Morgunblaðið - 16.07.1998, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 16.07.1998, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR BJARNASON bóndi, Vigur, verður jarðsunginn frá Ögurkirkju, laugar- daginn 18. júlí kl. 14.00. Rútuferð verður frá Hótel ísafirði kl. 11.30. Sigríður Salvarsdóttir, Björg Baldursdóttir, Jónas Eyjólfsson, Ragnheiður Baldursdóttir, Óskar Óskarsson, Bjarni Baldursson, Salvar Baldursson, Hugrún Magnúsdóttir, Björn Baldursson, Ingunn Sturludóttir, Hafsteinn Hafliðason, Iðunn Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi, langafi og langalangafi, SIGURBERGUR PÁLSSON fyrrverandi kaupmaður, áður til heimilis á Háteigsvegi 50, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 20. júlínk. kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim, sem vildu minnast hins látna, er þent á líknarstofnanir. Sigríður Sigurbergsdóttir, Björn Pálsson, Pálína Sigurbergsdóttir, Stefán Kjartansson, Bára Sigurbergsdóttir, Ragnar Leví Jónsson, Daníel Pálsson, Þóra Pálsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. t Sálumessa og útför okkar ástkæru, ÁGÚSTU KRISTÓFERSDÓTTUR, Staðarhóli við Dyngjuveg, Reykjavík, verður í Kristskirkju Landakoti, á morgun, föstudaginn 17. júlí kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á minningarkort Kristskirkju Landakoti. Margrét Kristinsdóttir, Eva Kristinsdóttir, Svala Kristinsdóttir, Ásgeir Kristinsson, Kristinn M. Kristinsson, Kristófer M. Kristinsson og aðrir ástvinir. + Útför okkar elskulegu, SIGRÍÐAR BRIEM THORSTEINSSON, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 16. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar afþökkuð en þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Davíð Sch. Thorsteinsson, Gyða Bergs, Erla Sch. Thorsteinsson, Gunnar Sch. Thorsteinsson, Gunnlaugur E. Briem, Guðrún Briem, Garðar Briem, Stefanía Borg Thorsteinsson, Jón H. Bergs, Áslaug Björnsdóttir, Þóra Briem, Þráinn Þórhallsson, Hrafnhildur Briem. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, GUÐLÍNAR I. JÓNSDÓTTUR, Lindarbrekku, Aflagranda 40, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar A-6, Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi. Auður Ingibjörg Theodórs, Arndís Gná Theodórs, Elín Þrúður Theodórs, Ásgeir Theodórs, tengdabörn og barnabörn. GUÐMUNDUR SIG URBJÖRNSSON + Guðmundur Sig- urbjörnsson fæddist á Akureyri 22. maí 1949. Hann andaðist á heimili sínu 7. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Sigurbjörn Árnason, f. 18.9. 1927, og Klara Guð- mundsdóttir, f. 28.8. 1920. Bróðir Guð- mundar sammæðra er Kristinn Ketils- son, f. 24.3. 1965. Systkini samfeðra og Kristjönu Krist- jánsdóttur, f. 13.12. 1929, eru Eva, f. 24.4. 1950, Ámi, f. 10.11. 1951, Jón Ingi, f. 8.9. 1953, Kri- stján, f. 11.9. 1955, Margrét Bima, f. 19.12. 1965, og Anna, f. 20.10. 1968. Eiginkona Guðmundar er Bjamey S. Sigvaldadóttir hár- greiðslumeistari, f. 24.4. 1951. Þau gengu í hjónaband 11. apríl 1971. Foreldrar hennar em Sigvaldi Sigurðsson, f. 20.11. 1929, og Karólína Kristinsdóttir, f. 21.7. 1932. Böm Guðmundar og Bjameyjar eru Ein- ar Már, f. 7.6. 1972, Bjami Freyr, f. 11.1. 1977, og Kl- ara, f. 14.5.1981. Guðmundur lauk námi í bygginga- tæknifræði _ frá Tækniskóla íslands í desember 1974. Hann starfaði fyrst hjá Vegagerð ríkisins, hjá tæknideild Akureyr- arbæjar og siðustu 18 árin sem hafnarstjóri á Akureyri. Hann starfaði mikið að félagsmálum, aðllega fyrir Lionsklúbbin Hæng og íþróttafélagið Þór. Utför Guðmundar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég var rúmlega tíu ára þegar ég hitti Guðmund hálfbróður minn í fyrsta skipti. Við sátum dauðfeimin hvort á sínum stól í heimsókn hjá ömmu okkar á Gránufélagsgötu 11 á Akureyri. Það voru ekki margar setningamar sem við sögðum hvort við annað í það skiptið. Síðar áttum við sem betur fer eftir að kynnast betur, ekki síst eftir að Guðmundur byrjaði í Tækniskólan- um í Reykjavík. Þá fór hann að koma oftar heim til okkar hinna sem ekki deildum heimili með honum á upp- vaxtarárunum. Við eldri krakkamir vom á líkum aldri og stigum ýmis lífsins skref í takt ef svo má segja, fundum okkur maka, giftum okkur, fluttum að heiman og eignuðumst fyrstu bömin öll á svipuðum tíma. Á báðum heimilunum urðu þó „litlu bömin“ eftir, Guðmundur átti litla bróður Kristin og við hin áttum tvær litlar systur, Möggu og Önnu. Ég man hvað móðir mín var fegin að hafa þær þegar við hin fluttum öll að heiman á mjög skömmum tíma og sennilega hefur Klöra móður Guð- mundar fundist hið sama þegar stóri strákurinn hennar flutti í burtu. Guðmundur bróðir og Didda fóra að vera saman kornung, giftu sig og eignuðust þrjú yndisleg börn og fyrsta bamabarnið er komið. Ég gleymi því aldei hvað Guðmundur var hreykinn þegar hann hringdi til mín til að tilkynna fæðingu Kamillu litlu, enda hafði hann mikla ást á henni og ég veit að eitt það skemmtilegasta sem hann gerði var að vera „bamapía“. Ég veit að ég mæli fyrir munn okkar allra, systkinanna, þegar ég segi að við höfum frá upphafi verið stolt af þessum stóra bróður okkar, enda var hann óvenju grandvar og áreiðanlegur maður. Sorgin sem situr nú í brjósti okk- ar er óhemju þung. Það er svo erfitt að sætta sig við dauðann þegar hann tekur frá okkur ástvini sem enn era í blóma lífsins. En við verðum að reyna að hugga okkur við allar góðu endurminningarnar sem við eigum um þennan góða dreng. Elsku Didda, Einar og Kata, Bjami, Klara og Kamilla. Elsku Kl- ara eldri og Kiddi og foreldrar mínir. Mér er orða vant, ég bið þó góðan Guð að styrkja okkur öll, einhvern veginn munum við læra að lifa með sorginni. Eva, Djúpavík. egsteinar í Lundi . v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 564 4566 í gömlum fræðum segir að í hvert sinn er einstaklingur fæðist á þessa jörð, þá falli tár, ef ekki af gleði þá vegna þjáningar þess sem í hlut á. í þessum sömu fræðum segir að tak- ist einstaklingi síðan að lifa lífinu þannig að einhver sjái ástæðu til að fella saknaðartár við brottfor hans úr þessari jarðvist þá hafi hann ekki lifað til einskis. Ég er viss um að mörg gleðitár féllu hinn 22. maí 1949 þegar mágur minn, Guðmundur Sigurbjömsson, var borinn í þennan heim og enn fleiri gleðitár áttu eftir að falla yfir glæst- um frama þessa glæsilega pilts. Guð- mundur haslaði sér völl á sviði upp- byggingar og framfara og tók próf frá Tækniskóla íslands með glæsibrag. Að námi loknu valdi hann heima- byggð sína sem starfsvettvang, fyrst á vegum bæjarfélagsins á Akureyri, en síðan sem hafnarstjóri Akureyrar og starfaði þar til dauðadags. Ég sem þetta rita varð þeirrar gæfu aðnjótandi að renna upp að hlið Guðmundar í lífshlaupinu. Þannig rannum við saman nokkra hríð, kvæntumst báðir á svipuðum tíma og bömin okkar era fædd á svipuðu róli, þannig að fjölskyldutengslin hafa ávallt verið sterk. Síðan kom að því að leiðir skildu, ég og fjölskylda mín fluttu til Noregs, en Guðmundur eins og áður sagði til sirmar heimabyggð- ar. Á seinni árum hafa svo leiðir okk- ar legið saman á gleðistundum, svo sem við fermingar bama okkar og síðan giftingar þeirra. Ég hef alltaf verið ákaflega stolt- ur af þessum fjallmyndarlega mági mínum og fjölskyldu hans. Ég hef glaðst yfir velgengni hans og virð- ingu sem hann ávann sér hvarvetna sem hann kom að málum. Svo vel þekkti ég Guðmund Sigurbjömsson að ég veit að hann mundi ekki kæra sig um að verða mærður og ausinn oflofi af minni hálfu, enda hef ég enga ástæðu til þess. Það sem ég hefi hér að framan sagt, kemur beint frá brjósti mínu og er á engan hátt ofsagt að mínu mati. Guðmundi mági mínum tókst það sem ég gerði að upphafsorðum mín- um, það er að lifa lífinu þannig að nú er fjöldi manns sem fellir tár yfir brottfór hans úr þessum heimi. Ég sakna vinar í stað, ég harma að fá ekki aftur að njóta samvera með Guðmundi hér í Djúpavík, heyra þennan yndislega norðlenska framburð hans og njóta þeirra hnyttnu innskota í samræðum sem honum var svo lagið að koma að. Elsku Didda mín, Einar, Kata, Bjami Klara og Kamilla litla. Kæra tengdaforeldrar mínir. Ég vona að góður Guð gefi ykkur styrk til að komast yfir þennan mikla missi. Ég og fjölskylda mín höfum fylgst með hetjulegri baráttu Guðmundar og ekki síst ykkar hinna í fjölskyldunni við að þurfa að horfast í augu við að tapa þessari orrastu við dauðann. En munið, lífið heldur áfram með gleði sinni og sorgum og hafið hug- fast að mitt í allri sorginni hafið þið orðið þeirrar gleði aðnjótandi að hafa átt ástvin sem nú er grátinn af fjölda manns. Ásbjörn Þorgilsson, Djúpavík. Ég sit við eldhúsborðið og skrifa mína fyrstu minningargrein. Ég skrifa hana um mann sem mér þótti mjög vænt um og hét Guðmudnur Sigurbjömsson. Guðmundur var fyrst og fremst maðurinn hennar Diddu systur minnar en hann var líka góður vinur minn. Ég kynntist honum þegar hann fór að koma með Diddu heim til foreldra okkar. Ef- laust hef ég pirrað hann með stelpulátum og oft og iðulega hékk ég á framhandleggnum á honum og lét hann lyfta mér. Hann tók þessu öllu með jafnaðargeði kannski mest til þess að ganga í augun á Diddu og fjölskyldunni. En við eldumst öll og með áranum þróaðist vinskapur með okkur þrem- ur. Didda og Guðmundur eignuðust strákana sína og í ófá skiptin passaði ég þá mér til mikillar ánægju, fékk þá jafnvel lánaða í mína þágu því þeir vora svo sætir og skemmtilegir. Síðast en ekki síst lánaði Guðmund- ur mér bílinn sinn „Gula Demantinn" að launum fyrir pössunina. Guðmundur var mikill tilfinninga- maður og hafði að sjálfsögðu skap eins og mikilmenni hljóta að hafa. En hann hafði þann mikla eiginleika sem ekki er öllum gefinn að vera fyrstur manna til að biðjast fyrirgefningar og vera fyrstur til að fyrirgefa. Þegar eitthvað bjátaði á var Guðmundur maðurinn sem leitað var til, hvort heldur það var innan fjölskyldunnar eða meðal vina. Hann var fyrstur á vettvang til þess að bjóða fram að- stoð sína og lagði sig allan fram við að aðstoða fólk á erfiðum stundum. Svo kom áfallið. Guðmundur greind- ist með krabbamein í janúar. Hann ákvað strax að berjast gegn sjúk- dómnum með styrkri stoð Diddu og bamanna og á tímabili trúðu allir því að hann myndi sigra. Það var einfald- lega hans stfll. Þegar hann tók sér eitthvað fyrir hendur var það klárað og það með sóma. En í þetta sinn beið hann lægri hlut, það hefur vant- að góðan mann á góðan stað. Elsku Didda mín og öll fjölskyld- an, það era erfiðir tímar framundan og mikill tómleiki en við höfum myndir og minningar sem kalla má fram til huggunar. Við kveðjum í dag með mikilli væntumþykju og virðingu Guðmund Sigurbjömsson. Kristín. í dag er til moldar borinn Guð- mundur Sigurbjömsson, vinur minn og félagi. Einhvem veginn átti ég ekki von á því að þurfa að skrifa minningargrein fyrr en ég væri orð- inn gamall maður en núna er komið að því í fyrsta skipti, fyrr en ég hefði getað ímyndað mér. Eftir hetjulega baráttu í erfiðum veikindum er Guðmundur Sigur- bjömsson látinn langt fyrir aldur fram, og reynist það mér erfítt að skrifa minningarorð um þennan yndislega mann, sem frá fyrstu kynnum hefur reynst mér vel. í gegnum tíðina hef ég þurft að leita ráða hjá honum varðandi ýmis mál sem upp koma í daglegu lífi og í mínum huga var oftar en ekki best að leita til hans til að ræða málin. Það stóð ekki á svari hjá honum og hann benti mér á hvað skynsamlegast væri að gera í stöðunni, og má segja að ég hef farið eftir þeim ráðleggingum í einu og öllu. Ljóst er að slíkir tímar munu koma upp seinna meir og þá verður erfitt að geta ekki gengið á fund Guðmundar til að leita ráða. Ég hef umgengist hann mikið í gegnum fjölskylduna okkar, og þannig náð að kynnast honum og hans eiginleikum. Má segja að þar hafi farið duglegur drengur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur hvort sem var vegna atvinnu sinnar, eða í félagsstörfum sem hann sinnti af mikilli alúð. Ekki era minningarnar slæmar um hann Guðmund minn þegar mað- ur fer að hugsa til baka enda margar á löngum tíma. Ofarlega er sú ánægjulega minning þegar hann kom til mín og pabba í Borgarhlíðinni og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.