Morgunblaðið - 18.07.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.07.1998, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Smáfólk CHARLE5, PATir THINK5 'f'OU PON'TCALL HER BECMJSE 5HE I5N'T CUTE.. Kalli, Kata heldur að þú hringir ekki í hana af því að hún er ekki sæt... Af því að hún er freknótt og með stórt nef. Af því að hún er freknótt og með stórt nef. Er það þess vegna sem þú hringir ekki í hana? Er það þess vegna sem þú hringir ekki í hana? Þetta gengur ekki, er það? Hann sagði að hann væri að missa af uppáhaldsþættinum si'num ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Peningaplokk í Mennta- skólanum í Kópavogi Frá Eyrúnu Jónsdóttur og Pétri Ólafssyni: OLLUM tilvonandi bóknámsnem- um Menntaskólans í Kópavogi (hér eftir MK) hefur nú borist gíróseðill frá MK fyrir haustönn 1998 sem hljóðar upp á 7.700 kr. Þessar 7.700 kr. eru sundurliðaðar í: Skóskápagjald: 1.000 kr. Innritunargjald: 3.000 kr. Nemendafélagsgjald: 2.500 kr. Skjólasj. 2., 3. og 4. ársnema 1.200 kr. Fyrir neðan stendur einungis að lögum samkvæmt sé heimilt að hafna aðild að nemendafélagi. Eng- in skýring er gefin á skóskápa- gjaldinu né á skólasj. 2., 3. og 4. ársnema. Þær nýjungar eru núna að skó- skápagjaldið er rukkað samhliða innritunargjaldi en síðustu ár hefur það verið venja að borga um 1.000 kr. fyrir skápinn að hausti og síðan er u.þ.b. helmingur af upphæðinni endurgreiddur að vori þegar lyklin- um er skilað. Við nánari athugun komumst við að því að þetta er gert til hagræðingar fyrir skólann og 500-600 kr. af þessum 1.000 kr. verða endurgreiddar þegar lyklin- um er skilað að vori. Þetta fyrir- komulag á eflaust eftir að skila sér vel í framtíðinni en að sjálfsögðu hefði átt að kynna þetta fyrir nem- endum í skólalok. Það skal tekið skýrt fram hér að lögum sam- kvæmt er heimilt að hafna skó- skápagjaldi. Skólasj. 2., 3. og 4. ársnema hef- ur aldrei áður verið innheimtur síð- an við byijuðum í skólanum. Engin skýring er gefin á þessum nýja kostnaðarlið og finnst stjómendum skólans þá sjálfsagt eðlilegt að allir borgi í þennan nýja skólasj. 2., 3. og 4. ársnema. 12., 3. og 4. bekk reikn- um við með að það verði um sjö hundruð manns ef allir í áðurnefnd- um bekkjum borga. Þá fær skólinn um 720.000 kr. í sinn vasa fyrir ut- an það að hjá nýnemum er einnig svokallað tölv.- og vél.gjald sem nemur 2.000 kr. Þar sem nýnemar eru um tvö hundruð fær MK auka- lega 400.000 kr. Eftir samtal við fjármálastjóra skólans kom í ljós að hún heldur að skólasj. standi fyrir pappírskostnað og kostnað fyrir ýmsum verklegum æfingum. MK fær því rúmlega 1,1 milljón í sinn vasa fyrir eins konar efnisgjald, s.s. fyrir pappír, tölvuaðstöðu og fleira. Samkvæmt framhaldsskólalögum er heimilt að rukka efnisgjald en þar sem þetta er ekki titlað sem slíkt og engar útskýringar fylgja þessum skólasj. er í raun heimilt, lagalega séð, að hafna greiðslu í umræddan sjóð. Gíróseðillinn barst nemendum í kringum 10. þessa mánaðar og gjalddagi og eindagi var 15. þessa mánaðar. Þar af leiðandi geta nemendur sem hafa greitt í skólasj. krafist endurgreiðslu á skrifstofu skólans. Eðlilegt er að fólk reyni að leita sér svara við þessum nýju greiðsl- um og hringi á skrifstofu skólans en einu svörin sem fást þar eru að skrifstofan er lokuð vegna sumar- leyfa til 5. ágúst. Þetta er mjög hentugt vegna þess að ef nemandi hefur ekki greitt skólagjaldið fyrir 1. ágúst nk. er litið á það sem svo að hann hafi hafnað skólavist í MK. Með því að gefa engar upplýsing- ar um það hvað nemendur eru að borga er einfaldlega verið að stíla inn á það að foreldrar nemendanna taki gíróseðilinn eins og hann legg- ur sig og borgi allt saman. Aðrar leiðir væri hægt að fara í þessu máli, t.d. gefa út lítinn fréttapésa til kynningar á þessu nýja fyrirkomu- lagi. Vinnubrögð þessi eru ófag- mannleg og koma flatt upp á marga nemendur vegna þess að MK hefur jafnan verið þekktur fyrir vönduð vinnubrögð og góða stjórnun. Greinarhöfundar eru sammála um að þetta sé ekkert annað en pen- ingaplokk og er það skömm að skólameistari MK, Margrét Frið- riksdóttir, sem einnig er formaður Skólameistarafélags Islands, skuli standa á bak við þetta. EYRÚN JÓNSDÓTTIR, Asbraut 2a, PÉTUR ÓLAFSSON, Heiðarhjalla 25, nemendur í Menntask. í Kópavogi. Oviðeigandi! Frá Erling Ó. Aðalsteinssyni: ÞAÐ VAR mikill fógnuður hjá bömunum mínum þegar Tívolíið var sett upp við hafnarbakkann nú í sumar. Þess er beðið með mikilli eftirvæntingu ár hvert. Stefnan var sem sagt sett á hafnarbakkann þann 14. júh', kl. 17.30 í sól og sum- aryl. Er inn var komið blasti við mikið líf og fjör. Margir foreldrar með böm sín og þó nokkuð af ungling- um. Miðar voru keyptir og tækin mæld út. Ákveðið var að byrja á einfóldu bamatæki, bílahringekju. Sú sem sarfaði við það tæki var ung stúlka, á að giska 13-14 ára gömul. Hún sá um að ganga til barnanna og taka við miðum af þeim, og síðan gangsetja tækið. Það sem mér blöskraði og er tilefni þessa bréfs er að stúlkan var með sígarettu í munninum er hún bograði yfir börnunum. Eg gaf mig á tal við hana og sagði henni að mér þætti mjög óvið- eigandi að hún væri að reykja þeg- ar hún væri að vinna með bömun- um. Hún umlaði eitthvað en hélt áfram að reykja. Ég tók síðan eftir því að margt af starfsfólkinu reykti við vinnu sína. Ekki veit ég hvaða reglur gilda hjá starfsfólkinu sem bæði er ís- lenskt og enskumælandi (stúlkan sem ég gerði athugasemd við er ís- lensk). En það er grundvallaratriði að fólk sem vinnur með börnum sé ekki að reykja yfir þeim. Einnig vona ég að fólk láti í sér heyra, en horfi ekki þegjandi á. ERLING Ó. AÐALSTEINSSON, Nýlendugötu 45, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.