Morgunblaðið - 18.07.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.07.1998, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 18 . JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX Ferðamenn í fótbolta KNATTSPYRNA hefur verið ofarlega á dagskrá hjá mörg- um undanfarnar vikur enda hávertíð hjá íslenskum knatt- spyrnumönnum og skammt um liðið frá því menn gátu notið þess að sjá landsliðin kljást um heimsmeistaratitil í Frakklandi. Þessir ungu og verðandi meistarar unna sér ekki hvfldar frá knatt- spyrnu þótt á ferðalagi séu en þeir voru nýverið við Skaftafell. Héraðsdómur Norðurlands eystra um ökuleyfis- sviptingu vegna hraðaksturs Akvörðun staðfest en gildi reglugerðar vefengt HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra staðfesti á þriðjudag ákvörð- un sýslumannsins á Akureyri um bráðabirgðasviptingu ökuleyfis öklumanns sem grunaður var um hraðakstur. Dómarinn féllst þó á það með lögmanni mannsins að sviptingin yrði ekki byggð á um- deildri reglugerð um hraðakstur þar sem hún ætti sér ekki viðhlíU andi lagastoð. Ökumaðurinn sem í hlut á var grunaður um að aka á 103 km/klst hraða á Drottningarbraut, þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. í úrskurði Freys Ófeigssonar, dómstjóra Héraðsdóms Norður- lands eystra, segir að dómarinn fallist á rök Tómasar Jónssonar hrl., lögmanns ökumannsins, fyrir því að svipting ökuréttinda til bráðabirgða verði ekki byggð á umdeildri reglugerð dómsmála- ráðuneytisins nr. 280/1998 þar sem hún eigi sér ekki lagastoð að því leyti. Gerðir lögreglustjóra í málinu hafi hins vegar verið byggðar á ákvæðum 103. og 101. greinar um- ferðarlaga en ekki reglugerðinni og skipti gildi hennar því ekki máli við úrlausn málsins. Vítaverður hraðakstur „Samkvæmt lögregluskýrslu þeirri er frammi liggur í málinu, mældist hraði sóknaraðila 103 km/klst þar sem leyfður hámarks- hraði er aðeins 50 km/klst. Hraði bifreiðar sóknaraðila var því helm- ingi meiri heldur en heimilt var skv. umferðarlögunum. Verður almennt að telja að slíkur hraðakstur sé mjög vítaverður í skilningi 101. gr. umferðarlaga hvernig sem aðstæð- ur til aksturs annars eru, en sam- kvæmt lögregluskýrslunni voru þær góðar í umrætt sinn. Er niður- staða dómsins þá sú að lögreglu- stjóra hafi verið rétt að svipta sókn- araðila ökuleyfi til bráðabirgða í umrætt sinn og ber að staðfesta þá ákvörðun hans,“ segir í úrskurðin- um. Morgunblaðið/Arnaldur Nefnd skoðar stjórnsýslu bifreiðamála Umferðarmál hugsanlega falin einni stofnun Skoðanakönnun DV á fylgi stjórn- málaflokka og framboða Sverrir Hermannsson fengi 6 menn kjörna Félagatal Alþýðu- bandalagsins tekur breytingum 135 úr flokknum og 112 inn FRÁ því að aukalandsfundur Al- þýðubandalagsins var haldinn 4. júlí sl., þar sem samþykkt var að flokkurinn tæki þátt í sameiginlegu framboði með Alþýðuflokki og Kvennalista, hafa 135 félagsmenn sagt sig úr flokknum. Á sama tíma- bili hafa 112 gengið í flokkinn, að sögn Heimis Más Péturssonar, framkvæmdastjóra Alþýðubanda- lagsins. Heimir Már sagði að íyrir lands- fundinn hefði forystan ekki velt því mikið fyrir sér hvað margir kynnu að segja sig úr flokknum eftir fund- inn og því væru vangaveltur um hvort þessi niðurstaða væri í sam- ræmi við það sem búist hefði verið við marklausar. Hann sagði að það væri leiðinlegt að sjá á eftir góðum félögum úr flokknum og miður að þeir sæju ekki þörf fyrir samfylk- ingu vinstrimanna eins og meiri- hluti flokksmanna gerði. Heimir Már sagði að það væri hins vegar gleðilegt hvað margir hefðu gengið til liðs við flokkinn eftir landsfundinn. Margir sem hefðu dregið sig út úr flokksstarf- inu hefðu haft samband við flokks- skrifstofuna og óskað eftir að taka þátt í starfí flokksins á ný. Þetta væri fólk sem styddi samfylkingu vinstrimanna og vildi stuðla að því að hún yrði að veruleika. --------------- Tveir í 45 daga síbrota- gæslu TVEIR menn voru handteknir í fyrradag eftir innbrot í fyrirtæki og bfla í Reykjavík, Kópavogi og Hafn- arfirði. I ljósi ferils þeirra óskaði lögreglan eftir síbrotagæslu og voru þeir úrskurðaðir í 45 daga gæslu. Mennirnir voru handteknir að morgni fimmtudags en þeir voru grunaðir um aðild að innbrotum á nokkrum stöðum þá um nóttina. Varð héraðsdómari við kröfu lög- reglunnar um síbrotagæslu vegna fyrri afbrota mannanna. Síðdegis í gær gerði lögreglan húsleit í Reykjavík og fundust 60 grömm af hassi og á annan tug gramma af amfetamíni. Kona var handtekin á staðnum en henni sleppt að lokinni yfirheyrslu. NEFND sem fjallar um fyrirkomu- lag á stjómsýslu bifreiðamála hefur nýlega tekið til starfa en hún er skipuð af dómsmálaráðherra. Er hlutverk hennar að setja fram tillög- ur um hvemig heppilegast er að fella sem stærstan hluta af stjórn- sýslu mála er varða bfla undir eina stofnun. Nefndarmenn em Stefán Eiríks- son, deildarstjóri í dómsmálaráðu- neytinu, sem er formaður hennar, Haukur Ingibergsson, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, og Ágúst Jónsson verkfræðingur. Stef- án Eiríksson segir nefndina þegar hafa hist og ráðið starfsmann tíma- bundið til að safna ákveðnum gögn- um og upplýsingum. „Við munum einkum skoða þrjá möguleika í þessum efnum,“ sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið. „í fyrsta lagi hvort málum skuli skipað eins og þau eru nú, að Skrán- ingarstofa hf. og Umferðarráð starfi áfram í óbreyttri mynd og ákveðin verkefni verði áfram í ráðuneytinu. I öðru lagi hvort rétt sé að steypa þessum verkefnum saman í eina stofnun sem verði eins konar Um- ferðarmálastofnun og í þriðja lagi hvort heppilegt væri að aðrar stofn- anir sinntu þessum verkefnum, t.d. Vegagerðin, sem sinnir í dag ýmsum málum.“ Starfsemi Skráningarstofu hætt? Stefán Eiríksson segir nefndina skoða allar þessar leiðir og eiga til- lögur hennar að liggja fyrir 1. októ- ber næstkomandi. I skipunarbréfi nefndarinnar segir m.a. að hún eigi að setja fram tillögur um hvemig heppilegast sé að fella gerðarviður- kenningu, búnað, skráningu og við- skipti undir eina stofnun, svo og ýmis verkefni er varða bíltækni, bíla og umferð. Skal nefndin kanna hvernig flytja megi starfsemi sem nú er sinnt hjá Skráningarstofu hf. til slíkrar stofnunar og hvort eða hvernig sé heppilegt að ljúka starf- semi fyrirtækisins eftir að það er komið úr ríkiseign. Þá segir að nefndin skuli einnig taka til skoðunar hvort og að hvaða marki megi fella undir slíka stofnun umsýslu með tölvukerfum, einkum eftirlit og vinnslu gagna sem nú eru í notkun hjá ráðuneytinu og undir- stofnunum þess. FRAMBOÐ á vegum Sverris Hermannssonar, fyrrverandi bankastjóra, fengi sex þingmenn kjöma, ef marka má skoðana- könnun DV, sem birt var í blaðinu í gær, á fylgi stjórnmálaflokka og framboða sem búist er við að bjóði fram til Alþingis næsta vor. Sameiginlegt framboð Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Kvennalista fengi 14 menn kjörna og yrði næststærsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði nú, en fylgi stjómarflokkanna myndi minnka lítillega. Könnunin var gerð á miðvikudag og fimmtudag og var úrtakið 600 manns, jafnt skipt milli höfuðborg- arsvæðisins og landsbyggðarinnar og milli karla og kvenna. Spurt var: „Hvaða lista myndir þú kjósa ef þingkosningar fæm fram núna og valið stæði einnig um ýmis ný framboð?" Sé einungis tekið mið af þeim sem afstöðu tóku, styðja 42,2% Sjálfstæðisflokk, 14,1% Framsókn- arflokk, 6,6% Alþýðubandalag, 3,8% Alþýðuflokk, 0,8% Kvenna- lista, 0,3% Þjóðvaka, 22,3% sam- eiginlegt framboð Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista, Gott ár fyrir tré TRÉ hafa vaxið vel í hlýindum sumarsins. „Þetta er mjög gott ár fyrir tré hér í Reykjavík,“ segir Lára Jónsdéttir garð- yrkjufræðingur hjá Blómavali. „Það hafa ekki verið neinir skaðar af vindi og vorið var ágætt.“ Lára segir þurrkinn sennilega hafa hamlað aðeins trjávexti en hann sé þó vel í meðallagi. Lára segir gróður í höfuð- borginni almennt í góðu ástandi. „Rósir eru t.d. farnar að blómstra sem er fyrr en í meðalári og almennt flnnst mér garðar mjög þrifa- legir.“ Strákarnir á myndinni voru að snyrta limgerði á Háskólalóð- inni. 8,9% framboð Sverris Hermanns- sonar og 1% framboð Steingríms J. Sigfússonar. Óákveðnir voru 27,3% og 7,5% vildu ekki svara spumingunni. Töluvert færri eru óákveðnir nú en í könnun DV í maí sl. en þá voru óákveðnir 35,9%. Sameiginlegt vinstra framboð fengi 14 menn Miðað við þessa niðurstöðu fengi sameiginlegt framboð Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Kvennalista 14 menn kjörna, Sverrir 6 menn, Steingrímur 1, Sjálfstæðisflokkur 27, Framsókn- arflokkur 9, Alþýðubandalag 4 og Alþýðuflokkur 2. Þegar fylgi við framboð Sverris er greint eftir kynjum kemur í ljós að helmingi fleiri karlar en konur styðja það en aftur á móti nýtur sameiginlegt framboð Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista áberandi meiri stuðn- ings meðal kvenna en karla. Framboð Steingríms J. Sigfús- sonar virðist njóta stuðnings þorra þeirra sem kosið hafa Al- þýðubandalagið í Norðurlands- kjördæmi eystra. > \ i i I i I i > i i > i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.