Morgunblaðið - 18.07.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 18 . JÚLÍ 1998
MORGUN BLAÐIÐ
FRÉTTIR
SIGRÍÐUR og Oddur, á hleðslunni með garðinn í baksýn.
Morgunblaðið/Jim Smart
ÍRAGERÐI12 Stokkseyri.
Umhverfísnefnd Arborgar hefur valið
fímm fallegustu garðana
Garðar sem
veita gleði
GARÐEIGENDURNIR eru allir
sammála um að garðvinnan veiti
þeim mikla gleði. Nú fá aðrir
tækifæri til að gleðja augað því í
dag verða garðarnir opnir al-
menningi til sýnis milli klukkan
15 og 19.
Umhverfisnefnd Árborgar
skoðaði fjöldarnarga garða á
Selfossi, Stokkseyri og Eyrar-
bakka. Formaður nefndarinnar,
Magnús Hlynur Hreiðarsson,
segir að við valið hafí verið haft
að leiðarljósi að garðarnir væru
snyrtilegir, gróður fjölbreytileg-
ur, tré, runnar og blóm, safti-
haugur og matjurtagarður væri
í þeim og eitthvað fyrir börn.
Einnig hafi verið hugsað um að
garðamir væru ólíkir og bæði
ungir og gamlir.
Ungur garður og enn í mótun
Fjölskyldan að Baugstjörn 25
á Selfossi (ekki nr. 2 eins og mis-
ritaðist í föstudagsblaði) fékk
verðlaun fyrir sinn garð. Garð-
urinn er ungur og segja eigend-
umir hann enn í mótun. Hjónin
Hilmar Björgvinsson og Sjöfn
Marvinsdóttir byggðu húsið ‘93
og fóm að vinna í garðinum árið
eftír.
Þau era með mikið af fjölær-
um blómum og mikið af steina-
plöntum, steinbrjóta sem Sjöfh
hefur gróðursett í steinbeði.
Hilmar segir Sjöfn aðalhönnuð-
inn en allir hjálpist að, eldri
böm þeirra, Dröfn og Dagur,
segjast hjálpa við að vökva og
reyta arfa og eiga því sinn hluta
af heiðrinum.
Ensk áhrif
Eigendur garðsins í Lamb-
haga 20 Selfossi, hjónin Svan-
hvít Kjartansdóttir og Þráinn
Guðmundsson, fengu verðlaun.
Garðurinn er undir enskum
áhrifum en Svanhvít segist mik-
ið lesa bresk og amerísk garð-
yrlgublöð. Garðurinn hefur ver-
ið í ræktun frá um 1980 en elstu
trén em eitthvað eldri. Hjónin
hafa bæði mikinn áhuga á garð-
rækt og hafa gaman af að rækta
upp óverjulegar plöntur, í garð-
inum má m.a. sjá linditré, tura-
fífla, dverghvítgreini, bambus
og svo mættí lengi tejja.
Þau segjast setja sumt inn í
garðhús yfír vetrartímann og
breiða yfír beðin tíl að veita
plöntunum skjól. Þau eyða mikl-
um tíma í garðinu og segist
Svanhvít mikið hugsa um hvem-
ig litir og form raðist saman.
Þriðji garðurinn sem fékk
verðlaun á Selfossi er
Þrastarimi 27 í eigu Óðins Sig-
urðssonar og Kristínar H. Krist-
jánsdóttur. Þegar Morgunblaðs-
menn vora í garðaskoðuninni
vora þau erlendis en vinafólk
þeirra mun sýna garðinn í dag.
Garðurinn er ungur en byijað
var að rækta hann ‘91.
Garður undir pólitískum
áhrifum
Á Stokkseyri fengu hjónin
Margrét Frímannsdóttir og Jón
Gunnar Ottósson verðlaun fyrir
sinn garð við Iragerði 12.1
garðinum er ótrúlegur fjöldi
plantna og tegundimar einhvers
staðar á milli fjögur og fímm
hundrað, mest fjölærar plöntur,
tré og rannar. Hjónin era bæði í
annasömum störfum og eyða
jafnframt dijúgum tíma í garð-
inum. Margrét segir að eftír því
sem meira sé að gerast í pólitík-
inni því betur sé garðurinn hirt-
ur.
Þau byijuðu að rækta garðinn
‘88 en veturinn ‘90 skolaðist
hann f burtu í miklum flóðum.
Þau þurftu því að byija upp á
nýtt. Sjóvarnargarðurinn sem er
rétt við húsið er nú orðinn hluti
af garðinum en þau settu mold í
hann og plöntuðu svo blómum.
Margrét segir að fólk hafí haft
litla trú á garðræktinni hjá þeim
til að byija með því það hafi ver-
ið viðtekin skoðun að plöntumar
þrifust ekki vegna sjávar-
seltunnar. Garðurinn þeirra hef-
ur nú afsannað þetta svo um
munar og ólíklegustu tegundir
dafna þar.
Garðálfar leynast hér og þar
og segir Margrét þá í umsjón
dótturdótturinnar, Margrétar
Sólar, hún sinni þeim, færi þá
reglulega og reyni að siða þá til,
en allir heita þeir Óskar. Mar-
grét Sól á reyndar eigin hjólbör-
ur og er liðtæk við garðræktina
að sögn ömmunnar.
Hraun og rótarhnyðjur
Hjónin Oddur Þorsteinsson og
Sigríður Aðalsteinsdóttir fengu
HILMAR, Sjöfn, Dröfn og Dagur sitja þar sem þau hafa gert
bolla í garðinum.
MARGRÉT við hliðina á
sjóvarnargarðinum.
GARÐÁLFARNIR virðast una
glaðir við sitt á Stokkseyri.
SVANHVÍT og Þráinn við tjörnina í garði sínum f
Lambhaga 20.
BLÖMASKRUÐ í garðinum
Baugstjörn 25 á Selfossi.
verðlaun fyrir garð sinn á Búð-
arstíg 1 á Eyrarbakka. Þau byij-
uðu að rækta garðinn um ‘90 en
segja enga alvöra hafa verið í
því fyrr en ‘94. Sjö runnateg-
undir era í garðinu og ýmiss
konar sumarblóm. Hleðsla úr
hrauni dregur að sér athyglina
en þar er nafn hússins, Sunnu-
hvoll, mótað með ljósum steinum
i hraunið.
Þau nota rótarhnyðjur og
rekavið ásamt hrauni í garðinn,
m.a. er stétt úr hraunhellum og
rótarhnyðjur og hraun í beði
með sumarblómum.
Garðurinn er stór og opinn í
átt að sjónum. Þau segja að sér
líki vel að hafa pláss í garðinum
en þau ætli samt að bæta við
beðum og stéttum í framtíðinni.
Húsið Sunnuhvoll er 80 ára og
skúrinn gömul hlaða, þau hafa
gert hvort tveggja upp og er
gamla hlaðan nú áhaldageymsla,
bílskúr, geymsla og búr.
I dag verða garðeigendunum
veitt verðlaunin, viðurkenning-
arskjal og plöntur í garðinn frá
Umhverfisvemd Árborgar. Is-
landspósti hf. og Landssímanum
hf. verða einnig veitt verðlaun
fyrir snyrtilegt umhverfí.