Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 49 FRÉTTIR i Ferðafélag Islands l ““~ Fjórar helg- arferðir AÐ VENJU býður Ferðafélag ís- lands upp á fjölda helgarferða. Um hverja helgi eru farnar ferðir í I Þórsmörk og gönguferðir um | Fimmvörðuháls, en í þeim ferðum . er gist í Skagfjörðsskála eða í tjöld- ’ um í Langadal. Þetta eru ferðir fyr- ir alla fjölskylduna. Jeppafólki er bent á að skálaverðir leiðbeina um akstur yfir Krossá og á staðnum er gott farartæki til aðstoðar við ána. Brottfór í helgarferð í Þórsmörk er á föstudögskvöldum kl. 20, en í Fimmvörðuhálsferðir er oftast farið á laugardagsmorgnum kl. 8 og ekið I að Skógum, en farangurinn er flutt- ( ur inn í Langadal. Gangan tekur um . 8-9 klst. Flestar helgar er farið í Landmannalaugar, en um þessa helgi verður ferð þar sem ekið er á laugardeginum inn að Eldgjá og farin létt ganga að mjög sérstæðum jarðmyndunum á svokölluðum Skælingi. Brottfór í ferðina er laug- ardagskvöldið kl. 20 og komið til baka á sunnudeginum, en þann dag verða einnig dagsferðir í Land- I mannalaugar og Þórsmörk, segir í | fréttatilkynningu. Fjórða helgarferðin á fræðsluferð ’ á Strandir í samvinnu við Skóg- ræktarfélögin nefnist „Leitin að Strandavíðinum" og verður brottfór á föstudaginn kl. 14. Upplýsingar fást á skrifstofu Ferðafélags Is- lands. ----------------- ( Afmælisfagnað- ur í Kringlunni í TILEFNI af árs afmæli aðhalds- námskeiða Gauja litla verður efnt til afmælisfagnaðar í Kringlunni fyrir framan Nýkaup hf. kl. 16 á morgun, föstudag. Þar afhendir Gaui litli afmælis- gjöf til Landgræðslunnar, áburð sem Áburðarverksmiðjan hf. hefur ( gefíð í tilefni afmælisins. Áburður- inn vegur jafn mikið og öll sú fita ' sem þátttakendur á námskeiðunum ( hafa losað sig við undanfarið ár. Þyngdin er þrjú tonn, sexhundruð fjörutíu og fimm kíló og verður áburðinum dreift á eitthundrað og fimmtíu þúsund fermetra á hálendi Islands. I Kringlunni verður jafnframt tískusýning, frá saumastofunni Spori í rétta átt, á íslenska ( íþróttafatnaðinum Spilitt. Einnig munu bræður í hljómsveitinni ' Súkkat troða upp og syngja nokkur ( ný og gömul lög. -------♦-♦-♦----- Kínaklúbbur Unnar Ferð til Sýrlands og Jórdaníu < UNNUR Guðjónsdóttir, sem sér- ( hæft hefur sig í ferðum íyrir al- | menning til Kína, skipuleggur þriggja vikna ferð um Sýrland og Jórdaníu í október. Unnur mun kynna ferðina fóstu- daginn 17. júlí í Reykjahlíð 12. Sýnt verður m.a. myndband frá Jórdan- íu. < < < < < Vitni vantar LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri sem varð fimmtudaginn 2. júlí klukkan 14.30 á Háaleit- isbraut við gatnamót Kringlumýrarbrautar. Ekið var aftan á bíl af gerðinni Mitsubishi Lancer, JN-813, sem er brúnn að lit. Hugsanleg vitni eru beðin að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Upplýsingamiðstöð vegna Galtalækjarmóts HEILAGUR Þorlákur á frúnerkinu sem gefið var út árið 1956 og sérstimpillinn sem notaður verður um hátíðina. Þorlákshátíð kaþ- ólskra og sérstimpill VEGNA undirbúnings bindindis- mótsins í Galtalækjarskógi um verslunarmannahelgina hefur ver- ið opnuð sérstök upplýsingamið- stöð á Grensásvegi 16 í Reykjavík. Þar geta allir áhugasamir fengið upplýsingar um fjölskylduhátíðina í Galtalækjarskógi, hvort sem þeir eru væntanlegir mótsgestir, fjöl- miðlar eða starfsfólk. Upplýsinga- miðstöðin er opin alla virka daga kl.9-18. í fréttatilkynningu segir að úti- hátíðin í Galtalæk verði að venju sniðin að áhuga og þörfum stór- fjölskyldunnar og þar finni allir af- þreyingu og skemmtun við hæfi. Haldnir verði þrír útidansleikir á palli, þrjú unglingaböll í kúlu, tvær barnaskemmtanir, tvær kvöldvökur, söngvarakeppni og tvö barnaböll. Þá verði á svæðinu íþrótta- og þrautaleikir, ævintýra- leiktæki, hestar og veiðivatn, varð- eldur og flugeldar, svo eitthvað sé nefnt. „Aðstaðan í Galtalækjarskógi hefur byggst upp á 30 árum og er nú eins og hún gerist best á útihá- tíð eins og bindindismótin hafa verið undanfarin misseri, fjölmenn og vel heppnuð. Umhverfið gerist vart betra þegar tjaldað er til þriggja nátta, rómuð tjaldstæði og tjaldavagnasvæði, góð hreinlætis- aðstaða, fallegar gönguleiðir í ná- grenni, göngustígar um kjarrskóg, veitingaþjónusta- og verslun. 350 starfsmenn í þjónustu og gæslu sjá um að allt fari fram eftir þeim lög- um og reglum sem tryggja öryggi og vellíðan mótsgesta - í vímulausu umhverfi," segir í fréttatilkynn- ingu. KAÞÓLSKIR leikmenn halda Þorlákshátíð í Skálholti dagana 17.-19. júli. Hátíðin er haldin til að minnast þess að 800 ár eru liðin frá því að Páll biskup Jónsson heimil- aði í Lögréttu að menn mættu biðja um fulltingi Þorláks biskups Þórhallssonar, voru svo bein hans grafin upp og skrínlögð. Þá er og aðfangatími að árinu helga, 2000, en þá eru jafn mörg ár frá fæðingu Krists og þúsund ár frá kristnitöku á Islandi, að lögum. Hátíðin hefst í Aratungu á fóstudagskvöld með kynningu, kvöldbænum og vai'ðeldi. Á sunnudag verður svo meðal ann- ars hámessa í Skálholtskirkju klukkan 14 og tónleikar á sama stað klukkan 16.15. Að öðru leyti fer hátíðahaldið og fyrirlestrar fram í Aratungu. Heilags Þorláks var minnst á frímerki árið 1956, en þá komu út frímerki í tilefni af 900 ára afmælis þess að settui' var biskupsstóll í Skálholti. Mynd Þorláks var prent- uð eins og hún er á saumuðum refli í Þjóðminjasafni, á 75 og 25 aura frímerki. Þá er til stytta af Þorláki á vesturhlið dómkii'kjunnar í Niðarósi og í kirkju skóla þess er hann stundaði nám í, á Englandi, en auk þess er nýleg stytta hans í Landakotskirkju. Sérstakt pósthús með sérstimpli verður starfrækt á stöðunum þessa daga. Verður það starfrækt í Skálholti kl. 12-14 á laugardag, en í Aratungu kl. 20-22 á föstudag, 9-11 á laugardag og 10-10.30 á sunnudag. Frímerkja verður póst- sendingar með a.m.k. lágmarks- burðargjöldum til viðkomustaða, segir í fréttatilkynningu. Kaþólska kirkjan hélt á síðasta ári hátíð í Viðey sem aðför að árinu heilaga, 200. Næsta ár verður há- tíðin haldin á Hólum og árið 2000, í Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg Góð veiði í Reynisvatni VEIÐI í Reynisvatni fyrir ofan Reykjavík hefur verið nvjög góð það sem af er árinu. Alls hafa veiðst 12 þúsund fiskar, bæði sil- ungur og lax. Um helgina var 100 löxum sleppt í vatnið. Enn er óveiddur 32 kílóa lax, sem sleppt var í vatnið fyrr í sumar. Oskað sambands við danskan ferðamann LÖGREGLAN í Reykjavík hefur verið beðin að ná sambandi við Ole Steiniche Rasmussen frá Brændstrup í Danmörku en hann er nú staddur í fríi hér á landi ásamt Marianne eigikonu sinni og vini. Þau eru trúlega á ferð um landið á bílaleigubíl. Þeir sem vita af ferð- um þeirra eða vita hvar þau eru stödd eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík eða biðja Ole að hafa samband við lög- regluna. Rauða kross ferð eldri borgara á Vestfjörðum ÁRLEGT ferðalag á vegum RKÍ, fyrir eldri borgara á Vestfjörðum, verður dagana 21.-27. ágúst. Dval- ið verður í Nesjaskóla við Höfn í Hornafirði, farið í skoðunarferðir um nágrennið og ýmislegt til gam- ans gert. Pantanir teknar niður frá og með föstudeginum 17. júlí frá kl. 19-20. Fararstjórar eru Helga Jónasdóttir, Tálknafirði, Sigrún Magnúsdóttir, Reykjavík og Sig- rún Gísladóttir, Flateyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.