Morgunblaðið - 18.07.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 13
LANDIÐ
V estfírðing'urinn
Fj alla-Ey vindur
heiðraður
Fyrir nokkrum dögum fóru tveir af félög-
um í Fjalla-Eyvindarfélaginu að Hrafns-
fjarðareyri í Jökulfjörðum og lögðu
blómsveig að leiði Fjalla-Eyvindar, skrifar
Bjarni Harðarson. Með þessu vill félagið
minnast hins vestfírska þáttar 1 örlagasögu
Eyvindar og Höllu og í ráði er að koma
upp litlu minnismerki á Hrafnsfjarðareyri
í samráði við landeigendur.
KONRÁÐ Eggertsson, ferðaþjónustubóndi á Ísafírði, og Guðni Ágústs-
son alþingismaður leggja blómsveig á leiði Fjalla-Eyvindar á Hrafns-
fjarðareyri. Konráð býður einmitt upp á ferðir um Jökulfirði með við-
komu á Hrafnsfjarðareyri. Á hinni myndinni er legsteinn Eyvindar.
MEGINVERKEFNI félagsins er
sem kunnugt er að reisa þessum
hjónum veglegan minnisvarða á
Hveravöllum og er fjársöfnun
vegna þess verkefnis nú í fullum
gangi en minnisvarðinn verður af-
hjúpaður 9. ágúst næstkomandi.
„Hér hvílir konungur öræfanna,
blessuð sé minning Fjalla-Eyvindar
og Höllu,“ sagði Guðni Ágústsson,
formaður félagsins, þegar hann og
Konráð Eggertsson lögðu
blómsveiginn á leiðið, en hann var
fléttaður úr íslenskum gróðri og
blómplöntum.
Þó svo að Fjalla-Eyvindar sé
jafnan minnst sem Hreppamanns
þá er hann ekki síður Vestfirðingur
því í Djúpi og á Ströndum varð
hann fyrst sjálfs sín ráðandi sem
kotbóndi í harðbýlli sveit og þaðan
leggja þau hjón upp í áralangan
flótta sinn um óbyggðir Islands.
Þjóðsagan segir okkur líka að þar
hafi hjón þessi borið beinin og hann
verið dysjaður utan garðs en Halla
fengið leg í vígðri mold. Margt er
nú óljóst í tímatali í sögu Eyvindar
en líklegt er að hann hafi komið til
Höllu Jónsdóttur, ekkju í Mið-Vík í
Aðalvík á Homströndum, 1745, þá
eftirlýstur Iandhlaupari frá yfir-
völdum í Árnesþingi þó líkast til séu
sakir hans ekki aðrar en ferðalög í
leyfisleysi og það að hafa hlaupið
burt frá bamsmóður sinni í Stokks-
eyrarhreppi.
Á árunum 1745 og fram yfir 1760
búa þau Eyvindur og Halla á
nokkrum bæjum á Homströndum
og í Jökulfjörðum, síðast á Hrafns-
fjarðareyri. Þaðan leggjast þau út
um eða upp úr 1760, væntanlega
vegna þess að orðrómur um óráð-
vendni eða eftirgrennslan Árnes-
inga hafi gert þeim ólíft, jafnvel í
þessu útkjálkasamfélagi.
Með nokkurri vissu er hægt að
ætla að þau hjónin hafi verið á
flakki um landið fram yfir 1772 en
stóran hluta þess tíma eru þau
raunar í byggðum á Norðaustur-
landi. Þrekvirki þeirra er þó að hafa
sannanlega dvalið nokkra vetur á
miðhálendi íslands við þann fmm-
stæða aðbúnað sem þau höfðu völ á
og auk þess í sifelldum skugga of-
sókna byggðamanna sem oftar en
einu sinni koniu að hreysum þeirra,
eyðilögðu þar allt sem þeir gátu og
hröktu útlagana á flótta.
Skjallegar heimildir um Höllu og
Eyvind eftir 1772 em engar en
þjóðsagan segir að þau hafi í ellinni
flutt aftur á fomar stöðvar vestra
og þar hafi Eyvindur borið beinin
1785 og verið heygður á Hrafns-
fjarðareyri en Halla lifað mann sinn
og fengið leg á Stað í Grannavík
1792.
Þau hjón, þó einkum Eyvindur,
vom strax í lifanda lífi þjóðsagna-
persónur sem alþýða landsins leit
upp til og dáði í baráttu sinni við
óblíða náttúm og ómilda refsUög-
gjöf. Táknræn fyrir þessa trú er því
sagan af legsteini Eyvindar en hann
var settur af bóndanum á Hrafns-
fjarðareyri sem hét á Eyvind þegar
hann eitt sinn átti fé sitt í hættu.
Fénu náði hann að bjarga og launaði
þessum velgjörðarmanni sínum að
handan með legsteini þar sem á er
letrað stórkarlalegu letri þessi orð:
Hér liggur Fjalla Eivindur Jónsson.
Þýskt farþega-
skip í Reyðar-
fjarðarhöfn
Reyðarfirði - Þýska farþegaskip-
ið Bremen lagðist að bryggju á
Reyðarfirði stundvislega kl. 7 á
fimmtudagsmorgun. Skipið, sem
er 111,52 metrar og 6752 lestir,
tók sig vel út við hafnarkantinn og
farþegarnir voru ekki fyrr komnir
frá borði en skipverjar vom famir
að þrífa það og pússa. Skipið hafði
ekki langa viðdvöl því kl. 10 lét
það aftur úr höfn og var ferðinni
heitið til Seyðisfjarðar. Farþeg-
amir fóm frá borði á Reyðarfirði
og bmgðu sér í útsýnisferð um
Austurland með ferðaskrifstof-
unni Tanna. Útsýnisferðinni lauk
á Seyðisfirði þar sem skipið beið.
Bæjarsljórinn, Guðmundur
Bjarnason, tók á móti skipinu og
lýsti ánægju með komu þess. Að
sögn umboðsaðila skipsins var öll
aðstaða eins og best varð á kosið
og íbúar hins nýja sameinaða
sveitarfélags á Mið-Austíjörðum
vongóðir um að framhald verði á
komu skemmtiferðaskipa.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
JOHN Scully og Árni Johnsen skoða einn af föstum íbúum í Álsey.
Æðstu menn Keiko-
sjóðsins í Eyjum
Vestmannaeyjum - Forsvarsmenn
Free Willy Keiko-sjóðsins hafa heim-
sótt Eyjar undanfarið til viðræðna
við heimamenn og til að ganga írá
ýmsum lausum endum fyrir komu
háhymingsins Keikos til Eyja. Á
fóstudag í síðustu viku kom McCaw,
einn helsti fjárhagsbakhjarl og for-
seti Free Willy Keikó-sjóðsins, á
einkaþotu til Eyja og stoppaði þar í
sólarhring til viðræðna við heima-
menn. Robert Ratcliffe, varaforseti
samtakanna, kom til Eyja í byrjun
þessarar viku til að ræða við Eyja-
menn og einnig var á ferð í vikunni
John Scully, lögfræðingur samtak-
anna til að ganga frá lögfræðilegum
og tæknilegum atriðum vegna flutn-
ings Keikó til Eyja.
Sérstök samtök, Free Willy Keiko-
Foundation Iceland, hafa verið stofn-
uð um rekstur samtakanna á Islandi
og hefur Bjarki A. Brynjarsson,
framkvæmdastjóri Þróunarfélags
Vestmannaeyja, verið ráðinn for-
stjóri þeirra og mun gegna starfinu
samhliða starfinu hjá Þróunarfélag-
inu. Helstu verkefni þessa fyrirtækis
verða m.a. að sjá um almannatengsl,
samninga við opinbera aðila, vöm-
merki og að íslenskum lögum sé
fyigt.
Eyjamenn hafa lagt sig fram um
að taka sem best á móti þeim gestum
sem heimsótt hafa Eyjar í tengslum
við flutning Keiko og hefur þeim
meðal annars verið kynnt hið sér-
stæða úteyjalíf. Fulltrúar Þróunarfé-
lagsins og aðrir sem að samningum
um flutning Keiko komu buðu John
Scully og konu hans Tony til kvöld-
verðar hjá lundaveiðimönnum í Áls-
ey. Þar var þeim boðið upp á grillað-
an humar og lambasteik að hætti
Álseyinga en síðan var lagið tekið
fram eftir kvöldi við undirleik Árna
Johnsen.
Morgunblaðið/Hallfríður
HafflarstrsM 160, llmreirl.
Sími 462 4261.