Morgunblaðið - 18.07.1998, Blaðsíða 21
MORGUNB LAÐIÐ
RAULARI með stæl.
heyra þig syngja get ég staðfest að
þú þurftir að hafa fyrir því. Þú hafð-
ir einstaka tilfínningu fyrir hljóm-
falli og „sveiflu". Sniðugt hvernig
þú notfærðir þér öndunartækni
Tommy Dorsey, básúnuleikara, til
þess að ná lengri tónum og afslapp-
aðri laglínum. Röddin þín var
hvorki sú stærsta né mesta í heimi
en með henni settir þú eftirminni-
legt mark á allt sem þú tókst þér
fyrir hendur. Hvert lag hljómaði
eins og persónuleg reynsla, þó að
þú hafir aldrei samið neitt af þínum
lögum sjálfur, enda lastu hvorki
nótur né spilaðir á hijóðfæri.
Þetta var alltaf spurning um stíl.
Ekki bara í söng heldur öllu sem
þú komst nálægt. Þú varst annál-
aður fatafíkill og snyrtipinni sem
fór jafnvel oft á dag í sturtu. Alltaf
flottastur í taujinu.
Um það bil sem stríðinu lauk
varstu orðinn stórstjama með
samninga um plötur jafnt og kvik-
myndir út um allt. Ekki leið þó á
löngu þar til vinsældir þínar fóru
að dvína. Eflaust var um að kenna
breytingum í tónlist og tísku sem
var að verða rokkaðri en ekki síður
þeirri breyttu ímynd sem varð á
þér í kringum ‘49. Imynd þín sem
sæti, ameríski fjölskyldumaðurinn,
sem hafði gifst æskuástinni, Nancy
Barbato, í byrjun stríðsins og eign-
ast með henni 3 börn, hrundi til
grunna.
Fjölmiðlar komust á snoðir um
stormasamt ástarævintýri þitt og
Övu Gardner og með því hófst ára-
tuga stríð þitt við útsendara slúð-
urblaða. Þú varst ekki fyrsta
stjarnan í Hollywood til að fá það
óþvegið hjá pressunni en sú fyrsta
sem barði frá sér og hafa ófáar
stjörnurnar apað það eftir þér síð-
an. Nú þykir enginn svalur nema
hafa lumbrað á að minnsta kosti
einum blaðamanni eða svo.
Það er kalt á toppnum en ennþá
LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998
21
kaldara á leiðinni niður. Erfiðleik-
arnir í einkalífinu í upphafi sjötta
áratugarins fóru næstum því end-
anlega með feril þinn í skemmtana-
bransanum. Þegar þú giftist Övu
árið 1951 varstu orðin samnings-
laus bæði á plötur og myndh-.
Hefðirðu ekki fengið aðalhlutverk-
ið í myndinni „From Here to
Etemity" árið 1953 hefði ferill þinn
líklega ekki komist aftur á skrið.
Fyrir það fékkstu Óskarinn þinn
og allt í einu varstu eftirsóttur á
nýjan leik.
Hjónabandið hélt þó ekki eftir
alla erfiðleikana. Enda tvö flenni-
stór egó undir pressu tæplega upp-
skrift að hjónabandssælu. Eftir á
að hyggja var Ava líkast til stóra
ástin í lífi þínu og skilnaðurinn við
hana dýpkaði túlkun þína á trega-
söngvum.
Gullöld
Margir listamenn gera sín bestu
verk einmitt þegar bjátar á í einka-
lífinu og þannig var án efa um þig,
gamli. Gullöldin þín stóð frá ‘54 og
fram til ‘63 en á þeim tíma
dúndraðir þú út fullt af frábærum
plötum sem sveifluðust milli trega-
fullra ástarsöngva og galsafullra
sveifluópusa. Plötur eins og „Songs
for Swinging Lovers“ og „For Only
the Lonely“ verða að teljast með
mestu snilldarverkum poppsög-
unnar.
Þú fékkst líka alltaf besta gengið
með þér, menn eins og Nelson
Riddle og Count Basie, svo ekki sé
minnst á Ellingtonbandið. Og laga-
valið. Eins og þú sagðir við Tony
(Bennett), þegar hann spurði þig
ráða í upphafi ferils síns: „Aldrei
að syngja léleg lög.“
I bju-jun sjöunda áratugarins
varstu kominn með her dusilmenna
í kringum þig og orðinn konungur
risastórs karlaklúbbs þar sem
aldrei var skortur á hanastélum og
„breddum". Mafíutengslin komin á
allra varir. Ekki að ástæðulausu ...
Glamúr og rottugangur
Þið Kennedy voruð miklir vinir
einmitt þegar hann var að komast
til valda. Hann kunni vel við sig í
piparsveinahimnaríki þínu sem nú
var staðsett í spilavítum Las Veg-
as og notfærði sér glamúrinn í
kringum þig. Þú varst nú líka op-
inskár demókrati alla tíð eins og
mamma þín. Sigurveislan sem þú
skipulagðir fyrir demókrata eftir
Kennedy/Nixon kosningarnar
1961 er mönnum enn í fersku
minni.
Sands var aðalstaðurinn enda
varstu einn af eigendunum. Reynd-
ar voiu það hinir ítölsku eigendur
eins og mafíubossinn Sam Gi-
ancana sem leiðindin urðu út af
seinna. Kennedy kallinn kom oft á
skemmtanir þínar og vina þinna í
„rottugenginu“ (The Rat Pack) en
svo nefndist karlaklúbburinn út á
við. Asamt þér voru aðal stólparnir
Dean Martin, Sammy Davis yngri
ásamt Peter Lawford sem var
mágur Kennedys.
Tengslin við mafíuna voiu
einmitt það sem Kennedy vildi
skömmu síðar hvítþvo sig af, en
sömu tengsl höfðu einmitt hjálpað
honum að vinna mikilvægan kosn-
ingasigm- í Chicago á leiðinni í
skjanna húsið hvíta. Þess vegna
varð hann að kasta þér út í ystu
myrkur sem varð síðar til þess að
þú gekkst í lið með republikónum
nokkrum árum síðar, enda virtist
höfðingjakærleikinn verða hug-
sjónunum yfirsterkari með árun-
um.
Nú var komið mikið rokk og ról í
heiminn sem þú kallaðir tónlist
samda af ruddum fyrir smekkleys-
ingja. Samt duflaðir þú nú aðeins
við popp, t.d. með dóttur þinni
Nancy á „Something Stupid“. En í
augum ‘68 kynslóðarinnar varstu
tæplega svalur við hliðina á Morri-
son og Bítlunum.
Hjónaband þitt og Miu Farrow,
vinkonu Nancy, var leikur sem olli
nokkru umtali; hún 21 en þú 50.
Dean (Martin) orðaði það ágætlega
þegar hann sagðist eiga viskí sem
væri eldra en Mia. Eins og viskí
entist hún heldur ekki lengi í glas-
inu þínu og sumarið ‘69 þegar hún
vildi ekki hætta í miðjum tökum á
„Rosemary's baby“ til að koma og
leika í mynd með þér þá fékk hún
skilnaðarpappírana senda á töku-
stað til sín. „My Way“ kom stuttu
eftir þetta og er ekki laust við að
sumir hafi flissað.
Endurkomur
En þér var alveg sama, þú virtist
alltaf fara þína leið hvað sem popp-
aði, tautaði og raulaði. 1970 til-
kynntir þú að þú værir hættur.
Sagðist búinn að fá endanlega nóg
af „bransanum". En kappsemin
varð letinni yfirsterkari, eða var
það hégómagirnd? Hafðir þú eitt-
hvað frekar að sanna eða elskaðir
þú bara tónlistina og sviðsljósið
svona mikið?
Var þetta kannski veðmál? Þú
varðst að eiga enn eina endur-
komu og slóst aftur í gegn ‘73 með
„Strangers in the night“ og giftist
Barböru, síðustu eiginkonu þinni,
sama ár. Síðasta smellinn áttir þú
svo 1980 með „New York, New
York“ sem hefur síðan verið vin-
sælasti rogginnsöngur á djúk og
kareókí boxum drykkjurúta um
allan heim, frá Tókýó til Transil-
vaníu. Reyndar fór endurgerð
„I‘ve got you under my skin“ með
Bono inn á vinsældalista 1993 og
jafnvel eitthvað síðan sem ég
nenni ekki að elta uppi. Það er
óþarfi. Það eru ekki margir sem
geta státað af jafn löngum og ríku-
legum ferli: Jafn mörgum endur-
reisnum, jafn mörgum smellum,
jafn valdamiklum vinum og jafn
látnum óvinum.
Fúlmennska og fagurgali
Mótsagnirnar geta verið svo
heillandi. I þér bjó bæði fagurgali
og fól og er það stór hluti af þeim
galdri sem skóp þér þennan ein-
staka feril. Þótt til séu margar sög-
ur af ruddaskap þínum við aðra
þreytist fólk seint á að segja sögur
af örlæti þínu og góðmennsku við
lítilmagna. Fræg saga af upptöku
frá 1956 segir frá því þegar þú
komst inn til að syngja, hljómsveit-
in þaulæfð og pottþétt en þú eitt-
hvað illa fyrirkallaður og eftir að
hafa reynt við lagið einu sinni af-
lýstir þú upptöku þann daginn en
heimtaðir að öllum yrði borgað
tímakaup þangað til þú værir tilbú-
inn. Það tók tvo daga en þá komstu
líka inn og söngst átta lög í röð, öll
pottþétt, í fyrstu töku.
Annaðhvort veit maður hvað
maður er að gera eða ekki. Basta.
Þannig vildir þú hafa það. Sagðist
sjálfur ekki vera einn af þessum
„rugluðu“ gaurum, ekki vera að
leita svara við lífsgátunni.
Það var vel þekkt staðreynd að
þú hafðir gaman af að sitja uppi
heilu næturnar og segja sögur yfir
glasí þangað til dagur reis. Þú leist
á þessa morgna sem nokkurs kon-
ar sigur á nóttinni, myrkiánu. Samt
var það einmitt í myrkrinu sem þú
vannst þína mestu sigra. í
myrkvuðum hljóðvérum, í rökkri
ótal næturklúbba og tónleikasala.
Myrkrið í þér og þú í því. Og nú
umlykur þig myrkrið, nema við
trúum því að þú sért að skála við
Sammy og Dean uppi í stóra spila-
vítinu.
Eigum við ekki bara að segja
það.
Farvel Frans eða viltu að ég furi
að kalla þig Frank...
Höfundur er tónlistamaður og býr
um þessar mimdir vestra, í Madison
í Wisconsin.
Komdu í bíló
meö lottó!
10 raða lottómiða með Jóker
Fáðu þér
og þú getur tekið þátt í sumarleik lottósins.
í vinning er glæsileg TOYOTA Avensis bifreið.
Þrefaldur
/. vmningur