Morgunblaðið - 18.07.1998, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 18 . JÚLÍ1998
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerð
Ví
irffij
Is fyrr og nú
ísgerð var ekki algeng á íslandi á fyrri hluta
aldarinnar, segir Kristín Gestsdóttir, enda
fyrirhöfnin geysileg.
í Matreiðslublók Jóninnu
Sigurðardóttir frá árinu 1927
er lýsing á því hvernig búa á til
ís. A þessum tíma var auðvitað
hvorki til frystiskápur né ís-
skápur og óvíða rafmagn. En
lýsingin er svona: „Til að
frysta ísbætinga þarf að hafa
25-30 pund af muldum ís og 4-6
pund af salti. Þessi blanda af ís
og salti er látin í götótta fötu
eða ílát, svo að það, sem þiðn-
ar, geti runnið burt. ísbæting-
arnir eru látnir í venjuleg bæt-
ingsmót með loki. Mótið er lát-
ið í ísblönduna, og meðan bæt-
ingurinn er að frjósa, þarf við
og við að skafa frá hliðunum og
botninum og hræra það saman,
svo að bætingurinn frjósi jafn-
ar í mótinu. Þegar töluvert
frost er komið í bætinginn, er
lok látið yfír mótið og ís og salt
ofan á og látið svo standa í 3-4
klst. Er þá lokið tekið ofan af.
Þegar bætingurinn er stíffros-
inn, er mótinu brugðið sem
snöggvast ofan í heitt vatn og
bætingnum hvolft á fat. Til eru
frystitæki til að frysta ísbæt-
inga, eru þau ódýr og auðvelt
að panta þau frá útlöndum.
Þau eru miklu hentugri og ís-
bætingar heppnast betur í
þeim en með þeirri einföldu að-
ferð, sem hjer er lýst. (Jóninnu
fínnst aðferðin einföld, athuga-
semd Kristínar.) Þessi frysti-
tæki eru trjefata með blikkfötu
innan í. Er þá eggjabráðin lát-
in í blikkfötuna og snúið með
þar til gerðri sveif, þangað til
hún er svo frosin, að ekki er
hægt að snúa lengur. Þá er
gott að geyma bætinginn í mót-
inu.“ Það verkur furðu að fólk
fyrr á öldinni hafí lagt á sig
alla þessa fyrirhöfn til að búa
til ís, sem segja má að sé dag-
leg fæða okkar í dag. Hvað
skyldi henni Jóninnu hafa
fundist um þær þrjár einföldu
tegundir sem hér eru upp-
skriftir af?
Rabarbarais
300 g rabarbari
1 dl sykur saman við rabarbarann
3 eggjahvítur
1/1 dl svkur saman við egqiahvíturnar
1. Afhýðið rabarbarann og
skerið niður. Setjið í pott
ásamt sykri og sjóðið við væg-
an hita undir hlemmi þar til
safi hefur myndast. Takið þá
hlemminn af og sjóðið þar til
rabarbarinn er alveg kominn í
mauk. Kælið.
2. Stífþeytið eggjahvíturnar,
setjið sykurinn smám saman
saman við.
3. Blandið saman þeyttum
hvítum og rabarbara. Hellið í
skál með loki og setjið í frysti.
Athugið: Upplagt er setja
þetta í form sem ætluð eru fyr-
ir íspinna.
Rúgbrauðs/r jómaís
3 sneiðar seytt rúgbrauð
2 dl flórsykur
1 dl saxaðar val- eða pecanhnetur
'h lítri rjómi
1. Rífið rúgbrauðið fínt,
blandið saman við sykurinn.
Hitið pönnu og brúnið þetta.
Hellið í skál og kælið. Ef þetta
loðir saman, er gott að setja
það milli tveggja bökunarpapp-
írs- eða smjörpappírsarka og
merja með kökukefli.
2. Brúnið saxaðar hnetur ör-
lítð á þurri pönnunni, setjið
saman við rúgbrauðið. Kælið.
3. Þeytið rjómann og blandið
öllu saman. Hellið í skál með
loki og setjið í frysti. Gott er að
hræra aðeins í ísnum með
gaffli þegar hann er hálffros-
inn.
3. Þegar ísinn er fullfrosinn,
er hann tekinn úr frysti, látinn
standa í um 15 mínútur á eld-
húsborðinu, þá er hrært í hon-
um með gaffli og hann borinn á
borð.
Ávaxtaís
6 kíví
2 stórir bananar
'k melóna
4 eggjahvítur
'h dl sykur (má sleppa)
1 dl eplasafi
1. Afhýðið ávextina og setjið
í matvinnsluvél.
2. Stífþeytið eggjahvíturnar,
setjið sykurinn smám saman út
í.
3. Blandið saman þeyttum
eggjahvítum og ávaxtamauki.
Hellið í skál með loki og setjið í
frysti. Gott er að hræra í þessu
með gaffli þegar það er hálf-
frosið.
4. Þegar ísinn er fullfrosinn
er hann látinn standa á eldhús-
borðinu í um 10 mínútur, þá er
eplasafanum hellt yfir og
hrært saman með gaffli. Síðan
er ísinn settur í smáskálar eða
víð glös og borinn fram.
VELVAKANÐI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Þekkir einhver fólkið á myndimum?
ÞESSI mynd fannst í munum í dánarbúi Guðjóns Sigfússonar á Eyrarbakka. Kannist
einhver við fólkið á myndunum er hann vinsamlega beðinn að hafa samband við Guð-
björgu í síma 5881058.
Barnamál
SVO virðist sem einn af
þýðendum Ríkissjónvarps-
ins, hugsanlega fleiri, hafí
aðeins lært sína íslensku í
leikskóla. Er ég hlustaði á
frétt Sjónvarpsins fyrir
nokkrum dögum, er greint
var frá morði þriggja
drengja á N-írlandi, var
stutt frásögn flutt á ensku.
Þar kom fram í þýðing-
unni í tvígang, að morðin
hafi verið framin í
gærnótt. Orðið hefur
einnig heyrst í hljóðvarp-
inu. Virðist því ekki vera
bannað hjá Ríkisútvarp-
inu.
Við gamaldags Islend-
ingar tölum um að atburð-
ir hafi gerst í fyrrinótt,
eða síðastliðna nótt. Aftur
á móti er sagt í gærdag
og í fyrradag. Gærnótt er
barnamál eins og fleiri
orð sem heyra má í leik-
skólum, sem börn venjast
venjulega af er þau vaxa
úr grasi. Ég þykist
þokkalega mælandi á
sænska tungu og fylgist
með Kontrapunkti af
áhuga. Það má benda
sumum þýðendum Sjón-
varpsins á, að taka Helgu
Guðmundsdóttur sér til
fyrirmyndar. Hún hefur
svo sannarlega vaxið upp
úr barnamálinu.
Arni Böðvarsson var
lengi málfarsráðunautur
Ríkisútvarpsins. Er ör-
uggt um að slíkt orðskrípi
sem gærnótt hefði strax
verið bannfært í hans tíð.
Eftir að Arni lést virðist af
þessu, sem ýmsu öðru, að
starfið hafi verið lagt nið-
ur, þótt einhver gegni því
að nafninu til. Því spyr ég:
Er ekki ástæða til að
koma starfinu aftur til
þeirrar virðingar sem það
á skilið?
Grétar Eirlksson.
Suðusúkkulaði ekki
til í Fríhöfninni
ÉG var ferðalangur á leið
um Fríhöfnina og ætlaði að
kaupa mér islenskt
suðusúkkulaði og Góu-
prins og kom það mér á
óvart að hvorugt var til.
Mér var sagt að það væri
ekki til í augnablikinu.
Þegar ég kom til baka, eft-
ir þrjár vikur, var það enn
ókomið í hillurnar.
Ég spyi’ hverju það
sæti, að ekki skuli vera
hægt að kaupa góða ís-
lenska vöru, sem er að öllu
jöfnu betri en útlensk og á
sambærilegu verði.
Gísli Jónsson,
Hörðalandi 18, Rvík.
Velmegun
á Islandi
VELMEGUN á íslandi er
mikil og vil ég þvi hvetja
fólk til að gefa til bág-
staddra í heiminum.
Borgari.
Tapað/fundið
Týnd
barnagleraugu
BARNAGLERAUGU
týndust í júní, líklega í
Vesturbænum. Finnandi
vinsamlega hringi í síma
561 2107.
Dýrahald
Köttur
í óskilum
LÆÐA, svört og silfur-
grá, með hvítar hosur á
afturfótum og með hvítan
blett á hálsinum, fannst í
Guðrúnargötu sl. sunnu-
dagskvöld. Þeir sem
sakna kisu hringi í síma
581 2936.
GSM-sími
tapaðist
GSM-sími tapaðist að
kvöldi 16. júní sl. í Ing-
ólfscafé, Þjóðleikhúskjall-
ara, eða nágrenni. Síminn
er Ericsson, GH-688.
Skilvís fínnandi hringi í
síma 483 3869 eða
483 3794.
Með morgunkaffinu
COSPER
VIÐ erum að gera kvikmynd og LiIIi er fullkominn í
hlutverk sköllóttu söngkonunnar.
Víkverji skrifar...
UNDANFARIÐ hafa „sláttuorf‘
verið auglýst af kappi í fjöl-
miðlum. Þetta þykir Víkverja skrýt-
ið orð, því að hann hefur til þessa
ekki vitað til að orf væri notað til
neins annars en sláttar. í Orðabók
Menningarsjóðs er orf að minnsta
kosti sagt „heyskaparamboð, skaft
sem ljár er festur á til að slá gras
með“. Að tala um sláttuorf er þess
vegna eins og að tala um ökubíl,
skotbyssu eða námsskóla! Hins veg-
ar virðist Víkverja af myndunum,
sem fylgja áðurnefndum auglýsing-
um, að orfín, sem nú eru auglýst,
séu að því leyti ólík hefðbundnum
orfum að þau eru vélknúin. Er
vélorf þess vegna ekki rétta orðið?
xxx
TLA verkalýðsfélög aldrei að
læra að fylgjast með tíman-
um? Víkverji furðar sig mjög á því
að Samband bankamanna skuli am-
ast við að bankarnir bjóði upp á
lengdan afgreiðslutíma. Þetta er
bara sjálfsögð og eðlileg þjónusta og
í takt við þá þróun, sem verið hefúr í
öðrum verzlunar- og þjónustugrein-
um. Lengri afgreiðslutími þarf ekki
að hafa í för með sér lengri vinnu-
tíma starfsfólksins, heldur á að vera
hægt að leysa þau mál með því að
bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma
eða taka upp vaktakerfi. Stéttarfé-
lögum sést oft yfir þá staðreynd að
fylgi atvinnugrein þeirra ekki tím-
anum er líklegt að fyrirtækin gangi
illa og félagsmenn þeirra missi vinn-
una. Varla vilja forkólfar banka-
manna stuðla að slíku.
XXX
YÍKVERJI spurði íyrir stuttu
hvort enginn byði upp á nám-
skeið hér á landi fýrir stjómendur
og sérfræðinga til að auðvelda þeim
að velja úr því ótrúlega magni upp-
lýsinga, sem þeim stendur til boða á
alnetinu, í ljósvakamiðlum og á
prenti. Enginn gaf sig fram. í blað-
inu Public Relations Today, sem gef-
ið er út af Dahl & Co Information
AB í Svíþjóð og Ehrenberg Market-
ing & Kommunikation í Þýzkalandi,
sér Víkverji að nú er orðið til hug-
takið „upplýsingastreita" og sam-
kvæmt frásögn blaðsins þjást margir
af þeim sjúkdómi nú til dags. Hvar
er lækningin?
xxx
IPUBLIC Relations Today kem-
ur jafnframt fram að ráðgjafar í
almannatengslum eru farnir að
bjóða þeim, sem vilja koma ein-
hverjum boðskap á framfæri, upp á
ráðgjöf um það hvemig þau eigi að
velja sér smærri kvíslar upplýsinga-
flóðsins til að ná til þeirra, sem
skipta máli, senda til dæmis frétta-
tilkynningu til lítils blaðs, sem sér-
hæfír sig í umhverfismálum, fremur
en að dreifa henni á stærstu fjöl-
miðlana.