Morgunblaðið - 18.07.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.07.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1998 5 FRÉTTIR Ríkislögreglustjóri Sérútbúin bifreið gegn brotlegum ökumönnum hraðakstri og ölvunarakstri. Öku- menn eru hvattir til að sýna sam- stöðu með lögreglunni í því að ná markmiðum umferðaröryggisáætl- unarinnar. „Aukið eftirlit og sam- starf lögregluliðanna í landinu hefur skilað þeim árangri að umferðar- hraði hefur almennt minnkað,“ seg- ir í tilkynningunni. Síðan segir að ríkislögreglustjór- inn muni áfram nýta þennan búnað og leggja áherslu á umferðareftirlit um verslunarmannahelgina. Auk hefðbundins eftirlits og viðbúnaðar lögreglu í hverju umdæmi geti öku- menn vænst þess að þessi sérstaki tækjabúnaður verði í notkun hvar sem er á landinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á HORNI Sólvallagötu og Hofsvallagötu var í gær unnið að því að helluleggja eitt af mörgum 30 kílómetra hliðum sem sett verða upp í vesturbænum. Skerpt á reglum um hámarkshraða í eldri hverfum borgarinnar Gamli vesturbærinn afmark- aður með 30 km hliðum VEGFARENDUR í vesturbænum í Reykjavík hafa veitt fram- kvæmdum við gatnamót athygli að undanförnu. Verið er að reisa svokölluð 30 km hlið til að skerpa á reglum um hámarkshraða, sam- kvæmt upplýsingum frá gatna- málastjóra. „Það er búin til smáalda með mislitri steinlögn við gatnamót viðkomandi gatna. Þetta er þrenging frá báðum hliðum sem afmarkar innkeyrslu inn í götun- ar,“ sagði Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur hjá gatnamála- stjóra. Þegar hafa slíkar þrengingar verið settar upp víða í Hlíðahverf- inu og meðal þess sem nú er verið að vinna að er afmörkun gamla vesturbæjarins með 30 km hliðum. „Hingað til hefur eitt skilti við göt- urnar bent mönnum á þetta en með þessum hliðum viljum við skerpa á þessari umferðarreglu en gamli vesturbærinn hefur verið 30 km svæði nokkuð lengi." UNDANFARINN mánuð hefur sérútbúin bifreið ríkislögreglu- stjóra til notkunar við hraðamæl- ingar á þjóðvegum staðið 600 öku- menn að hraðakstri á þjóðvegum landsins. Búnaður í bifreið lögreglustjóra til þess að taka öndunarsýni vegna ölvunaraksturs hefur verið notuð í málum 27 ökumanna og reyndust 18 þeirra vera með áfengismagn yfir leyfilegum mörkum í blóðinu. Guðmundur H. Jónsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, sagði við Morg- unblaðið að þessir 27 ökumenn hefðu fengið svör um stöðu sína samdægurs, 18 hefðu verið sviptir ökuréttindum, en 9 strax fengið að vita að ekki yrði um frekari aðgerð- ir gegn þeim að ræða. Hin sérútbúna bifreið ríkislög- reglustjóra, þar sem myndavél er notuð til að sanna hraðakstur, er viðbót við þann búnað sem einstakir lögreglustjórar hafa yfir að ráða og er notuð í öllum umdæmum. Umferðarhraði hefur minnkað í fréttatilkynningu frá ríkislög- reglustjóra segir að það sem af er sumri hafi starf að því að ná mark- miðum umferðaröryggisáæætlunar ríkisstjórnarinnar til ársins 2001 gengið vel og tækin hafi nýst lög- reglunni vel í baráttu gegn Kviknaði í þvottavél ELDUR kom upp í þvottavél á verkstæði á Egilsstöðum um hálftíuleytið í gærkvöldi. Slökkvilið og lögregla voni kölluð á staðinn en að sögn lögreglu var eigandinn búinn að slökkva eldinn sjálfur þeg- ar slökkviliðið kom á staðinn. Orsök eldsins var ókunn í gærkvöldi. Hvílíkur sælureitur! Daihatsu Applause Gamall Islandsvinur Bílarfrá Daihatsu, elsta bílaframleiðanda í Japan, hafa reynst sérlega vel við íslenskar aðstæður. Þúsundir (slendinga þekkja hagkvæman rekstur, góða endingu og auðvelda endursölu þeirra. Allir bílar frá Daihatsu eru með þriggja ára almenna ábyrgð og sex ára ryðvarnarábyrgð á yfirbyggingu. Búnaður í himnalagi Staðalbúnaður Applause stenst samaburð við mun dýrari bíla. Nefna má vökvastýri, rafdrifnar rúður og spegla, samlæsingu, hæðarstillingu aðalljósa, snúningshraðamæli, útvarp og segul- band, ABS hemlabúnað, höfuðpúða í aftursæti, álfelgur, tvo loftpúða og styrktarbita í hurðum. Beinskiptur frá kr. 1.348.000.- Sjálfskiptur frá kr. 1.468.000.- Ánægja á ferðinni Applause er vandaður bíll sem gerir allan akstur auðveldan og ánægjulegan. Vélin er 100 hestöfl, með beinni innspýtingu og 16 ventlum. Sjálfstæð MacPherson fjöðrun á öllum hjólum gefur mjög góða aksturseiginleika. Applause er auk þess fimm dyra og farangursrýmið má stækka í 764 lítra. O z •8 BRIMB0RG Faxafeni 8 • Sími 515 7010 Brimborg-Þórshamar I Bllasala Keflavíkur I Bíley I Betri bílasalan I Tvisturinn Tryqqvabraut 5 • Akureyri Hafnargötu 90 • Reykjanesbæ Búöareyri 33 • Reyðarfirði Hrísmvri 2a • Selfossi Faxastig 36 • Vestmannaeyjum Simi 462 2700 I Sími 4214444 | Sfmi 474 1453 | Sími 482 3100 I Sfmi 481 3141 DAIHATSU fínn í rekstri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.