Morgunblaðið - 13.08.1998, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásdís
Æfingin skapar meistarann
FEÐGININ Jón Gunnar og Elísa höfðu komið sér Eh'sa, sem er fjögiirra ára, var að læra réttu að-
vel fyrir við Reykjavíkurhöfn á dögunum og ferðirnar við veiðarnar og naut við þaö leiðbein-
dorguðu saman. inga föður síns.
Staða lífeyrissjóðakerfísins á almennum vinnumarkaði
Há ávöxtun hefur leyst
fortíðarvandann
STAÐA lífeyrissjóða á almennum
vinnumarkaði er góð miðað við þá
forsendu að ávöxtun þeirra í fram-
tíðinni verði 3,5%, þar sem há
ávöxtun sjóðanna á undanförnum
árum er búin að vinna upp þann for-
tíðarvanda sem sjóðirnir áttu við að
glíma á árum áður vegna lágra
raunvaxta og áður en almenn verð-
trygging var tekin upp. Eignir líf-
eyrissjóða á almennum markaði
námu 240 milljörðum króna í árslok
1996 og horfur eru á að eignir
þeirra tvöfaldist á næstu tíu árum.
Þær eiga eftir að halda áfram að
vaxa marga áratugi eftir það og
ættu að komast í jafnvægi við land-
framleiðslu árið 2040 og gætu þá
verið orðnar nokkru hærri en árleg
landframleiðsla.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í grein Guðmundar Guð-
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
hefur að fenginni umsögn stjórn-
ar Lánasjóðs íslenskra náms-
manna skipað Steingrím Ara
Arason framkvæmdastjóra Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna um
fimm ára skeið frá 1. janúar 1999.
Horfur á að eignir
tvöfaldist á næstu
tíu árum
mundssonar um þróun lífeyrissjóða
í nýútkomnu hefti Fjármálatíðinda
sem Seðlabanki íslands gefur út, en
í greininni eru skoðuð áhrif raun-
vaxta, hagvaxtar og fólksfjölda á af-
komu lífeyrissjóða og hag lífeyris-
þega og hvernig eignir lífeyrissjóð-
anna munu vaxa næstu áratugi.
Fram kemur að greiðslur úr líf-
eyrissjóðum eigi eftir að hækka
mikið frá því sem nú er með aukn-
um réttindum bótaþega. Þær verði
óhjákvæmilega misháar í almennu
sjóðunum þó iðgjöld séu hin sömu
og búast megi við því að breytingar
Umsóknarfrestur um stöðu
framkvæmdastjóra LÍN rann út
10. júlí sl. Fjórar umsóknir bár-
ust um stöðuna. Aðrir umsækj-
endur voru Henrý Þór Gránz,
Hjálmar Kjartansson og Pétur
Rasmussen.
á lífeyrisréttindum með hliðsjón af
afkomu sjóða eigi eftir að verða eitt
helsta deiluefni í lífeyrísmálum.
61% af tekjum í eftirlaun
Þá kemur fram að sá sem borgað
hefur í lífeyrissjóð alla starfsævina
megi búast við því að fá 61% af með-
allaunum á aldrinum 40-60 ára í líf-
eyrissgreiðslur miðað við það að
hann byrji að taka eftirlaun á 69.
aldursári og raunvextir séu 3,5%.
Ef eftirlaunaaldur miðaðist við 60
ára aldur þyrfti iðgjald til lífeyris-
sjóðs að hækka úr 10% af launum í
17% til að greiða sama hlutfall af
launum frá þeim aldri.
I greininni kemur fram að af-
koma lífeyrissjóða sé afar háð raun-
vöxtum og framleiðnibreytingar
hafi líka talsverð áhrif og enn meiri
á hlutfall eftirlauna af launum
þeirra sem eru í starfl. „Þegar litið
er á söguleg gildi þessara stærða
yfir nokkra áratugi sést að þau hafa
tekið miklum og óreglulegum breyt-
ingum. Engin ástæða er til að ætla
að þeim sé lokið. Það er ekkert ólík-
legt að þessir þættir verði svo frá-
brugðnir forsendum sem nú er mið-
að við aö breyta þurfi lífeyri eða ið-
gjöldum um tugi prósenta," segir
síðan.
Nýr framkvæmdastjóri LIN
Mataraðstaða og nesti grunnskólabarna
Einungis fjórir
skólar bjóða
heitan mat
Inga
Einungis 4 skólar af 36
bjóða börnum upp á
heitan mat í hádeg-
inu og í flestum skólum
matast börn við sama borð
og þau læra við. Þetta kem-
ur fram í könnun sem gerð
var fýrr á þessu ári og ber
heitið Mataraðstaða og
nesti bama í grunnskólum
á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu. Það voru þrir nemar í
hjúkrunarfræði sem stóðu
að könnuninni sem var hluti
af samnorrænni könnun og
var lokaverkefni þeirra til
BS prófs í hjúkrunarfræði.
Eftir er að gera sams konar
könnun á landsbyggðinni.
Að könnuninni stóðu Helga
Jónsdóttir, Fanney Gunn-
arsdóttir og Þórdís
Ingjaldsdóttir. Leiðbein-
indur þeirra voru Brynhild-
ur Briem, lektor við Kenn-
araháskóla íslands, og dr.
Þórsdóttir prófessor.
„Við gerðum könnunina í febr-
úar á þessu ári og sendum spurn-
ingalista til skólastjóra 51 skóla á
höfuðborgarsvæðinu þar sem við
óskuðum einnig eftir að skólarnir
tækju þátt í könnuninni,“ segir
Helga Jónsdóttir, einn aðstand-
enda könnunarinnar. Um 70%
svörun fékkst í könnuninni.
- Hversu margir koma með
nesti í skólann?
„Að meðaltali koma um 80%
nemenda með nesti, þar af eru í
1-4 bekk um 95% með nesti og í
5-7 bekk rúmlega 86% en í 8-10
bekk kom tæplega helmingur
nemenda með nesti í skólann.
Við skoðuðum Iengd skóladags
og meðallengd nestistíma. Sam-
ræmi var milli lengdar skóladags,
fjölda nestistíma og lengdar nest-
istíma. Því eldri sem nemendur
eru því lengri verður skóladagur-
innn, lengri nestistímar og þeim
fjölgar. Að sama skapi fækkar
þeim nemendum sem koma með
nesti að heiman á þessum aldri.
-Bjóða margir skólar heitan
mat í hádeginu?
„Nei, það kom okkur á óvart að
einungis fjórir skólar af þeim 36
sem svöruðu könnuninni buðu upp
á heita máltíð í hádeginu.
í 78% tilvika var á hinn bóginn
hægt að kaupa eitthvað matar-
kyns í skólanum og þá var oftast
um að ræða jógúrt, skyr eða aðrar
mjólkurvörur og brauðmat. Fáir
skólar seldu ávexti eða súpur.“
Helga segir þetta á skjön við
aðra „vinnustaði" í þjóðfélaginu.
Margir foreldrar hafa aðgang að
mötuneyti á vinnustað sínum og
þar er yfirleitt boðið upp á heita
máltíð ásamt öðru og því hafa þeir
val um hvað þeir borða.
Oft elda foreldramir
svo ekkert á kvöldin og
hafa á borðum snarl
sem oft kann að vera
brauðmatur og skyr
eða jógúrt því þeir
borða heitan mat í hádeginu.
Þetta verður því of einhæft fæði
fyrir börnin sem eru einmitt á
þeim aldri að þurfa á fjölbreyttri
og hollri fæðu að halda.
Helga segir það mat þeirra að
bömin eigi að geta valið um að fá
heitan mat í hádeginu rétt eins og
foreldramir. „Á meðan börnin eru
í leikskóla stendur þeim heitur
matur til boða en þegar þau kom-
ast á skólaaldur fá þau brauð og
jógúrt. Það er síðan ekki íyrr en
komið er á fullorðinsár að þeim
býðst á ný heit hressing í hádeg-
inu.“
-Hvernig reyndist aðstaðan í
skólunum til að matast?
Helga Jónsdóttir
► Helga Jónsdóttir er fædd í
Reykjavík árið 1971. Hún lauk
námi í hjúkrunarfræði frá Há-
skóla íslands árið 1998 og
starfar nú sem hjúkmnarfræð-
ingur á krabbameinslækninga-
deild Landspítalans.
Sums staðar
matast nem-
endurá göng-
um skólans
„Það kom í ljós að nemendur í
yngstu bekkjunum matast yfirleitt
í kennslustofum sínum en þegar
þeir em orðnir eldri, komnir í í
8-10 bekk eru gangar skólans oft
eini staðurinn til að matast á.
Það er náttúrlega engin matar-
aðstaða að vera að borða í
kennslustofunni eða á göngum
skólans. Fullorðnum þætti það
ekki boðlegt að matast við skrif-
borðið sitt í vinnunni. Að sama
skapi á ekki að bjóða bömum upp
á slíka aðstöðu. Fyrir bragðið fá
þau enga tilbreytingu."
Helga segir að greiður aðgang-
ur sé að drykkjarvatni í 72% skól-
anna.
- Pið könnuðuð líka hvort boðið
væri upp á fræðslu um næringu í
skólunum?
„I 61% tilvika var boðið upp á
slíka fræðslu á vegum hjúkrunar-
fræðings en það er okkar mat að
fræðslan eigi að vera í öllum skól-
um.“
Hún segir að í tengslum við
þessa könnun hafi þær kannað
hvort reglugerðir væru til varð-
andi hlutverk skólahjúkrunar-
fræðinga í tengslum við fræðslu í
skólum. „Það kom á daginn að
ekkert skriflegt er til um hvaða
fræðsla eigi að fara fram í skólum
og hvert hlutverk skólahjúkrunar-
fræðinga er. Þeim er í raun í
sjálfsvald sett hvað þeir gera. Við
teljum mikilvægt að til séu reglu-
gerðir um hlutverk
skólahjúkrunarfræð-
inga svo samræmi
skapist milli skóla.
-Höfðu skólar sett
_________ reglw um hvað mátti
' hafa með í nesti?
„I flestum skólum voru reglur
og þær lutu að því að nemendur
mættu ekki koma með gos, sæl-
gæti eða sætabrauð í skólann."
Helga segir að nemendur hafi
ekki mátt yfirgefa skólalóð á
skólatíma fyrr en í áttunda bekk
var komið en þá var um helming-
ur skólanna sem leyfði það.
„Krakkar í 8-10 bekk eru oft
komin með einhver auraráð og
fara þá og kaupa sér hressingu í
frímínútum sem getur skýrt hvers
vegna nestispökkum fækkar á
þessum aldri.“
Ritgerðin um mataraðstöðu og
nesti skólabama liggur frammi í
Þjóðarbókhlöðunni.