstu daga. Svo und- arlega vildi til að hann stytti upp og síðustu daga sumarleyf- isins skein sólin glatt. Allt lifn- aði við, en þótt nóg væri nú um skemmtanir snerist líf dætr- anna um sniglafjölskylduna sem þurfti á miklum selskap að halda að því er virtist. Dæturnar höfðu komist í samband við líf jarðar. Sniglafjölskyldan kynnti þær svo fyrir nokkrum maurum sem unnu þarna á samyrkjubúi á göngustígnum og fór því drjúg- ur tími í félagsstörf. Heimspekingurinn hafði því líklega rétt fyrir sér. Börn hafa bara gott af því að sniglast að- eins um í tilbreytingarleysi. Þau koma þá auga á lífið í kringum sig. Því minna sem þau eru mötuð á skemmtun, því meira skapa þau sjálf. Og þótt það sé gaman og nauðsynlegt að gera eitthvað skemmtilegt og fræðandi með bömum sínum er óþarfi að halda þeim selskap frá morgni til kvölds. Enda voru þeir víst orðnir leiðir undir lokin, sniglarnir í Austurríki. Þegar máttarstólpar reynast vera kalkvistir EKKI hefur farið framhjá neinum sem fylgst hefur með fjöl- miðlum undanfarna daga að eitthvað hefur verið að gerast hjá Al- þýðubandalaginu. Fyrst lýstu 72% full- trúa á aukalandsfundi flokksins yfir stuðn- ingi við ákveðna til- lögu flokksformanns- ins, Margrétar Frímannsdóttur. Jafn- framt kom í Ijós að all- ir karlmennirnir í þingflokknum, sex að tölu, eru þessari góðu meirihlutasamþykkt ósamþykkir. Kvenmennirnir í þingflokknum, þrír að tölu, eru hins vegar samþykkir samþykkt- inni. Við þessi tíðindi urðu fyrr- greindir karlar hinir verstu, enda hafa þeir lengi talið sig eiga að ráða öllu í flokknum samkvæmt náttúrunnar lögmáli. Einn þeirra, Hjörleifur Guttormsson, sagði sig úr Alþýðubandalaginu þegar í stað. Annar, Ögmundur Jónasson, lýsti því yfir að hann væri Hjörleifi sammála í þessum málum en þar sem hann, Ógmundur, væri ekki í flokknum, gæti hann ekki sagt sig úr honum. Sá þriðji, Steingrímur J. Sigfússon, beið hins vegar með úrsögn úr Alþýðubandalaginu þangað til hann hefði ráðfært sig við bakland sitt í kjördæminu. Það gerði hann daginn eftir aukalands- fundinn og kvaddi síðan flokkinn ásamt 23 öðrum félögum á Þórs- höfn. Fleiri hafa verið að segja sig úr flokknum, bæði í kjördæmi Steingríms, Norður- landi eystra, og Aust- urlandi, kjördæmi Hjörleifs. Ljóst er að skoðanir um málið eru á báðum stöðum mjög skiptar. Nokkrir fé- lagar í ABR hafa einnig yfirgefið flokk- inn að sögn. Úrsagn- irnar hafa ávallt borist fjölmiðlum en ekki endilega flokksskrif- stofu. Formaður þing- flokksins, Svavar Gestsson, harmar eðlilega úrsagn- ir þessar og sýnir þeim víðtækan skilning. Hann kastar allri sök í Litlir smákóngar heima í héraði, segir Gísli Gunnarsson, ákveða að hefna þess í héraði sem hallaðist á á landsfundi. þessum efnum á þau 72% lands- fundarmanna sem samþykktu fyrrnefnda tillögu og gerir við það enga athugasemd að lífsreyndir stjórnmálamenn þoli engan veginn að vera í minnihluta. Hvaða voðalega tillaga var þetta sem hefur hrakið landsþekkta máttarstólpa og fyrrverandi ráð- herra Alþýðubandalagsins úr sín- um heittelskaða flokki þar sem þeir karlarnir voru komungir gefnir Njáli á svipuðum lífaldri að sögn? Þessi tillaga var eins og áður sagði málamiðlun mismunandi sjónarmiða og gekk út á það að stefnt skuli að sameiginlegu fram- boði Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks, Kvennalista og óháðra fé- lagshyggjumanna í næstkomandi alþingiskosningum í apríl 1999. Meira var það nú ekki. Þannig á ekki samkvæmt tillögu þessari að leggja Alþýðubandalagið niður; þar er heldur ekki lagt til að sam- eiginlegt framboð eigi að standa um alla eilífð. Aðeins að stefnt skuli að því á árinu 1999. Þessi tillaga er nær samhljóða fjölda svipaðra samfylkingartil- lagna sem Alþýðubandalagið hefur margsinnis samþykkt einróma í áranna rás. Sú er eina breytingin nú að Alþýðflokkurinn er sam- þykkur slíkri samfylkingu. Voru þá fyrri tillögur ekki meintar í al- vöru eða liggur hér eitthvað annað að baki? T.d. hreinn og klár yfir- gangur vissra þingmanna („flokks- eigenda") sem þoldu ekki að tapa enn þá einni orustunni um yfirráð- in í flokknum og töldu að með því að tapa atkvæðagreiðslunni væri nú mælirinn loksins fullur? Ein skýringin útilokar engan veginn aðra og vafalaust era þær báðar réttar að vissu marki. Eg er þó fremur trúaður á þá síðari: Sömu aðilar og nú eru að segja sig úr Alþýðubandalaginu hafa ráðið þar mestu ásamt Svavari Gests- syni í langan tíma. Arið 1987 stóðu Gísli Gunnarsson Ekki gesta- vinnustofa NOTALEGT að fá skjót viðbrögð við skrifum um listir, jafn sjaldgæft og sjást við- brögð við öðru í þessu þjóðfélagi en pólitísku dægurþrasi og al- mennu argaþrasi með efnishyggjuna að leið- arljósi. Margt af hhð- stæðu efni er helst af- greitt með smáletri á síðum erlendra dag- blaða og á hvergi ann- ars staðar heima, á síst að taka rými frá orð- ræðu er varða blóðrík- ari hliðar mannlífisins. Ennþá notalegra að sjá viðbrögð borgarráðsmanna Sjálfstæðisflokksins á vettvangin- um, loksins lífsmark úr þeiri átt. Var margyfirlýst skoðun mín að eini möguleikinn fyrir flokkinn til að vinna borgina í afstöðnum kosn- ingum væri að marka honum gilda menningarstefnu. Vera um leið samstiga þróun sem á sér stað um alla Evrópu, í raun allan heim, trúr þeirri stefnu að vera víðsýnt stjómmálaafl er ber hagsmuni allra stétta fyrir brjósti, með einkaframtakið í forgrunni. Að öðr- um kosti væri hann ekki í takt við tímann, dæmdur til að bíða ósigur. Mikill misskilningur, að myndlist og aðrar listgreinar séu séreign fé- lagshyggjuflokka og á alls ekki að afskrifa þær sem slíkar. Hún á sig sjálf líkt og hin fyrsta gyðja, Hera, systir og eiginkona Seifs, drottning Olympusargoðanna og vemdari hjúskaparins, sem hafði að venju að lauga sig í lindinni Kanaþos og endurnýja um leið hreinleika sinn og kvenleika, les mey- dóm. Margir hafa jafnt leitast við að hagnýta sem misnota hstina í tímans rás og sagan segir okkur að sumum hafi tekist það um lengri og skemmri tíma. Svikist að henni líkt og Seifur forðum að systur sinni í ham illa leikins gauksunga, blautum og slæptum. Hera tók hann var- færnislega upp og ylj- aði við barm sér, en þá greip Seifur tækifærið kastaði hamnum og tók hana nauðuga svo hún varð að gift- ast honum sakir velsæmis. En þótt Hera væri dæmd til að lúta Seifi og væri svipt öllum sínum dularmætti hafði hún óskorðað vald á einum vettvangi; hún gat gætt spádóms- gáfu hvern þann sem hún óskaði. Eins er með listina, hún á sig sjálf, að viðbættri dulargáfunni og öllum klækjabrögðum konunnar, hefur alltaf shtið sig lausa, rifið sig frá höfðingjum, trúarbrögðum og póli- tík, það mun hún einnig gera frá tilhneigingunni til að hversdags- gera hana, afmá. Jafnan er lindin Kanaþos nærri og nýir tímar framundan fyrir músu alhfsins, ímynd háleits metnaðar. Rétt að minna sjálfstæðismenn og aðra á, að það voru auðmenn sem lögðu grunn að flestum stærstu þjóðlistasöfnum heimsins til að efla þjóðarvitund almennings og þrjár konur auðmanna að fyrsta nútímalistasafninu MoMA í New York. Og þótt Frakkar hafi viljað spyrða opnun fyrsta listasafnsins Louvre árið 1793 við byltinguna hafði Friðrik mikli Prússakonung- ur opnað Myndhús sitt við Sans- souci-hölhna í Potsdam í útjaðri Berlínar mun fyrr. Þar fyrir utan voru verkin í París úr safni kon- ungs og aðalsins. En listin er ekki fyrir neina eina stétt sérstaklega heldur allar stéttir og sérhvern mann sem vih nálgast hana, fer ekki í manngreinarálit og mun Listin er ekki fyrir neina eina stétt sér- staklega, segir Bragi Ásgeirsson, heldur allar stéttir og sér- hvern mann sem vill nálgast hana. verða einn gildasti hlekkur menntakerfísins á nýrri öld ef að líkum lætur. Og vísa skal til þess að verðgildi listaverka og listíða í hverju landi fyrir sig telst örugg- ust loftvog á styi-k andlegs hfs og efnahagskerfisins. Að afskrifa listir og skapandi kenndir er þannig sjálfsmorð til lengri tíma litið, eins og öll mann- kynssagan er til vitnis um, einnig að jarða fortíðina í stað þess að miðla henni til framtíðar. Varðandi hugsanleg kaup á húsi málaranna á Bergstaðastræti 74 hafa komið upp hugmyndir um gestavinnustofu í samráði við SÍM, Samband ísl. myndlistarmanna, sameiginlega að- stöðu fyrir skrifstofur félagsins og gestavinnustofu á vegum borgar- innar. Það er jafn misvísandi og háskaleg hugmynd varðandi hús málaranna og áður Englaborg Jóns
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.