Morgunblaðið - 18.07.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.07.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 33r Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Amdís Salvarsdóttir. Hérvarprúðmenni er piýði þykja fegurst mátti í flokki hveijum. Hérvarhollvinur þar hrein í bijósti trygðin stóð traustum rótum. Hér var blíða sem blekkti engan. Blæfagur bjarmi bestu sálar. Hérvarljúfmenni er lyndi giöðu aldrei brá, nema aumt sæi. Hér var stillíng, er stýrði fetum vandlega fram á ferli dygða. Hérvarhjarta, þar hreinskilni bjó, en ást og góðvild öllu réði. (Helgi Hálfd.) Okkur finnst að þetta ljóð gæti verið ort um Baldur afa okkar. Það segir allt sem segja þarf. Við erum óendanlega þakklát fyrir að hafa kynnst manni eins og afa. Lífsspeki hans og lífsmáti mun alla tíð verða okkur fyrirmynd. Hvíl í friði, elsku afi. Sigríður Stefanía, Baldur Ingi, Óskar Björn, Jónas Eyjólfur, Haukur Davíð, Baldur Örn, Snorri, Magnús, Bjarni, Sigríður. Baldur Bjarnason frá Vigur var einstakt ljúfmenni. Af honum stafaði sjaldgæf birta og góðmennska. Hann var heiðarlegur maður og hreinskiptinn. Nú er hann farinn yf- ir í hina eilífu sumarparadís þrátt fyiir að hann hafi í rauninni búið á slíkum _stað allt sitt líf á eyjunni sinni í ísafjarðardjúpi. Það er erfitt að sjá á eftir slíkum valkostamanni yfir móðuna miklu jafnvel þótt hann hafi lifað lánga og farsæla ævi. Ein- hvern veginn bjóst enginn við því að hann myndi kveðja jafn snögglega og hann gerði. Baldur var ekki mað- ur sem kvartaði yfir smámunum og þótt hann segðist stundum vera „svolítið lympíulegur", en ávallt með bros á vör og glampa í augum, var erfitt að taka þvi þannig að maður- inn með ljáinn væri farinn að leggja á. Því þannig var Baldur, æðrulaus og fús til að taka því sem að höndum bar. Eg hef það á tilfinningunni að öll- um þeim kynntust Baldri hljóti að hafa þótt vænt um hann. Hann var hrókur alls fagnaðar þar sem hann kom og menn hafa sagt mér að þar sem Baldur starfaði að félagsmálum hafi oftast ríkt kátína og kraftmikil drift. Hann gat rifið upp hina leiðin- legustu fundi með hnittnum athuga- semdum, enda frábær ræðumaður. Hann hafði þó sínar meiningar og var ákveðinn í skoðunum enda íhaldsmaður af gamla skólanum af guðs náð. Baldur fylgdist vel með þjóðmál- um og hafði brennandi áhuga á því sem var í deiglunni á hverjum tíma. Fátt þótti honum skemmtilegra en að setjast niður, jafnvel með ofur- litla brjóstbirtu í staupi og vindil- stúf, og ræða þjóðmálin. Hann hafði gaman af því að heyra góðar sögur og var ótrúlega næmur á það sem skemmtilegt var. Enda var hann hafsjór af fróðleik og frásagnarlist hans var ósvikin. Það var alltaf gam- an að vera nálægt honum því í hvert sinn sem fundum okkar bar saman gat hann miðlað einhverju sem auðgaði tilveruna. Hann talaði til dæmis svo kjarnmikla íslensku að oftar en ekki rak mann í vörðurnar. Þá var honum skemmt: „Hefurðu ekki heyrt þetta?“ spurði hann en var síðan fús til útskýringa enda var honum annt um að gamla og góða tungutakið glopraðist ekki niður. A yngri árum vann Baldur m.a. fyrir sér sem kennari en það átti samt ekki fyrir honum að liggja að gerast lærimeistari að ævistarfi því hann tók við búi í Vigur af foreldr- um sínum, Björgu Björnsdóttur og Bjarna Sigurðssyni, ásamt eigin- konu sinni, Sigríði Salvarsdóttur, og Birni bróður sínum. En í rauninni var Baldur fágætur lærimeistari. Hann hafði einstakt lag á því að virkja fólk til starfa þó ekki væri nema með eigin fordæmi, því hann var allra manna iðnastur og kunni því illa þegar honum féll verk úr hendi. Honum fannst líka blóðugt að sjá menn slugsa við verk sín en hafði yndi af því að sjá gott verklag og dugnað. I búskapnum voru öll verk og smáviðvik jafn mikilvæg og hann kenndi okkur sumarlærlingunum í sveitinni að vinna af alúð en einnig að gera vinnuna að leik og að sjá það mikilvæga í henni. Hann kunni einnig þá list að hrósa ef verk var vel unnið. Þannig voru búskapar- hættir hans að snyrtimennskan var í hávegum höfð og virðingin fyrir líf- inu og náttúrunni samtvinnuð hans eigin tilveru. Þó að búið í Vigur væri kannski ekki stórt á nútíma mæli- kvarða var það eitt af myndarleg- ustu búum landsins og landstólpi. Undir það síðasta naut Baldur þess að vera á eyjunni sinni gi-ænu í öruggu skjóli sona sinna og tengda- dætra sem nú hafa tekið þar við búi af miklum myndarskap. Hann gat glaður fylgst með stórum hópi barnabama vaxa úr grasi og hafði sína föstu pósta til að sinna og tók nærri sér ef hann gat ekki, af ein- hverjum ástæðum, stundað verk sín. Hann skelfdist ekki nútímann þótt honum fyndist margt hjákátlegt í honum. Baldri fannst til dæmis að æðarkollan ætti meiri rétt í Vigur en ferðamennirnir sem þangað streyma og hann hafði talsverðar áhyggjur af því að varpið í kiingum bæinn hans hefði minnkað á síðustu árum vegna þess ófriðar sem aukinn ferða- mannastraumur skapar í varpland- inu. En hann skildi samt ósköp vel að annað fólk langaði til að heim- sækja periuna hans enda með af- brigðum gestrisinn. Sem betur fer varð Baldur aldrei gamall í sinni. Hann var alltaf falleg- ur, fínn og grunnt á kátínunni í hon- um. Um leið og ég kveð þennan kæra frænda minn vil ég þakka allar ynd- islegu samverustundirnar sem við áttum, allar skemmtilegu sögurnar og stökurnar og síðast en ekki síst þær ómetanlegu kennslustundir í mannlegum samskiptum sem ég fékk að njóta í æsku. Megirðu upp- skera það sem til var sáð, kæri frændi. Góða ferð í síðasta sinn. Bjarni Brynjólfsson. Sjaldan hafa þau orð átt betur við, að í lífi mannanna skiptist á skin og skúrir, en við andlát Baldurs móðurbróður míns, eða Balla frænda í Vigur, eins og við kölluðum hann frændsystkinin. Daginn áður en hann kvaddi skein sólin skært, við fæðingu barnabarns hans og Siggu þegar sonur fæddist Bödda og Ninnu og veröldin ljómaði. Sólar- hring síðar þykknaði í lofti og skugga bar yfir þegar við fregnuðum andlát hans. Aðrir verða til að rekja lífsferil Baldurs og störf hans og er þar af nógu af taka, en hann kunni þá list að yrkja garðinn sinn, svo aðrir nytu jafnframt góðs af. Rösklega var gengið til verka þar sem hann fór, en sjaldnast þegjandi eða hljóðalaust, jafnvel svo að okkur þótti á stundum nóg um, sumarkrökkunum í Vigur, systkinabömum hans. Eljusemi og ósérhlífni voru þeir þættir í fari hans sem okkur lærðist að meta eftir því sem við þroskuðumst og í fylgilagi við létta lund, hárfína kimnigáfu og Ijúfmennsku í alla staði, var mótaðui' hans einstaki persónuleiki. Enginn getur með sanngimi ætl- ast til samferðar í lífinu við marga menn á borð við Baldur frænda minn. Ég kveð hann því, með hjart- ans þökk fyrir allt. Elsku Sigga mín og annað frænd- fólk og vinir í Vigur, það er sárt að skilja, en áfram lifir minning um góðan dreng. Bjarni Lámsson. Eyjan fagra, Vigur í ísafjarðar- djúpi, og heimilisfólk þar hefur verið hluti af tilveru minni síðan ég man eftir mér. Á uppeldisáram mínum sem barn í Ögri og nágranni tengd- ust Vigurferðir á litlum bát oft fund- arferðum föður míns sem hrepps- nefndarmanns í Ögurhreppi til að funda með öðram hreppsnefndar- mönnum og oddvitanum Baldri Bjarnasyni í Vigur. Þá fékk maður stundum að koma með og naut þess út í ystu æsar enda alltaf tekið vel á móti gestum í Vigur. Einnig kom Baldur oft til foreldra minna í Ögur á Vigurbátnum Gesti í ýmsum er- indagjörðum er oft vörðuðu hag hreppsbúa. Baldur var oddviti Ögur- hrepps til margra ára og leysti það starf sitt, sem hann sinnti með bú- störfunum, ákaflega vel af hendi með dyggum stuðningi Sigríðar konu sinnar. Hann var fulltrúi sveitarfé- lagsins út á við og hélt alltaf fram þess viðhorfum og hagsmunum með þeim hætti að eftir var tekið og á var hlustað, enda Baldur vinsæll maðui’ og þekktur meðal annaraa sveitar- stjórnarmanna á Vestfjörðum. Sveit- arstjórnarmenn sem störfuðu á sama tíma og Baldur hafa sagt mér að mun daufara hafi orðið yfir sam- eiginlegum fundum, eins og Fjórð- ungsþingum og aðalfundum Orkubús Vestfjarða, eftir að Baldur hætti af- skiptum af sveitarstjórnarmálum. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mál- um og setti þær fram á sinn sérstaka hlýlega, glaðlega hátt. Viðmót Baldurs við mig þegar ég var bai-n man ég alla tíð því hann gaf sér tíma til að ræða við mann og spyrja spurninga sem fáir fullorðnir gefa sér tíma til að spyrja böm um. Eg tel að samskipti hans við aðra hafi einkennst af virðingu og hlýhug og hann gerði ekki mannamun. Við- tökur hans þegar ég flutti á ný vest- ur fyrir tæpum tveimur árum til að starfa að sveitarstjómarmálum á Vestfjörðum vora hvetjandi fyrir mig og skiptu miklu máli þegar ég var að feta mig áfram fyrstu vikurn- ar í nýju starfi á því sviði sem hann þekkti svo vel. Með söknuði kveð ég góðan mann, Baldur Bjarnason í Vigur, og veit að svo er um aðra sem nutu þeirra for- réttinda að kynnast honum. Ég og fjölskylda mín sendum Sigríði, eigin- konu Baldurs, afkomendum þeirra og ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Halldór Halldórsson, bæjarsljóri ísafjarðarbæjar. Við andlát Baldm’s Bjarnasonar, f.v. oddvita í Ögurhreppi er fallinn frá mikill og virtur héraðshöfðingi, sem var einn af litríkustu sveitar- stjórnarmönnum Vestfirðinga um árabil. Hin söguíræga perla, Vigur við ísafjarðardjúp, hefur misst góðan búmann og stjómanda, mann sem setti svip á umhverfi sitt með sterk- um persónuleika, góðvild og hlýhug. Baldur bar mikla virðingu fyrir ætt- jörð sinni, naut fagurs gróðurs og jafnt samgangs við bú- og fiðurfé sem mannlegra samskipta. Var hrókur alls fagnaðar á mannamót- um. Leiðir okkar Baldurs lágu saman uin þrjá áratugi. Vil ég þar nefna samstarf okkar á sviði sveitarstjórn- armála svo sem á þingum Fjórð- ungssambands Vestfh'ðinga, aðal- fundum Orkubús Vestfjarða, Hér- aðsnefndar Isafjarðarsýslu, svo eitt- hvað sé nefnt. Baldur vai' um margt óvenjulegur maður, hreinskiptinn, skemmtilegur, hrekklaus og náttúrugreindur sam- ferðamaður. Hann minnti mig stund- um á góðlegan bangsa sem öllum þótti vænt um og vildu umfaðma. Ótal mörg atvik og minningar vakna við fráfall hans og væri vel þess virði að færa síðar til bókar öll þau mörgu gullkorn sem hrukku af munni hans á fundum og góðum stundum. Baldur vildi enga lognmollu í kring um sig, gekk hreint til verks, og var ófeiminn við að lýsa skoðun- um sínum hvar sem var, við hvem sem var og komst oft skemmtilega að orði. Þegar Baldur bað um orðið, og tók til máls, var vel hlustað og eft- irtekt mikil. Sem oddviti barðist hann af rökvísi og miklum þrótti fyr- ir bættum lífskjörum og alhliða þjón- ustu við íbúa ísafjarðardjúps. Mér er sérstaklega minnisstæð ein ræða sem hann flutti á aðalfundi Orkubús Vestfjarða þegar hann krafðist „sjálfrennandi rafmagns“ - eins og hann kallaði það - á alla bæi við Isafjarðardjúp, minna mátti það ekki vera. Honum vai'ð síðar að ósk sinni og þegar vígsluhátíð var haldin í Vigur við rafvæðingu frá Orkubú- inu lýsti hann þeim þægindum sem þessu fylgdu. Nú þyrfti hann ekki lengur að staulast út á dimmum vetrarkvöldum í misjöfnum veðram tH að drepa á dísilvélinni, nú gæti hann séð Siggu sína hátta jafnt sum- ar sem vetur, þetta væri nú aldeilis munur. En hann hélt áfram: Ég verð þó að segja ykkur eitt elsku félagar, ég nýt þessa þó ekki til fulls fyrr en hann Kristján vinur minn á Hvíta- nesi í Skötufirði er líka búinn að fá „sjálfrennandi rafmagn", það verður hann að fá sem fyrst. Þessi orð hans sýna best hvaða hug hann bar til sveitunga sinna. Ræður sínar ki-yddaði Baldur oft- ast með góðlátlegu meinlausu gríni, ýmist af sjálfum sér, öðram, eða um- hverfinu, en ávallt var þó full alvara á bíik við málflutninginn. Áminningar hans vora hógværar en gátu þó orðið hárbeittar. Þegar Stjómsýsluhúsið á Isafirði var vígt gleymdist að bjóða Baldri. Skömmu síðar var haldinn fundur í húsinu þar sem Baldur var staddur. Baldur lét sig ekki vanta í ræðustól fremur en fyrri daginn. Hann óskaði Isfirðing- um til hamingju með þetta nýja glæsilega hús, og vakti athygli á að „kokteil“-lyktin væri enn í húsinu, mikið hlyti að hafa verið gaman hjá þeim sem boðið var. Þannig minnti hann skemmtilega og góðlátlega á að láðst hefði að bjóða sér. Deilur milli manna leysti hann oft á snilldarlegan hátt. Eitt sinn við ómerkilega og tímafreka atkvæðagreiðslu á aðal- fundi Orkubúsins um varamann í stjóm, komst hann svo að orði: „Það er skömm að eyða tímanum í þessa vitleysu, iðnaðarráðherra er búinn að bjóða í samkvæmi fyrir löngu síð- an, og við að missa af mörgurru^ „sjússum". Góðu drengir komið ykk- ur nú saman, hættið að kjósa og klappið bara fyrir tillögu kjörnefnd- ar.“ Fundi lauk skömmu síðar. Sögueyjan Vigur er öllum kunn. Ekki er hér rúm til að rekja áhrif þeirra Vigurmanna á framgang mála á Vestfjörðum eða þjóðmála. Það að sækja Vigur heim er ævintýri líkast. > Umhvei’fi er fagurt, snyrtimennska ábúenda í fyiirúmi, og búskapar- hættir allir til fyrirmyndar. Ósnortin náttúra og frásagnai’gleði Baldurs gerði hverja einstaka heimsókn ógleymanlega. Húsfreyjan, Sigríður, mikil listakona og öðlingur, stóð jafnan fyrii' miklum og góðum veit- ingum að sið stórhöfðingja. Sam- heldni fjölskyldunar var og er ein- stök og þjóðkunn. Það var oft gaman í gamladaga að fylgjast með þeim feðgum, Bjarna og sonum, þegar þeir réra út í Fagranesið til að senda frá sér afurðir eða taka á móti gest- um og aðföngum hverskonar. Það fór ekki á milli mála að kært var með mönnum þar. Nú þegar ég fyrir hönd eldri sveit- arstjórnarmanna á Vestfjörðum kveð Baldur Bjarnason, vil ég þakka honum samfylgdina, öll góðu ráðin, og ekki síst fyrir þann mannkær- leika sem hann sýndi í öllu sínu lífí^ og starfi. Skarð hans verður vand- fyllt. Sigríði, börnum, bamabörnum og venslafólki sendum við okkai- inni- legustu samúðarkveðjur. Við Lillý þökkum vináttu liðinna ára og ósk- um aðstandendum öllum góðrai- framtíðar. Minningin um góðan, hjartahlýjan og hrekklausan dreng, Baldm- Bjarnason, mun lengi lifa og tengjast áfram sögu ísafjarðardjúps sem og athafna- og menningarsögu þjóðarinnar. Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri, Bolungarvík. • Fleiri minningargreinar um Baldur Bjamason biða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir, tengdafaðir og afi, ANDRÉS ERLENDSSON, Heiðarbraut 8, Keflavík, lést á Landspítaianum sunnudaginn 12. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjördís Guðmundsdóttir, Birna Andrésdóttir, Kristinn Kristinsson, Magndfs Andrésdóttir, Einar Hannesson, Oddný María Kristinsdóttir. Faðir okkar, t JÓHANNES HALLGRÍMSSON bakari, áður til heimilis á Hverfisgötu 58, Hafnarfirði, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 16. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Vilborg Jóhannesdóttir, Hallgrímur Jóhannesson, Sigþór Jóhannesson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VIGDÍS SIGURÐARDÓTTIR frá Skeggjastöðum, Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, andaðist á Landspítalanum aðfaranótt 16. Júlí. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.