Morgunblaðið - 18.07.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.07.1998, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 18 . JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna Barnadeildum SR og FSA færður fj arfundabúnaður STYRKTARFÉLAG krabbameins- sjúkra bama afhenti í gær barna- deildum Sjúkrahúss Reykjavíkur og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyii fjarfundabúnað og var hann form- lega tekinn í notkun við það tæki- færi. Þorsteinn Ólafsson, formaður fé- lagsins, afhenti Ama Þórssyni, yflr- lækni bamadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur, búnaðinn en nyrðra var það ung hnáta, Hilma Valde- marsdóttir, sem afhenti Magnúsi Stefánssyni, yfirlækni bamadeildar FSA, gjafabréfíð. Auk annarra verkefna hefur Styrktarfélag krabbameinssjúkra bama unnið að verkefni er miðar að því að börn á skólaaldri sem liggja á sjúkrahúsum í umtalsverðan tíma fái aðgang að skólafélögum sínum og kennumm með fjarfundatækni, þannig að þau hafi aðgang að fjar- kennsiu og geti átt félagsleg sam- skipti með hljóð- og sjónrænu sam- bandi við t.d. skólafélaga sína. Fyrsta skreflð var stigið í fyrravor þegar félagið afhenti Bamaspítala Hringsins slíkan búnað og hefur hann nú sannað gildi sitt. Fram kom í máli Þorsteins við af- hendinguna að félagið hefði notið ómetanlegs stuðnins fyrirtækjanna Opinna kerfa hf. og Skýrr hf. en auk aðstoðar við uppsetningu og annað fjármögnuðu þessi fyrirtæki kaup búnaðarins fyrir báðar bamadeild- irnar. Búnaðurinn sem um ræðir nýtist bömunum og foreldmm þeirra einnig sem dægradvöl og upplýsingatæki. Að brúa gjá Allar barnadeildir landsins hafa nú yfir þessum búnaði að ráða og sagðist Þorsteinn vænta þess að með tilkomu hans yrði unnt að bráa þá gjá sem væri milli barna sem, dvelja þyrftu langdvölum á sjúkra- húsum, og skólafélaga þeirra. Ekki nægir þó að fjarfundabúnaðurinn sé til staðar á deildunum til að mark- mið verkefnisins náist. Skólarnir þyrftu einnig að hafa aðgang að sams konar búnaði, nauðsjmlegt væri að skólayfirvöld kæmu til móts við þarfir þessara barna, til náms og félagslegra samskipta með því að fjárfesta í sams konar tækjum. Aætlað er að stofnkostnaður sé rámlega 100 þúsund krónur og taldi Þorsteinn að það ætti ekki að vera neinu sveitarfélagi ofviða. Yfirlæknarnir, Árni og Magnús, þökkuðu höfðinglegar gjafir og vom þess vissir að búnaðurinn myndi koma að góðu gagni og létta sjúk- lingum sjúkrahúsvistina. Morgunblaðið/Björn Gíslason KRISTJÁN sem er á barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og Silvia á barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur vom fyrst til að prófa fjar- fundabúnað barnadeilanna. Kristján situr við tölvuna fyrir norðan og ræðir við Silvíu. Morgunblaðið/Arnaldur Á SJÚKRAHÚSI Keykjavfkur afhentu (frá vinstri) Frosti Bergsson, framkvæmdastjóri Opinna kerfa, og Stefán Kæmested, framkvæmda- stjóri sölu- og markaðsdeildar Skýrr hf., búnaðinn ásamt Þorsteini Ólafssyni, framkvæmdastjóra Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Björn ráðinn skólastjóri Brekkuskóla BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum í vikunni að ráða Björn Þórleifsson í stöðu skólastjóra Brekkuskóla, en hann var annar tveggja umsækjenda um starfið. Björn er nú deildarstjóri bú- setu- og öldrunardeildar Ákureyi’- arbæjar, en hann hefur einnig gegnt starfi forstöðumanns öldr- unarþjónustu bæjarins. Björn er fæddur á Isafirði 2. desember 1947. Björn lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1967 og kennaraprófi 1968. Hann lærði félagsráðgjöf í Noregi og lauk prófi 1974. Hann hefur m.a. kennt við Langholts- skóla, Gagnfræðaskóla Siglufjarð- ar og verið skólastjóri Húsa- bakkaskóla í Svarfaðardal. Björn starfaði hjá Félagsamálastofnun Akureyrar frá 1974 og var félags- málastjóri 1975-1976. AKSJÓN Laugai-dagur 18. júlí 21. OOÞ-Sumarlandið Þáttur fyrir ferðafólk á Akureyri og Akureyringa í ferðahug. Sunnudagui-19. júlí 21. OO^Sumarlandið Þáttur fyi’ir ferðafólk á Akureyri og Ákureyringa í ferðahug. Mánudagur 20. júlí 21.O0Þ-Sumarlandið Þáttur fyrir ferðafólk á Akureyri og Akureyringa í ferðahug. Bæjarráð hafnar kröfum kvendeildarstjóra um bætt kjör Sprotar Ungt tónlistar- fólk í Deiglunni SPROTAR eru heiti á tónleikum ungs og upprennandi tónlistarfólks, frá Islandi og útlöndum sem haldnir verða í Deiglunni á mánudags- og þriðjudagskvöld, 20. og 21. júlí. Mosaic-gítarkvartettinn leikur katalónsk þjóðlög og spænska dansa á tónleikum sem verða í Deiglunni kl. 20.30 næstkomandi mánudagskvöld. I Mosaickvartettnum eru þeir Maria josé Boira, Francesc Ballart, Halldór Már Stefánsson og David Murgadas, en kvartettinn var stofnaður árið 1992. Á sama stað og tíma á þriðjudags- kvöld, 21. júlí, flytja sellóleikarinn Hrafnkell Orri Égilsson og Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari selló- sónötur og önnur verk m.a. eftir Bach, Beethoven, Brahms auk verka eftir Weber og Hindemith. --------------- Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. á morgun, sunnudag. Sr. Svavar A. Jónsson messar. Haukur Guðlaugsson leikur á orgel kirkjunn- ar. Sumartónleikar verða í kirkjunni kl. 17 á sunnudag, Haukur Guðlaugs- son og Gunnar Kvaran leika. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðs- þjónusta kl. 21 á sunnudagskvöld, 19. júlí. Predikunarefni: Sættir milli manna. Björg Þórhallsdóttir syngur. Komið og njótið kyrrðar í helgidómi Guðs. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Karla- morgunn kl. 10 í dag, laugardag, bænastund sama dag kl. 20-21. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar, ald- ursskipt biblíukennsla kl. 11.30 á sunnudag. Samkoma sama dag kl. 20, mikill söngur, Yngvi Rafn Yngvason predikar, bamapössun fyrir börn frá eins árs til 5 ára. Samkoma á mánu- dag kl. 21, Kolbrán og Guðlaugur Laufdal frá sjónvarpsstöðinni Omega sjá um samkomuna. Skrefið á mið- vikudag, unglingasamkoma á fóstu- dag. Vonarlínan: 462 1210, símsvari með uppörvunarorðum úr Biblíunni. BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur hafnað kröfum frá nokkrum konum sem gegnt hafa deildarstjórastöð- um hjá Akureyrarbæ, en þær fóru fram á að laun þeirra yrðu hækk- uð. Forsagan er sú að Ragnhildur Vigfúsdóttir jafnréttis- og fræðslu- fulltrái Akureyrarbæjar lagði fyrir Kærunefnd jafnréttismála kæru á hendur Akureyrarbæ á þeim for- sendum að laun hennar væru lægri en annar stjómandi hjá bænum fékk, en störfin væru sambærileg. í kjölfar úrskurðar Kærunefndar FRANSKIR ferðalangar sungn „Við erum meistarar," hástöfum við Víti í gærmorgun og voru greinilega enn í sigurvímu yfir heimsmeistaratitlinum í knatt- spjrnu. Mikið er um ferðamenn í Mývatnssveit um þessar mundir, en straumurinn hefur siðustu daga verið að aukast. Sigurður Arnarson, landvörð- ur í Mývatnssveit, sagði að fjöldi ferðamanna á svæðinu væri svip- aður nú og verið hefði síðustu tvö ár. Þróunin hefði orðið sú að heldur færri kæmu í Mývatns- sveit í júnímánuði, en strax undir mánaðamót júni og júli' ykist straumurinn. Þá virtist ferða- mannatiminn hafa lengst þvi æ fleiri væru á ferðinni fram eftir fór jafnréttis- og fræðslufulltráinn fram á bætur og hið sama gerði forveri hennar í starfi, Valgerður Bjarnadóttir, sem og tveir deildar- stjórar leikskóladeildar og deildar- stjóri ráðgjafadeildar. Vegið að grundvelli fijálsra kjarasamninga Miklar umræður hafa farið fram um kærumálið í bæjarráði. Að mati bæjarráðs er í áliti Kærunefndar í svo veigamiklum atriðum vegið að grundvelli frjálsra kjarasamninga að ekki verði við unað. Að mati ágústmánuði. Fremur kalt hefur verið við Mývatn það sem af er sumri og er þá minna um að ferðafólk slái upp tjöldum, en ásókn eykst í gistingu innandyra og hefur nýt- ing verið þokkaleg á gististöðum. Mikið er um hópa útlendinga og ferðast þeir um á rútum, en Sigurður kvaðst hafa orðið var við fleiri ferðuðust um á bfla- leigubílum en áður, hvort sem ástæða þess væri að sá ferðamáti væri ódýrari en áður eða hóparn- ir öðruvísi samsettir. Mun minna væri en var um svonefnda puttal- inga. Veðrið setur strik í reikning- inn varðandi heimsóknir Islend- inga, en um leið og sól fer að bæjarráðs liggur fyrir að ákvörðun um launakjör jafnréttis- og fræðslufulltráa, atvinnufulltráa og þeirra deildarstjóra sem teknir voru inn í samanburð starfsmats- nefndar hefur ekkert með kynferði að gera, fremur en gerð kjara- samninga yfirleitt. Þá telur bæjar- ráð að Kærunefnd dragi óeðlilega miklar ályktanir af niðurstöðu starfsmatsnefndar þrátt fyrir að hún taki aðeins inn í mat sitt hluta af þeim atriðum sem áhrif hafa á ákvörðun launa. Liggi m.a. fyrir og sé óumdeilt að umrætt starfsmat skína hópast þeir á Ijaldstæðin. Um siðustu helgi var til að mynda mjög mikið um íslendinga á ferð við Mjrvatn, en þá var veð- ur með besta móti. „íslending- arnir koma um leið og góðviðr- sé bundið einum einstökum kjara- samningi og beinlínis ætlað til þess að raða störfum í flokka innan þess samnings. Það er því niðurstaða bæjarráðs að ef viðurkenna eigi þá niðurstöðu sem fram kemur í áliti Kærunefnd- ar jafnréttismála í þessu máli sem grundvöll að breytingum á kjara- samnignsbundnum og samnings- bundnum launakjörum þessara starfsmanna og annarra í sömu stöðu væri í raun verið að lýsa því yfir að gerð kjarasamninga við ein- stök stéttarfélög væri marklaus. iskaflarnir, þá fjölgar þeim mikið hér um slóðir,“ sagði Sigurður. Þá nefndi hann að reynsla síð- ustu ára væri sú að mikið væri um Suður-Evrópubúa, Itala og Frakka í ágústmánuði. Straumur ferðamanna að Mývatni vaxandi Morgunblaðið/Björn Gíslason ÚTLENDINGAR skoða Námaskarð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.