Morgunblaðið - 18.07.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.07.1998, Blaðsíða 52
Windows 98 W www.ejs.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Auðunn SKIPVERJAR á Antares hafa búið um slasaðan félaga sinn á sjúkrabörum og allt er klárt til hífingar. TF-LIF flaug 570 milur eftir slösuðum sjómanni á loðnumiðunum ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti slasaðan sjómann um borð í nótaskipið Antares frá Vestmannaeyjum í gær, þar sem það var á loðnuveiðum 145 sjómflur norðnorðvestur af Horni. Líðan mannsins er eftir atvikum góð en hann hlaut alvarlega höfuð- og brjósthols- - — áverka, að sögn Þórarins Guðmundssonar, læknis á vakt á skurðdeild Sjúkrahúss Eitt lengsta sjúkraflugið Reykjavíkur. Maðurinn var með hjálm á höfði við vinnu sína þegar slysið varð og telur Þórarinn að hjálmurinn hafí gert gæfumuninn. Þetta sjúkraflug er með þeim lengri sem Landhelgisgæslumenn hafa farið í, eða alls um 570 mflur, að sögn Auðuns Kristinsson- ar, sigmanns og stýrimanns. Lagt var af stað frá Reykjavík kl. 12.34 og lent við Sjúkrahús Reykjavíkur kl. 18.34 og gekk flugið mjög vel. Myndir tekn- ar af 600 við hraðakstur SÉRÚTBÚIN bifreið ríkislögreglu- stjóraembættisins sem notar myndavél til þess að sanna hraðakstur hefur verið notuð gegn 600 grunuðum lögbrjótum síðastlið- inn mánuð. Guðmundur H. Jónsson, aðstoðar- yfírlögregluþjónn hjá ríkislögreglu- stjóra, segir að auk þessa hafi ófáir ökumenn verið kærðir fyrir hraðakstur við venjulegar hraða- mælingar lögreglunnar. Auk 600 hraðakstursmála hefur áhöfn sérútbúna bílsins haft afskipti af 27 ökumönnum vegna gruns um ölvun við akstur. 18 þeirra voru sviptir ökuleyfi samstundis en 9 reyndust hafa áfengismagn undir leyfilegum mörkum í blóðinu og fengu þeir allir vitneskju um stöðu málsins samstundis. ■ Sérútbúin bifreið/4 -------------- Rúta bilaði á leið tír Lakagígum HOPUR Litháa sem er á ferðalagi um ísland lenti í því óhappi á leið úr Lakagígum að rútan, sem hópurinn ferðast í, bilaði og lokaði veginum um tíma. Hópurinn hafði engin fjar- skiptatæki en svo vel vildi til að veg- farandi sem átti leið hjá var með síma og kallaði á lögreglu að ósk hópsins. Þegar lögreglumenn komu á stað- inn hafði ferðalöngunum tekist sjálf- um að gera við bílinn og sagði lög- reglan á Kirkjubæjarklaustri líklegt að steinn hefði valdið skemmd á ol- íupönnu. Hópurinn, sem ferðast á mjög gamalli nítu, frá sjöunda ára- tugnum eða þar um bil, hugðist aka á næsta verkstæði og láta líta á grip- inn áður en lengra yrði haldið. Ekki þótti búnaður ökutækisins eða ferðalanganna henta til fjallaferða. Hörð samkeppni á matvörumarkaðnum Matarliður vísitölu lækkar um 2,2% BÓNUS heldur sæti sínu og er ódýrust matvöruverslana í verð- könnun ASÍ, BSRB og Neytenda- " '■samtakanna frá því 8. júlí sl. A hæla Bónusi koma KEA Nettó á Akureyri, 10-11 og Hagkaup. Mesta verðlækkunin varð í tveimur síðartöldu verslununum. Lækkunin hefur haft áhrif á verð í öðrum verslunum og valdið því að matar- liður framfærsluvísitölunnar hefur jdækkað um 2,2%. Ef miðað er við að matarkarfa kosti 10.000 kr. á landsvísu kostar sama karfa 7.400 í Bónus, 8.300 kr. í KEA Nettó, 8.700 í 10-11 og 8.900 í Hagkaup. Sama karfa myndi kosta 10.200 í Nóatúni og Nýkaup. Dýrust myndi karfan verða í KEA í Hrísey eða 11.600 kr. Könnunin náði til 8 matvöruverslana á höfuð- borgarsvæðinu, 11 verslana á Eyjafjarðarsvæðinu og 2 á ísa- firði. ■ Mesta lækkunin/19 Tekið fyrir imlflutning, ódýrrar merkjavöru til ESB Dómstólar ESB og EFTA ósammála EVRÓPUDÓMSTÓLLINN kvað upp þann dóm síðastliðinn fimmtudag að eigandi þekkts vörumerkis gæti komið í veg íyrir að varan væri keypt á niðursettu verði utan Evrópusam- bandsins og flutt inn á hinn sameigin- lega markað. EFTA-dómstóllinn hafði með dómi í desember síðastliðnum skýrt sömu tilskipun Evrópusam- bandsins á þveröfugan hátt. Búast má við samningaviðræðum ESB og EFTA til að leysa úr þeim vanda, sem þannig er upp kominn, en gert er ráð fyrir að sömu reglur verði að gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Fyrirtæki sem framleiða þekkta merkjavöru hafa viljað standa vörð um þann rétt sinn að verðleggja hana eftir kaupgetu markaðarins og ráða nokkru um í hvers konar versl- unum hún er seld. Þannig gerðist það að Silhouette-fyrirtækið sem framleiðir gleraugu hafði selt stóran lager af umgjörðum, sem komnar voru úr tísku, til Búlgaríu. Verslana- keðja í Austurríki keypti lagerinn og bauð hann til sölu í samkeppni við verslanir sem voru á samningi hjá Silhouette. I forúrskurði dæmir Evrópudóm- stóllinn að skýra verði tilskipun Evrópusambandsins frá 1989 um vörumerkjarétt á þann veg að aðild- arríkjunum sé óheimilt að takmarka rétt eiganda vörumerkis á þann veg að hann verði að sæta slíkum inn- flutningi frá utanaðkomandi ríkjum. Nauðsynlegt sé að sama réttará- stand sé í öllum aðildarríkjunum, og þá á þá lund að binda lok vöru- merkjaverndar við það að vara sé komin á markað í sáttmálaríki. I úr- skurðinum nefnir dómstóllinn sér- staklega að réttarvernd vörumerkis fjari út um leið og varan sé komin inn á Evrópska efnahagssvæðið. Getur hækkað vöruverð Forsvarsmenn neytenda hafa gagnrýnt dóminn mjög og segja að hann komi í veg fyrir lækkun vöru- verðs á tísku- og merkjavöru, en stórmarkaðir, m.a. hér á landi, hafa margir keypt vöruna beint frá Bandaríkjunum og Asíu framhjá um- boðsmannakerfi framleiðenda. Leif Pagrotsky, viðskiptaráðherra Sví- þjóðai', harmar þessa niðurstöðu í samtali við Svenska Dagbladet í gær og segir hana munu hafa neikvæð áhrif á verðlag í landinu. EFTA-dómstóllinn dæmdi í hlið- stæðu máli er varðaði norskt fyrir- tæki, 3. desember síðastliðinn, áður en Evrópudómstóllinn hafði tekið af skarið. Komst hann þá að þveröfugri niðurstöðu og vísaði til þess að þegar viðkomandi tilskipun var tekin upp í EES-samninginn mátti ekki ráða af dómaframkvæmd Evrópudómstóls- ins að óheimilt væri að hafa í innan- landsrétti svokallaða reglu um al- þjóðlega tæmingu vörumerkjaréttar. Slík regla væri auk þess í þágu neyt- enda þar sem hún stuðlaði að frjálsu vöruflæði um allan heim og sam- keppni. Henni yrði ekki breytt nema með ákvörðun löggjafans eða dóm- stóla í EFTA-ríkjunum. ■ Hag neytenda/11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.