Morgunblaðið - 18.07.1998, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 18 . JÚLÍ 1998
FRÉTTIR
ÉG á nú að klippa núna af því að ég gerði svolítið leyndó á bakvið tjöldin, Halldór minn.
Morgunblaðið/Ásdís
UNNIÐ við uppskipun skipseininganna í Hafnarfjarðarhöfn en alls var um að ræða 140 tonn af forsmíðuðu stáli.
Raðsmíðaverkefni Óseyjar hf.
Helmingi ódýrara
en að smíða heima
SKIPASMÍÐASTÖÐIN Ósey hf. er
að hefja vinnu við fjögur raðsmíða-
verkefni en fjórum forsmíðuðum
skipseiningum, sem byggðar voru í
Póllandi fyrir Ósey hf., var skipað
upp úr flutingaskipi frá Samskipum
í Hafnarfjarðarhöfn í fyrradag.
Með þessu fyrirkomulagi er verið
að reyna að tryggja íslenskum
skipaiðnaði hlutdeild í endumýjun
strandveiðiflotans, segir í fréttatil-
kynningu frá Ósey hf.
Verð skipseininganna, sem em
um 140 tonn af forsmíðuðu stáli, er
28 milljónir króna en heildarverkið
kostar um 200 milljónir króna.
Verkefnið er fyrsta raðsmíðin af
bátum yfir 30 tonn sem farið hefur
fram á Islandi í nær 20 ár, segir
einnig í fréttatilkynningunni.
Bátarnir sem smíðaðir verða eru
fjölveiðibátar sem útbúnir verða
fyrir troll, dragnót, net og línu-
veiðar og eru byggðir fyrir eftir-
farandi aðila: Ragnar Guðjónsson,
Hellissandi, Feng ehf., Ólafsvík, og
Lárus Guðmundsson, Grundar-
firði.
Aætlað er að smíði sldpanna taki
11 mánuði og við smíðina vinni 50
starfsmenn.
Samningar að nást um tvö
skip í viðbót
Að sögn Hallgríms Hallgrímsson-
ar, framkvæmdastjóra Óseyjar,
verður framhald á þessu fyrirkomu-
lagi enda em skipseiningamar um
helmingi ódýrari hingað komnar en
ef þær væm smíðaðar hér á landi.
Samningar standa nú yfir við pólska
skipasmíðafyrirtækið um smíði
tveggja annarra skipa.
„Við vonumst til að smíði
skipseininganna geti hafist fyrir
haustið og þá myndi vinnu við þær
Ijúka í Póllandi í mars-apríl á næsta
ári. Þetta verða stærri bátar en þeir
sem nú vora að koma til landsins,
6,80 metrar á breidd, 22 metrar á
lengd og 140 tonn að þyngd,“ sagði
Hallgrímur í samtali við Morgun-
blaðið.
Hallgrímur segir að ástæða þess
að menn smíði ekki fleiri skip með
þessum hætti hér á landi en raun
ber vitni, hljóti að vera sú að málið
hafi verið skoðað í einhverjum hálf-
kæringi hingað til, eins og hann orð-
ar það. Hann sagðist ekki vita til
þess að fleiri íslenskir aðilar væra
að láta smíða fyrir sig skipseiningar
í Póllandi.
„Menn verða að bera sig eftir því
sem er ódýrast til að vera sem sam-
keppnishæfastir. Samstarf okkar og
Pólverjanna gengur vel og allar
tímasetningar, skilatími og annað,
hafa staðist,“ sagði Hallgrímur.
MORGUNBLAÐIÐ
Tillögur forvinnuhóps um tungumálanám
Virk og skap-
andi málnotkun
fái aukið vægi
Auður Hauksdóttir
Forvinnuhópur
vegna endurskoðun-
ar aðalnámskráa á
grann- og framhaldsskóla-
stigi á námsviði erlendra
tungumála leggur til rót-
tækar breytingar á tungu-
málanámi og -kennslu. Þar
er m.a. lagt til að fag-
menntun tungumálakenn-
ara verði stórefld, að
ensku- og dönskunám hefj-
ist fyrr, að nám í þriðja er-
lenda máli, þ.e. í frönsku,
spænsku og þýsku, verði
stóreflt og að einstakir
skólar sérhæfi sig í að
kenna mál sem ætla má að
hafi vaxandi gildi fyrir ís-
lendinga t.d. japönsku, kín-
versku og rússnesku.
Hópurinn var skipaður í
febrúar 1997 og í honum
áttu sæti sex kennarar af
grunn-, framhalds- og háskóla-
stigi, fjórir tilnefndir af fagfélög-
rnn kennara og tveir skipaðir af
menntamálaráðherra. Auk þess
starfaði með hópnum faglegur
umsjónarmaður. Auður Hauks-
dóttir var skipuð af ráðherra og
jafnframt formaður hópsins.
- Hvemig var starfí hópsins
háttað?
„í erindisbréfi var hópnum í
fyrsta lagi falið að rökstyðja þörf
og tilgang námssviðs og náms-
greina innan þess. I öðra lagi að
setja fram tillögur um lokamark-
mið tungumálanáms á grunn- og
framhaldsskólastigi og í þriðja lagi
að gera tillögur, ef ástæða þætti
til, um breytingar á skipulagi eða
uppbyggingu námsins. Við byrjuð-
um á því að gera eins konai- þarfa-
greiningu, það er að glöggva okkur
á því hver væri þörf Islendinga
fyrir kunnáttu í erlendum málum
og í hvaða samhengi þeir þyrftu að
nota erlend mál. Við reyndum
þannig að gera okkur grein fyrir
því hvert væri mikilvægi mála-
náms fyrir viðskipti og atvinnulíf,
svo sem ferðaþjónustu, eða fyrir
einstaklinga með tilliti til frekara
náms, lesturs til gagns og gamans
eða hvers konar samskipta við aðr-
ar þjóðir. Þá höfðum við að leiðar-
Ijósi að íslendingar þyrftu að
kynnast öðram menningarheimum
og að tungumálakunnátta væri
lykillinn að þeim. Tekið var mið af
tillögum stefnumótunamefndar,
en þær fólu í sér að enska skyldi
verða fyrsta erlenda málið í stað
dönsku og að málanám hæfist fyrr
en nú er.“
- Hvaða tillögur gerðuð þið til
úrbóta?
„I fyrsta lagi má nefna nýjung-
ar varðandi framsetningu náms-
markmiða og tilhögun námsmats,
til dæmis leggjum við til að prófað
verði í talmáli á samræmdu prófi.
Einnig leggjum við áherslu á
breytta kennsluhætti sem felst
fyrst og fremst í því að virk og
skapandi málnotkun fái aukið
vægi, sérstaklega talmál, og að
nemendur fái miklu meiri mögu-
leika á því að nota málið sjálfir til
tjáskipta. Áhersla er lögð á að
kennslan fari fram á hinu erlenda
máli og gert ráð fyrir
aukinni ábyrgð og
virkni nemenda. Þá er
lagt til að ensku- og
dönskukennsla byrji
enn fyrr en lagt er til í
skýrslu stefhumótunamefndar, að
kennsla í þriðja erlenda máli verði
stórefld og að nemendum standi til
boða að læra fleiri mál t.d.
japönsku, kínversku og rússnesku.
Þá leggjum við til að einstakir
skólar sérhæfi sig í að kenna ís-
lensku sem erlent mál og að sér-
► Auður Hauksdóttir fæddist í
Reykjavík árið 1950. Hún lauk
stúdentsprófi frá Kennaraskól-
anum árið 1972, BA-prófi í
dönsku og heimspeki frá Há-
skóla íslands árið 1977, upp eld-
is- og kennslufræði til kennslu-
réttinda í HÍ árið 1980 og
cand.mag.-prófi í dönsku frá
Kaupmannahafnarháskóla árið
1986. Hún hefur unnið að viða-
mikilli rannsókn á dönsku-
kennslu á íslandi sem er liður í
doktorsnámi í dönsku við Kaup-
mannahafnarháskóla. Auður
kenndi lengst af við Flensborg-
arskóla í Hafnarfirði og hefur
verið lektor við Kennaraháskóla
fslands síðastliðin þrjú ár. Hinn
1. janúar síðastliðinn tók hún
við stöðu lektors í dönsku við
Háskóla Islands. Hún var for-
maður forvinnuhóps á námssviði
er lendra tungumála í endur-
skoðun aðalnámskrár. Auður er
gift Ingvari J. Rögnvaldssyni
varaskattsfjóra í Reykjavík og
eiga þau tvö börn.
stök rækt verði lögð við að við-
halda tungumálakunnáttu bama
og unglinga sem hafa dvalið í út
löndum. Síðan má nefna tillögur
um stóreflingu fagmenntunar
tungumálakennara á grunn- og
framhaldsskólastigi og breyttar
áherslur í kennsluréttindanámi,
þar sem aukin áhersla verði lögð á
kennslufræði viðkomandi tungu-
máls. í tillögum forvinnuhóps er
gert ráð fyrii’ að tungumálakenn-
ai-ar á grunnskólastigi hafi að
baki a.m.k. 45 eininga nám á há-
skólastigi í viðkomandi tungumáli
í stað 12,5 nú, en kennarar á
framhaldsskólastigi 90 einingar.
Einnig leggjum við áherslu á
aukna notkun nýrra miðla við
kennslu svo sem myndbanda og
tölva, að mat á skólastarfi verði
aukið og rannsóknir á tungumála-
námi og -kennslu efldar. Þetta eru
megintillögumar í örstuttu máli.“
- Hefur ekki verið lögð nægi-
leg áhersla á tjáskiptahæfni í
tungumálakennslu til þessa?
, jUmennt virðist of oft vera lögð
einhliða áhersla á lestur, hlustun
og málfræði í mála-
kennslunni, en skapandi
þættir málsins einkum
talmálsþjálfun hefur
verið of lítill gaumur
gefinn. Við teljum brýnt
að nýta styrkleika þeirrar hefðar
sem fyrir er, en gera átak í því að
gera íslendinga enn hæfari til
þess að nota erlend mál sem lif-
andi tjáskiptatæki, hvort heldur
er í námi, leik eða starfi. Þannig
teljum við hag einstaklinga og
þjóðfélagsins í heild best borgið.“
Fagmenntun
kennara verði
stórefld