Morgunblaðið - 18.07.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.07.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 41 ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( < < ( ÞORGRÍMUR Pálsson sýnir lóðavinnu og Steinar Axelsson sýnir netabætingu. Starfsdagur í Sjó- minjasafni Islands STARFSDAGUR í Sjóminjasafni Islands, Vesturgötu 8, Hafnarfírði, verður sunnudaginn 19. júlí. Steinar Axelsson og Þorgrímur Pálsson, fyiTverandi sjómenn, sýna ýmis handbrögð við sjómennsku. Meðal annars verður sýnd vinna við lóðir, net, hnúta og splæsingar og gefst gestum kostur á að þjálfa handtökin. Þórður Marteinsson leikur á harmonikku meðan á opnun stendur. í forsal safnsins stendur yfir sýn- ing á ljósmyndum eftir Helga Ara- son frá um 1915-1930. Nú er hægt að kaupa sameiginlegan afsláttar- miða að Sjóminjasafninu og Byggðasafni Hafnarfjarðar, en þetta er í fyrsta skipti sem söfnin hafa með sér slíka samvinnu. Fram til 30. september er Sjóminjasafnið opið alla daga frá kl. 3-17. Aðgangur er 200 kr., ókeypis fyrir börn og eldri borgara. Islendingur doktor í koptískum fræðum DR. Jón Ma. Ásgeirsson cand. theol varði í dymbilviku á sl. vori, doktors- ritgerð í koptískum fræðum, við Há- skólann í Claremont í Suður-Kali- forníu. Doktorsritgerð Jóns, sem ber heitið „Doublets and Strata: Towards a Rhetorical Approach to the Gospel of Thornas", („Endur- tekningar og þáttaskil. Tómasar- guðspjall í Ijósi hellenískrar ræðu- listar“), fjallar um eðli og samningu Tómasarguðspjalls og einkum eins þáttar þess, sem heyrir undir loka- stig samsetningar guðspjallsins. Tómasarguðspjall er varðveitt í heild á koptískri tungu, þ.e.a.s., þeirri tungu egypskri, sem síðast var töluð í Egyptalandi, áður en arab- íska varð þar hið almenna tungumál. Fáein handritabrot af guðspjallinu hafa einnig varðveist á grísku, en hvort tveggja, handritabrotin og hin koptíska þýðing guðspjallsins, fannst 1 Egyptalandi. Tómasarguðspjall er tvímælalaust frægasta rit úr fundi handritasafns, sem kenndur er við bæinn Nag Hammadi í Suður-Eg- yptalandi, og gerður var af fátækum bændum þar i landi árið 1945. I Tómasarguðspjalli er einkum að finna safn munnmæla Jesú, en slíkar munnmælageymdir eru tald- ar varðveita einhver elstu boð og kenningar meistarans frá Nasaret, sem kirkjan játar vera hinn frelsandi Krist. Dr. Jón sýnir í rannsóknum sínum á Tómasarguð- spjalli hvernig textann verður að skilja frá sjónarhorni þeirrar ræðu- og rittækni, sem var uppi- staðan í menntakerfi fornalda hinna síðari - menntunarkerfi sem rætur á í hinum eldra gríska menn- ingarheimi og arfi, sem einkenndi menntun á Vesturlöndum allt fram á upplýsingaröld. Dr. Jón tekur i'yi'ir eitthvert umdeildasta fyrir- bæri Tómasarguðspjalls, sem felst í endurtekinni og ummyndaðri notkun fáeinna ummæla Jesú í guðspjallinu og færir rök að notk- un þeirra í ljósi hvors tveggja, þeirrar rittækni sem hellenísk rit- un byggir á, jafnt og félagslegs umróts sem rekja má og ætlað verður að staðið hafi að baki þeim breytingum sem á textanum verða á löngu samningarskeiði guð- spjallsins. Loks skýrir dr. Jón hvernig þetta ferli í samningu Tómasarguð- spjalls gengur í berhögg við ferli það, sem greina má í skyldasta verki Tómasar- guðspjalls, en það er annað safn um- mæla Jesú, sem varðveitt er í guðspjöllum Matteus- ar og Lúkasar í Nýja testamentinu. Rannsókn dr. Jóns leiðir í ljós svo óyggjandi sé, að Tómasarguðspjall byggir á hellenískum hugsjónum sem verða gi’undvöllur að róttækri þjóðfélags- og einstaklingsgagn- rýni Jesú. I samanburði við munnmæla- geymd Jesú, sem varðveitt er í Nýja testamentinu og telja verður að hefjist á sama róttæka boðskapn- um, þá víkur Tómasarguðspjall aldrei af þeirri braut eins og loka- þáttur guðspjallsins, sem dr. Jón af- markar í rannsókn sinni, sannar. Sagnageymd Nýja testamentisins víkur hinsvegar smátt og smátt af þeirri braut og tekur að umtúlka spámannahefð Gamla testamentis- ins í nýju ljósi, sem kirkja hins róm- verska og austurlenska arfs gerði að markmiði heimsins. Dr. Jón Ma. Asgeirsson er sonur hjónanna Sigríðar heitinnar Jóns- dóttur húsfreyju, Hjartarsonar kaupmanns í Reykjavík og Ásgeirs Magnússonar fyrsta flugvélstjóra Flugfélags íslands hf., Halldórsson- ar bónda frá Innri Fagradal í Dala- sýslu og síðar á Hólmavík. Dr. Jón og Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri í Reykjavík eru bræðrasynir. Dr. Jón og Benedikt Jónsson sendi- herra Islands hjá Evrópusamband- inu og Sigi’ún Jónsdóttir óperu- söngkona eru systkinabörn í móður- ætt. Dr. Jón, sem er guðfræðingur frá Háskóla Islands, hefur um árabil starfað sem framkvæmdastjóri Fornfræðistofnunar Háskólans í Claremont, en hann býr í borginni Alta Loma að Heiðlöndum á Gimli. Þess má geta að lokum, að íslensk þýðing dr. Jóns á Tómasarguð- spjalli, er væntanleg á markað á Is- landi nú í haust. FRÉTTIR Á ári hafsins 1998, nið’r á höfn ... REYKJAVÍKURHÖFN stendur fyrir kynningu á hugmyndum sem bárust í samkeppni Sjávarútvegs- ráðuneytisins um veggspjald með textanum: Hafið - líf á okkar ábyrgð. Þetta var gert í tilefni af Ári hafsins. Björn Jónsson grafísk- ur hönnuður sigraði í samkeppn- inni. Kynningin sem er í tjaldi á Fræðslutorginu á Miðbakka verður opin frá kl. 13-19 alla daga til 27. júlí. I tjaldinu verður hægt að spreyta sig á að þekkja helstu nytja- fiska okkar eftir stuttri lýsingu. Um helgina sýnir Fiskkaup h/f saltfiskverkandi einnig framleiðslu sína í tjaldinu en fyrii’tækið vinnur ýmsar aukaafurðir til neyslu úr því sem fer venjulega í fiski- mjölvinnslu eða er fleygt. Verðlaunaspjaldið. Morgunblaðið/Sig. Fannar. ÁRNI brýnir ljáinn. Sveitahátíð að hætti Texasbúa og Flóamanna Selfossi. Morgunblaðið. Á SUNNUDAGINN verður slegið upp á Selfossi, sveitahátíð að hætti Texasbúa og Flóamanna. Hátíðin er haldin í samvinnu við Sumar á Sel- fossi, sem er félagsskapur verslun- areigenda og hagsmunaaðila á svæðinu um aukna afþreyingu og sumargleði á Selfossi. Sveitahátíðin hefst kl. 14:00, en þá verður sýndur leikþátturinn Kirkjuferðin sem er ærslaleikur frá öldinni sem leið. Þá verður einnig haldið íslandsmeistaramót í slætti þar sem miklar kempur bregða ljám í grænan svörð. Fyrstu verð- laun eru Eylandsljárinn, verðlauna- gripur gefinn af Gunnari í Horninu. Á svæðinu verða kaupamenn og kaupakonur að raka, snúa og binda á hesta og eru allir hvattir til þess að koma og taka þátt í heyskapn- um. Fegurðarsamkeppni kúa Hljómsveitin Farmalls spilar gömlu góðu lögin og félagar úr harmonikkuunnenda á Selfossi verða með nikkurnar í flekknum. Einstök fegurðarsamkeppni fer einnig fram en þá verður valin feg- ursta kvíga Suðurlands. Helstu þættir sem metnir verða eru geðslag og framkoma, mittis-, brjósta- og lendarmál, hæð til hnés og göngulag. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir kvíguna sjálfa og eiganda hennar. Dómari verður Jón Guð- brandsson, héraðsdýralæknir. ELVAR Þór Karlsson. LEIÐRÉTT Myndir víxluðust ÞAU leiðu mistök urðu í veiðiþætti í blað- inu í gær að myndir af ungum veiðimönn- um víxluðust. Um leið og myndirnar birt- ast aftur biðst blaðið velvirðingar á þessum mistökum. ELVAR Örn Friðriksson. Opið hús í sum- arbúðum barna NU ERU sumarbúðir í Reykjavík fyrir 11 ára krakka. Það eru Alþjóð- legar sumarbúðir barna - CISV á Islandi - sem reka þessar búðir, en í þeim eru börn og unglingar frá Bandaríkjunum, Brasilíu, Bret- landi, Danmörku, Frakklandi, Færeyjum, Hollandi, íslandi, Ítalíu, Japan, Lúxemborg, Mexíkó, Nor- egi, Svíþjóð og Þýskalandi. Búðirnar eru í Klébergsskóla á Kjalarnesi og verður opið hús sunnudaginn 19. júlí frá kl. 15-18. Þá munu börnin koma fram í þjóð- búningum, dansa, syngja og farið verður í leiki. Einnig verða kaffi- veitingar. CISV eru alþjóðleg friðarsamtök, óháð stjórnmálum, trúarbrögðum eða kynþáttum. Dr. Doris T. Allen, bandarískur bamasálfræðingur, stofnaði CISV árið 1951, en hug- mynd hennar var sú að börn frá ólíkum löndum kæmu saman og lærðu að lifa í sátt á grundvelli um- burðarlyndis og jafnréttis, lærðu að hugsa og draga ályktanir í anda al- þjóðavitundar og vinna þannig að friði í heiminum. Ár hvert sendi CISV á íslandi böm, unglinga og fullorðið fólk víðs vegar um heiminn til þátttöku i hinni fjölbreyttu starfsemi sem CISV stendur fyrir á alþjóðavettvangi. ---------------- Shellstöðin á Kúpavogshálsi flyst í Smára- hverfi SKELJUNGUR hf. hefur nú lokað Shellstöðinni á Kópavogshálsi. Akvörðunin vai- tekin af Skeljungi hf - til að auðvelda bænum að Ijúka end- anlegum frágangi við hina nýju Menningarmiðstöð bæjarins. Shell- stöðinni á Kópavogshálsi var lokað 10.júlí s.l. I samvinnu við Kópavogsbæ var ákveðið að flytja stöðina í Smára- hverfi Kópavogs og var Shellstöðin við Fífuhvammsveg opnuð föstudag- inn 17. júlí s.l. Áætlað er að opna Sel- ect hraðverslun í Smárahverfinu á næsta ári, en þangað til verður Shellstöðin í bráðabirgðahúsnæði. ------♦♦-♦------ Okeypis kynn- ing’arnámskeið í hugleiðslu KYNNINGARNÁMSKEIÐ í hug- leiðslu á vegum Sri Chinmoy-mið- stöðvarinnar verða haldin í dag og á morgun 18. og 19. júlí. Á námskeið- unum eru undirstöðuatriði einbeit- ingar og hugleiðslu útskýrð og lýst hver áhrif hugleiðslunnar eru. I framhaldi af kynningarnám- skeiðunum er boðið upp á fjögurra vikna ókeypis framhaldsnámskeið þar sem farið verður ítarlegar í grunnatriði hugleiðslunnar, yoga- heimspeki, hlutverk andlegra meist- ara svo fátt eitt sé nefnt. Á námskeiðunum verða til sölu bækur tengdar efni námskeiðanna og tónlist til hugleiðsluiðkunar. Námskeiðin fara fram í Sri Chin- moy-miðstöðinni, Skúlagötu 61b, 105 Reykjavík. Nemendur Sri Chinmoy eru leiðbeinendur á námskeiðunum. Þau eru haldin laugardags- og sunnudagseftirmiðdag kl. 14-16. Tekið skal fram að það nægir að koma á annað þessara námskeiða. ------♦♦-♦------ Sýning í Gallerí Geysi SMASH og Gallerí Geysir kynna sýningu á hjólabrettalist í Gallerí Geysi, Hinu Húsinu við Ingólfstorg í dag laugardag kl. 16-18. D.J. verður á staðnum og léttar veitingar í boði. Sýningin stendur til 2. ágúst og er opin alla virka daga frá kl. 8-19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.