Morgunblaðið - 18.07.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.07.1998, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 45 I MORGUNBLAÐIÐ gns erum við“ TOIVLIST Goisladiskur GREASE Lög úr söngleiknum Grease sem fluttur er í Borgarleikhúsinu nú um stundir. Flytjendur eru fjöl- margir söngvarar, þeirra helstir Rúnar Freyr Gíslason, Selma Björnsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Vilhjálmur Goði og Jó- hanna Vigdís Arnardóttir. Hljóð- færaleikarar eru Jón Ólafsson, Halldór Þorsteinsson, Ólafur Hólm Einarsson, Stefán Hjörleifsson, Guðmundur Pétursson, Óskar Guðjónsson og fleiri. 38,50 mín. Skífan gefur út. SUMARIÐ er orðið helsti vett- vangur fyrir áhætturekstur á Is- landi; það er á sumrin sem menn hætta flestu til þess að eiga söng- leikinn sem slær í gegn líkt og Hárið á sínum tíma. Grease gengur aftur af því tilefni og ekki nema gott eitt um það að segja; umstang- ið í kringum verkið er gott útaf fyr- ir sig. Margir minnast og Grease-æð- isins, sumir með velþóknum og hlýju en aðrir með óhug og hryll- ingi. Hryllingurinn er líklega vegna ofmettunar á sínum tíma, því lög úr frægri mynd sem byggð var á verkinu glumdu um allt og þau John Travolta og Olivia Newton John urðu menning- arminjar áttunda áratugarins sem ekki verður litið framhjá þegar áratugurinn er metinn. Tónlistin í verkinu var og er samsuða af rokktónlist, sem búið var að dauð- hreinsa af allri spennu og lífi og söngleikjasulli, og inntak myndar- innar þótti mörgum óviðkunnan- legt; það var ekki fyrr en Sandy breyttist úr siðprúðri stúlku í hálf- gerða vændiskonu, lagaði sig að óskum karlasamfélagsins, að mál- unum var reddað. Eins og getið er er tónlistin í Grease dauðhreinsað vagg og velta sem hljómsveitin endurskapar eft- ir megni undir styrkri stjórn Jóns Ólafssonar á plötunni sem hér er gerð að umtalsefni. Það tekst og bærilega, því miður, því fyrir vikið er yfírbragð plötunnar alltof slétt og fellt og uppreisnarunglingarnir sem trylltust af frumskógartaktin- um á sínum tíma enn ótrúverðugri anno 1998. Var ekki á bætandi. Víða er þó vel að verki staðið, til að mynda í laginu Sandy, að frátöldu sérkennilegu slagverki, en innblás- inn gítarleikur í því lagi og streng- ir fallast mjúklega í faðma. Einnig er vel að verki staðið í Yktri eld- ingu, sem hefði orðið enn betra Morgunblaðið/Halldór Kolbeins BRUCE Willis og Liv Tyler á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. Liv Tyler ekki ábyrg fyrir skilnaðinum SKILNAÐUR Bruce Willis og Demi Moore hefur leitt til enda- lausra vangaveltna gulu pressun- ar um það hvað hafi ráðið úrslit- um. Sum þeirra hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki verið allur þar sem hann var séður í ástarmálum og National Enquirer er engin und- antekning. I vikunni var forsíðumynd af parinu ásamt mótleikkonu Bruce Willis í Armageddon, Liv Tyler. Fyrirsögnin var „Þokkadísin sem kom upp á milli Bruce & Demi“. Móðir Liv Tyler er æf yfír fréttaflutningn- um og segir að hann sé „fárán- legur. Þetta er svo ósanngjarnt gagnvart Liv og kærasta hennar til þriggja ára, Joaquin Phoenix. Þetta er líka ósanngjarnt gagn- vart Bruce.“ Hún fullyrðir að ekkert sé hæft í fréttinni og að Bruce hafi tekið tillit til þess að Liv væri í sambandi við Joaquin. „Ég held að hann hafí hvort eð er engan áhuga á að draga krakka á tál- ar,“ bætir hún við. „Þar að auki var faðir Liv [Steven Tyler, söngvari Aerosmith] viðstaddur frumsýninguna og hann hefði lumbrað á Bruce ef einhverjar grunsemdir hefðu vaknað hjá honum.“ FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Ámi Sæberg „SELMA Björnsdóttir er stjarna plötunnar ef ekki sýningarinnar,“ segir í dómi Arna Matthíassonar. með píanóið framar í hljóðblöndun. Góðir sprettir eru í Eg ætla að næla í þig. Öllu síðri eru lög eins og Sumarnóttin fræga þar sem kórinn er að drepast úr leiðindum yfír frásögninni. Vonandi er hann spenntari á sviðinu. Förum í fjörið hljómar líka frekar sem vögguvísa en baráttusöngur skemmtana- sjúkra bældra ungmenna og kór- inn spillir einnig Eg ætla að næla í Þig- Einsöngvarar standa sig yfirleitt vel, sérstaklega Selma Bjömsdótt- ir sem er stjama plötunnar ef ekki sýningarinnar, en aðrir eru líka góðir, þó Vilhjálmur Goði sé mis- tækur, til að mynda er hann til skiptis bráðgóður og afleitur í Heillandi hljómum. Það er mikið vandaverk að þýða annað eins verk og Grease, en Vet- urliði Guðnason kemst framúrskar- andi vel frá verkinu. Hann lendir reyndar í erfiðleikum með hluti eins og hand-jive, sem hefði kannski mátt kalla eitthvað annað. Það kemur og óneitanlega sér- kennilega fyrir að heyra sungið af móð „grís á sér stað, á sér stund, á sér tísku, grís erum við...“ þótt annað komi í ljós þegar rýnt er í textablað. Einnnig fínnst mér hann draga nokkuð úr örvæntingunni í þýðingunni á Hopelessly Devoted to You, enda er öllu meinlausara að emja: „mín von og þrá er ástin til þín“. Umslag plötunnar er vel heppn- að og hönnun og frágangur til fyr- irmyndar. Árni Matthíasson n eru nær en þig grunan Njóttu lífsins og fáðu þér það sem þig Uingar í. ^VOKIN f^ I tilefni affrumsýningu stórmyndarinnar ARMAGEDDON í Sambíóunum ætlum við að bjóða uppá MEGA MAC, fjórfaldan Mega hamborgara sem þú hefur aldrei séð áður. El |iú kaupir IVIEGA IVIAC liainborgarann og framvísar Gjalaitiiða Irá Sambfóunum áltu möguleika á að eignasl ARMAGEDDON bol eða liútu. eða ARMAGEDDON geisladisk á meðan hirgðir endast. McDonalds „Vökum ul lisl" # Munið Menningarnótt 22. ágúst 1998 l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.